Tíminn - 03.08.1975, Page 18

Tíminn - 03.08.1975, Page 18
18 TÍMINN Sunnudagur 3. ágúst 1975. Höfundur: David Morrell Blc 86 tðugur hildarleikur hægri, rákust utan í hann og f læktust í hári hans. Ósjálf- rátt sneri hann sér undan og dró sig enn betur i kút. Hann skalf af viðbjóði og hörfaði undan til vinstri. Enn missti hann fótanna og skall harkalega á kjálkabeinið. Hugur hans var altekinn þjáningum og það var með herkjum að hann hafði þrek til að rísa upp á ný. Hann riðaði á fótun- um, greip um bólgna kinnina og hörfaði undan leður- blökunum, sem þyrpust að honum, fram hjá honum og neyddu hann upp að veggnum. Rambo var altekinn ör- væntingu, gersamlega uppgefinn og næstum tilfinninga- laus. Þá fann hann skyndilega innra með sér að vonar- neistinn, sem hafði haldið í honum krafti og þreki magn- aðist. Hann hætti að berjast gegn leðurblökunum og hörfaði mótstöðulaust undan þeim, staulaðist á eftir þeim. Hendur hans féllu þunglega með síðum. Það var dásamleg að vera laus við óttann og örvæntinguna. Eitt andartak var hann vonlaus og gersamlega sinnulaus. Aldrei fyrr hafði hann verið svo fjarri þvi; að láta sig nokkru skipta hver yrðu endalok sín. Þá rann allt í einu upp fyrir honum Ijós. Leðurblökurnar voru alls ekki að ráðast á hann. Þær voru á leið út úr holunni. Rambo gat ekki hamið ósjálfráðan hlátur sinn. Úti hlaut að vera nótt. Kvikindin höfðu skynjað það. Forystudýrið gaf merki og þá f lugu þær allar sem ein ofan úr loftinu í átt að útgöngunni. Sjáif ur hafði hann verið skelf ingu lostinn af ótta um að þær væru að ráðast á sig. — Þú vildir bandspotta til að þreifa þig aftur til baka, sagði hann við sjálfan sig. Bölvaður blindingsaulabár- urðinn þinn. Þarna hef ur þú hann. Þú barðist gegn þeim. En allan tímann voru þær að vísa þér veg. Rambo klifraði hvassa hryggi i kjölfar slóðar þeirra. Hann klóraði sig áfram og var á varðbergi — ef ske kynni að gjótur leyndust einhvers staðar. Innan skamms varð væl þeirra og vængjasláttur góðkunnugt hljóð, rétt eins og hann og þessi litlu kvikindi hefðu að því stef nt að eiga sambýli. Þar kom þó, að leðurblökurnar f lugu fram hjá honum. Þá var hann aleinn eftir. Eina hljóðið var bergmálið af krafsi hans og klóri með höndum og fótum í klettagrjótinu. Svöl og tær golan blés sterklega í andlit hans. Honum varð hugsað til þess hvernig keðurblökurnar höf ðu vísað honum veg. Ósjálf rátt varð honum á að hugsa hlýlega til þeirra, Nú var eins og strengur hefði verið slitinn í sam- bandi hans við þær. Það var ekki laust við að hann sakn- aði þeirra. Hann naut þess að anda að sér heilnæmu lofti á ný og hreinsa úr nefi, hálsi og lungum stækjuna innar úr holunni. Hjarta hans sló örar þegar f ingur hans hand- léku mold á klettagrjótinu. Sú snerting var dásamleg. Þó var hann ekki enn kominn út. Þetta var moldarleðja, sem skolast hafði inn í klettasprunguna með regnvatni. Þó f ann hann það á séi; að hann nálgaðist útgönguna, eft- ir því sem hann klifraði hærra upp. Hann fór sér hægt, naut þess að snerta raka moldina og skrönglast upp brattann. Þegar hann var kominn upp teygði hann úr stirðum útlimum sínum og naut þess ilms, sem barst að vitum hans að utan: lauf blöð, vindurinn, sem blés gegn- um háttgrasið, viðarilmurinn í loftinu...Aðeins nokkur fet til viðbótar. Hann þreifaði sig varlega áfram með höndunum og fann þá að leiðin var lokuð við klettavegg. Hann fálmaði í kringum sig og fann að þessi hindrun var á þrjá kanta. Hann var staddur í einhvers konar skál eða keri. Hversu hátt skyldi það vera? Kannski endalaust. Enn var hann innikróaður þó hann væri svo nærri frels- inu. Þó hann væri bæði rólegur og nokkuð ánægður með sjálfan sig — þá efaðist hann um, að hann hefði næga orku til að klifra mjög hátt . — Hugsaðu þá ekki um að klifra, sagði hann við sjálf- an sig. Hafðu ekki áhyggjur af þvi. Annað hvort kemstu upp eða ekki. Ef kerið er of hátt getur þú ekkert gert. Það er óþarfi að ergja sig á slíkum hugsunum. Hann settist niður í mjúka moldina og reyndi að venjast þeirri breytingu, sem orðin var á hugarástandi hans. Aldrei hafði hann fyrr haft svo nána tilf inningu fyrir umhverf i sínu né heldur notið þess í jaf n ríkum mæli. Á síðustu ár- um hafði hann að vísu fundið fyrir þessari tilfinningu þegar han.n var í víglínunni. Sérhvert verk og athöfn var unnin létt og leikandi — hlaupa, miða byssunni og þrýsta mjúklega á gikkinn. Þá var eins og hann ætti líf sitt und- ir snuðrulausum handtökum. Hann varð uppnuminn af sjálfum sér og gleymdi að hugsa um sjálfan sig. Hann fann aðeins fyrir líkamanum á líðandi stundu og hrynj- andi hans féll inn í verk hans og handtök. Vietnamarnir kölluðu þetta ástand Zen. Leiðina að hinu tæra andar- taki. Slíkt fann sá maður einn, sem hafði þjálfað sig miskunnarlaust og af elju til að ná fullkomnun. Hluti hreyfingarinnar, þegar hreyfingin sjálf hættir að vera aðalatriðið. Orð þeirra var ekki hægt að þýða nákvæm- lega. Vietnamarnir sögðu, að jafnvel þó það væri hægt yrði augnablikið jafn óútskýranlegt og áður, nema fyrir þann sem reynt hefði. Tilf inningin var ekki hluti af tím- anum og varð ekki skýrð í sekúndum eða mínútum, Henni var hægt að jafna við fullnægingu, en i raun var þessi tilfinning ekki svo nákvæmlega staðsett i neinum HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Dreki i skritnumjK' félagsskap Hll í:iH R SUNNUDAGUR 3. ágúst 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytúr ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10) Veðurfregnir). a. „Miðsumarnæturdraum- ur”, tónlist eftir Mendels- sohn. Hanneke von Bork, Alfreda Hodgson, Ambrosi- an-kórinn og Nýja-fíl- harmoniusveitin flytja, Rafael Frubeck de Burgos stjórnar. b. Sinfónia nr. 54 i G-dúr eftir Haydn. Ung- verska filharmoniusveitin leikur, Antal Dorati stjórn- ar. 11.00 Messa i Stóra-Núps- kirkju. Prestur: Séra Sig- finnur Þorleifsson. Organ- leikari: Steindór Zophonias- son. (Hljóðritun frá 27. júli s.l.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar: 13.20 Með eigin augum. Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Andrew Walter leikur. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Guðrún Helgadóttir deildarstjóri ræður dagskránni. 15.00 Miðdegistónleikar: „Tvö hjörtu í valstakti”. Guðmundur Jónsson minn- ist austurriska tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Roberts Stolz og kynnir nokkur laga hans. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Eirikur Stefánsson stjórnar. Meöal annars endursegir stjórn- andi söguna „Viðsjár taln- anna” eftir Jakob Thorar- ensen. Þórný Þórarinsdóttir les kafla úr „Feðgunum” eftir Gunnar Gunnarsson. Laufey Harðardóttir les tvær smásögur. 18.00 Stundarkorn með Alex- ander Brailowsky. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 19.25 Á grasafjalli i Hvera- gerði.Pétur Pétursson tek- ur saman þáttinn. — Siðari hluti. 21.00 Kórsöngur. Karlakór Reykjavikur syngur Islenzk lög. Páll P. Pálsson stjórn- ar. 21.25 Þættir úr lífi Vestur-ts- lendinga. ,Séra Kristján Róbertsson flytur erindi: Grundarkirkja i Argyle. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 4. ágúst Fridagur verzlunarmanna 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Arelius Nielsson flytur (a.v.d.v.) Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson byrjar að lesa söguna „Glerbrotið” eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Karlheinz Zöller, Lothar Koch og Irmgard Lechner leika Sónötu fyrir flautu, óbó og sembal i C-dúr eftir Johann Christoph Bach/ Helmut Krebs syngur við undirleik Heinrich Hafer- land og Mathias Siedel, fimm ariur eftir Giulio

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.