Tíminn - 03.08.1975, Síða 23
TÍMINN
Sunnudagur 3. ágúst 1975,
Gott samkomulag rikir i McCartney-fjölskyldunni. Hér eru faöir Pouls, stjiipmóöir og bróöir Iheimsókn á býiinu
i hljómsveitinni. Paul Mc-
Cartney segir nú:
— Ringó er skynsamastur.
Hann nýtur að minnsta kosti
peninganna sinna. Það er eitt-
hvað að John. George er lika
oröinn furðurlegur. Hann sekk-
ur sér svo niður i austurlanda-
hugleiöslu að hann fer kannski
bráðum að sofa á gaddafjöl eins
og fakir.
En Paul sjálfur?
Hann sem áður var vilítastur
þeirra allra er nú borgaraleg-
astur þeirra allra. Hann hefur
setzt að I Argyle 1 skozku há-
lendunum ásamt konu og böm-
um, sex hestum og tveimur
hundum og fjölda sauðfjár, lifir
hann nú kyrrlátu lifi brezks
aðalsmanns i sveit.
Á hverjum morgni veður hann
um grýtta landareigninga, sem
er vaxin stóru gráleitu grasi og
þurru lyngi og virðir fyrir sér
jörð sina.
Það er ekkert eftir af þeim
Paul^sem á viðhafnartónleikum
til heiðurs Englandsdrottningu
sagði: „Þeir sem eru i ódýru
sætunum geta klappað. Hinir
þurfa bara að láta hringla I
gimsteinum”.
Ekki rikir
Þegar hann er i Skotlandi er
hann bóndi. Hann hirðir ekki um
það þótt hrossaskitur af stigvél-
um hans verði eftir i Rolls
Roycinum eða ágólfteppinu inni
I húsinu.
„Það mikilvægasta i lifinu er
að skemmta sér” segir hann
þurrlega — Ef þú þá getur
skemmt þér? Ég hef oft spurt
sjálfan mig, hvað raunverulega
veitir mér gleði. Og það er með-
al annars hestamennskan. Hvað
hirði ég þá um svolitinn hrossa-
skit? Og hann hefur án efa
skemmt sér vel. „Ég hef lifað
villtu lifi. Hljómleikaferðin um
Ameriku 1964 þýddi villt lif fyrir
okkur alla. En ég hef játað öll
min vixlspor fyrir Lindu. Ég
leyni hana engu. Auk þess er ég
miklu hamingjusamari núna.
Lif mitt með konu og börnum er
mér einfaldlega miklu meira
virði.”
Að byrja að nýju er nú lykil-
orð þessa fyrrverandi Bitils
bæði I einkalifinu og tónlistinni.
í tónlistinni hefur vegur hans
ekki orðið mikill með nýju
hljómsveitina Wings. En Paul
er bjartsýnn og segir:
„Ég vonast til að fá að reyna
hljómsveitina með nýjum
mannskap áður en langt um
liöur, en fyrst verð ég að vera
viss um,að við séum nógu góðir.
Slðast vorum við af ýmsum
ástæðum slæmir. Einn mann-
anna kom til dæmis alltaf
drukkinn á tónleika.”
Linda eiturlyfjasjúklingur.
Paul hefur ekki aðeins átt við
vandamál að etja varðandi
hljómsveitina. Upp á siðkastið
hafa verið vandamál I einkalifi
hans. Linda var nefnilega hand-
tekin á hljómleikaferð i Banda-
rlkjunum með eiturlyf á sér, og
það var ekki góð auglýsing.
Siðar kom I ljós að hún var svo
háð örvandi lyfjum, að hún er
nú undir læknis hendi til að
venja sig af þeim.
En vikjum aftur að Paul og
tónlistinni. Það er fyrst og
fremst af fjárhagsástæðum að
hann spilar ennþá, syngur og
semur lög.
Ungi maðurinn, sem keypti
stórt hús handa bróður sinum og
stjúpmóður uppi i sveit skammt
frá Liverpool og sem fer i fjöl-
skylduboð i glæsilegum Rolls
Royce telur sig og konu sina
ekki auðug. „Allt of mikið af
peningum okkar fór i „Apple”-
fyrirtækið og er þar. Fyrrver-
andiumboðsmaðurokkar, Allan
Klein, tók einnig drjúgan skerf
af tekjum okkar. Slikt viljum
við ekki þurfa að reyna aftur, og
faðir Lindu, sem nú er lögfræð-
ingur okkar og umboðsmaður,
hefurhöfðað mál gegn „Apple”.
A meðan getur Paul i friði og
ró farið i reiðtúra með börnum
sinum, Mary 4 ára og Stellu 2
ára og hinni 11 ára gömlu
Heatheij sem er af fyrra hjóna-
bandi Lmdu. „Börnin eru alltaf
númer eitt, segir hann. „Alveg
sama,hve mikla peninga Linda
og ég vinnum okkur inn. Þeir
skipta engu máli samanborið
við velferð barnanna.
Paul leggur áherzlu á, að það
sé ekki auðvelt verk að ala upp
börn. — Umfram allt er mikil-
vægt að samband stúlknanna
viö hitt kynið sé eðlilegt. Þær
eru þrjár systur og þvi höfum
við Linda mikinn áhuga á að
þær eigi drengi að leikfélögum.
Útlitið er alls ekki svo slæmt
fyrir Mary, Stellu og Heather.
Ahugi almennings á Bitlunum
og börnum þeirra truflar tæpast
einkalif barnanna. Að minnsta
kosti er það ekki lengur eins og
Ringo sagði einu sinni: — Við
erum alltaf hræddir um að ein-
hver brjálaður kvennaaðdáandi
rifi son okkar upp úr barna-
vagningum og limi hann inn i
Bitlaalbúmið sitt!
Slikt þurfa Paul og f jölskylda
hans ekki lengur að óttast.
(Þýttog endursagt)
Fjölbýlishús
Stofnanir
Sveitarfélög
Verktakar
húsió
Þetta er orðsending til þeirra/ sem
eru að leita aðteppum í hundruðum
eða þúsundum fermetra.
Komið eða hringið — við bjóðum
f jölmargar gerðir, ýmist af lager
eða með stuttum fyrirvara.
Orvalsteppi með mikið slitþol frá
Sommer, Kosset, Marengo,
Manville og Weston.
Og greiðsluskilmálarnir — þeir eru
við allra hæfi.
Við sjáum um máltöku og ásetn-
ingu.
Teppadeild • Hringbraut 121
■ Simi 10-603