Tíminn - 03.08.1975, Side 25
Sunnudagur 3. ágúst 1975.
TÍMINN
25
Prestur og knattspyrnumaður
Séra Rébert Jack
Knattspyrnuþjálfarinn,
sem gerðist sveitaprestur
á tslandi.
Jón Birgir Pétursson
bjó til prentunar.
Hilmir h.f. 1974.
Þessi bók er kölluð sjálfsævi-
saga og vlst er hún það. Séra
Róbert gerir grein fyrir upp-
runa sinum og rekur æviferil
sinn. Og það er einstakur og
óvenjulegur ferill.
Þó að lesandanum finnist
e.t.v. að hann þekki séra Róbert
fremur litið að loknum lestri
kemur hann viða við I minning-
um sinum og rifjar margt upp.
Ef til vill er mestur fengur að
minningum hans frá hernáms-
árunum en þá hafði hann þá sér-
stöðu að vera beggja þjóða,þó að
hann hefði ekki fengið rlkis-
borgararétt meðal íslendinga.
Frásögn hans einkennist af
næmum skilningi á erfiðu hlut-
verki hermannanna — ekki ein-
asta þeim erfiöleikum, sem vlg-
staðan olli, heldur þvi andlega
álagi, sem hermennskunni
fylgdi.
Séra Róbert getur manna
yfirleitt til góðs. Hann ber hlýj-
an hug til margra samferða-
manna. Gaman er að lesa minn-
ingar hans um menn eins og
Sigurgeir biskup og Asmund
biskup og sr. Friðrik Rafnar.
Nokkuð ber á hvimleiðum
ruglingi á mannanöfnum og þvl-
liku I bókinni. Matthildur móðir
Sigurðar Arnalds er kölluð
Matthiasdóttir en hún er dóttir
Einars Kvaran, en að sönnu var
seinni maður hennar sonur
Matthiasar Jochumssonar.
Eggert Briem hæstaréttardóm-
ari er gerður sami maður og
Eggert P. Briem bóksali og
alltaf talað um Eggert P.
Briem. Þetta er þvl óskiljan-
legra að fyrst er þess getið að
maðurinnværi látinn.en höfund-
ur leigi herbergi I húsi Guðrún-
ar ekkju hans. Seinna getur
hann þess að hann standi i
ævarandi þakkarskuld við hjón-
in Sigriði og Eggert fyrir hjálp
þeirra og skýringar á erfiðustu
kvæðum Einars. Það virðist þó
liggja I augum uppi, að það var
ekki sá Eggert, sem andaður
var, þegar sr. Róbert kom fyrst
til landsins, sem nokkrum árum
siðar átti aðra konu og las þá
ljóð Einars með sögumanni.
Fleira má nefna, svo sem það>aö
Magnús Jónsson guðfræði-
prófessor hafi verið fjármála-
ráðherra og höfundur hafi
kynnzt listamanninum Guð-
mundi frá Miðdal á Isafirði. Það
var auðvitað Guðmundur frá
Mosdal.
Svona ruglingur er skiljan-
legur hjá útlendum manni, sem
kemur ókunnugur til landsins,
— nema auðvitað að gera
Briemana að einum manni,
enda er það gert I nafnaskrá. En
það átti að vera hægt að sjá við
þessu öllu,þegar sagan var búin
til prentunar.
Albert Guðmundsson skrifar
formála fyrir bókinni, en þá
hafði honum ekki unnizt tlmi til
að lesa hana. Hins vegar kemur
hann þar að maklegum viöur-
kenningarorðum um sinn gamla
þjálfara.
Iþróttaþjálfari er leiðtogi I
félagsllfi. Séra Róbert hefur
alltaf verið knattspyrnuþjálfari
samhliða þv^sem hann er prest-
ur. Af llfsreynslu hans I þvi
sambandi má ýmislegt læra.
Þess er áður getið að nafna-
skrá fylgir bókinni og ber það
vel að meta.
— H.Kr.
Þess vegna borgaróu heldur meira fyrir
Cudogler — þú ert að fjárfesta tilframbúðar.
AÐRIR
Yfirleitt mun minna af þéttiefni, vegna rúm-
frekari ramma úr þynnra áli. Aðeins 2 hliðar
rammans fylltar með einni gerð rakavamar-
efnis. Minni viðloðun þéttiefnis, sem þarf að
verja sérstaklega gegn utanaðkomandi efna-
fræðilegum áhrifum.
Við trúum því, að verðmæti húseignar
aukist með tvöföldu Cudogleri. Hvort sem
þú byggir fyrir sjálfan þig, aðra eða byggir til
að selja, þá hækkar verðgildi byggingarinnar
við ísetningu glers frá framleiðanda, sem
aðeins notar Terostat þéttiefni, sparar
hvergi til við samsetningu glersins, og gefur
10 ára ábyrgð á framleiðslunni.
CUDO
Mun meira af þéttiefni — þrælsterku
Terostat, sem ekki þarf að verja sérstaklega.
T erostat hefur,. skv. prófunum, mestu
viðloðun og togkraft, sem þekkist. Álramminn
er efnismeiri og gerð hans hindrar að ryk úr
rakavamarefnum falli inn á milli glerja.
Álrammamir em fylltir rakavarnarefnum allan
hringinn — bæði fljótvirkandi rakavarnarefni
fyrir samsetningu og langvarandi, sem dregur
í sig raka, sem getur myndast við hitabreytingar.
CUDO-I
IGLERHE
"VIÐERUM
REYNSLUNNIRIKARI ”
Skúlagötu 26 Sími 26866
þessu liggur