Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 1
SLÖNGUR BARKAR TENGI V—..___í.l_, TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 201. tbl. — Föstudagur 5. september—59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SIMI (91)19460 VELAR I FRYSTIHUS A ÞORSHÓFN ASK—Akureyri — Næstkomandi mánudag verður hafizt handa um niðT ursetningu véla I nýja frystihúsið á Þórshöfn. Gert er ráð fyrir, að verkinu ljúki fyrir næstu áramót, þannig að frystihúsiö getur tekið til starfa fljótlega eftir það. Nú er kostnaður við frystihúsbygginguna orð- inn um 80 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður er um 100 mill- jónir. Lokið hefur verið við lagningu háspennulinu frá spennistöð að frysti- húsinu, og vár sú framkvæmd unnan af Rafmagnsveitum ríkisins. Þá hefur nú undanfarinn hálfan mánuð verið unnið við aö koma loftlínu- lögnum á Þórshöfn i jörðu. AAIKIÐ AF OLIU BERST TIL SJÁVAR UM HOLRÆSI BH-Reykjavik. — Fólk virðist ekki hugsa út i það, að við erum alls ekki lausir við oliuna, þótt hún sé komin niður i niðurföllin. Þá verður hún fyrst virkilegt vandamál, er hún berst lausbeizl- uð út i sjóinn. Það er ekkert smá- ræði, sem berst af oliu út I sjóinn RAÐHERRAVIDRÆDUR VIÐ V-ÞJÓDVERJA UM 20. SEPTEAABER Gsal-Reykjavik — Aiiar likur benda tilþess að ráðherraviðræð- ur islendinga og Vestur-Þjóð- verja um fiskveiðimál hefjist I Reykjavik um 20. september næstkomandi, að sögn Einars Agústssonar, utanrikisráðherra. Endanleg ákvörðun um viðræður milli fulltrúa þjóðanna hefur þó enn ekki verið tekin. Þá hefur ekki verið tekin um það ákvörð- un, hverjir sitja í viðræðunefnd- inni af hálfu islenzku ríkisstjórn- arinnar. Hins vegar var á rikisst jórnar- fundi I gærmorgun ákveðið, hverjir sitja i islenzku viðræðu- nefhdinni við Breta, en þær við- ræður hefjast sem kunnugt er á fimmtudaginn kemur, 11. sept- ember. Að sögn Einars Agústs- sonar', utanrikisráðherra kemur 10 manna sendinefnd Breta hing- að til lands, og verða Hattersley, aöstoðárutanrikisráðherra og Bishop aðstoðarfiskimálaráð- herra fyrir brezku nefndinni. Utanríkisráðhen-a sagði, að ráð- herrarnir myndu dveljast hér i einn dag, en alls óvist væri, hvað viðræðurnar myndu taka langan tima. Nefnd sii, sem af hálfu Islenzku rikisstjornarinnar mun' eiga við- ræður við brezku fulltriiana, verður þannig skipuð: Einar ÁgUstsson, utanrikisráðherra, Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, Pétur Thorsteins- son, ráðuneytisstjóri, Jón L. Arn- alds, ráðuneytisstjóri, Hörður Helgason, skrifstofustjóri, Þórð- ur Asgeirsson, skrifstofustjóri, Niels P. Sigurðsson, ambassador, Már Ellsson, fiskimálastjóri, Þórarinn Þórarhrsson, alþingis- maður og Guðmundur H. Garð- arsson, alþingismaður. Ritari nefndarinnar verður Ólafur Egilsson, deildarstjóri. Erlendur Sveinsson varð- stjóri — vopnaður hagla- byssu og með skammbyssu i vasanum — togast á viö hundana um hræið af minkn- um, sem hann skaut við hólmann i Tjörninni i Reykjavik f gær eftir mikinn eltingaleik. Ljósmyndari Timans fylgdist með veiðun- um og á siðu þrjú er sagt frá þeim i máli og myndum. Réttum ekki seinkað — þótt mjög illa horfi með hey- skap sunnanlands BH-Reykjavfk. — Það kemur ekki til máía að seinka réttum hér syðra. Ef nokkuð verður, kann þeim að verða flýtt, eins og hjá Biskupstungnamönnum, og þann- ig var það fyrir nokkrum árum, að Hrepparéttum og Reykjarétt- um var flýtt um viku, og i ár verður sami háttur hafður á. Þessar réttir verða 18. og 19. september. Svo verða Landa- menn, Holtamenn, Ashreppingar, Rangvellingar og ölversingar með sinar réttir viku seinna. Það veitir ekkert af. Við getum farið að biinst við hörðum veðrum undir mánaðamótin, og það er langt fyrir okkur að fara f leitirn- ar. Þannig komst Hjálti Gestsson, ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands að orði, þegar Timinn hafði samband við hann út af orð- rómi, sem gengur þessa dagana um, að réttum verði seinkað, meðal annars vegna erfiðleik- anna við heyskapinn. — Hitt gera sér allir ljóst, að framundan eru geysi- legir erfiðleikar, sagði Hjalti Gestsson, og það er ekki fjarri lagi, að bændurnir séu með þriðja partinn af heyinu undirennþá. Þeir, sem hafa beztu tæknina, hafá getað náð öllu sinu, en þeir eru ekki margir, og til eru þeir.sem hafa ekki náð svo miklu sem tuggu. Þaö hafa aldrei verið nægilega margir samfelldir þurrkdagar, til þess að svo gæti orðið. Við inntum Hjalta eftir þvi, hvað hann áliti sunnlenzka bænd- ur vera búna að ná miklum hluta af venjulegu heymagni sinu. — Ég gæti trúað, að þeir væru biínir að ná tveim þriðjuhlutum af magninu, en þar af er allt að helmingurinn bara ruddi. Nú, nokkrir góðir þurrkdagar gætu gert strik i reikninginn, en ástandið er engu að siður afskap- lega slæmt. Hitt er annað mál, að bændur eru enn tiltölulega róíeg- ir. Þrautseigjan er eðli islenzka bóndans, og einhver úrræði hljóta að finnast, þegar verulega syrtir I álinn. AAeð tauga- veikibróður frá Spáni Gsal-Reykjavik Kona nokk- ur, sem nýlega kom heim frá Spáni, var lögð inn á Borgar- spitalann i Reykjavik við komuna tíl landsins, þar sem grunur lék á, að hún hefði smitazt af taugaveikibróður. Við sjiíkdóm sgrein ingu reyndist grunurinn réttur, og liggur konan nú i einangrun á Borgarspitalanum. Teigaveikibróðir er af- brigði taugaveiki, en mun vægari, og taugaveikibróður fylgir ekki mannskaðafar- aldur. Bragi Ólafsson aðstoðar- borgarlæknir sagði, að á ári hverju bærust hingað til lands eitt, jafnvel tvö og i hæsta lagi þrjU tilfelli af taugaveikibróður og yrði til- fellanna einkum vart eftir sumarferöir Islendinga til Spánar. Þeir, sem smitast af taugaveikibróður eiga oftast i langri sjúkdómslegu, og einangrun i nokkrar vikur. hérna á þéttbýlissvæðunum með tilheyrandi afíeiðingum, án þess að almenningur geri sér grein fyrir þvi. — Hér höfum við eina af afleiðingunum, dauðan fugl. Ég tel, að ástæðan fyrir dauða hans sé sú, sém hér um getur að framan, enda þótt aðrir mögu- leikar séu ekki útilokaðir, og verði að sjálfsögðu kannaðir. Það er von, að það sé mest áberandi þarna, ef olia er i sjónum, þvi þarna er skjólsælt og fuglinn leit- ar mikið i skjólið og heldur sig þar. Afleiðingarnar láta svo ekki á sér standa. Þáimig komst Stefán M. Bjarnason, mengunarsérfræðing- ur hjá Siglingamálastofnuninni, að orði i gær, þegar Timinn hafði samband við hann út af meintri oliumengun i fjörunni vestast i Vesturbænum. Kvað Stefán það ekki nýja bólu, að fréttir bærust af oliublautum fugli þarna vesturfrá, og hefðu kannanir og athuganir venjulegast leitt til þess sama, þ.e. að liklegast kæmi olían úr holræsunum. — Ég hafði frétt af þvi, að oliu- blautur fugl væri að hrekjast i f jörunni úti á Granda undan Haf- skipsskemmunum. Maður hringdi til min út af þessu, og við fórum saman út á Granda og at- huguðum alla staðhætti mjög gaumgæfilega. Er skemmst frá þvi að segja, að i það skiptið fund- um við enga oliu i fjörunni, hvorki við stöðvar, ræsi eða úti á sjón- um. Þó skal alls ekki fullyrt, að um oliubrák hafi ekki verið að ræða stundarkorni áður, og hall- ast ég helzt að þvi, að hér sé um að ræða oliu úr holræsum borg- arinnar. illlllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllinilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllll|||||=

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.