Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 5. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN eftir Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal stað. Hefðu þeir vogað sér að opna munninn þá hefðu þeir tapað einhverju af þeirri dýrmætu hlýju, sem þeir geymdu innra með sér. Inni í skrúðgarðinum sátu þeir Willis og Brown og fylgdust þögulir með bekknum. XXX Málararnir voru í fádæma slæmu skapi. — Hvað er að gerast hjá ykkur, rán, eða hvað, spurði fyrri málarinn. — Til hvers notið þið talstöðina, spurði sá seinni. — Verður bankarán? — Er það þess vegna sem þú hangir við tækið? — Haldið ykkur saman, sagði Kling á sinn uppörvandi máta. Málararnir stóðu á málningartröppunum og skvettu og slettu eplagrænni málningunni yfir allt og alla. — Við máluðum skrifstofu héraðssaksóknarans, sagði fyrri málarinn. — Þar var verið að yf irheyra piltung, sem stakk móður sína f jörutíu og sjö sinnum. — Fjörutíu og SJÖ sinnum. — Hann stakk út um allt. — Með ísstöngli. — Hann var sekari en erfðasyndin. — Hann sagðist hafa gert þetta til að bjarga henni frá Marzbúunum. — Stjörnuvitlaus. — Fjörutíu og sjö sinnum. Hvorki meira né minna. — Hvernig gat þetta bjargað henni frá Marzbúunum, spurði seinni málarinn. — Kannski er Marzbúum iila við konur, sem eru gegn- um stungnar með ísstöngli, sagði fyrri málarinn og skellti upp úr. Seinni málarinn tók þátt í þessumgálga húmor. Þeir studdust við málningartröppurnar og hlógu sig máttlausa. Héldu máttleysislega um penslana, en af þeim lak eplagræn málningin á dagblöð, sem breidd voru á gólfið. Maðurinn kom inn í garðinn klukkan tíu um morgun- inn. Hann var um það bil tuttugu og sjö ára gamall, andlitið mjóslegið og kuldabitið. Varirnar voru herptar í rokinu og hann var rakur um augun. Hann var í þykkum f rakka og kraginn brettur upp undir eyru. Um háls sér hafði hann vafinn grænan trefil. Hann var með hendurnar á kafi í djúpum frakkavösunum. Buxurnar voru brúnar, og skórnir af þeirri gerð, sem tíðum eru notaðir við erfiðisvinnu. Hann gekk hratt inn á Clinton-götu gang- stíginn, gekk rakleitt að þriðja bekknum við stíginn, tók nestisskrínuna, snaraði henni undir handlegg sér, stakk svo höndinni á kaf í frakkavasann á ný, snöggsneri sér við og var í þann veginn að snúa út úr garðinum,er rödd að baki honum sagði: — Stattu þar sem þú ert, karl minn. Maðurinn sneri sér við og sá hávaxinn, kraftalegan svertingja, sem klæddur var búningi, er einna helzt minnti á geimfarabúning. Hann hélt á stórri skamm- byssu í hægri hönd. ( vinstri hönd hélt hann á veski, sem hann opnaði. Þar sá maðurinn bláan og gulllitan skjöld, sem er lögreglumerkið. — Ég er lögreglumaður, sagði blökkumaðurinn... Við viljum gjarna segja nokkur orð við þig. Annar kafli. Miranda Escobedo hljómar eins og nafn á Mexfkönsk- um nautabana. Þvf er þó ekki þannig varið. Það er skammstöfun á lögreglumáli um tvo hæstaréttarúr- skurði. Þessir úrskurðir eru undirstaða alira regina um yfirheyrslu þeirra, sem liggja undir grun. Reglur þessar eru lögreglumönnum mikill þyrnir í augum. Það fyrir- finnst ekki einn einasti lögreglumaður í Bandarlkjunum, sem telur Miranda Escobedo góða hugmynd. Allir eru þessir lögreglumenn f yrirmyndar þegnar í Bandaríkjun- um. öllum er þeim mjög umhugað um rétt einstaklings- ins í hinu frjálsa samfélagi. Þeim er þó ekkert um Miranda Escobedo gefið, því þeir telja þessa löggjöf gera störf þeirra erfiðari. Starf þessara manna er að koma í veg fyrir glæpi í sérhverri mynd. • Lögreglumenn 87. sveitar höfðu nú handtekið mann, sem lá undir grun. Þeir ætluðu að yf irheyra hann, og um leið kom Miranda Escobedotil skjalanna. Frick yfirfor- ingi hafði yfirumsjón með öllu 87. umdæminu. Hann sendi út tilkynningu til allra undirmanna sinna skömmu eftir hæstaréttarúrskurðinn 1966. Þetta var eins konar flugumiði, prentaður á grænan pappír. Þar með fékk sérhver lögreglumaður 87. umdæmisins, hvort heldur lil Dili'MWMi I 1 Föstudagur 5. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Arnhildur Jönsddttir les söguna „Sveitin heillar” eftir Enid Blyton (11). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriöur Einarsdóttir þýddi. Nanna Olafsdóttir les (3). Einnig flutt tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Lifsmyndir frá liðnum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur les (8). 18.00 „Mig hendir aldrei neitt” stuttur umferöar- þáttur i umsjá Kára Jónas- sonar. Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis og byggingar- málLitast um á alþjóðlegu vörusýningunni I Laugardal og sagt frá helstu nýjungum I byggingariðnaöi. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Tilbrigöi eftir Brahms um stef eftir Paganini Sylvía Kerzenbaum leikur á planó. 20.25 Viötal, sem aldrei var tekið Viö Einar Benedikts- son skáld. Guðmundur Sæmundsson tók saman. Flytjandi meö honum: Atli Gislason. 21.15 Fritz Kreisler leikur eig- in tónsmiöar Franz Rupp leikur meö á pianó. 21.30 tltvarpssagan: „Og hann sagði ekki eitt einasta orö” eftir Heinrich Böli Böðvar Guömundsson þýddi og les ásamt Kristinu Ólafs- dóttur (11). 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 5. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Heimur á heljarþröm (Limits to Growth) Bresk fræðslumynd um „Rómar- skýrsluna” svonefndu og tölvuspár og kenningar visindamanna um framtiö mannkynsins, takmarkanir þess og möguleika, og siöast en ekki sist um hættuna, sem stafaö getur af mengun og orkuþurrö. Þýöandi og þUlur Ellert Sigurbjörnsson. 21.30 Fiölarinn á þakinuFjór- tán Fóstbræöur og Kristinn Hallsson syngja lög úr söng- leiknum um „fiðlarann á þakinu”. Þeim til aðstoöar eru dansarar frá Þjóðleik- húsinu. Áður á dagskrá 12. mars 1969. 21.45 Skálkarnir Breskur sakamálamyndaflokkur. 6. þáttur. Lausamaðurinn Þýöandi Kristmann Eiös- son. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.