Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 4
4 # Föstudagur 5. september 1975. TÍMINN Susan Ford langar til að verða ljósmyndari. HUn lætur sér hvorki nægja myndavél af ódýr- ustu gerð né sækir hún mynda- efnið á auðveldastan hátt. Nei, hún hefur tryggt sér leiðsögn færasta ljósmyndara Hvita hUssins, David Kennerley, i undirstöðuatriðum i mynda- töku. NU gengur hUn með myndavélar og alls konar dót hangandi utan á sér og leitar að myndaefni. Þaö ætti ekki að verða henni erfitt, þar eö hUn er nU dóttir föður sins (Gerald Fords, forseta). Annars má geta þess að Kennerley er eftir- sóttur herra i samkvæmislifinu og er einn af þeim, sem Candice Bergen afþakkar ekki, ef hann býður henni Ut að borða. Hér sést Susan Ford i kennslustund hjá Kennerley. mætti syngja með, ef hann vildi. Piltur lét ekki á sér standa og gaf hinum leikurunum ekkert eftir, enda sviðsvanur, þótt i annars konar hlutverkum sé. Aheyrendur ætluðu að rifna af kæti, þegar kóngurinn söng niö- iöum sjálfan sig og var honum fagnað óskaplega, og er söngn- um var lokiö faðmaöi prima- donna stUdentanna hann. Hún er í góðum skóla Er ég ekki dósamlegur? Idi Amin Ugandaforseti þreytist aldrei á að dást að sjálfum sér. Nýverið var afhjúpuð ný myndastytta af forsetanum og gerði hann þaö náttúrlega sjálf- ur. Listamaðurinn var meira en litið taugaóstyrkur fyrir athöfn- ina, þvi að aldrei var að vita, hvemig einræðisherrann brygö- ist viö, þegar hann liti eigin á- sjónu Ur steini. En óttinn var á- stæöulaus, þvi að er Amin leit sjálfan sig hrópaði hann: ,,Er ég ekki dásamlegur”. Konungleg skemmtun Ahorfendur á frumsýningu stúdentareviunnar I Lundi I Svi- þjóð urðu ekki litið hissa, þegar Karl Gustaf kóngur hljóp upp á sviöið og tók lagið með leikur- unum i lokasöng revi'unnar. Lokasöngurinn fjallaði um, hve leiðinlegar skyldur kóngur og hirð hefur I höllinni i Stokk- hólmi. Karl Gustaf var á ferð á Skáni og var boöiö að vera viðstaddur frumsýningu á hinni árlegu reviu, sem stúdentarnir I Lundi setja upp i byrjun skólaárs. Rétt áður en sýningin hófst, var kónginum fenginn texti loka- söngsins og honum sagt,að hann Elzt af fjórtón systkinum Mireille Mathieu, 28 ára gömul, frönsk söngkona er fræg um allanheim.Hérá íslandi höfum við fengið að sjá og heyra hana i sjónvarpinu. Mireille er alin upp I fátækt. Faðir hennar var múrari og foreldrar Mireille áttu 14 börn, og var hún elzta bamið. Auðvitað var hún önnum kafin við að hjálpa mömmu sinni við að gæta yngri systkina sinna, og hjálpa við heimilis- störfin, en alltaf söng hún. Hún lærði hvert lag, sem hún heyrði, ogsöng svo vel, að allir sögðu að stúlkan yrði að læra að syngja. Það vom ekki ástæður til þess, en Mireille tók þátt I skemmti- þætti fyrir áhugafólk I franska sjónvarpinu, og þá fór nú ýmis- legt að gerast hjá henni. Hún varð fræg á stuttum tima. Fyrsta hljómplatan, sem hún söng á hét „Mon Credo”, og hún seldist i 1.350.000 eintökum á fyrstu fimm mánuðum eftir að hún kom út. Þessi mynd af Mireille Mathieu *er tekin i London, en þar var hún nýlega og hélt þá hljómleika I Royal Festival Hall. Ekki fara sögur af þvi, hvort systkini hennar eru jafn söngvin og hún, en ef svo væri, þá væri það ekki óskemmtilegur kór! — Nei, elskan, við erum ekki komin til Feneyja ennþá Þú gleymdir bara að skrúfa fyrir kranann I baðberberginu. DENNI DÆAAALAUSI „Þii myndir lika vera hreykin, ef þú værir skyld ljónum og tígris- dýrum.” fi>g^FjeoUeasw*eS»Mgj'<ug-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.