Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 5. september 1975. ItMINN 13 ■ 11 III Einar Guðnason, skipstjóri, Súgandafirði, skrifar: Þann 6. ágúst siðastliðinn, var ég staddur á tjaldstæðinu á Akureyri, hafði tekið mér fri, eftir að hafa róið með linu frá Súgandafirði nær óslitið i rúma 10 mánuði. Þegar ég fletti Tim- anum, rakst ég á rammagrein eftir Árna Benediktsson með fyrirsögninni „Um steinbits- verð”. Sem vænta mátti hjá sönnum Vestfirðingi vaknaði á- hugi minn, er ég sá, að verið var að skrifa um þessa skepnu. Hinu er svo ekki að leyna að mér hitnaði heldur betur i hamsi við lestur þessarar greinar, sem eðlilegt hlýtur að teljast hjá manni, sem að örfáum vertiðum undanskildum hefur stundað linuveiðar frá Vestfjörðum sið- an 1942, sem háseti, vélstjóri, og siðustu 20 árin sem skipstjóri og talið sér trú um að hann væri að vinna þarft verk. Ég hafði raun- ar hugsað mér að stunda þessa atvinnu eitthvað lengur, nema þvi aðeins að verðlagsráði og þá sérstaklega Arna Benedikts- syni, sem nú hefur lýst ábyrgð á hendur sér, takist að ganga þannig frá málum, að enginn fá- ist til að stunda þessar veiðar. Arni hneykslaðist á þvf, að sjó mönnum á Vestfjörðum þætti að sér vegið, og á hann þá að sjálf- sögðu við linusjómenn, þvi að það voru þeir, sem mótmæltu steinbitsverðinu, þegar það loksins var birt, mörgum vikum seinna en lög stóðu til. Þeirri athugasemd Arna, að „háttvirtir alþingismenn telji horsteinbit hæfilega beitu til mannaveiða”, læt ég ósvarað, þeir geta svaraö fyrir sig sjálfir, en persónulega hefði ég talið það lélegan þingmann, sem ekki hefði látið sig það rteinu varða, þótt atvinnulif heils landshluta yrði lagt i rúst með jafn frunta- legum aðgerðum og hér áttu sér stað. Árni rekur að nokkru æviferil steinbitsins og kemur að þeim kafla i lifi hans, sem hann er tannlaus. Ekki þræti ég fyrir að hér sé rétt með farið, en hitt vil ég segja,að ég hef ekki ennséð tannlausan steinbit, enda aðeins séð steinbit, sem veiddur hefur verið á linu. „Vestfirzkir sjó- menn hafa ekki lagt það i vana sinn að fiska steinbit á hortima- bilinu”, segir Árni. Þessi setn- ing lýsir svo mikilli vanþekk- ingu á málefnum linusjómanna á Vestfjörðum, að hún skýrir raunar alla afstöðu hans til málsins. Það þarf ekki að segja nokkrum Vestfirðingi, sem komið hefur nálægt sjávarút- vegi, að eftir að steinbiturinn er genginn á grunnið er verulegur hluti linuaflans og oft allur afl- inn steinbitur, og þá ekki um annan fisk að ræða á miðum Vestfirðinga, án tillits til þess hvaða dagur er á dagatalinu. Svo ætlast Árni til, að við þökk- um fyrir, að þessi fiskur sé verðlaus. Um þaö afkvæmi Árna að ekki megi vera meira en 5% aflans steinbitur á tima- bilinu frá 1. nóv. til 28. feb. full- yrði ég, að enginn sjómaður né heldur fiskkaupandi á Vest- fjörðum hafi látið sér detta i hug, að hér væri átt við linu- báta. Árni telur að „breyttur veiðifloti og veiðihættir skapi möguleika á auknu magni af horsteinbit I aflanum”, og á þá við togveiðarnar, um þetta get ég verið honum sammála, en ég get ekki skilið, að lausnin á vandamálinu sé sú, að leggja niður linuútgerð á Vestfjörðum, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma að fyrr en siðar, ef verð- lagsmál sjávarafurða þróast eins og gerzt hefur siðustu miss- erin. Árni nefnir ýmsar tölur frá þvi fyrirtæki, sem hann vinnur við, máli sinu til stuðnings. Ég rengi ekkert af þessum upplýs- ingum, en hann getur þess ekki, hvaða fyrirtæki þetta er. Af ýmsu má þó ráða, að þetta fyr- irtæki sé i Reykjavik. Það segir mér um leið, að sá steinbitur, sem hann talar um, sé veiddur i troll og sannar þvi ekkert um nýtingarmöguleika steinbits, sem veiddur er á linu. Það skyldi þó ekki vera, að aukið magn horsteinbits i heildar- framleiðslu megi rekja til auk- innar sóknar sunnlenzkra tog- veiðiskipa á mið Vestfirðinga ög ég fullyrði, að það sé meira mál, hvar steinbiturinn er veiddur, heldur en hvort 28. dagur febrú- armánaðar hefur verið rifinn af dagatalinu. En vandamál vestfirzkrar linuútgerðar er ekki eingöngu verð á steinbit i janúar og febrú- ar, heldur ekki siður verð á steinbit almennt. Ég trúi þvi ekki, að sé það rétt, sem mér virðist flestum bera saman um, að Ilnufiskur sé það bezta hrá- efni, sem völ er á og alltaf er verið að tönnlast á, að vanda beri framleiðsluna að ekki sé réttlætanlegt, að gera þessum flota, sem rær með linu á Vest- fjörðum kannski 9-11 mánuði á ári, mögulegt að róa þessa 2-2 1/2 mánuð, sem steinbiturinn er uppistaðan i aflanum. Og að endingu: Getur það verið réttlátt, að borga 8% hærra verð fyrir fisk, sem legið hefur I kössum 10-12 daga en fyrir fisk, sem landað er dag- lega og oft, þvi sem næst lif- andi? Norrænir leikarar í Reykjavík LEIKARARAÐ Norðurlanda hélt er fjórði fundurinn, sem haldinn fund i Þingholti á Hótel Holti, er i Leikararáði Norðurlanda hér dagana 29. og 30. ágúst s.l. Þetta á landi, en ráðið var stofnað i Osló Sfuðningsmenn séro Arnar Friðrikssonar hafa opnað skrifstofu að Sólvallagötu 25, inngangur frá Hofsvallagötu, vegna prestskosninga i Nessókn 21. sept. n.k. Skrifstofan er opin kl. 2-6 og 8-10 e.h. Sr. örn verður þar til viðtals og er fús til að heimsækja fólk, ef þess er óskað, en ætlar ekki að fara i önnur hús, en þar sem um það er beðið. Fólk er vinsamlega beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. Simar 20570 og 19836. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni (Ibúar Seltjarnarnesskaupstaðar eru enn á kjörskrá). Stuðningsmenn. Bifreiðastjóri Óskum að ráða vanan vörubifreiðastjóra sem hefur meirapróf. Mötuneyti á staðnum. Kassagerð Reykjavikur. þinga árið 1937. Félag islenzkra leikara gerðist aðili að samtökunum árið 1950. Formaður ráðsins, siðastlið- in 2 ár hefur verið Klemenz Jóns- son, leikari, en hann lét nú af for- mennsku þar sem hann hefur nú tekið við starfi leiklistarstjóra hjá Rikisútvarpinu. Hinn nýi for- maður ráðsins er Norðmaðurinn Finn Kvalem. Aðild að Leikararáði Norður- landa eiga samtals 6 leikarasam- bönd eitt frá hverju landi nema Finnlandi, þar sem eru tvö sam- bönd, samband finnskumælandi listamanna og samband sænsku- mælandi listamanna. Þátttak- endur á fundinum voru 2-3 frá hverju sambandi, formenn og yf- irleitt lögmenn sambandanna. Af íslands hálfu sátu fundinn nú, þeir Klemenz Jónsson og Gisli Al- freðsson, og var aðalumræðuefni hagsmuna- og menningarmál leikara, dansara og óperusöngv- ara og leikmyndateiknara á Norðurlöndum. Að jafnaði eru haldnir tveir fundir árlega og verður næsfi fundur ráðsins hald- inn I Osló. Þátttakenduráþinginu voru alls 12. Austfirðingar athugið Óskum eftir aö leigja eða kaupa stórt, helzt gamalt, íbúðarhús á Austurlandi. Upplýsingar sendist skriflega í pósthólf 15, Hafnarf irði. Flateyri Vængir h/f, óska að ráða umboðsmann á Flateyri. Nauðsynlegt að umsækjandi hafi bil til umráða. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdar- stjóri félagsins i sima 2-60-66. Vængir h/f. Skrifstofustarf Stórt fyrirtæki vantar ritara með verzlunarskóla eða stúdentspróf. Góð vélritunar og enskukunnátta nauð- synleg. Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 15. þessa mánaðar merkt „Vinna 1867”. 7. þing Verkamanna- sambands íslands verður haldið i Reykjavik dagana 21.-23. nóvember n.k. Kosningu fulltrúa skal lokið fyrir 14. nóvember. Dagskrá auglýst siðar. Stjórn Verkamannasambands íslands Fró gagnfræðaskólum Reykjavíkur Skólarnir verða settir mánudaginn 8. september sem hér segir: Vörðuskóli: Allar deildir kl. 11.00. Hagaskóli: 1. bekkur kl. 9.00 2. bekkur kl. 10.00 3. og 4. bekkur kl. 11.00. Ármúlaskóli: 4. bekkur kl. 9.00. Lands- prófsdeildir kl. 11.00. 3. bekkur kl. 10.00. Vogaskóli: 1., 2., 3. og4. bekkur kl. 14.00. Laugalækjarskóli: 1. bekkur kl. 10.00, 2. bekkurkl. 11.00,3. bekkurkl. 13.00,4. bekk- ur kl. 14.00, kennarafundur kl. 14.30. Gagnfræðadeildir Austurbæjarskóla, Langholtsskóla, Hliðaskóla, Álftamýrar- skóla, Árbæjarskóla, Fellaskóla og Hvassaleitisskóla: 1. bekkur kl. 9.00,2. bekkur kl. 10.00. Gagnfræðadeild Breiðholtsskóla og Æfingaskóla K.H.í. v/Háteigsveg komi kl. 10.00. Réttarholtsskóli: 1. bekkurkl. 14.00, 2., 3. og 4. bekkur kl. 14.30. 3. bekkur i Breiðholti: Nemendur komi i Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Skólastjórar. Skólasetning i framhaldsdeildum gagn- fræðastigs (5. og 6. bekk) i Lindargötu skóla og Laugalækjarskóla verður auglýst siðar. CRED A-ta uþurrkarinn er nauösynlegt hjálpartæki á nútímaheimili og ödýrasti þurrkarinn I sínum gæöaflokki. Fjórar geröir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. (Sýndur I bás 46 á vörusýn- ingunni). SMYRILL Armúla 7. — Simi 8445Q.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.