Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 5. september X975. Fjölbreytt _ m • verkefni starfsemi ||eikársíns Þjóðleikhússins FYRSTA VERKEFNI Þjóöleik- hússins i nýbyrjuöu starfsári er óperan Ringulreiö eftir þá Flosa Ótafsson, sem samdi textann, og Magnús Ingimarsson, sem samiö hefur tónlistina. óperan verður frumsýnd i Þjóðleikhúskjallaran- um á þriðjudaginn kemur, en saia . aðgöngumiða hefst á föstudag. Flytjendur eru sjö, þau Arni Tryggvason, Sigriður Þorvalds- dóttir, Randver Þoriáksson, Guð- rún Stephensen, Ingunn Jensdótt- ir, Björg Jónsdóttir og Elin Edda Arnadóttir, sem jafnframt hefur séð um dansatriðin. Flosi ólafsson er leikstjóri, Sigriður Þorvaidsdóttir aðstoðar- ieikstjóri, en leikmyndir eru eftir Björn Björnsson. Flosi ólafsson lét þess getið á blaðamannafundi, að óperan Ringulreið væri afturúrstefnu- verk, eða „arriere garde”, en sú stefna hefur mjög rutt sér til rúms i leikhúsum hins menntaða heims á siðari árum að sögn Flosa, og er ekki ofsagt að hún hafi að verulegu leyti leyst framúrstefnuna af hólmi. Þá er og sagt, að i óperunni gef- ist oss kostur á að sjá hin ýmsu klassisku tjáningarform leik- hússins eins og þau koma höfund- um fyrir sjónir. Vér berum gæfu til að sjá i verkinu á einu bretti skripamyndir af óperu, örlaga- drama, Faust og Galdralofti, hes tam annamó ti, hinum klassiska ástarþrihyrningi, o.fl. o.fl. Sem sagt skripamyndir af skripamyndum. Sama kvöldið og frumsýning á óperunni Ringulreið verður hér I Þjóðleikhúskjallaranum verður annar Islenzkur leikflokkur að sýna annað og ólikt verk á öðrum slóðum, þvi að þá hefst i Amster- dam sýning á leikritinu Inúk eftir Harald ólafsson og fleiri undir stjórn Brynju Benediktsdóttur. Þeir, sem þar koma fram eru Brynja Benediktsdóttir, Krist- björg Kjeld, Helga Jónsdóttir, Ketill Larsen og Þórhallur Sigurðsson en þau hafa unnið að samningu verksins. Þau munu siðan ferðast um Holland með leikritið og fara að þvi búnu til Spánar, Póllands og Luxemborg- ar og sýna þar á ýmsum stöðum. Það verður mikið að gera I þess- ari ferð, þvi að gert er ráð fyrir allt að niu sýningum á viku á meðan verið verður I Hollandi. Leikurinn fer fram á islenzku, en rödd af segulbandi (Ingi Karl Jó- hannesson), flytur á hollenzku upplýsingar um Grænland, tekn- ar úr ýmsum heimildum, ungum og gömlum. Eins og kunnugt er, hefur Inúk fyrir skemmstu verið sýndur er- lendis við hinar beztu viðtökur. Þá var leikið á ýmsum stöðum og við hinar margvislegustu aðstæð- ur, til dæmis i stórum leikfimisöl- um, horni á sjúkrastofu og viðar þar sem ekki er algengt að leik- sýningar fari fram. Listafólkið sem flytur Inúk, lærði tónlistina i leiknum af gömlu fólki i Ang- massalik á Grænlandi, en Atli Heimir Sveinsson veitti aðstoð. — Brynja Benediktsdóttir lét þess getiö, að einu aðfinnslurnar, sem þau heyrðu I sinni fyrstu utan- landsferð með Inúk hefðu verið þær, að eitt dagblað lét i ljós óánægju með að leikendurnir skyldu ekki vera raunverulegir eskimóar! Næst er þess að geta, að 22. ágúst siðastliöinn kom hingað heim hópur leikhúsfólks frá Þjóð- leikhúsinu eftir þriggja vikna ferð um Kanada og Bandarikin, þar sem þau fluttu dagskrá, er nefnd- istÞó þú langförull legðir. Farar- stjóri var Gunnar Eyjólfsson. Dagskráin tók tvær klukkustund- ir og fimmtán minútur i flutningi, og var fyrsti hluti hennar helgað- ur sögu tslendinga allt frá land- námi Ingólfs Arnarsonar til árs- ins 1944, valdir kaflar úr sjálf- stæðisbaráttu og bókmenntum, allt frá deilum við Dani til verka Hallgrims Péturssonar og Hall- dórs Laxness. (T.d. handrita- þátturinn i Islandsklukkunni). I siðari hluta dagskrárinnar var stuðzt við Skugga-Svein, Pilt og stúlku og Gullna hliðið, en inn á milli var sungið. Dagskráin var sem sagt öll i þjóðlegum stil og heldur af eldra taginu en litið um nútimalega hluti, enda var ætlun- in að sýna og leggja áherzlu á þann sameiginlega menningar- arf, sem tengir saman Vestur-Is- lendinga og þá sem á gamla land- inu búa. Kynningar fóru fram á ensku, en flutningur allur fór fram á islenzku. Dagskránni var frábærlega vel tekið og lagt var fast að hinu íslenzka listafólki að koma aftur vestur um haf. Þau verkefni, sem Þjóðleikhús- ið mun taka fyrir næst á eftir Ringulreið þeirra Flosa ólafsson- ar og Magnúsar Ingimarssonar, eru ballettinn Coppelia, þar sem Helgi Tómasson mun dansa. , Fyrsta sýning á Coppeliu verður föstudaginn 12. sept. en alls verða sýningar fjórar. Þá eru i æfingu Sporvagn girndarinnar eftir Tennessee Williams, Hákarlasól Mynd úr óperunni Ringulreið eftir Flosa ólafsson og Magnús Ingi- marsson. Ljósm. óli Páli Kristjánsson, eftir Erling E. Halldórsson, Þjóö- niöingur Ibsens, Silfurtúnglið eftir Laxness, Carmen og barna- leikrit eftir Ionesco, sem heitir Milli himins og jarðar og Kardi- mommubæriiin. Þjóðniðingur, Kardimommubær og Silfurtúngl voru öll leikin á fyrra leikári og eru nú tekin upp að nýju, en hin eru ný af nálinni. Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður Góða sál- in I Sesúan eftir Brecht. Þess má svo að lokum geta, aö aðgangskort Þjóðleikhússins munu gilda með sama hætti i vetur og undanfarin ár, ogersala þeirra nú að hefjast. —VS Norrænt stjórnþjálfunar- námskeið haldið hérlendis ALÞJÓÐLEGT stjórnþj&Ifunar- námskeið, sem Norðurlöndin fimm halda sameiginlega var ný- lega haldið að Hótel Loftleiðum. Að þessu sinni kom það I hlut JC tslands að annast undirbúning og framkvæmd þess. Upprunalega átti JC tsland frumkvæði að stofnun samnorræns JC-skóla, sem haldinn skyldi á Norðurlönd- unum til skiptis. Það var svo á siðasta ári, sem ákveðið var að opna þetta námskeið JC-félögum hvaðanæva að úr heiminum, en JC hreyfingin er starfandi i 84 þjóðlöndum. Markmið þessa þjálfunarnám- skeiðs er i aðalatriðum það aö gera öllum embættismönnum JC i Evrópu og annars staðar kleift að öðlast skilning á aðal skyldustörf- um sinum sem embættismenn, að gera fólki hvaðanæva kleift að Jeffrey C. Bird frá Astraliu var aðalkennari og stjórnandi nám- skeiðsins, en hann er alþjóölegur varaforseti JC. skiptast á hugmyndum viðkom- andi stöðu þeirra og atvinnu án erfiðleika alþjóðlegra takmark- ana, sömuleiðis það, að veita þátttakendum nokkra æfingu i stjómsýslu og að kynna hjálpar- tæki og vinnubrögð, sem gagnleg munu verða atvinnu þeirra. Námskeiðið hófst á fimmtu- dagskvöldi og stóð siðan frá morgni til kvölds þrjá næstu daga. Starfandi voru sjö umræðu- hópar á námskeiðinu. Leiðbein- endur þeirra voru landsforsetar JC á Norðurlöndum auk alþjóð- legs framkvæmdavaraforseta hreyfingarinnar Marc Vander- missen frá Belgiu og fyrrverandi alþjóöa varaforseta Mike Ashton frá Bretlandi. Fundarstjóri var ólafur Stephensen, en stjórnandi og aöalkennari námskeiðsins var Jeff Bird frá Astralíu, en hann er alþjóðlegur varaforseti JC. Þess má geta, að hann er stjórnunar- ráðgjafi og rekur eigiö fyrirtæki, sem veitir fyrirtækjum aðstoð og leiðbeiningar á sviði stjórnsýslu og markaðsrannsókna. JC hefur nú starfað hérlendis i hálfan annan áratug og verður þess minnzt i þessum mánuði. Af þvi tilefni kemur Jean-Claude Feraud, heimsforseti Junior Chamber International hingað til lands. Hann er franskur. Fjölgun Ihreyfingunni hér á ts- landi hefur verið mjög mikil á siðustu tveim árum. Eru félagar nú um 600 talsins, en starfandi eru 16 félög á landinu. Þar af voru fimm stofnuð á yfirstandandi starfsári. Landsforseti JC Island er Vil- hjálmur Grimsson tæknifræðing- ur I Keflavik. I' iS r* i 'Æf' ii Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri Blind. afélagsins, og Arnþór Helgason, varaformaöur Bilndra- félagsins, veittu tækjunum viötö:ku. Ljónin gefa blindum hljóð- bókaupptökutæki BH-Reykjavik. — i tilefni af 25 ára afmæii' Lionskiúbbs Reykjavikur hafa Biindraheimii- inu við llamrahliö 17 i Reykjavik verið gefin fullkomin tæki við upptöku og framleiöslu hijóö- bóka. Slik tækni er nýjung hér á landi, en hljóöbækur koma blind- um og sjúkum aö miklu gagni i einverustundum þcirra. Fór af- hendingin fram 4. september og önnuöust hana Björgvin Schram, formaður ■ Lionsklúbbs Reykjavikur, og Siguröur Gisla- son formaöur Liknarnefndar klúbbsins. Verðmæti tækjanna er um 1.7 milljónir, en þar sem aðflutnings- gjöld fengust niðurfelld, var framlag klúbbsins um 900 þús- und. Tækin hafa nú verið sett upp i sérstöku upptökustúdiói. Lionsklúbbur Reykjavikur er elzti Lionsklúbburinn á Islandi, stofnaður 14. ágúst 1951. Hefur klúbburinn ávallt haft sjónvernd og blindramál efst á stefnuskrá sinni. A siðasta ári gaf hann fé til innréttingar gufubaðstofu, sem er i kjallara Blindraheimilisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.