Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. september 1975. TtMINN 11 Kirkjan f Nyköbing á Mors. ur ráöið miklu. Kirk jan var tákn og minnismerki kynslóðanna. Smám saman jókst skraut kirknanna hið innra. Skirnar- fontur lír steini, oft mjög hag- lega gerður, stendur jafnan i þeim og predikunarstóll er viða fagurlega skreyttur með mynd- um og útskurði. Sérkennilegur mjög er predikunarstóllinn i Ansgarkirkju i Jölby á Mors. Hann er að lögun eins og upprétt blóm á bláklukku, dálitið svipaður liljutúlipan álengdar að sjá. Ansgarkirkjan er stór krosskirkja úr múrsteini, að- eins um 100ára gömul, byggð og notuð af frikirkjusöfnuði, en frikirkjumenn létu snemma til sin taka á Mors. I mörgum kirkjum hangir fagurlega gert skip með rá og reiða. Þetta skip og nafn aöalkirkjunnar — skipið — sýnir hve mikla virðingu menn báru fyrir skipi og skips- ferðum — og bátnum á frægu vatni bibliunnar. Sem dæmi um gamla steinkirkju er hér birt mynd af kirkjunni i Spentrup á Jótlandi. Þar var skáldið Blicher prestur og gerði garðinn frægan. Hann hvilir undir trénu við kirkjuna. Kirkjan i Nyköbing á Mors tilheyrir miklu seinni tima. Spentrupkirkja er hlaðin úr stórum granitsteinum. Þeir eru miklu sterkara efni heldur en grágrýtið islenzka og ekki rignir gegnum granitið. Nyköbing kirkja er hlaðin úr múrsteinum. Hún var skreytt villiblómum þegar við sáum hana. Kvað djákni brúðkaup i vændum. Á torginu fyrir neðan var verið að steikja villibráö og svin á mikilli rist. Horfðu margir á og fengu keyptan bita. Sigurður Ldrusson, Gilsd í Breiðdal: „HNEYKSLIÐ" í EYDALAKIRKJU Laugardaginn 12. júli hitti ég að máli formann sóknarnefndar Ey- dalakirkju — en svo hefur þessi kirkja verið kölluð um aldir, og það er innan við 30 ár siðan ég heyrði hana fyrst nefnda Hey- dalakirkju, ef ég man rétt, og fullorðnir og eldri menn hér i sókninni kalla hana flestir Ey- dalakirkju, en nóg um það. Ég spurði formanninn hvort ekki yrði kaffisamsæti að lokinni kirkjuvigslunni. Hann svaraði að af þvi gæti ekki orðið, en þó mundi biskupi, prestum, kirkju- kór og sóknarnefnd veitt kaffi i sumargistihúsinu, Staðarborg, að lokinni kirkjuathöfn. Ég spurði formanninn hvort ég mætti segja nokkur orð, áður en fólkið gengi úr kirkju, en hafði skrifað stuttan ræðustúf, sem ég ætlaði að flytja yfir borðum, ef almenn kaffi- drykkja yrði. Hann sagði að sókn- arnefndin ætlaði að hafa fund með biskupi þá um kvöldið og skyldi hann þá bera upp þessa beiðni mina. Ég tók fram að mér væri þetta ekkert kappsmál. Sunnudaginn 13. júli fór vigsla kirkjunnar fram, og að lokinni helgiathöfninni lýsti svo formað- ur sóknarnefndar kirkjubygging- unni og sagði sögu hennar. Að þvi loknu kynnti hann að ég tæki til máls. Þegar ég var um það bil hálfnaður með ræðu mlna heyrði ég aö hreyfing komst á i kirkj- unni, en þá hafði biskup farið að ókyrrast og gekk siðan úr kirkju. Þetta kom eins og reiðarslag, mér fannst að með þessu sýndi hann mér hina mestu fyrirlitn- ingu. Hann hafði þó kvöldið áður leyft mér að tala þarna. Hinn 16. júli skrifaði ég bisk- upnum bréf og bað um svar við fyrstu hentugleika, en þar sem mér þykir nú sýnt að hann ætli ekki að svara bréfi minu neyðist ég til þess að rita þessar linur. 25. júli hringdi blaðamaður frá Morgunblaðinu til min og sagðist hafa heyrt, að ég hefði tekið til máls áður en fólkið gekk úr kirkju og að ræða mín hefði valdiö hneyksli og gengju ýmsar sögur i borginni um þennan atburð. Hann óskaði eftir aö ég gerði grein fyrir þessu frá minu sjónarmiði og leiðrétti missagnir. Ég spurði hann hvort hann hefði hringt til biskups og kvað hann nei við. Ég sagöi honum þá að ég hefði skrif- að biskupi 16. júli og vænti fast- lega svars frá honum og að svo stöddu leyfði ég ekki að hafa neitt eftir mér um málið. Vegna þess að ég fékk ekkert svar frá biskupi neyðist ég til að birta hér nokkra kafla úr bréfinu til hans. ,,Hr. Biskup Islands. Ég finn mig knúinn til að skrifa þér nokkrar linur, ef ske kynni að leiðrétta mætti þann ieiðinlega misskilning eða hneyksli, sem ég mun hafa valdið með þeim orðum sem ég mælti að lokinni hinni á- gætu kirkjuvigslu og öðrum helgi- athöfnum sem á eftir fylgdu, og siðar byggingarsögu kirkjunnar. Það kann að vera að i þessari örstuttu ræðu, sem ég flutti, hafi ég ekki hagað orðum minum nógu virðulega, en ég vil taka það fram að með þeim ætlaði ég ekki að særa eða móðga neinn, og þvi sið- ur aö valda hneykslun. Ég sendi hér með orðrétt afrit af ræðunni svo þú getir kannað hana til hlitar, enda munt þú ekki hafa heyrt hana alla. — Hafði ég sagt eitthvað ærumeiðandi um biskup, prestana eða söfnuðinn? Hafði ég svivirt helgidóminn? Hafði ég lagt nafn Guðs við hé- góma? Þessar og fleiri hugsanir þutu um hug minn. Mér fannst — og finnst raunar enn ég algerlega glataður maður, búið að dæma mig til eilifrar útskúfunar. Ég sat nokkra stund hálfringlaður og mun aldrei gleyma þessu. Átti ég þetta virkilega skilið? Haföi ég gerzt uppreisnarmaður eða unnið gegn sóknarkirkju minni? Atti ég máske aldrei að koma i kirkju framar? Loks tók ég hækjur min- ar og staulaðist út, niðurbrotinn á likama og sál. En mig langar að sættast við þig persónulega og fá að vita hvað olli þessari ákvörðun þinni. Ég hef borið virðingu fyrir þér sem presti og siðar biskupi og fundið að trú þin er djúp og ein- læg, en uppskorið fyrirlitningu. Ég treysti umburðarlyndi þinu i trúmálum og vænti einlæglega svars við fyrstu hentugleika. Meðfullri virðingu og vinsemd”. Nú er liðinn mánuður siðan ég skrifaði þetta bréf. Ég hef beðið i ofvæni eftir bréfi frá biskupnum en ekkert svar fengið. Ég á ekki von á þvi hér eftir. En er þetta sanngjarnt? Við vitum öll að ekki eru allir sammála sem telja sig þó trúa á Guð. Þess vegna eru uppi margar trúmálahreyfingar. Höfum við rétt að kasta steini að öðrum, þótt hann aðhyllist ekki sömu túlkun á guðspjöllunum og við sjálf? Ég á- lit, að allir sem leita Guðs I ein- lægni, eigi rétt á að vera i friði með skoöanir sinar. Astundum þvi umburðarlyndi og kærleika sjálfir og særum ekki eða meiðum helgustu tilfinningar annarra, hvort sem við teljum okkur hafa vald til þess eða ekki. Ég held að allir hljóti að hafa rétt til að meta og vega þaö, sem að okkur er rétt i trúmálum, og ég vil enda þetta með orðum skáldsins „samviskan ein er það vald sem góðir menn hlýða”. Hér fer á eftir ræðan, sem ég flutti i kirkjunni: „Herra biskup tslands. Virðulegu prestar, góðir kirk ju- gestir. Ég óska prestinum og söfnuðin- um til hamingju með þessa nýju kirkju, sem nú loks er tekin i notkun, og vona að hún verði þessu byggðarlagi til blessunar. Þá vil ég einnig óska hinum ný- vigðu brúðhjónum allra heilla. A þessum hátiðisdegi langar mig að tala hér nokkur orð, enda sjaldan sem biskupinn heimsækir okkur og við fáum tækifæri til að láta skoðanir okkar i ljósi við hann. Ég tel það mjög ábyrgðarmikið og vandasamt starf að vera prestur og leysa það starf vel af hendi. Ég tel lika vissa skyldu hvila á Guðfræðideild Háskóla Is- lands,að beina þeim nemendum inn á aðrar námsbrautir, sem þeir telja litt hæfa til prests- starfsins. Vegna breyttra þjóðfélags- háttahef ég grun um að skólar og heimili annist kristindómsfræðslu . verr en áður var. Þess vegna tel ég mjög þýðingarmikið að prest- arnir annist kristindómsfræöslu barna og unglinga og vandi sem bezt til fermingarundirbúnings, þvi lengi býr að fyrstu gerö. Ég tel einnig mjög mikilvægt að presturinn hafi sem allra nánast samband við söfnuð sinn, svo fólkið finni að hann sé hollvinur og ráðgjafi, ekki sizt á alvöru eða sorgarstundum. Það er ómetan- legt fyrir hvern söfnuð, aö eiga góöan og hollráðan prest, og fáir eru þeir menn, sem með starfi sinu geta látið eins mikið gott af sér leiða og góðir prestar. Við komu biskupsins i sóknina finnst mér gjarnan, að sóknar- börnin eigi að ræða opinskátt sin áhugamál I hans áheyrn, ef það mætti verða til skilningsauka fyrir þau, og til að eyða misskiln- ingi, sem alltaf getur verið fyrir hendi. Kirkjuyfirvöldin i landinu mega heldur ekki láta það henda aö gera upp á milli trúmálahreyf- inga, eins og mér skildist að siðasta prestastefna hefði gert. Það má vera að sértrúarflokkar I landinu séu of margir. En búum við ekki við trúfrelsi? Ég held að þeir trúarflokkar hljóti óhjá- kvæmilega að liða undir lok, fyrr eða siðar, sem ekki bjóða upp á nein ný sannindi. Mér skildist á viðtali sem fréttamaður rikisút- varpsins átti við biskupinn að lok- inni prestastefnu, að þessi sam- þykkt prestastefnunnar beindist meðal annars gegn þeim sem aöhyllast spiritisma. Ef svoer, þá held ég að samþykktin sé mikil mistök. Ég er þeirrar skoðunar að spiritisminn eigi mikil Itök I hugum fólksins hér á landi og mjög óheppilegt sé að jafnvirðu- leg samkoma og prestastefnan er leggi stein i götu þeirrar hreyf- ingar. Ég held að fáir treysti sér til að telja séra Harald, heitinn, Nielsson og marga fleiri merka presta til villutrúarmanna. Ég tel lika, að kirkjan verði að laga sig eitthvað að breyttum hugsunarhætti fólksins á hverjum tima, ef hún á að ná eyrum þess. Og ég vil taka það fram, aö ég er mjög undrandi, ef núverandi biskup hefur staðið að áður- nefndri samþykkt, af þvi hann hefur i starfi sinu oft sýnt óvenju mikið frjálslyndi, t.d. þegar hann vigði fyrsta kvenprestinn til starfa fyrir kirkjuna. Ég hef oft undrazt að fleiri kon- ur skuli ekki hafa lært guðfræði en raun ber vitni, þvi að ég held þær væru ekki síður færar til að gegna prestsskap en karlar. Hins vegar er það mjög skiljan- legt að þær hafi ekki fram á sið- ustu ár lagt i sliktnám, ar sem at- vinnumöguleikar voru sáralitlir. En nú hefur biskupinn, sem betur fer, rutt þeirri hindrun úr vegi, og ég vona að þá láti konurnar ekki á sér standa að gripa tækifærið. Að lokum þetta. Ég held að fólkið i landinu sé trúhneigðara en almennt er haldið, þrátt fyrir þó kirkjusokn sé fremur litil all- vfða. En ég vil undirstrika mikil- vægi þess, að prestarnir uppfræði börn og unglinga, sem allra bezt, þvi mig grunar að það sé af skornum skammti i mörgum skólum og heimilum. Kirkjusókn er að minu viti ekki mælikvarði á trúarlifið i heild. Við eigum þess kost að hlusta á útvarpsmessur mjög oft og það getur dregið verulega úr kirkju- sókn. Ég vil gera að minum orðum eina ljóðlinu úr ljóði skáldsins al- kunna: ,,I einrúmi er drottinn mér næstur og viðræðubeztur”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.