Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. september 1975. TÍMINN 5 m Gunnar og Vísir Alþýðublaðið rekur i gær siðustu viðskipti Vísis og Gunnars Thoroddsens: „Þann 29. ágúst sl. birtist i Vísi forystu- grein, þar sem félags- málaráð- herra er harðlega gagnrýndur fyrir afskipti af húsbygg- ingamálum i Reykjavík. Reykvíkingur nokkur hafði sótt um leyfi til þess að byggja við hús sitt, en fengið neitun hjá bygginga- nefnd. Samkvæmt lögum um byggingamáiefni Reykjavikur og ákvæðum i byggingasam- þykkt borgarinnar skaut hús- byggjandinn máli sinu til fé- lagsmáiaráðuneytisins, sem á svo að fella lokaúrskurð í mál- inu. Úrskurður ráðherrans var á þá lund að heimila manninum viðbygginguna. Þetta lagði Visir þannig út i forystugrein sinni, að félags- máiaráðuneytið og þá auðvit- að fyrst og fremst yfirmaður þess, Gunnar Thoroddsen, vildi hlutast til um jafnvel hin smæstu mál sveitarfélaga. Ráðherrann væri sem sé á öndverðum meiði við að veita sveitarfélögunum aukið sjálf- stæði, en aukið sjálfstæði sveitarfélaga er eitt af helztu stefnumálum Sjálfstæðis- manna nú. Forystugreinin var sem sé bein árás á ráðherrann Gunnar Thoroddsen, fyrir að vera andvigur þessu stefnu- máli flokksins. Gunnar reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér, ritaði VIsi bréf þar sem hann benti á, að sam- kvæmt lögum væri félags- máiaráðuneytinu skylt að fella úrskurð imáli sem þessu ef þess væri óskað. Sagði Gunnar m.a. i bréfinu, að þar sem leiðarahöfundar dagblað- anna nytu þeirra forréttinda að fá ritsmiðar sinar lesnar i útvarp, þá mæltist hann til þess, að meginatriðum i at- hugasemdum hans við leið- araskrif Visis yrði komið á framfæri I leiðara blaðsins svo útvarpshlustendum gæfist kostur á að kynnast skýring- um ráðherrans. En hvað gerði Vísir? Hann birti bréf Gunnars til blaðsins I dálkinum „Lesendur hafa orðið”, en þar fær jafnaðar- lega inni fólk með minni hátt- ar fyrirspurnir og kvartanir. Ásamt Gunnari Thoroddsen skrifa þennan dag i dálkinn „krossgátuunnandi”, sem spyrst fyrir um krossgátu- verðlaun, maður, sem kvartar yfir forljótri spennistöð og móðir i Breiðholti, sem spyrst fyrir um gangbrautarljós. EfGunnar Thoroddsen hefði sjálfur mátt ráða hefði hann mun frekar viljað að Visir léti það með öllu vera að birta grein hans en að gera það með þessum hætti.” 2200 milliónir Hér I blaðinu var nýlega skýrt frá því, að ellilifeyrir einstaklings, sem ekki hefur aðrar tekjur hefur hækkað sið- an 1. janúar 1974 úr 15.108 kr. i 29.222 kr„ eða um 93%. Ellilif- eyrir hjóna, sem likt er ástatt um hefur hækkað úr 27.195 kr. i 51.169 kr„ eða um 88%. Á sama tima hafa laun skv. II. flokki Iðju ekki hækkað nema um 77%, en hann er sambæri- legur við 6. taxta Dagsbrúnar. Þannig hefur rikisstjórnin sýnt i verki, að hún hefur reynt að tryggja hag lifeyris- þega eftir þvi, sem kostur hefur verið. En þetta hefur að sjálfsögðu kostað rikissjóð aukin útgjöld, eða um 2200 millj. króna á ársgrundvelli. Af þessu hefur það leitt, að leggja hefur orðið á aukna skatta, t.d. nýja vörugjaldið. Hart er til þess að vita, að flokkar stjórnarandstæðinga og Alþýðusambandið skyldu mótmæla skatthækkun, sem var að miklu leyti óhjákvæmi- leg vegna hækkunar lifeyris- bótanna. Þegar á hólminn kemur er öll umhyggjan vegna lifeyrisþega ekki meiri en þetta. Loks er þcss að geta, að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á greiðslum lífeyris- bótanna, sem eru til hagsbóta fyrir lifeyrisþega frá því, sem áður var. Núverandi rikis- stjórn hefur þannig ekki siður en vinstri stjórnin, reynt að tryggja hag Hfeyrisþega, þrátt fyrir mikiu erfiðari aðstæður. Lífeyrisbæturnar og Alþýðubandalagið Þjóðviljinn á bersýnilega erfitt með að viðurkenna það, að núv. rikisstjórn hafi stór- hækkað lifeyrisbæturnar, þrátt fyrir erfiðari ástæður en áður. Til þess aö reyna að gera lítið úr þessum hækkun- um, gerir hann samanburð með prósentutölum á hækkun lifeyrisbóta í tið núv. rikis- stjórnar. 1 þeim efnum lætur Þjóðviljinn sér sjást yfir eina mikilsverða staðreynd. Lif- eyrisbætur voru mjög lágar, þegar vinstri stjórnin kom til valda, því að viðreisnarstjórn- in hafði haldið þeim niðri. Þvi var eðlilegt að þær hækkuðu mikið i tið vinstri stjórnarinn- ar. En að sjálfsögðu sleppir Þjóðviljinn því, að Alþýðu- bandalagið hefur barizt gegn þvi, að skattar yrðu hækkaðir siðan núv. stjórn kom til valda. Jafnframt hefur það svo krafizt stóraukinna fram- laga til ýmissa framkvæmda. Hefði verið farið að þessum ráðum Alþýðubandalagsins, hefði verið útilokað að hækka lifeyrisbæturnar — hvað þá heldur að hækka þær um 2200 milljónir á ári. FLUGFREYJUR ÁNÆGDAR AÐ LOKNULÖNGU SAMNINGABRASI — Flugleiðir harma seinasta leikinn BH-Reykjavik — Ég er afskap- lega ánægð með, að samninga- málin við Flugleiðir skuli loks- ins vera komin i höfn. Þetta er búið að vera nokkurt stapp en leystist á hádegi i fyrradag, er Flugleiðir féllust að lokum á þau atriði i samningamálunum, sem við höfðum haldið fram frá upphafi, og voru eina krafa okk- ar. Við vissum að við áttum rétt á þessu, og þess vegna kom ekki til mála að láta af þvi. Þannig komst Erla Hatle- mark, formaður Flugfreyjufé- lagsins að orði við Timann i gær, en flugfreyjur undirstrik- uðu kröfugerð sina að morgni miðvikudagsins, er þær boðuðu verkfall á hádegi, yrði ekki tafarlaust gengið að kröf- um þeirra, sem voru i þrennu lagi: 1. Að þær fái greiddar 5.300,- kr'óna launahækkun á mánuði frá 13. júni sl. auk 2.100,- króna launahækkunar á mánuði frá 1. október nk. 2. Að þær fái dráttarvexti greidda af ofangreindi fjárhæð til greiðsludags. 3. AðFlugleiðir h.f. felli niður mál það, sem rekið er fyrir Fé- lagsdómi. Höfnuðu flugfreyjur umbeðn- um fresti, og leystust málin á hádegi, þannig að ekki kom til neins konar vandræða — eða verkfalls. 1 fréttatilkynningu,sem Tim- anum hefur borizt frá Flugleið- um, er tekið fram, að Flugleiðir fallistekki á réttmæti krafanna, þótt gengið hafi verið að þeim, og átelji slik vinnubrögð og telji, að hér sé um skýrt lagabrot að ræða. Beri að harma, að ekki skuli vera unnt að útkljá ágrein- ing um túlkun kjarasamninga milli stéttarfélaga og vinnuveit- enda eftir þeim ieiðum, sem landslög kveði á um. Jafnaðar- endurgreiðsl ur til iðn- fyrirtækja gébé Rvik— Samkvæmt upplýs- ingum frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, hafa nú verið greidd- ar metnar jafnaðarendurgreiðsl- ur til iðnfyrirtækja vegna útflutn- ings á árinu 1974, en aðeins á út- flutning, sem átti sér stað fyrir 1. sept. það ár, þ.e. þegar gengi krónunnar var fellt. Litið er á, að þessi 2,5% endur- greiðsla sé bráðabirgðaráðstöfun til þess að jafna samkeppnisað- stöðu islenzkra iðnfyrirtækja i út- flutningi við erlend fyrirtæki, þangað til virðisaukaskatti hefur verið komið á hér á landi. Breytingar á gengi krónunnar hafa hér engin áhrif á sbr. gengis- hækkun krónunnar vegna við- skiptakjara i sjávarútvegi. AUGLYSIÐ í TÍMANUM Halogen-ljós J-perur - ótrúlega mikið Ijósmagn PERUR Í ÚRVALI NOTIÐ ÞAÐ BESIA H Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa IGNH ICMIC ImIMIv Nú f ylgir ekki kjötskrokkur með í IGNÍS kistunni... En við bjóðum betraverð en uðrir. **** C3EHB3 Nýjar sendingar komnar, einnigúr rvðfríu stánaé innan. RAFIÐJAN RAFTORG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.