Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 5. september 1975. Meirihluti leikverka sem boðið er upp á er marklaust afþreyingarkjaftæði MEÐ UNGU FÓLKI ætlar i dag aB fjalla dulltið um leiklist og ræða I þvi sambandi við Þráin' Karlsson leikara á Akureyri. Þráinn hefur um árabil fengizt viö leiklist, og var hann sá fyrsti, er Leikfélag Akureyrar fastréði. Eða eins og Þráinn sagði sjálfur: — Ég var einn sá fyrsti,er gat lifað af list minni á Akureyri. En svona í leiðinni, hvað er leiklist og leikhús? MUF vill eindregið benda á bók- ina „UM LISTÞÖRFINA” hafi menn áhuga á þvi að fræðast um það atriði, en þar segir meðal annars: „listaverkið losar sem snöggvast um „fjötra lifsins” á okkur vegna þess að listin fjötr- ar okkur ööru visi en veruleik- inn. Þessir léttu andartaks fjötrar eru kjarni þeirrar skemmtunar, þeirrar ánægju, sem við höfum jafnvel af sorg- arleikjum. Um þá frelsandi eiginleika listarinnar segir Ber- toltBrecht: „leikhús okkar á að rumska við þekkingarnautnun- um og yndi þess sem vill um- turna veruleikanum. Það nægir ekki að gestir okkar hlusti á frelsun Prómeþeifs heldur verða þeir að tileinka sér nautn- ina af þvf að frelsa hann. 1 leik- húsi okkar verða áhorfendur að læra að njóta fullnægju og gleði uppfinningamannsins og land- könnuðarins, gjörvalls fagnað- arlausnarans”. En snúum okkur aftur að Þráni. Hann hefur ásamt þrett- án öðrum stofnað svonefnt AL- ÞÝÐULEKHÚS á Akureyri. Með Þráni eru meðal annars Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir, en þessir þrir leikarar voru allir fastráðnir hjá L.A. siðast liðinn vetur. Leikhús af þeirri tegund, er þettalistafólkætlaraðskapa, er nýlunda hér á Fróni. Það hafa ekki áður risið upp leikhús, er ætla eingöngu að helga sig rót- tækri þjóðfélagsgagnrýni eins og Alþýðuleikhúsið hefur hugs- að sér að gera. En við skulum gefa Þráni orðið og heyra og sjá nánar um tilgang — pólitisks — róttæks leikhúss. — Það varð margt til þess, að þessi hópur settist niður og á- kvaðað stofna leikhús — og inn i stofnunina spila lika þættir, sem óþarfi er að minnast á, en við getum byrjað á þvi fyrst að hug- leiða þá staðreynd, að hér á landieru tilþeir menn og konur, sem hafa fengizt við að skrifa leikrit — rammpólitisk — og ekki fengið þau sýnd i borgara- legum leikhúsum. En leikhús eins og Alþýðuleikhúsið verður einmitt vettvangurinn fyrir slikt fólk — og við skulum lika minn- ast þess, aö eitt af frumatriðun- um fyrir stofnun leikhússins var, að taka fyrir atburði lið- andi stundar og ástunda þar með frjálsa þjóðfélagslega gagnrýni. AB lokum býst ég við, að hópurinn verði svo og svo pólitiskur, án þess að gerast hreintrúarmenn á ákveðna stefnu, en hitt er ekkert laun- ungarmál, að við erum öll frek- ar vinstrisinnuð — og munum höfða einkum og sér i lagi til einnar stéttar verkalýðsins. — Hvar ætlið þið að koma verkum ykkar á framfæri? — Það skiptir ekki öllu máli, hvar það er — við getum sýnt hvar sem er, hvort sem um er að ræða heilar sýningar eða þætti — þá er sama hvort það er á vinnustað, i skóla, á stræti eða torgi. Hvort atvinnurekendur hafi yfirleitt áhuga á að fá okkur inn á vinnustaði? — Ég get ekki annað séð, en það ætti að vera Rætt við Þráin Karlsson, einn stofnanda Alþýðuleikhússins keppikefli fyrir hvern og einn einasta atvinnurekanda að bjóða leikflokk sem okkar, hjartanlega velkominn til sin. — Auðvelt verður fyrir okkur að koma, þvi mjög litil áherzla verður lögð á sviðsútbúnað, en þeim mun meiri á leikarann sjálfan og efni það, sem hann er að flytja hverju sinni. — Nú hefur þú unnið sem fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar — Hver er i rauninni munurinn á þvi að vinna þar og við væntanlegt Alþýðuleikhús? — Munurinn á þvi er og verður alveg geysilega mikill. Atvinnuleikarinn verður að leika hvað svo sem honum er rétt upp i hendurnar, hvort sem hann hefur á hiutverkinu áhuga eða ekki. 1 róttæku leikhúsi er uppbyggingin allt önnur. Slikt leikhús sýnir eingöngu verk, sem hópurinn hefur áhuga á. Það er langt i frá, að það sé einkamál einhvers eins einstak- lings hvernig uppsetning leik- rits á að vera — samstarf og sameiginleg ákvaröanatekt er nauðsyn ef vel á að takast til. Þetta er atriði, sem ég tel að vanti æöi viöa hjá islenzkum leikhúsum. — En það getur veriö fróðlegt að skoöa innviöi þeirra leikhúsa er þjóöin býr við I dag. Meiri hluti þess efnis sem íslenzkum áhorfendum er boðiö upp á er marklaust afþreyingarkjaftæði, sem allir lofa og prisa I kór — þó svo leikritiö hafi verið eins langt frá raunveruleikanum og mögu- leiki er á — Það hefur nefnilega enga þýðingu þó svo malandinn sé ljúfur i eyrum. Islenzkir höf- undar, en þökk sé þó þvi, að leikhúsin hafa á undanförnum árum helgað sig þeim mikið, detta margir ofan f þá gryfju aö semja áferðarfallega frasa, sem meirihluti fólks skilur hreinlega ekki — manni dettur Hka oft i hug, að höfundarnir séu að semja fyrir einhverja menn- ingarsnobbara, en skilji eftir stærsta hópinn sem á að fá að njóta leiklistarinnar. Sem sagt, Þráinn Karlsson. það er ekkiveriö að vanda ofan i fólkið, þó svo gömlu leikritin okkar séu alls makleg. ■ — Við megum alls ekki gleyma, þegar við tölum um innlenda leikhúsmenningu: leikgleðinni hjá þessari þjóð, þvihúnergifurleg. A veturna er æft svo að segja i hverjum dal og þorpi hversu fáir sem búa á viðkomandi stað. Þetta er virki- lega athyglisvert fyrir þá stað- reynd, að fbúafjöldinn leyfir ef til vill bara eina sýningu. Svona nokkuð efast ég um að finnist annars staðar þó leitað væri með logandi ljósi um viða ver- öld: • — Eru leikhús af þvi tagi sem þið eruð að koma upp, þekkt fyrir utan landsteinana? — ■ — —Já.leikhús af sömu eða svipaðri gerð eru vel þekkt viða erlendis, en auðvitað hljóta þau að vera eins misjöfn og þau eru mörg.Svovið tökum dæmi,ekki langt frá okkur, þá notuðu t.d. Norðmenn svona leikhús, þegar þeir voru I EBE strfðinu. Leik- flokkamir ferðuðust um og léku fyrir fólkið, og er það sannast sagna að þeir höföu mun sterk- ari áhrifehstjórnmálamennirn- ir, sem alltaf fara með sama lygasannleikann fyrir kjós- endur sina.” — Þú minntist áðan á áferðar- íallega frasa, sem islenzkir höf- undar væru svo hrifnir af, en eru ekki einhver islenzk verk þér hugstæð t.d. vegna boð- skapar þeirra? — — Þvi er fyrst til að svara, að til þessa ð leikrit sé gott, þarf það að höfða til hvers og eins bæði vitsmunalega og tilfinn- ingalega. Hvað varðar Islenzk verk þá má fyrst nefna „Silfur- tungl” Laxness, en það er eitt næmasta leikrit, sem ég hef les- ið, þó svo það hafi farið alveg á rassgatið i sýningum Þjóðleik- hússins. I meðförum þess var ádeilubroddurinn slæfður, og hinpólitiska afstaða, sem birtist greinilega ileikritinu, sástekki, enda var forðast að taka nokkra afstöðu til eins eða annars. Svo er verk eins og „Jörundur” Jónasar, skemmtilegt, einfalt og mjög vel skiljanlegt. Um Jörund má segja, að það sé gott framlag, en það er með það eins og öll önnur leikrit, að það má meðhöndla það á ýmsan hátt. t Jörundi var lika bráðsmellinn texti — einmitt það, sem leikhús verður að kappkosta, er að vera skemmtilegt — án þess að vera meiningarlaust. — — Að lokum Þráinn, hvað með fjármál leikflokksins og hús- næði undir starfsemina? — — Við munum eðliléga æskja þess að njóta sömu fjárhagsaö- stoðar eins og t.d. sambærilegir hópar á Norðurlöndunum, og snúa okkur þannig til hins opin- bera. Ég er lika handviss um, að þeir aðilar munu af örlæti sinu láta fé af hendi rakna við okkur, enda er um bráönauösynlegt menningarfyrirtæki aö ræða. Einnig munum við fara fram á stuðning frá verkalýöshreyfing- unni, en til að byrja með verður það vafalaust styrktarmanna- kerfi, sem kemur til með að vera okkar aðaltekjulind. Við hið siðasttalda má svo bæta, að mikill fjöldi fólks hefur sýnt stofnun „frjáls leikhúss” mik- inn áhuga. Hvað varðar hús- næðið þá hefur það ekki fengizt ennþá, en sú hlið málsins ætti ekki að vera óyfirstiganlegt vandamál. Ef svo fer, sem horf- ir þá ætti Alþýðuleikhúsið að geta tekið til starfa um áramót- in. — ASK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.