Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. september 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hvað hefði Alþýðu- bandalagið gert? Skrif Þjóðviljans um kaupgjaldsmál að undan- förnu hafa vakið mikla furðu. Blaðið heldur þvi fram, að ekkert tillit þurfi að taka til versnandi viðskiptakjara, þegar fjallað er um kaupgjalds- mál. Ef útreikningar sýni, að þjóðartekjurnar standi i stað, sé hægt að halda óbreyttum kaup- mætti launa, hvað sem vaxandi útgjöldum liður. Þessi skrif Þjóðviljans vekja einkum athygli vegna þess, að þau eru i algerri mótsögn við af- stöðu Alþýðubandalagsins á stjórnarárum þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Lúðviks Jósefssonar 1971-1974. Að visu var rikisstjórnin þá svo heppin, að viðskiptakjörin fóru yfirleitt batnandi. Þó virt- ist svo um skeið á siðari hluta ársins 1972, að þau kynnu heldur að versna, án þess að það væri farið að hafa áhrif á þjóðartekjurnar. Ráðherrar Al- þýðubandalagsins voru þá ekkert minna áhuga- samir um það en aðrir ráðherrar að gera yrði ráðstafanir til að tryggja stöðu atvinnuveganna. Þeir lögðu til, að þetta yrði gert með beinni kaup- lækkun eða svokallaðri niðurfærslu, en þegar ekki náðist samkomulag um það við Björn Jóns- son, féllust þeir á gengisfellingu. Sem betur fór, rættust ekki spárnar um versnandi viðskiptakjör, heldur héldu þau áfram að batna á árinu 1973. Um áramótin 1973-1974 fór hins vegar að syrta i álinn. Þegar við þetta bættust hinir óraunhæfu kaupsamningar i febrúar 1974, voru leiðtogar Al- þýðubandalagsins ekki siður hvetjandi til þess en leiðtogar hinna stjórnarflokkanna, að gerðar yrðu ráðstafanir til að styrkja stöðu atvinnuveg- anna á kostnað launþega. Þeir stöðu þvi að stjórnarfrumvarpi um að binda kaupgjaldsvisi- töluna og að banna um skeið grunnkaupshækkan- ir, sem færu yfir visst hámark. Vegna mótspyrnu þáv. stjórnarandstæðinga fékkst þetta ekki sam- þykkt, en þá gaf rikisstjórnin út með fullu sam- þykki ráðherra Alþýðubandalagsins bráða- birgðalög um frystingu kaupgjaldsvisitölunnar. Þegar viðskiptakjörin héldu áfram að versna, voru leiðtogar Alþýðubandalagsins sammála öðrum stjórnmálamönnum um, að þessar ráð- stafanir myndu ekki nægja. Þeir lýstu þess vegna yfir þvi, þegar rætt var um endurnýjun vinstri stjórnarinnar i fyrra, að ekki myndi stranda á þeim að fallast á 15% gengisfellingu. Á þessum tima stóðu þjóðartekjurnar ekki að- eins i stað heldur voru horfur á þvi, að þær myndu heldur aukast. Eigi að siður sýndu tölur Þjóð- hagsstofnunarinnar að atvinnuvegirnir gætu ekki risið undir umsömdu kaupgjaldi. Og þá minntust leiðtogar Alþýðubandalagsins ekki neitt á þjóðar- tekjurnar. Þeir sáu hins vegar, að viðskiptakjör- in myndu fara versnandi. Það réði afstöðu þeirra. Þegar þetta gerðist, höfðu viðskiptakjörin ekki rýrnað nema brot af þvi, sem siðar varð. Af þvi geta menn dregið sinar ályktanir af þvi, hvað Al- þýðubandalagið myndi hafa verið reiðubúið að gera, ef það hefði verið i stjórn og viðskiptakjörin rýrnað um hvorki meira né minna en 30%. Þess vegna er eðlilegt, að skrif Þjóðviljans nú veki furðu. Þ.Þ. Alexander Klimof: Samvinnufélögin í Sovétríkjunum Vaxandi viðskipti við erlend samvinnufélög Höfundur þessarar greinar er formaður Sambands samvinnufélaga I Sovétrikj- unum og varaformaður Aiþjóðasambands sam- vinnumanna. Greinina hefur hann skrifað fyrir rússnesku fréttastofuna APN og birtist nú hér i þýð- ingu frá henni. Eins og sést á greininni, eru samvinnu- félögin i Sovétrikjunum all- öfiug, en sá er munur á þeim þar og hér, að þar eru þau mjög nátengd ríkis- valdinu. UM HALFUR milljarður fé- lagsmanna er nú i samvinnu- félögum um allan heim. Meirihluti samvinnufélag- anna, sem hafa innan sinna vébanda um 300 milljónir fé- lagsmanna, eru sameinuð i Alþjóðasambandi samvinnu- félaga. Samband sovézkra sam- vinnufélaga neytenda „Tsentrosojús” er einn af stærstu aðilunum i alþjóða- sambandinu og stærri en önn- ur slik sambönd i heimi með tilliti til fjölda félagsmanna og almennra umsvifa. Félags- menn eru 63 milljónir og sam- vinnuhreyfingin rekur um 500 þúsund verzlunar og fram- leiðslufyrirtæki. Þriðju hver kaup, sem gerð eru i landinu fara fram i sovézkum kaupfélögum, sem starfa aðallega i sveitum landsins. SAMVINNUHREYFINGAR i ýmsum löndum eiga mikil verzlunarviðskipti sin á milli. Sovézka rikið lætur Tsentrosojús i té þær vörur, sem það selur erlendum við- skiptavinum, en framleiðir ekki sjálft, svo sem útvarps- tæki, raftæki, reiðhjól, úr og einnig hráefni. Auk þess fram- leiða sovézkir samvinnumenn um 220 vörutegundir sjálfir og er þar fyrst og fremst um alls konar matvælaiðnað að ræða, lyf og hráefni til lyfjagerðar. Fyrir þessar útflutningsvör- ur flytur Sambandið aðallega inn neyzluvarning, svo sem fatnað og snyrtivörur og eykur þar með úrvalið af þessum vörum og fullnægir vaxandi þörfum kaupenda. Sérstaklega fara viðskipti sovézka sambandsins hrað- vaxandi við samvinnuhreyf- ingar í öðrum sósialiskum löndum. Þessi viðskipti eru byggð upp á grundvelli lang- timasamninga — til fimm ára eða lengur. Upp á siðkastið .hafa viðskipti samvinnuhreyf- inga i aðildarrikjum RGE (Comecon) vaxið um 10-15% árlega. Aðalástæðan fyrir þessari aukningu ér batnandi lifskjör ibúa i hinum sósial- isku rikjum. Meðal annarra stórra við- skiptavina Tsentrosojús má nefna samvinnufélög i Japan, ítaliu, Frakklandi, Noregi og i fleiri löndum — en nú er verzl- að við samvinnumenn i 40 löndum og fara þau viðskipti sivaxandi. VAXANDI þáttur i sam- skiptum samvinnuhreyfinga i hinum ýmsu löndum er gagn- kvæm aðstoð við undirbúning framleiðslu og i skipulags- störfum, þar sem menn deila reynslu sinni á þessum svið- um. Tsentrosojús á samskipti við niutiu samvinnuhreyfing- ar á þessu sviði. Á. sl. fjórum árum hafa 320 séndinefndir samvinnumanna frá 74 lönd- um heimsótt Sovétrikin. Tsentrosojús hefur 'fengið samvinnuhreyfingum i Búlga- riu, Ungverjalandi, Austur- Þýzkalandi, Mongoliu, Pól- landi og Tékkóslóvakiu nýj- ustu teikningar og tæknilegar leiðbeiningar varðandi bygg- ingu stærri og smærri verzl- ana og annarra fyrirtækja. 1 Búlgariu hafa t.d. verið reist- ar meira en 400 nútima þurrk- unarstöðvar fyrir hráefna- vinnslu til lyfjagerðarþar sem stuðzt var við reynslu Sovét- manna. Búlgörsk og ungversk samvinnufélög hafa aftur á móti lagt til tækjabúnað i fjöl- mörg heildsölufyrirtæki sovézka sambandsins. Ásamt með tékkneskum sérfræðing- um er nú verið að vinna að teikningum að brugghúsum, þar sem framleiddur verður óáfengur bjór. Tsentrosojús á mikil við-. skipti við samvinnuhreyfingar I kapitaliskum löndum. I hóp gamalla og góðra viðskipta- vina i Englandi, Austurriki, Belgiu, íslandi, Finnlandi o.fl. hafa nú á siðustu árum bætzt við samvinnumenn i Dan- mörku, Sviþjóð og Bandarikj- unum. Samvinnumenn i SSSR og Sviþjóð hafa sameiginlega rannsakað fjölmörg vandamál varðandi skipulagningu og tækni f verzlun, gert tilraunir með nýja verzlunartækni og hafa skipzt á sérfræðingum og starfsliði. Þá hafa þeir haldið fundi og ráðstefnur um sér- stök vandamál. 1 samvinnufé- lagi utan við Moskvu hefur verið byggð alhliða stórverzl- un með sjálfsafgreiðslusniði og samvinnufélagið I Tsjer- kassk i Úkrainu hefur komið upp 3000 tonna nútima ávaxta- geymslu: tækjabúnaður i þessum fyrirtækjum er kom- inn frá Sambandi italskra samvinnufélaga. í Eistlandi hafa verið reist ný fyrirtæki til að frysta hálftilreidd matvæli og er þar hagnýtt reynsla finnskra samvinnumanna. Og svo mætti lengi telja. ALÞJÓÐASAMBAND sam- vinnufélaga hefur gert áætlun um þennan áratug varðandi aðstoð við samvinnuhreyfing- una i þróunarlöndum og hefur hún verið nefnd: „Aratugur samvinnuþróunar”. Til þess að verða við óskum samvinnumanna i þróunar- löndum opnuðum við þegar á árinu 1961 sérstaka deiid við Samvinnuskólann i Moskvu fyrir erlenda stúdenta. Á hverju ári tekur skólinn allt að 100 samvinnumenn i þessa deild frá löndum i Asiu, Afriku og Suður-Ameriku. Námið er ókeypis og Tsentrosojús stendur straum af námslaun- um þeirra. Á sl. fimm árum nam kostn- aður Tsentrosojús af námi samvinnumanna frá þróunar- löndunum rúmlega 2.5 milljónum rúblna. Þetta er viðbótarframlag þess i ,,þró- unarsjóð” Alþjóðasambands- ins. Á sl. sex árum hafa þrisvar sinnum verið haidin námskeið i SSSR fyrir samvinnumenn i þróunarlöndum. Hinir erlendu gestir kynntu sér samvinnu- hreyfinguna i SSSR bæði kenningu hennar og fram- kvæmdir, framleiðslusam- vinnufélögin i sveitum — sam- yrkjubú: neytendafélög, upp- byggingu þeirra, efnahags- grundvöll, stjórnun. vinnulaun o.s.frv. 1 samvinnu við Alþjóðasam- bandið var haldin ráðstefna i Moskvu og sóttu hana 63 fulltrúar ymissa samvinnu- hreyfinga og þar á meðal frá þróunarlöndum. Þar voru til umræðu vandamál og sú reynsla, sem fengizt hefur af menntun samvinnumanna. Nú ér verið að hrinda tillögum frá þessari ráðstefnu i fram- kvæmd viða i samvinnufélög- um. t hverju tilviki er það aug- ljóst að alþjóðasam vinna samvinnumanna kemur vinn- andi fólki til góða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.