Tíminn - 05.09.1975, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 5. september 1975.
skipta landinu i margar smærri
jarðir. Við sáum fomfræga höll,
komum i verksmiðjur og kirkj-
ur, skoðuðum Utisafn (eins kon-
ar Árbæ) o.s.frv. Ég ætla fyrst
að minnast á kirkjurnar, þær
eru furðu margar á Mors, flest-
ar ævagamlar og geyma ærna
sögu. Á 12. öld voru byggðar
fjölmargar steinkirkjur i Dan-
mörku. Við byggðum þá Ur torfi
og timbri.
Margar gömlu steinkirkjum-
ar standa enn, að visu eitthvað
breyttar allflestar. bær hafa
verið lengdar, byggð hliðar-
álma, reistur turn, þak endur-
nýjað o.s.frv. Þessar kirkjur,
700-900 ára gamlar, eru hlaðnar
Ur stórum, aflöngum, tilhöggn-
um granitsteinum (kampest-
en). Sums staðar er undirstaða
Ur óhöggnu grjóti og þá e.t.v.
leifar af eldri byggingu.
Granitsteinarnir finnast i jörðu
á við og dreif um Danmörku,
komnir þangað með is frá fjöll-
um Skandinaviu á jökultima.
Hefur verið mikið verk að
safna þeim saman og kljUfa til
hUsagerðar. A seinni öldum
hefur eitthvað af steinum verið
flutt inn, t.d. frá Borgundar-
hólmi og Noregi, þar sem nóg
granit er i föstu bergi. Eitthvað
e.t.v. lika Ur gömlum bygging-
um. Góðir steinhöggvarar hafa
verið að verki i Danmörku,
a.m.k. i 900 ár. Hinar gömlu
steinkirkjur voru að jafnaði
vandaðastar á Jótlandi.
Sjálendingar byggðu Ur litt
höggnu grjóti, einnig Ur kalki
o.fl. efnum. Á undan steinkirkj-
unum hafa liklega á .sömu stöð-
um staðið hof og kirkjur Ur
timbri, enda var Danmörk
fyrrum mikið skógland eins og
nafnið bendir til, Steinkirkjurn-
ar eru elztu varðveittu steinhUs-
in i Danmörku. Þær eru mjög
merkilegar frá byggingarfræði-
legu sjónarmiði. Aðalbyggingin
kallast skipið og er aflöng. Lik-
lega hafa elztu kirkjurnar verið
skipið eitt. Inn af skipinu var
byggður kór, jafnbreiður en
styttri. Upp af forkirkju reis
viðast turn, oftast ferstrendur.
Bæði kórinn og forkirkjan með
turninum e.t.v. byggð mörgum
öldum siðar en skipið. Hinar
vönduðu hvelfingar, sem við
sjáum, voru ekki f elztu kirkjun-
um, en komu fyrst á dögum
Margrétar drottningar — á 14.
öld. Um og upp Ur 1200 var farið
að brenna leir til mUrsteins-
gerðar i Danmörku og þá voru
byggðar allmargar kirkjur Ur
mUrsteini. Stórir brenndir mUr-
steinar þeirra tima voru nefndir
munkasteinar. Kirkjurnar
stækkuðu og urðu fjölbreytilegri
og sundurgerðarlegri samfara
nýju byggingarefni og vaxandi
tækni, er timar liðu.
Hvers vegna var þvilikur
kirknafjöldi reistur á 12. og 13.
öld? Orsakir sennilega margar
og samverkandi. Höfðingjar og
rikismenn hafa látið byggja all-
margar, en liklega hefur
almennur trUaráhugi almenn-
ings og einnig byggingametnað-
Ingólfur Davíðsson:
aðeins 20-40 m yfir sjó. Hæst
risa höfðarnir Feggaklit 24 m,
Hanklit 61 m og Salgerhöj 89 m
yfir sjó. Er af þeim ágæt Utsýn
yfir fjörð og byggðir. 1 björtu
veðri sjást frá Salgerhöj 50
kirkjuturnar. Skáldið Aksel
Sandemose, sem fæddur er i
Nyköbing á Mors, skrifaði árið
1953: ,,Sá sem verið hefur viku á
Mors og farið þar um hefur i
rauninni séð allt Jótland, þ.e.
skóga, gróskumikla akra, slétt-
ur, hæðir, heiðar, vötn, mýrar
og fen, lygna árósa og sand-
strönd”. NU er votlendið að
mestu ræst fram og gert að
akurlendi og lyngheiðunum
breytt i skóga og akra. Jarðveg-
ur er viðast mjög frjósamur,
svo gróðurinn stóðst þurrkana i
sumar tiltölulega vel. Vestan-
vindar eru hér mjög tiðir og
fylgir oft köld, rök þoka utan af
hafi. Þreifst korn fyrrum aðeins
með naumindum og ræktun öll
var erfið, llkt og á vesturströnd
Jótlands. En svo var farið að
rækta skjólbelti i stórum stil og
við það batnaði loftslagið stór-
um, og miklu meira en menn i
upphafi þorðu að vona. NU þrifst
kom þarna prýðilega. Engum
blandast hugur um rikjandi
vindátt, þvi að stökum trjám og
einföldum trjágörðum hallar
hvarvetna til austurs. Bónda-
bæir standa á við og dreif um
alla eyjuna umgirtir trjám og
vel ræktuðum ökrum. Sveita-
þorp eru mörg og hin myndar-
legustu. Svartskjöldóttar kýr
hvarvetna á beit.
HUsin eru viðkunnanleg að
sjá, flest lág rauðbrUn
mUrsteinshUs, sem fara mjög
vel við alla grænkuna. A Mors
munu bda um 25 þUsund manns,
þar af meira en helmingur i
Nyköbing, langstærsta
kaupstaðnum á eynni. HUsin
þar eru flest lág mUrsteinshUs
eins og í sveitinni, en þó sum
hærri. I Nyköbing er allmikill
iönaöur og verzlun og stór stöð
ostruveiða. Margt báta i höfn-
inni. Upprunalega stóð þarna
litið fiskiþorp, og það þegar á
Sturlungaöld. A aðalgötunni —
Algade — sem er göngugata,
streymir fjöldi fólks fram og
aftur, verzlar, situr á bekkjun-
um I góða veörinu og rabbar
saman. Stórum var liflegra
þarna en I Austurstræti, enda
gatan miklu stærri en göngu-
götustUfurinn okkar. A Kirkju-
torginu rétt hjá gnæfir kirkja,
byggð i nýgotneskum stil árið
1891. Turninn er rUmlega 43 m
hár og turnsplran koparklædd.
Elzta kirkjuklukkan er frá 14.
öld. Engin járnbraut liggur um
Mors.en margir langferðabilar
ganga þangað og þar. Ferjurnar
Ut I eyjuna, þegar komið er að
austan, heita „Pinen” og
„Plagen”. Voru þær fyrr á öld-
um dregnar á streng og eyjar-
bUar skyldaðir til að draga þær,
a.m.k. þegar kóngur og aðrir
höfðingjar áttu i hlut. Olli þetta
óvinsældum eins og fram kemur
I nöfnunum, sem enn haldast.
En mikil brU tengir Mors við
norðurhluta Jótlands. Ég vildi
kynnast landinu meðan ég
dvaldi á Mors slðari hluta jUlí,
hjá dóttur minni og tengdasyni,
sem sýndu mér nágrennið.
NábUinn, Jens Kirk svlnabóndi
og akuryrkjumaður i Virkelyst i
Elsö, bauðst til að sýna ts-
lendingnum sveitina og ók með
mig þvera og endilanga eyjuna
þrjU siðdegi I ágætu veðri. Hafði
og gamlan fróðan garðyrkju-
mann, frænda sinn, til ráðu-
neytis. Við litum á ræktun,
skoðuðum bændabýli og gömul
stórbýli sem nU er bUið að
leggja niður að nokkru, en
„tJti fyrir Limafirði liggja
langskip fagurlega bUin, hefur
floti tveggja tiggja tvistrað
Dönum. Sveinn er flUinn”.
Þið getið lesiö I Heimskringlu
um þessar o.fl. erjur Dana og
Norömanna fyrr á tið. NU á tim-
um er Limafjörður sund, sem
liggur þvert I gegnum Jótland
norðarlega — 180 km langur
milli Noröursjávar og Kattegat.
En fyrrum var hann raunveru-
legur fjörður. Noröursjórinn
brauzt inn I hann 1825. Lima-
fjöröur skiptist I allt aö 20 m
djUpsundog grynnri „breiður”.
Strendurnar viðast lágar og
flatar, en brattir höfðar risa þó
upp frá sjónum á stöku stað. A
ströndinni gefur að lita fénað á
beit, þ.á.m. hross og rófulangar,
kollóttar kindur, næsta ólikar
okkar fé. Fjörðurinn er skip-
gengur og þar er veitt mikið af
ál, ostrum og kræklingi. Sjást
álagildrur Uti á grunnsævinu.
Brýr eru yfir fjörðinn við Ala-
borg og jarðgöng mikil liggja
undir. Allmörg skip sjást á firð-
inum, en umferð er líka bæði
yfirhann og undir. Langstærsta
eyjan á Limafirði heitir Mors og
er rUmlega 367 ferkilómetrar að
stærð, enda tvö héruð. Mesta
lengd er 38 km en breidd 18 km.
Mors er mjög vogskorin, og að
mestu öldótt, frjósamt láglendi,
Baölíf viö Nyköbing á Mors.
Gömul kirkja I Spentrup.
Brá milli Mors og „meginlandsins”.