Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. september 1975 TÍMINN 3 SÍLDIN ER í ÆTISLEIT, EN ÆTTI AÐ FARA AÐ ÞÉTTAST ÚR ÞESSU Gsai—Reykjavik. — Ég vil ekki beinlinis segja, að það hafi fundizt litið af sild. Við fórum i svipaðan leiðangur á sama tima i fyrra og borið saman við hann, — þá fannst meira af sild nú en þá, sagði Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, en hann var leiðangursstjóri á haf- rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem nýkomið er til Reykjavikur úr sildar- leiðangri fyrir Suður- og Suðausturlandi. Jakob sagði að reynsla sið- ustu ára væri sú, að á þessum árstima væri sildarstofninn ákaflega dreifður. „Sildin er i ætisleit út um allt,” sagði Jakob, ,,en engu að siður er stofninn óvenjulega dreifður núna. Hins vegar urðum við varir við talsverða sild sérstak- lega á svæðinu frá Ingólfshöfða og austur fyrir Hornafjörð,” sagði hann. Jakob gat þess, að frétzt hefði, að togskip og önnur skip hafi fengið sild viðar við Suður- ströndina, og nefndi Jakob að nokkuð hefði borið á sild i afla spærlingsbáta nýverið á svæð- inu austur af Vestmannaeyjum. — Ljóst er að sildin er dreifð um mjög stórt svæði, sagði hann, en við búumst hins vegar viðþvi, að hún þétti sig fljótlega og samkvæmt reynslu fyrri ára ætti svo að vera. Hafrannsóknaskipið Arni Friðriksson, tekur nú við hlut- verki Bjarna Sæmundssonar á sildarmiðunum fyrir Suður- og Suðausturlandi, en Bjarni Sæmundsson fer hins vegar i rannsóknarleiðangur á karfa- og djúpfiski, og mun Jakob Magnússon verða leiðangurs- stjóri. Ámi Friðriksson mun halda á sildarmiðin n.k. miðvikudag. Til vinstri á myndinni sér i neðra Breiðholt, en fyrir miðri mynd blasir efra hverfið við. Nú hafa borgaryfirvöld I Reykjavlk lagt niöur allar ferðir strætisvagna á milli hverfanna, án þess að skeyta um það að ibúarnir þurfa að sækja ýmiss konar þjónustu á milli hverfa. Timamynd Gunnar STRÆTISVAGNAFERÐIR MILLI EFRA OG NEDRA BREIDHOLTS LAGÐAR NIÐUR — þótt íbúarnir þurfi að sækja margvíslega þjónustu milli hverfanna SJ—Reykjavik. í gær mánudag, urðu breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Reykja- vikur. Við það féllu nið- ur ferðir milli efra og neðra Breiðholts, eða Breiðholts III og Breið- holts I. íbúar hverfanna eru að vonum óánægðir með þessa breytingu, en ýmsa þjónustu þurfa þeir að sækja milli hverfanna innbyrðis. Pósthús og lyfjabúð eru t.d. aðeins i neðra Breið- holti, auk þess sem nokkrar konur a.m.k. úr efra Breiðholti fara með LYKUR 31.0KTÓDER börn þangað á dagheim- ili. í efra Breiðholti er fjölbrautaskólinn og sækja hann væntanlega margir nemendur ofan skyldunámsaldurs i vet- ur. Þar er einnig heilsu- gæzlustöð fyrh’ ungbörn. Tvö góð bakari eru i efra Breiðholti, en ekkert i þvi neðra. Við hittum að máli Magneu Andrésdóttur, Rjúpufelli 48, sem berútpósti efra Breiðholti ásamt fimm öðrum konum, og eiga tvær þeirra heima i efra hverfinu. — Við gengum til vinnu i morgun sagði Magnea, en tókum okkur leigubil á kostnað póstsins til baka þar sem við treystum okkur ekki til að ganga með fullar tösk- urnar. Venjulega fórum við á pósthúsið aftur að loknu starfi til að stimpla okkur út, en það gerð- um við ekki i dag. Leið tólf hjá Strætisvögnunum, sem fer i efra Breiðholt, hafði áð- ur viðkomu i neðra Breiðholti i báðum leiðum. Nú hefur hún aft- ur á móti viðkomu i Seljahverfi eða Breiðholti II. — Þetta kom eins og reiðarslag yfir ibúana hér sögðu þau Andrea og maður hennar Hannes Helgason, bif- reiðarstjóri i gær. Það er fleira sem er athugavert við samgöngumálin i efra Breið- holti. Fimm ár eru nú liðin siðan Bráðkvaddur Gsal —Reykjavik. Siðari hluta dags í gær, barst tilkynning til lögreglunnar i Hafnarfirði, þess efnis, að bill hefði farið út af Alftanesveginum og þegar lög- reglan kom á staðinn, kom i ljós, farið var að byggja fyrstu húsin i hverfinu, og enn er ekki farið að ganga frá gangstigum sem ætlast er til að mikill hluti umferðar innan hverfisins fari um. Þessir gangstigar eru eitt forarsvað og vatnselgur, en ekkert bólar á að Reykjavikurborg hefjist handa um frágang þeirra. Viða er frá- gangi sjálfra lóðanna að gang- stígunum fulllokið. I Rjúpufelli og Torfufelli t.d. eru gangstigar þessir að baki húsanna, og ætlazt til að öllgangandi umferð fari þar um, og þar verður fólkið að fara ætli það i búðir, á strætisvagna- stöðina eða annað. Að framan verðu við húsin eru bilastæði en þar er lokað fyrir gangandi um- ferð með steinveggjum milli sambýlishúsanna. Börn og full- orðnir setja það ekki fyrir sig að klifra yfir yfir þessa veggi til að komast leiðar sinnar, en viðast hvar er þurrara og auðveldara yfirferðar að framanverðu við húsin. — Ætlunin með þessum veggjum er sjálfsagt að hindra bílaumferð þarna i gegn, og við höfum að sjálfsögðu ekkert á móti þvi, en okkur finnst ekkert hefði verið til fyrirstöðu að láta vegg- ina ganga á misvixl, svo hægt sé að ganga þarna um, sagði Hannes Helgason, Rjúpufelli 48. Áður hefur orðið afturför i strætisvagnasamgöngum viðefra Breiðholt a.m.k. fyrir þá, sem starfa við Borgarspitalann. Þeir gátu áður farið með leið 12 og skipt yfir i leið sjö á Bústaðavegi til að komast til vinnu og öfugt. undir stýri að ökumaðurinn var látinn. Talið er liklegt að hann hafi orðið bráð- kvaddur undir stýri. Farþegi sem var i bilnum meiddist i baki. Billinn er mjög mikið skemmdur. Nú þurfa þeir hins vegar alla leið • öðrum vagni þar er að jafnaði niður á Grensásveg og biðin eftir mun lengri. Þannig Ilta gangstlgarnir i hverfinu út. Þeir eru eitt forarsvað eins og sjá má og frágangi ólokiö, þótt fimm ár séu Jiðin frá þvi að hafin var smiði fyrstu húsanna I hverfinu. Þessi gangstlgur er við Rjúpufell I efra Breiðholti. Timamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.