Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 Þriðjudagur 23. september 1975 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson ^^-^^-i- Einar í ham — skoraði 7 mörk gegn Gummersbach EINAR MAGNÚSSON fór hamförum, þegar Hamburger SV mætti Hansa Schmit og félögum hans i meistaraliðinu Gummersbach. Einar sendi knöttinn 7 sinnum í netið hjá Gummersbach — hann átti frábæran leik. Þetta framlag Einars dugði þó ekki Ham- borgar-liðinu til sigurs, það réði ekki við Hansa „Stóra” og félaga, sem unnu 25:18 á heimavelli sinum. ólafur Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Dankersen, sem vann sigur (13:12) i sinum fyrsta leik i „Bundesligunni” — gegn Rheinhause. Axel Axelsson lék einnig með, en hann er ekki enn búinn að ná sér eftir meiðslin — og reyndi lltið. Gunnar Einarsson og félag- ar hans i Göppingen máttu þola stóran skell á heimavelli — töpuðu fyrir TV Gross- wallastad 12:30 i suðurdeild „Bundesligunnar”. — SOS Keflvíkinqar í víqahuq: „Ætlum okkur að leggja Dundee United að velli — hér á Kefla- víkurvellinum", sögðu þeir, þegar Tíminn heimsótti þó á æfingu um helgina ★ Leikurinn í Keflavík hefst kl. 18 í dag LEIKMENN Keflavíkur- liðsins eru ákveðnir í að leggja Dundee United að velli á grasvellinum í Keflavík, þegar Keflvík- ingar og leikmenn United- liðsins leiða saman hesta sina í UEFA-bikarkeppn- inni þar í dag kl. 6. Það var létt yfir þeim, þegar Tím- inn heimsótti þá, þar sem þeir voru á æfingu á Kef lavíkurvellinum. — Það er mikill hugur í strák- unum, og ég veit að þeir eiga eftir að velgja Skotun- um heldur betur undir ugg- um, sagði Guðni Kjartans- son, þjálfari Keflavíkur- liðsins. — Við erum vel undirbúnir undir átökin, sagði Guðni. Keflvikingar eru mjög bjart- sýnir á leikinn gegn Dundee United, sérstaklega þar sem þeir fá góðan styrk frá Suðurnesja- mönnum, sem fjölmenna örugg- lega á völlinn. Keflvikingar hafa aflað sér upplýsinga um United- liðið, þar em þeir hafa haft „njósnara” á tveimur siðustu leikjum liþsins I Skotlandi. — Það er baráttuhugur i herbúðum okk- ar, við ætlum okkur stóra hluti — sigur, sagði Jón Ólafur Jónsson, sem leikið hefur alla Evrópuleiki Keflavikurliðsins til þessa, 14 að tölu. — Það hefur alltaf verið draumur minn, að skora mark i Evrópukeppni. Ég ætla mér að láta þann draum rætast núna, sagði Jón Ólafur. Það verður örugglega hart bar- izt á grasvellinum i Keflavik, þegar Keflvikingar mæta Dundee United þar i dag. Og það er ekki að efa að knattspyrnuunnendur ÞORSTEINN ÓLAFSSON.... tekst honum aö halda marki Keflvik- inga hreinu? (Timamynd Magnús). JÓN ÓLAFUR.... skorar hann sitt fyrsta Evrópumark? (Tima- mynd Magnús). fjölmenna á völlinn, til aö styðja við bakið á leikmönnum Kefla- vikurliðsins, sem hafa svo oft sýnt, að þeir eru sterkastir, þegar mikið liggur við. DUNDEE United-liðið kom til landsins i gærkvöldi, og komu all- ir sterkustu leikmenn liðsins með þvi hingað. Þar á meðal Andy Gray, markaskorarinn mikli, sem Dundee United vildi ekki selja til Tottenham sl. vor — þá bauð Lundúnaliðið stórupphæð i Gray. Eftir að United-liðið vildi ekki selja,þá keypti Tottenham John Duncan frá hinu Dundee-lið- inu. Forsala: Forsala aðgöngumiða er nú þegar hafin i Keflavik og Reykja- vik. Reykvikingar geta keypt sér miða i Austurstræti i dag frá kl. 1- 4. Einnig er að sjálfsögðu hægt að kaupa miða við innganginn og einnig i sportvöruverzluninni Sportvik i Keflavik. Stúlk- urnar úr FH vekjq athyqll á Ítalíu! FH-stúlkurnar, sem tryggðu sér tslandsmeistaratitilinn i knatt- spyrnu I sumar, eru nú á keppnis- ferðalagi um ttaliu. Þær hafa vakið mikla athygli á ttaliu, en þær hafa nú leikið tvo leiki gegn 1. deildarliðinu Pordenone. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 0:0, en itölsku stúlkurnar unnu sigur I þeim siðari — 2:0. Þær skoruöu bæði mörkin á þremur siðustu min. ieiksins — fyrst úr vita- spyrnu og siðan meö langskoti, sem Guöný Júliusdóttir, mark- vöröur FH-liösins réði ekki viö. Guðný fékk mikið hrós I itölskum blööum eftir leikinn, en hún varði oft sniildarlega. Einnig fengu þær Sædis, Gyöa ólfarsdóttir og Mar- grét Brandsdóttir, góða dóma i blööunum. FH-stúikurnar eiga nú eftir að leika tvo leiki — gegn italiumeisturunum Gamma 3, sem flaggar með 6 landsliðskon- um úr italska iandsliðinu. Þess má gcta að Gamma 3 vann stór- sigur yfir franska landsliöinu fyr- ir stuttu — 9:0. Síöan mæta FH-stúlkurnar Waldobbiadene I siðasta leik sinum i hinni vel- heppnuðu ttaliuför. BELGIU Standard Liege og Charleroi, liðin sem þeir Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson leika með i Belgiu — töpuðu bæði á útivelli á sunuudaginn. Standard Liege tapaði fyrir Waregem — 0:1 og Charleröi fyrir Briigge — 0:3. FRIÐRIK VAR ÓSTÖÐVANDI — Þessi snjalla vinstrihandarskytta Þróttar skoraði 24 mörk í fyrstu leikjum Þróttar í Reykjavíkurmótinu FRIDRIK FRIÐRIKSSON, hinn bráðefnilegi leikmaður Þróttar var i sviðsljósinu um helgina, þegar Reykjavikurmótið i hand- knattleik hófst. Þessi skemmti- legi leikmaður skoraði þá 24 mörk i tveimur leikjum Þróttar — flest með sínum snöggu vinstri- handarskotum og gcgnumbrot- um. Friörik lék aðalhlutverkið i Þróttar-liðinu, sem vann góðan sigur (22:14) yfir Fylki. — Hann skoraði þá 15 mörk. Siðan skoraði Friörik 9 mörk gegn Val, en þau mörk dugðu ekki til sigurs. Úrslit i fyrstu leikjum Reykja- vikurmótsins urðu þessi: KR —Fram........ ......18:16 1R — Armann ...........17:17 Valur —-Þróttur........26:20 Þróttur —Fylkir........22:14 Vikingur — Fy lkir.....28:11 Fram —Leiknir..........35:13 Arni Svcrrisson, linumaðurinn lipri úr Fram, skoraði fyrsta mark Reykjavikur-mótsins. Markrð skoraði hann gegn KR- liðinu, sem vann óvæntan sigur yfir Fram. Það var greinilegt að Framarar mættu of sigurvissir til leiks — það varð þeim að falli. ÍR-ingum tókst að jafna (14:14) gegn Ármenningum á siðustu min. leiksins. Brvnjólfur Markús- sonátti beztan leik hjá IR-liðinu, hann skoraði 5 mörk. eins og félagi hans Guðjón Marteinsson. Þeir Pétur Ingdlfsson og Jens Jensson skoruðu mest fyrir Ár- mann — 5 mörk hvor. GUÐJÓN Magnússon — Vikingurinn i Valsliðinu, hefur tekið við hlutverki ólafs Jónsson- arhjá Val. Guðjón (5 mörk) og Gunnsteinn Skúlason (5 mörk), sem er að komast i sitt gamla góða form, voru beztir hjá Val gegn Þrótti. Þeir Friðrik (9 mörk) og Bjarni Jói son (6 mörk) báru af i Þrót' .rliðinu, sem er skipað ungum leikmönn- um. V'IGGÓ Sigurðsson skoraði 7 mörk, þegar Islandsmeistarar Vikings unnu stórsigur yfir Fylki — 28:11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.