Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR BARKAR TENGI \/^ ¦¦. ¦¦ilal i B!! TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf 216. tbl. — Þriðjudagur 23. september — 59. árgangur HF HÖRDUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Frysta síldin hækkar um 10% Gsal—Reykjavík. — A fundi i Verölagsráði sjávarútvegsins i gær var ákveðið nýtt verð á frystri sild og verður það 35 kr. fyrir kg. A siðasta ári fékkst 31 kr. fyrir kg. af frystri sild, þannig að hækkunin nemur rúmlega 10%. Fryst sfld er sem kunnugt er notuð til beitu. Þess má geta i þessu sambandi að reknetasjómenn á Hornafirði, sem áttu i deilum út af sildar- verðinu, gerðu þá kröfu meðal annars að verð á frystri sild hækkaði um 10%. Heildarupphæð skatta nemur 5,6 milljörðum Gsal-Reykjavik. — íslendingar greiða rúma fjóra milljarða kr. til rikisins i álagðan tekjuskatt, að frádregnum ónýttum persónuaf- slætti og barnabótum, svo og eignarskatt. Er hér átt við einstaklinga. Félög á lslandi greiða hins vegar tæpan einn og hálfan milljarð. Greiðendur tekjuskatts á Islandi eru alls 53.788, og heildarupphæðir skatta er rúmir fimm milljarðar og 630 milljónir króna. Þegar tekið er tillit til hlutfalla á milli heildarupphæða ónýtts persónuafsláttar og þess hluta ónýtts persónuafsláttar, sem vitað er að rikissjóður kemur til með að greiða, þykir mega áætla að heildargreiðslur rikissjóðs til sveitarfélaga 1975 verði nálægt 800.000.000 kr., þannig að mis- munur tekjuskatts einstaklinga annars vegar og greiðslu ónýtts persónuafsláttar og barnabóta hins vegar, verði um 4.220.000.000 kr., en vegna skattkerfis- breytinga á s.l. vori er sú fjárhæð, án frekari útreiknings, þó ekki samanburðarhæf við tekjuskatt einstaklinga að frádregnum skattaafslætti álögðum gjaldárið 1974. Hvað einstaklinga áhrærir eru tvö skattaumdæmi sem skera sig ÚT' i heildarsköttum — einstaklingar i Reykjavik greiða rúma tvo milljarða, eða u.þ.b. helming heildarupphæðarinnar á , landinu öllu — og einstaklingar i Reykjanesumdæmi greiða rúman milljarð kr. 1 Reykjavik greiða félög Tveir létust Allur síldar- flotinn í Norðursjóinn Gsal-Reykjavik — Sildveiðiflot- inn stefnir nú nær allur á sild- veiðarnar I Norðursjó, en þar hafa aflabrögð verið með bezta móti að undanförnu. Herpinótar- bátarnir sex, sem fengið hafa endanlegt leyfi sjávarútvegs- ráðuneytisins til sildveiða við suðurströndina, hafa allir hætt veiðum, enda ekkert aflað til þessa. Þá munu og aðrir bátar er ætluðu á herpinótarveiðar hafa hætt við þau áform áð sinni og halda þess i stað beint I Norður- sjóinn, en eins og greint hefur verið frá, hefur veiðikvótinn þar verið afnuminn. — Það sem vekur okkur von- brigði, sagði Kristján Ragnars- son, framkvæmdarstjóri L.I.Ú., er að það álit fiskifræðinga, aö sildin sé ekki veiðanleg við suður- ströndina, fyrr en I október, skuli ekki hafa komið fram fyrr en núna. Það hefur yfirleitt verið talið, að sildveiðar yrðu hag- kvæmar um leið og banninu væri aflétt, en svo kemur allt I einu i ljós núna, að menn eiga ekki von á, að síldin veiðist fyrr en i októ- ber. — Það er útilokað, að útgerð- in hafi möguleika á þvi að gera skip út í sildarleit, sagði hann. Kristján kvað það mjög miður að þetta álit hefði ekki komið fram fyrr, þvl að ljóst væri, að út- gerðin hefði stofnað til mikils kostnaðar við undirbuning herpi- nótarveiðanna. — Sjómenn hafa nú gefist upp á þessum veiðum og leita þvl eðlilega á önnur mið, sagði Kristján. Frá þvl hefur verið greint i fréttum að sjávarútvegsráðu- neytið ætli að taka herpinótar- veiðarnar til endurskoðunar 5. okt. n.k. og jafnvel svipta þá báta veiðileyfum, sem ekki hefðu hafið sildveiðar I nót — en fengið leyfi til þess — fyrir þann tlma. Tíminn bar þetta undir Kristján Ragnarsson. — Það hvarflar ekki annað að mér en að veiðarnar verði endur- skoðaðar með tilliti til þeirrar reynslu sem fram er komin — og að bátarnir verði ekki kallaðir heim I ótima sé enga veiðanlega slld buið að finna. Kristján kvað það augljóst, að flest sildveiðiskipin myndu fara á sildveiðar I Norðursjó til að byrja með, og aðspurður um veiðina þar, sagði Kristján, að aflast hefði vel síðustu daga. T.d. hefðu þrlr Islenzkir bátar landað góðum afla i gær. — EINN SLASAÐIST LIFS- HÆTTULEGA OG SÁ FJÓRDI SLASADIST ILLA Gsal—Reykjavík. — Tveir ungir menn létu Hfið og tveir aðrir slösuðust alvarlega I umferðarslysi við Svinavatn I Grimsnesi skömmu fyrir miðnætti aðfaranótt 8.1. sunnudags. PHtarnir voru I bilsem valt út af veginum meö þeim afleiðingum að hann rann á hliðinni á tvo háspennustaura. Svo virðist, sem höggið hafi ver- ið mjög mikið, þvi þak bllsins lagðist nær saman, eins og sjá má á myndinni. Piltarnir sem létust sátu I aftursæti bifreiðarinnar og talið er, að þeir hafi l'átizt samstundis. Okumaður og farþegi I framsæti liggja nú báðir alvarlega slasaðir á Borgarspitalanum, og hefur annar þeirra enn ekki komizt til meðvitundar. 'Piltarnir sem létust hétu Sveinn Sigurður Gunnarsson, Brekkubraut 5, Keflavik, fæddur 7.8. 1955 og Eirlkur Asgrlms- son, Rein, Laugarvatni, fæddur 3.5. 1952. Sjónarvottar voru engir að slysinu, en blllinn var á leið frá Laugarvatni til Selfoss er slysið varð. rúmlega 900 millj. kr. I skatta, og er Reykjanesumdæmi þar einnig i öðru sæti með 203 millj. kr. Tekjuskattur á landinu i heild hjá einstaklingum nemur rúmum sjö og hálfum milljarði kr., ónýttur persónuafsláttur ákvarðaður til greiðslu utsvars samkvæmt skattútreikningi nem- ur Hðlega 685 millj. kr., ónýttur persónuafsláttur mögulegur til greiðslu útsvars nemur rúmlega 427 millj. kr, barnabætur nema rúmum tveimur og hálfum milljarði kr. Þegar ónýttur per- sónuafsláttur og barnabætur eru dregnarfrátekju- skattsupphæðinni, kemur i ljós að mismunurinn á landinu i heild hjá einstaklingum er 3.915.901.964.- Eignaskattur einstaklinga nemur tæplega 262 millj. kr. Tekjuskattur félaga nemur rúmum milljaröi kr., og eigna- skattur félaga rúmlega 230 millj. kr. Greiðendur tékjuskatts eru flestir i Reykjavik, eða 22.565, I Reykjanesumdæmi eru þeir 10.942., I Norðurlandsumdæmi eystra 5.376, Suðurlandsumdæmi 3.326, Vesturlandsumdæmi 3.230, Austurlandsumdæmi 2.740, Vest- fjarðaumdæmi 2.352, Norður- landsumdæmi vestra 2.088 og i Vestmannaeyjum 1.169. Nákvæmar upphæðir ónýtts persónuafsláttar til greiðslu út- svars eru fyrir hendi i þeim sveitarfélögum, þar sem utsvar er reiknað I skýrsluvélum og reyndist sú upphæð samtals 685.409.585.- kr. Þar sem utsvar er ekki reiknað I skýrsluvélum fæst aðeins útreikningur á þeirri upphæð ónýtts persónuafsláttar sem hæst getur komið til greiðslu útsvars. *?© Ungs manns saknað Gsal—Reykjavlk. Talið er Hk- legt að liðlega 25 ára gamall mað- ur, Gunnar Ragnarsson, frá VIÖi- gerði I Fáskrúðsfjarðarhreppi hafi drukknað s.I. sunnudagsmorgun, er hann fór einsamall á litlum bát frá Fáskrúðsfirði. Báturinn fannst mannlaus langt úti á hafi. Leit að manninuni hefur ekki boriö neinn árangur. TEKINN Á KEFLAVÍKUR- FLUGVELLI MEÐ KÍLÓ AF HASSI í STÍGVÉLUNUM Gsal-Reykjavík. — a Keflavikurflugvelli gerðist það á sunnudag, að ungur piltur, sem var að koma frá Luxemburg, gekk til tollvarða og afhenti þeim milli 50-60 gr. af hassi. Toll- verðirnir brugðust við þessari - óvæntu gjöf á þann hátt, að þeir leituðu að frekari fíkniefnum, bæði hátt og lágt á piltinúm, — og bar sú leit þann árangur að u.þ.b. eitt kiló af hassi til viðbótar var dregið upp úr stigvélum piltsins, og jafnframt fannst glas með ein- hverjum efnum á piltinum, og kvað hann efnið vera „speed"- duft en nánar. skilgreindi það ekki Piltur þessi mun vera þekktur meðal tollvarða á flugvellinum. Mál hans hefur verið sent fíkni- efnadómstólnum til frekari rannsóknar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.