Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 5
Þriftjudagur 23. september 1975 TÍMINN 5 Hæpnar fullyrðingar Yfirlýsingar Knúts Otter- stedt, rafveitustjóra á Akur- eyri, þess efnis, að óráðlegt sé að vinna samtimis að Kröflu- virkjun og Byggðalinu, hafa vakið nokkra furðu, ekki sizt vegna þess, að á undanförnum árum hefur Norðurland nán- ast verið i raforkusvelti. Rök- semd rafveitustjórans er sú, að Kröfluvirkjun og Byggða- linan gætu hvor fyrir sig leyst raforkumál Norðlendinga. Þetta verður að teljast hæpin fullyrðing, þvi að ljóst er, að með aukinni raforkufram- leiðslu á Norðurlandi mun eftirspurn eftir raforku aukast og margir nýir möguleikar skapast.eins og Gunnar Thor- oddsen orkumálaráðherra hefur réttilega bent á. Öryggi í raforkumálum Sl. sunnu- dag birti Tim- inn viðtal við Ingvar Gisla- son alþm., varaformann Kröflunefnd- ar, þar sem hann vék að þvi atriði, sem gert hefur ver- ið að umtalsefni. Ingvar sagði: „Sumir virðast að visu hafa áhyggjur af of mikiili raforku- framleiðslu norðanlands, og ég býst við að einhver um- framorka geti talizt verða fyrir hendi i 1—2 ár. En ætli það fari ekki eftir þvi, hvaða forsendur menn gefa sér i sambandi við orkuspá. Ég veit ekki til þess, að nein algild orkuspá iiggi fyrir. Þvi má ekki 'gleyma, að Norðurland hefur verið I orkusveiti árum og áratugum saman. Ætii það megi ekki segja, að það sé bú- ið að venja okkur Norðlend- inga á að hugsa spart i raf- orkunotkun, alveg eins og að menn tórðu einhvern veginn á kreppuárunum án þess að hafa peninga á milli hand- anna. Það er lengi hægt að hjara. En ég vil benda á það, að jafnvel þótt einhverjir geti reiknað út umframorku i stuttan tima, þá vinnst hún upp í raforkuörygginu. Og ör- yggið er nýtt i rafmagnssögu Norðurlands. Við höfum lengi búið við beinan rafmagnsskort i þessum iandshluta, og lang- vinn rafmagnsskömmtun hef- ur talizt til sjálfsagðra hluta áratugum saman. Að mínum dómi getur ekk- ert bjargað raforkumálum Norður- og Austurlands á borð við Kröfluvirkjun. Hún er langbezti virkjunarkostur, sem völ er á við núverandi að- stæður. Auðvitað eru fjöl- margir virkjunarmöguleikar fyrir hendi á Norðurlandi. En menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að allar aðrar virkjanir miðast að meira eða minna leyti við áframhaldandi erlenda stóriðju i landinu. Þar hangir snara í hverju horni Þorsteinn Thorarensen skrifar skelegga grein, sem birtist i Dagblaðinu sl. föstu- dag, en i þessari grein gerir hann Armannsfellsmáiið svo- nefnda að umræðuefni. Krefst hann þess, að viðkomandi aðilar innan Sjáifstæðisflokks- ins geri hreint fyrir sinum dyrum. Segir hann, að erfitt verði að koma inn i nýja Sjálf- stæðishúsið og starfa þar, „ef einhver ósýnileg snara hangir þar i hverju horni” eins og hann kemst að orði. Þá gagnrýnir Þorsteinn harðlega þau vinnubrögð cinstakra flokksfélaga Sjálf- stæðisflokksins að veita Albert Guðmundssyni traustsyfirlýs- ingu, án undangenginnar rannsóknar málsins. Fær Birgir ekkert fraust? Það er vita- skuld hárrétt hjá Þorsteini Thorarensen,' a ð s lík a r traustsyfir- lýsingar hafa ekkert gildi, og eru raunar hlægilegar. Samt hiýtur það að vekja nokkra athygli, að engin traustsyfirlýsing hefur verið samþykkt til handa Birgi tsl. Gunnarssyni borgarstjóra. Hann er ekki siður en Albert flæktur i þetta mál. Hvort tveggja er, að upp- lýst hefur verið, að það var borgarstjóri, sem fyrirskip- aöi, að Ármannsfell fengi lóð- ina,oghitt,aðgrunur leikur á, að Birgir hafi enn einhver tengsl við fyrirtækið. Borgar- stjóri mun nú vera kominn til landsins, og er þess að vænta, að hann hreinsi sig af þessum áburði, er birtist i Alþýðu- blaðinu fyrir nokkrum dögum. -a.þ. Hvernig skal meðtaka Biblíuna alla? Þorsteinn Thorarensen rit- höfundur skrifaði hugleiðingu i Dagblaðið föstudaginn 12. september. Þar ræðir hann um trú og visindi, ofmat liðins tima á visindum, sem hann telur að hafi leitt til þess, að sumir töldu trúnni ofaukið, en aðrir vildu gera hana visindalega og þann- ig varð spiritisminn til. Um þessi fræði má margt segja. Frumþáttur allra trúar- bragða er viðurkenning áhrifa- afls utan við manninn og hið sýnilega umhverfi hans. Mörg- um finnst það liggja nærri vis- indunum að játa eða neita til- veru sliks máttarvalds. Mann- legur veikleiki kemur oft fram i þvi að sá, sem eitthvað veit, tel- ur sig vita allt. Þannig er visindahrokinn. En trúmenn allra alda telja sig hafa þreifað á handleiðslu guðs og hlotið trúarreynslu sem hafi sönn- unargildi. Trúin á framhaldslíf manns- ins er oft veigamikill þáttur i trúarlifinu en engan veginn undirstaða og guðstrúin er auð- vitað óháð henni. Nú verð ég i'framhjáhlaupi að mötmæla einni fullyrðingu Þor- steins. Hann segir: ,,Ég hugsa að margir hafi upplifað það t.d. að vera við jarðarfarir, þar sem spiritista- prestur jarðsyngur. Hafa menn þá tekið eftir þvi, að presturinn nefnir varla nokkru sinni guðs- nafn, hvað þá að Kristur komi þar nokkuð við sögu. Þar sem spiritistagaldrakarlinn er á flökti i kórnum, sýnist hann vera eins og á skuggalegum flótta undan guði. Og sama er að segja um venjulegar guðsþjón- ustur, hann virðist fara með sjálft faðirvorið eins og eitt- hvert intetsigende babl.” Þetta er léleg sagnfræði. Er hugsanlegt að sá, sem þetta skrifaði hafi nokkurn tima lesið predikanir Haralds Nielssonar, en hann er með réttu talinn höfuðklerkur spiritismans á Is- landi. Mérhefur virzt, að spirit- istaprestar töluðu jafnvel meira og betur um Krist en aðrir stéttarbræður þeirra, en margir þeirra hafa talaðminna um blóð Krists, en það kemur ekki spiritismanum við i sjálfu sér. Trúboðar hafa oft verið mis- skildir. Tilefni þessarar ritgerð- ar er það, að ég er ekki viss um hvemig skilja beri Þorstein, þegar hann hefur sagt, að gamla og góða Biblian komi i stað indverskra fræða og bætir svo við: ,,Og i trúnni hljótum við að meðtaka alla Bibliuna, góða og vonda kafla, en ekki velja að- eins úr það, sem kemur okkur vel”. Þetta er sjálfsagt úrslitaatriði um afstöðu til Bibliunnar. Hvernig eigum við að meðtaka hana alla? Lýtur þetta að þvi, að lögmál Móse sé enn bindandi lögmál fyrir alla kristna menn? Þessi spurning er ekki alveg út i bláinn. Ég hef vitað spirit- ismann talinn óguðlegan sálar- háska vegna þess að i lögmálinu væri bannað að leita frétta hjá framliðnum og i Mattheusar- guðspjalli standi: ,,0g þá mun ég segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekkti ég yður, farið frá mér, þér sem fremjið lögmáls- brot.” Þetta er auöskilið. „Anda- kuklið” er lögmálsbrot og lög- málsbrot varðar eilifa útskúfun. Annars staðar i Mattheusarguð- spjalli eru kveðjuorðin á þessa leið: „Farið frá mér, þér bölvaðir, i eilifa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og engl- um hans.” Nú getum við sleppt á þessu stigi hugleiðingum um það hversu varanleg þessi eilifð sé samkvæmt merkingu frum- málsins og hversu bókstaflega beri að taka eldinn. Eftir stend- ur að breytni manna og háttalag i jarðlifinu veldur þvi að þeir hljóta að kveljast — þjást. En það er fleira bannað i lögmáli . Móse — eða lögmáli guðs — en að leita frétta af framliðnum. (Það virðist ekki hafa verið tal- ið neitt vafamál á þeirra öld, að hægt væri að hafa fréttir af framliðnum.) I þriðju bók Móse eru prestum gefin þessi fyrir- mæli: „Eigi skulu þeir gera skalla á höfði sér, eigi raka skeggrönd si'na.” Þetta lögmálsorð hefur haft nokkra þýðingu i sögu kristinn- ar kirk ju. Austurkirkjan hélt sig við lögmál guðs, og þar eru prestar siðskeggjaðir og hærðir vel, en rómverskir prestar raka skegg sitt og skalla. Nú er mér forvitni á að vita, hvort Þorsteinn Thorarensen telur að kristnir menn eigi að meðtaka Bibliuna alla á þann hátt.að þeir trúi þvi, að allir rakaðir prestar hreppi eilifan eld vegna lögmálsbrots sins? Eigi hins vegar að fara að flokka lögmálið i gilt og ógilt, — eftir hverju á þá sú flokkun að fara? Ilalldór Kristjánsson skólzteLAbib » ¥)« ð?. > skólnblaSift _ SKOUBLAMD Skolahlað menntaskól ans við , T lrí«l* ríAtll lo \J SKÓLA BLAÐH) .Sknlahlaft M.R. Skóla mmm SKÓLABLAÐ MR KOMIÐ ÚT FB-Rey kja vik . Skólablað Menntaskólans I Reykjavlk, I. tbl. 51. árgangur, er komið út. 1 blaðinu eru greinar og ljóð eftir nemendur. Ritstjóri blaðsins er Haraldur Jóhannessen, en aðrir i ritnefnd eru Jón Finnbjörnsson, Kristján Hjaltason, ölafur Grétar Kristjánsson, Óskar Einarsson og Sigrún Svavarsdóttir. Um skreytingar i blaðinu sér Kristján Hjaltason, en ljós- myndari þess er Carsten Kristinsson. Skólablaðið verður til sölu i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Lokað miðvikudaginn 24. september vegna jarðarfarar. Rörsteypan h.f. — Kópavogi. skólaPÓLK w i*vy. Við höfum úrval af skólaVORUM VERÐIÐ ER HAGSTÆTT ókeypis nafn-ágröftur fylgir pennum — sem keyptir eru hjá okkur í:>. .• VÁT-Í s' 1 .................................J ^.....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.