Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 23. september 1975 Þriðjudagur 23. september 1975 TÍMINN 11 Bragi Árnason ef nnf ræðingur hefur unnið að rannsóknum ó uppruno og eðli vatns á íslandi, og köld og heit vatnskerfi á landinu hafa verið kortlögð HEITA VATNIO í AÐALDAL ER FRÁ ÍSÖLD Gsal—Reykjavik. — A undan- förnum árum hafa fariö fram itarlegar rannsóknir á tvfvetnis- magni vatns á tslandi, og hefur markmið rannsóknanna einkum veriö að afla grundvallarþekk- ingar um uppruna og eðli grunn- vatnskerfa landsins, bæði heitra kerfa og kaldra. Tvivetni er ein af samsætum (isótópum) vetnis og liafa rannsóknir sem þessar ekki verið gerðar annars staðar I heiminum, svo vitað sé. Viö mæl- ingarnar hefur komið I Ijós að I flestum tilvikum fá vatnskerfin vatnið um langan veg innan frá hálendinu, en örfá dæmi eru um það aö vatnskerfi fái vatn sitt um skamman veg og aðeins er vitað um tvödæmiþess, að heita vatnið sé ættaö úr úrkomu, sem fellur á sjálft jarðhitasvæðið. Það vatn, sem lengst hefur runnið neðan- jarðar, er heita vatnið i Aðaldal i S-Þing, en það hefur runnið um 150 km lcið og er rennslistimi þess yfir 10 þús. ár. Bragi Amason efnafræðingur hefur einkum fengizt við þessar rannsóknir, og sagði hann er Timinn hitti hann að máli, að rannsóknir þessar hefðu farið fram allt frá ársbyrjun 1962. Það hafa verið mæld þúsundir sýnishorna af úrkomu, yfirborðs- vatni, heitu og köldu grunnvatni og jökulfs til að efla þekkingu á uppruna og eðli grunnvatnskerf- anna. Jafnframt hafa mælingarn- ar veitt ýmsar aðrar upplýsingar, sagði Bragi. Kortlögð hafa verið vatns- streymi kaldra grunnvatnskerfa á nokkrum allstórum svæðum á landinu, og að sögn Braga eru helztu svæðin, vatnasvið Þing- vallavatns (sjá mynd) vatnsvið Þórisvatns og svæðið suðvestur af þvl allt niður i Landssveit, og svæðið norðan Vatnajökuls allt norður í öxarfjörð. Niðurstöður rannsóknanna hvað áhrærir hveravatnið i land- inu eru i grófum dráttum þær, að hveravatnið er að uppruna regn- vatn, og i flestum tilfellum regn- vatn, sem fallið hefur á hálendi landsins. Þar seytlar það djúpt niður i berggrunninn. Hinn al- menni varmastraumur bergsins hitar vatnið upp og ræðst hitastig þess af þvi, hversu djúpt það kemst, en berghiti vex með dýpi. Bragi sagði, að vatnið gæti siðan streymt neðanjarðar allt að 150 km leið unz það leitar upp um sprungur og misgengi á láglendi. Thermal woter ot □l'nost local origin Uppruni og meginrennslisleiðir flestra heitra vatnskcrfa landsins. Sé heita vatnið ættað úr úrkomu, sem fellur á jarðhitasvæðið sjálft, eru kerfin sýnd sem skyggð svæði (Torfa- jökull og svæðið ofarlega i llenglinum) Að ööru leyti eru kerfin sýnd meö örvum og eru þá örvarnar dregnar frá miðju áætluöu úrkomusvæði kerfisins og til viðkomandi jarðhita- svæöis. Sé um þaö að ræða, að vatn jarðhitasvæöis geti, sam- kvæmt tvivetnismælingum jafnt verið ættað úr tveimur úr- komusvæðum, eru báðir mögu- leikarnir sýndir með brotinni linu. Alls eru á myndinni 47 tölusett vatnskerfi. Sem dæmi má nefna um aldur vatns, að vatnskerfi nr. 11, Laugarvatn er talið hafa aö gcyma 50 ára gamalt vatn, nr. 15, Elliöaár hefur 600 ára gamalt vatn, nr. 16 Laugarnes hefur 1000 ára gamalt vatn og vatnskerfi nr. 46, Laugar og Húsavik er talið hafa aö geyma 8000-10.000 ára gamalt vatn. Jafngildislinurnar eru hæöar- linur útjafnaðst hæðarkorts af landinu, en þær endurspegla þá aftur breytingar á þrýstistigul vatnsins i berginu. Athyglisvert er, að rennslisstefnan vatnsins er nær alltaf hornrétt á jafn- gildislinurnar, en það bendir til þess, að vatnsleiðni sé frekar eftir láréttum iögum I bcrginu, hcldur en eftir sprungustefnu i yfirborðsbergi. Aðeins tvö vatnskerfi fá vatn sitt úr úrkomu, sem fellur á jarðhitasvæðið sjálft eða i næsta nágrenni, örfá kerfi fá vatn sitt um skamman veg en langflest kerfin fá þó vatn sitt uin langan veg innan frá hálendi landsins. Þaö vatn, sem lengst hefur runniö neðanjarðar, er heita vatnið i Aðaldal i S-Þingeyjar- sýslu. Hefur vatnið runnið neðanjaröar um 150 km leið og er rennslistiminn yfir Kf.OOO ár. Kvað Bragi athy'glisvert, að svo virtist sem heita vatnið streymdi jafnt I allar áttir út frá hálendinu án tillits til sprungustefna, sem rikja á yfirborðsbergi. Bragi sagði að iskjarnarann- sóknir, sem gerðar hefðu verið með þvi að bora langleiðina gegn- um isskjöld Vatnajökuls, hefðu veitt margvfslegar upplýsingar svo sem um innri gerð jökulsins, aldur hans og breytingar á veður- fari á nokkrum siðustu öldum. — Auk þessa, sagði Bragi, hafa rannsóknir á tvivetnismagni is- kjarnans veitt á óbeinan hátt góð- ar upplýsingar um aldur vatns I hinum ýmsu grunnvatnskerfum landsins. Það sem ég á við, þegar ég segi aldur vatns, er hversu langt er siðan vatnið féll til jarðar sem regnvatn. Þessar athuganir ásamt öðrum benda til þess, að vatn grunnvatnskerfanna sé mjög misgamalt, sagði hann. Vatnið I köldum grunnvatns- kerfum virðist að sögn Braga vera tiltölulega nýlegt, vart meira en fárra áratuga eða jafn- vel nokkurra ára gamalt að meðaltali. Hins vegar sagði Bjami, að vatnið i heitu grunn- vatnskerfunum væri augljóslega mjög misgamalt, en þó i flestum tilfellum miklu eldra en i köldu kerfunum. Það yngsta virðist vera aðeins fárra áratuga gam- alt, en það elzta frá þvi á siðustu isöld. — Þegar það er haft i huga, sagði Bragi, að vatn og is eru meginundirstaða þeirrar orku, sem i landinu býr, ætti mikilvægi þessara rannsókna að vera aug- ljóst, t.d. hvað varðar jarðhita- nýtingu hérlendis. Þau jarðhitasvæði sem itarleg- astar tvivetnismælingar hafa veriö gerðar, eru Reykjavikur- svæðið og svæðin i Mosfellssveit. A undaförnum árum hafa verið mæld fjölmörg sýni úr borholum á þessum svæðum, og hafa þau ýmist verið tekin af vatni, sem rennur úr borholunum, eða þá tekin úr mismunandi dýpi úr þeim. Sagði Bragi að með mælingunum hefði tekizt að sýna fram á, að á þessum svæðum væru þrjú vatnskerfi, sem öll innihéldu vatn innan úr landi, að visu komnu mislangt að. Vatn úr holum á Laugarnes- svæðinu hefur tvivetnistölu, sem bendir til þess, að Laugarnes- vatnið sé allt komið úr sama vatnskerfi, og úrkoma með sömu tvivetnistölu fellur á Botnssúlur og svæöið norður af Þingvalla- vatni. 1 Elliöaárdalnum virðast tvö vatnskerfi mætast, Laugarnes- vatnið og annað kerfi, sem sam- kvæmt tvivetnistölu kemur <rfan af Mosfellsheiöi. Bragi sagði, að i Mosfellssveit væri ástandið svipað, þar mætt- ust þessi sömu kerfi. Vatnið á Norður-Reykjum og i nyrztu hol- unum á Suður-Reykjum hefði sömu tvivetnistölu og Laugarnes- vatniö og þvi væri það að öllum likindum Laugarnesvatnið á leið sinni til Reykjavikur. Þriöja heita vatnskerfið á þessu svæöi fyndist yzt á Seltjarnar- nesi. Samkvæmt tvivetnistölu þess kæmi i ljós, að það væri ætt- að úr syðsta hluta Langjökuls. Sagði Bragi, að vatn þessa kerfis fyndist reyndar einnig i borholu i Kollafirði. Þessi flóknu tæki hafa verið notuð til aö efnagreina vatns- sýnin. Bragi Arnason stendur við tækjabúnaðinn. Timamyndir: Gunnar. Bragi gat þess, að i megindrátt- um væri þessi mynd af jarðhitan- um á Islandi, sú sama og hug- myndir Trausta Einarssonar, sem hann hefði sett fram árið 1942, og sagði Bragi, að hug- myndir hans hefðu þá ver.ið nokk- uð umdeildar. Hins vegar mætti nú telja að þær væru sannaöar með tvivetnisrannsóknunum. Aö lokum gat Bragi Amason þess, að tvivetnisrannsóknir vatns væru aðeins einn þáttur jarðhitarannsókna hér á landi. Nefndi Bragi i þessu sambandi, rannsóknir á gerð jarðskorpunn- ar undir landinu, rannsóknir á hitastigi bergsins og á efnasam- setningu vatns. — Ég hef trú á þvi, sagði Bragi, að þegar allir þessir þættir verða fléttaðir saman i næstu framtið, muni það leiða til haldgóðra upp- lýsinga um heildarvarmaorku á íslandi. Köld grunnvatnskerfi á noröur- hluta vatnasviðs Þingvalla- vatns. Jafngildislinurnar sýna tvivetnismagn í úrkomu. Svörtu punktarnir sýna þá staði, þar sem sýnum hefur verið safnað Ur köldum lindum. Númerin við punktana eru söfnunarnúmer þeirra, en auk þess er meðal- tvivetnistala viðkomandi linda sýnd á myndinni. Grunnvatns- skil eru sýnd, sem linur af hringjum. örvarnar tákna grunnvatnsrennsli. Af myndinni er augljóst, aö vatnasviðið nær allt upp i Lang- jökul. Vestustu lindirnar við norðanvert vatniö draga vatn af Botnssúlusvæöinu og úr fjöllun- um norður af vatninu. Lindir við suðausturhorn vatnsins fá vatn ofan af Lyngdalsheiði. Ofan úr Langajökii kemur loks allmikill straumur, sem klofnar um há- lendið norðan Lyngdalsheiðar. Vestari hluti þessa straums skilar sér i lindum við norðan- vert vatnið, m.a. i Vellankötlu, en eystri hluti hans myndar Ljósuár i Laugardal og uppliaf Brúarár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.