Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 23. september 1975 Kristján Benediktsson: Að vera á hægra brjóstinu Framkvæmdastjóri Ar- mannsfells hf. gerir athuga- semd i dagblöðunum sl. laugar- dag við ummæli min i viðtali við Timann deginum áður. Fram- kvæmdastjórinn segir mig fara með „rakalausar fullyrðingar”, og ,,að ég viti betur en telji til- ganginn helga meðalið”. I umræddu viðtali sagði ég m.a.: „Augljóst er, að þeir aðilar, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn vel og dyggilega, njóta þess með ymsu móti i viðskiptum sinum við Reykjavikurborg. Bygging- arfélagið Armannsfell hf. hefur þó að minum dómi notið alveg óvenjulegrar fyrirgreiðslu”. Siðan nefni ég þrjú ákveðin dæmi, máli minu til sönnunar: a) Framkvæmdir við Fella- skólann b) Lóðin við Espigerði og gróði á þeirri byggingu c) Lóðin við Grensásveg og Hæðargarð. I. Samningur milli Reykja- vikurborgar og Armannsfells hf. um byggingu Fellaskóla var undirritaður 17. febr. 1972. Um haustið (16. nóvember) var gerður viðbótarsamningur til að flýta byggingu unglingaálmu, en á móti var ákveðið að seinka framkvæmdum við iþróttahús- ið. 1 hinum nýja samningi sagði, að efri hæð unglingaálmu ætti að vera tilbúin fyrir 1. október 1973 og iþróttahúsið fullgert og tilbúið til notkunar 1. september 1974. Fyrir þessar breytingar á upphaflegum samningi til að flýta unglingaálmunni varð borgin að greiða Armannsfelli 4.640 þús. kr., sem samsvarar i dag 13—14 millj. kr. Þegar leið að haustdögum 1973 og unglingaálman við Fellaskólann átti að vera tilbú- in, vöknuðu fræðsluyfirvöld borgarinnar við þá óþægilegu en augljósu staðreynd, að verkinu hafði miðað hægt um sumarið og langt var i land, að húsnæðið gæti orðið tilbúið til kennslu. Ég skoðaði húsnæðið siðari hluta septembermánaðar og sýndist þá, að fyrst mætti reikna með, að það yrði kennslhæft upp úr áramótum, ef verulegur kraftur yrði settur á verkið. Fleiri en ég munu hafa talið, að langt væri i land að gera ung- lingaálmuna kennsluhæfa, þvi um miðjan september brugðu forsvarsmenn borgarinnar á það ráð, að fela Armannsfelli hf. að innrétta kjallara unglinga- álmunnar undir kennsluhúsnæði og greiða 10,3 milljónir kr. fyrir það verk. Jafnframt var hafizt handa um smiði tveggja færan- legra kennslustofa fyrir samtals að upphæð 6 millj. kr. Tæplega hefði borgin lagt i þennan auka- kostnað, ef talið hefði verið, að Ármannsfell lyki verkinu 11. nóvember, eins og fram- kvæmdastjórinn lætur að liggja i svari sinu. Siðan mátti Armannsfell dunda áfram við innréttingu unglingaálmunnar, og fékk til þess heilt ár i viðbót og losnaði við allt sem heitir dagsektir, og ýmsir verktakar a.m.k. munu hafa kynnzt af eigin raun hvað er. Mér finnst, að fyrri ummæli min standi óhögguð: a) Ármannsfell stóð ekki við timaáætlun um byggingu unglingaálmunnar. b) Þetta hafði i för með sér rúmlega 16 millj. kr. auka- kostnað fyrir borgina haustið 1973, sem jafngildir um 34 millj. nú. c) Þrátt fyrir þetta gerði borgin samning við fyrirtækið án útboðs um nýtt verk fyrir 10,3 millj. d) öllum dagsektum var sleppt, og Ármannsfell hf. fékk heilt ár i viðbót til að ljúka unglingaálmunni. Þetta leyfi ég mér að kalla óvenjulega fyrirgreiðslu frá hendi Reykjavikurborgar, þótt framkvæmdastjóri Ármanns- fells hf. sé þvi ekki sammála. Hann virðist góðu vanur. Það er rétt hjá framkvæmda- stjóranum, að Ármannsfell skil- aði i sumar af sér verkinu til byggingadeildar. Að þessu leyti var rangt með farið i áður- nefndu viðtali við mig. Þess er þó að geta i þvi sambandi, að byggingadeildin tók við þessu verki með óvenjulega mörgum athugasemdum og fyrirvörum um lagfæringar. Þann lista væri fróðlegt að birta, en rúmsins vegna er þess ekki kostur. Armannsfell hf. er þvi enn ekki laust allra mála við Fella- skóla, verði eftir þvi gengið,að það skili verkinu eins og bygg- ingadeildin telur, að viðunandi sé. II. Um lóðaúthlutanirnar er þetta að segja: Meðan aðrir byggingaaðilar i borginni fá annað hvort engar byggingalóðir eða lóðir efst i Breiðholtshverfum, fær Ar- mannsfell hf. hverja úrvalslóð- ina á fætur annarri i næsta ná- grenni við hinn fyrirhugaða nýja miðbæ Reykvikinga. Um þetta er ekki neitt við Ar- mannsfell hf. að sakast. Annað hvort eru hluthafar Ármanns- fells hf. þóknaiílegri ráðamönn- um borgarinnar en eigendur annarra byggingafélaga eða Armannsfell hf. greiðir riflegar i flokkssjóð Sjálfstæðisflokksins en aðrir. Kristján Benediktsson. III. Meðan Ármannsfell hf. leggur ekki fram reikninga, á- ritaða af löggiltum endurskoð- anda, yfir byggingarkostnað ibúðanna I háhýsinu við Espi- gerði, mun ég óhikað halda þvi fram, að bygging þessa húss sé eitt mesta gróðafyrirtæki, sem hér- hefur verið stofnað til og þeir, sem þarna kaupa ibúðir, greiði fyrir þær langt umfram sannvirði miðað við raunveru- legan kostnað við bygginguna. Þannan gróða á nú m.a. að nota til að fjármagna bygging- arnar á nýja svæðinu og græða enn meira á kosthað væntan- legra kaupenda, sem þurfa á húsnæði að halda, en hafa ekki fengið byggingarlóð, og gætu raunar ekki fengið hana i þess- um hluta borsarinnar. Svona viðskiptamáti virðist hins vegar ýmsum þóknanleg- ur, m.a. ráðamönnum borgar- innar. Kom það skýrt fram á fundi borgarstjórnar, þegar Espigerðislóðinni var úthlutað á sinum tima. „EINFALDLEIKANUM FYLGIR MIKILL KRAFTUR" Timamynd Róbert Asmundur stendur hér við listaverk sitt. Litla verkið til hægri er sjálf frummyndin, sem gerö var 1959. — Rætt við Ásmund Sveinsson, myndhöggvara, um mynd, sem Kvenfélagið á Akranesi hefur lótið stækka Allmargt manna lét sig varða um það, þegar nýrri höggmynd, eða skúlptúr eftir Ásmund Sveinsson var ýtt út úr verkstæði vélasmiðjunnar Þrymur að Borgartúni 25. Myndin, sem ber nafnið ,,Pyra- midisk afstraktion" fer upp á Akranes, þar sem gerður hefur verið stöpull, sem er hálfur annar metri á hæð. Þar mun myndin hafa framfíðarstað. Meðal viðstaddra var Ásmund- ur Sveinsson myndhöggvari og hafði hann þetta að segja um myndina. — Þessi mynd heitir „Pyra- midisk afstraktion” og er gerð fyrir hálfum öðrum áratug, eða meira. Hún er a.m.k. i stóru bók- inni um myndir eftir mig. Nú fer hún upp á Akranes i þessum ágæta búningi. — Hver á myndina? — Það er timinn og Island, sem á hana eins og allar góðar myndir og vondar. Einhverjar góðar kon- ur, Kvenfélagið á Akranesi, standa svo að þessu ferðalagi og að varðveizlu hennar á Akranesi. — Hvernig leggst ferðalagið i þig, fyrir myndina? — Ég er afskaplega ánægður með stækkunina og þessa miklu smiði, sem smiðuðu þetta eintak. Þetta er lika vandað hjá þeim, þrihyrningarnir úr stáli og hringurinn i miðjunni, siðan var þetta sandblásið og galvanhúðað. Strengirnir eru svo úr kopar, en inni i þeim eru stálteinar, sem gera hana sterkari. — Hvað kostar að smiða svona. — Það kostar um hálfa milljón hefi ég heyrt. Það er mikið, en hún Ingrid (kona Asmundar) seg- ir að ég hafi ekkert vit á pening- um, mér ofbjóði allt, meira að segja verðið á neftóbaki. — Hvert cr aðaleinkenni þessarar. myndar? — Það er einfaldleikinn. Mynd- ir eiga helzt að vera einfaldar, svo einfaldar að menn segi við sjálfa sig: — Mikið er þetta nú einföld og falleg mynd. Einfaldleikanum fylgir mikill kraftur. Allt sem er flókið er svo kraftlaust. Tveir ' þrihyrningar standa i endum myndarinnar, annar á haus, hinn á einni hliðinni og strengleikar fara á milli gegnum hring. Strengirnir mynda kraft- mikil furðuleg form. — Að sjá svona stóra mynd ger- ir mig hamingjusaman, en þó dá- litið dapran, þvi maður er orðinn of mikill ræfill til þess að geta unnið. Myndhöggvarar verða að þræla, þeir eru ofurseldir þræl- dómi, meiri þrældómi en aðrir listamenn. Án þrældóms verður enginn myndhöggvari til. Manneskjan er svo smá gagn- vart þessari vinnu. Að sögn fyrirsvarsmanna vél- smiðjunnar Þrymur hf, tók verk- ið töluverðan tima. Beðið var um þessa stækkun þegar sumarleyfi voru I smiðjunni. Myndin fer sið- an með Akraborginni i dag, þriðjudag og hún verður afhjúpuð við athöfn á miðvikudag. Yfirumsjón með smiði myndar- innar hafði Jón Bergsson, yfir- verkstjóri hjá Þrym hf. JG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.