Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 2
'2 TÍMINN Þriðjudagur 23. september 1975 Pólýfónkórnum boðið í söngför til Ítalíu Kórnum boðið að syngja inn á plötu fyrir heimsmarkað Ekki hugsar Pólýfónkórinn sér að lækka seglin á næsta starfsári þvi að ráðgert er að taka til flutn- ings Messu i h-moll eftir J.S. Bach, sem margir telja tilkomu- mesta kórverk allra tima. Pólýfónkórinn flutti þetta verk i fyrsta sinn á íslandi árið 1968, þá nokkuð stytt, en nú mun ætlunin að flytja verkið óstýtt um næstu páska. Jafnframt hefur kórinn i hyggju að bjóða listahátiðanefnd endurflutning þess með heims- þekktum einsöngvurum á Lista- hátíð i Reykjavik 1976. Nýlega hefur þekkt erlent út- gáfufyrirtæki farið þess á leit við Pólýfónkórinn að hann syngi stórt erlent kórverk inn á hljómplötu fyrirheimsmarkað,en ekki hefur enn verið tekin afstaða til þess til- boðs og verður naumast gert fyrr en á aðalfundi kórsins, sem hald- inn verður 10. október. Þá hefur kórnum einnig boðizt að syngja i nokkrum borgum Italiu. Þrátt fyrir annriki mun Ingólfur Guðbrandsson forstjóri starfa áfram sem söngstjóri Pólýfónkórsins. Pólýfónkórinn og söngstjóri hans hefur jafnan þótt djarfur i verkefnavali. Siðasta viðfangs- efni hans var oratorian Messias eftir Hándel, sem flutt var þrisv- ar sinnum við húsfylli i Háskólabiói um páskana, en eftir það bauðst kórnum að endurtaka flutninginn i Edinborg i byrjun mai s.l. Var það ein mesta sigur- för kórsins, lófataki áheyrenda ætlaði aldrei að linna og strangir gagnrýnendur hældu kórnum á hvert reipi. Til eflingar starfsemi sinni og söngmennt almennt hefur Pólý- fónkórinn i mörg undanfarin ár rekið söngskóla. Úr söngskólan- um er margt af þvi fólki komið, sem fyllt hefur raðir söngvara á hljómleikum kórsins t.d. i Messi- asi I vor. Kennslugreinar i Kórskólanum eru raddbeiting og söngur, tónheyrnar- og taktæfing- ar og nótnalestur. Kennt er eitt kvöld i viku á mánudögum, 2 stundir i senn i 10 vikur og fer kennslan fram i Vogaskóla, Skólastjóri Kórskólans er Ingólf- ur Guðbrandsson. 16 MILLJARÐAR Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, heimsótti verksmiðju Iceland Products, er hann var á ferð I Bandarikjunum á dögunum I sambandi við aðalfund Alþjóðabankans. Með ráðherranum heimsóttu Iceland Products þeir Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar og Jón Sigurðsson, banka- stjóri hjá Alþjóðabankanum, og eiginkonur þeirra. Á myndinni sést Ólafur Jóhannesson i skoðunar- ferðinni um verksmiðjuna og það er Guðjón B. ólafsson, aðalframkvæmdastjóri Iceland Products inc. sem er leiðsögumaður. 14 nýstúdentar til náms í Bandaríkjunum í haust A meðal þess, scm Geir Hall- grimsson forsætisráðherra skoð- aði i Noregsferðinni var griðar- mikill oliuborpallur, sem nú er i smiðum hjá Nylands verksteder i Osló. Oliuborpallar eins og þessi eru hin mestu ferliki og eins og sjá má gnæfir pallurinn yfir húsin i baksýn. Kaupverð slikra palla er um 200 milljónir norskra króna eða nálægt sex milljörðum is- lenzkra króna. fyrir tilstuðlan Íslenzk-ameríska félagsins Undanfarin ár hefur tslenzk-- ameriska félagið veitt nýstud- entum aðstoð við að fá skólavist og námsstyrki við bandariska há- skóla. Er þetta gert i samvinnu við stofnun i New York, sem nefnist Institute of International Education. En hlutverk þessarar stofnunar er m.a. að miðla tilboð um bandariskra háskóla um skólavist og styrki til erlendra stúdenta. Á þessu hausti hefja 14 stúdentar nám í Bandarikjunum fyrir slika milligöngu félagsins. Af þessum stúdentum eru 2 frá Menntaskólanum á Akureyri, 3 frá Menntaskólanum við Hamra- hlið, 3 frá Menntaskólanum á Isa- firði, 3 frá Menntaskólanum i Reykjavik, og 1 frá hverjum eftirtalinna skóla: Handiða- og myndlistarskóla -tslands, Menntaskólanum við Tjörnina og Verzlunarskóla tslands. Styrkupphæðir hafa að jafnaði nægt fyrir skólagjöldum, sem eru oft mjög há i Bandarikjunum. I nokkrum tilvikum hefur einnig fengizt styrkur fyrir dvalar- kostnaði. Félagið mun sem áður veita ofangreinda aðstoð þeim, sem hyggjast hefja háskólanám i Bandarikjunum haustið 1976. Styrkþegar skulu að jafnaði ekki vera eldri en 25 ára. Flestir styrkir eru á sviðialgengra hug- visinda, en erfítt er að afla styrkja til ýmiss sérnáms og flestra raunvisindagreina. Umsóknareyðublöð um slika aðstoð félagsins fást á skrifstof- um flestra skóla á menntaskólastigi og hjá Islenzk-ameriska félaginu, pósthólfi 7051, Reykjavik. Umsóknum þarf að skila til félagsins fyrir 15. okt. n.k. Skóla- styrKjanefnd félagsins velur þær umsóknir, sem sendar verða áfram til Bandarikjanna. Úrslit í Nessókn liggja fyrir á fimmtudaginn Prestkosning fór fram I Nessókn i Reykjavik á sunnudaginn. Kosn- ingaþátttaka var 46% þannig að kosningin er ólögmæt. Atkvæði verða talin á skrifstofu biskups á fimmtudag, og fæst þá úr þvi skorið hvor frambjóðendanna tveggja, þeirra Guðmundar Ósk- ars Ólafssonar og Arnar Friðriks- sonar hefur meiri hylli sóknar- barnanna. ,,Þessi heimsókn varð okkur mikið ónægjuefni" — eða helmingi meira en í fyrra — sagði forsætisréðherra að lokinni opinberri heimsókn til Noregs HHJ-Rvik — A laugardaginn lauk fjögurra daga opinberri heim- sókn Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra og konu hans, Ernu Finnsdóttur, til Noregs. Forsætis- ráðherrahjónin kvöddu Trygve Bratteli forsætisráðherra Noregs og Randi, konu hans á Fornebu- flugvelli við Osló og héldu siðan til Kaupmannahafnar, þar sem þau munu dveljast nokkra daga i frii. Geir Hallgrimsson sagði að heimsókninni lokinni, að hann væri hinn ánægðasti með förina og hinar höfðinglegu og vinjarn- legu móttökur, sem þau hjónin og fylgdarlið þeirra hefði hvarvetna hlotið. Á siðasta degi heimsóknarinnar heimsóttu forsætisráðherrahjón- in Sunnaas-sjúkrahúsið, sem stendur við Oslófjörð, skammt utan við Osló. Á þessu sjúkrahúsi dvelst fólk, sem hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum og þarf mik- illar endurhæfingar við, og er þetta sjúkrahús hið fullkomnasta sinnar tegundar i heiminum. Meðan á heimsókninni stóð bauð Geir Hallgrimsson Trygve Bratteli og konu hans i opinbera heimsókn til íslands. Bratteli sagði við blaðamenn, að sér væri hin mesta ánægja að þvi að þekkjast þetta boð og myndi koma til íslands eins fljótt og hann fengi þvi við komið, þótt hann gæti ekki sagt hvenær það gæti orðið að svo komnu máli. Gsal-Reykjavik — Vöruskijta ijöfnuður I ágústmánuði s.l. var óhagstæður um 1 milljarð og 275 Nýr forstjóri Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar Á bæjarstjórnarfundi hjá Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var nýlega samþykkt að ráða Guðmund R. Ingvason, forstjóra Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, frá og með 15. sept. 1975. Guðmundur er viðskipta- fræðingur að mennt, þrítugur að aldri og hefur starfað sem skrif- stofustjóri Bæjarútgerðarinnar um 1 árs skeið. Frá sama tima lætur af störfum Einar S. M. Sveinsson, eftir 5 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Einar tekur þá við starfi forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavikur. millj. kr. Vöruskiptajöfnuður það sem af er þessu ári er nú orðinn óhagstæður um rúma 16 milljarði króna. Til samanburðar má geta þess, að fyrstu átta mánuði slð- asta árs var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um rúma 8 mill- jarði kr. I ágústmánuði var flutt út fyrir samtals 3.265,9 milljarði kr. en innflutningur nam hins vegar rúmum fjórum og hálfum mill- jarði kr. 1 fyrra var ál og álmeti flutt út fyrir rúmar 313 millj. kr. I ágúst- mánuði en I sama mánuði nú, að- eins fyrir rúmar 84 milljónir. Þá má nefna að innflutningur til Landsvirkjunar og islenzka ál- félagsins nam i ágústmánuði s.l. tæplega 274 milljónum kr, en I ágústmánuði fyrra árs tæplega 96 milljónum kr. I MINUS ÞAÐ SEM AF ER ÁRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.