Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.09.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. septeinber 1975 TÍMINN 9 Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprentk.f. Olía og fiskur Sú hugmynd skýtur öðru hvoru upp kollinum, að Islendingar eigi að beina oliukaupum sinum til Noregs og hætta oliukaupum frá Sovétrikjunum. Áhangendur þessarar hugmyndar gleyma hins- vegar jafnan, að oliuviðskiptin við Sovétrikin hafa tryggt okkur góðan markað fyrir fiskafurðir, sem erfitt væri eða útilokað að selja annars staðar. Þvi aðeins væri hyggilegt að hverfa að oliuviðskiptum við Noreg, að Norðmenn gætu tryggt okkur ekki lakari markað fyrir umræddar fiskafurðir en rúss- neski markaðurinn er. Það er hinsvegar ekki kunnugt um, að Norðmenn hafi upp á slikan fisk- markað að bjóða. Meðan svo er, og ástandið i fisk- sölumálum er að öðru leyti eins og það er, er það hreinlega út i hött að ræða um að færa oliuvið- skiptin frá Sovétrikjunum til Noregs. Þeirri hugmynd hefur einnig verið hreyft, að við eigum að kaupa oliu af Norðmönnum og selja i staðinn norskum fyrirtækjum raforku til álbræðslu. íslendingar þurfa ekki að sæta neinum afarkostum til að selja raforku. Þeir eiga lika að fara varlega i þvi að selja útlendingum raforku, þvi að sá timi kemur fyrr en varir, að íslendingar þurfa að nýta alla þá orku, sem hægt er að fram- leiða i landinu. Ástandið i fisksölumálunum er vissulega þannig um þessar mundir, að það hvetur siður en svo til þess að rjúfa viðskipti við Sovétrikin. Fiskmark- aðir þeir, sem við höfum i Bandarikjunum og Vestur-Evrópu, eru ótryggir. Fisksalan i Banda- rikjunum er háð sveiflum hins frjálsa hagkerfis, og þvi getur verðið lækkað skyndilega og sala minnkað með litlum fyrirvara. Þetta hafa Islend- ingar fengið að reyna áþreifanlega siðustu misser- in. Þetta sama gildir einnig um fiskmarkaðinn i Vestur-Evrópu. Þar við bætist, að þjóðir Vest- ur-Evrópu hafa hvað eftir annað reynt að gera fisksöluna háða pólitiskum skilyrðum. Gleggsta dæmið um það eru þær þvingunaraðgerðir, sem stjórnarvöld Vestur-Þýzkalands beita Islendinga nú i þeim tilgangi að reyna að þvinga þá til að leyfa veiðar frystitogara innan 50 milna mark- anna. Einhverjir kunna að segja, að rikin i Austur-Evrópu geti einnig gripið til þess að setja skilyrði fyrir fiskkaupum. Að sjálfsögðu gætu slikir atburðir gerzt, en þeir hafa enn ekki gerzt i skiptum okkar við þær, siðan þessi viðskipt hófust að ráði. Hingað til hefur það verið okkur hagstætt að geta selt fiskafurðir til Austur-Evrópu, og þvi ber að vona, að þessi viðskipti geti fremur aukizt en hið gagnstæða. Annars þurfa íslendingar að stefna að þvi að hafa markaði sem viðast, svo að þeir verði ekki fyrir stórfelldu áfalli, ef markaður bregzt i einstöku landi. Það verður að teljast ótrúlegt, að Norðmenn hafi einhvern áhuga á að rjúfa viðskipti íslendinga og Sovétrikjanna af ótta við, að íslendingar gerist of austrænir. En sé þessi ótti fyrir hendi hjá Norðmönnum, er óhætt að fullyrða, að hann er ástæðulaus. íslendingar munu ekki hlutast til um, hvernig Norðmenn haga viðskiptum sinum við Sovétrikin, en jafnframt frábiðja þeir sér, að Norðmenn séu eitthvað að blanda sér inn i viðskiptamál íslendinga og Rússa. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Erfitt hlutverk nýrrar stjórnar AAikil andstaða, bæði frá hægri og vinstri Kommúnistar eru óánægöir með nýju stjórnina. Myndin er frá útifundi þeirra i Lissabon. HIN nýja stjórn i Portúgal tók formlega við völdum á föstu- daginn var. Skipun stjórnar- innar virðistsýna ótvirætt, að sósialistar, undir forustu Soares.hafa unnið eftirtektar- verðan sigur. Af fimmtán ráð- herrum, sem eiga sæti i stjóminni, eru fjórir sósialist- ar, og tveir óháðir ráðherrar eru taldir standa mjög nálægt þeim. Þá eiga alþýðudemó- kratar, sem eru aðeins til hægri við sósialista, tvo ráð- herra istjórninni. Þannig hafa þessir tveir flokkar raunveru- lega meirihluta i stjórninni. Af öðrum ráðherrum eru fimm úr hernum, einn er kommúnisti og einn er óháður, án tengsla við nokkurn stjórn málaflokk. Með myndun þessarar stjórnar er lokið að sinni þvi mikla þófi, sem hófst eftir þingkosningarnar i april, þegar sósialistar fengu 38% af greiddum atkvæðum, alþýðu- demokratar 24% og kommúnistar 12.5%. Eftir það reyndu kommúnistar að telja úrslitin markleysu og for- dæmdu vestrænt þingræði á allan hátt. Þeir fengu um skeið góðar undirtektir hjá herráðinu, og leiddi það til myndunar stjórnar, sem hafði enga fulltrúa frá flokkunum. Herforingjar, sem voru and- vfgir kommúnistum, en eiga samleið með sósialistum, hófu þá andspyrnu undir forustu Melo Antunes, sem hafði verið utanrfkisráðherra um skeið. í fyrstu virtust þeir ætla að biða lægri hlut, en endalokin hafa orðið þau, að þeir hafa farið með sigur af hólmi, ásamt Soares. Of snemmt er þó að segja,aðhér sé um leikslok að ræöa. Þótt hin nýja stjórn styðjist við eindreginn þjóðar- vilja, mun hUn mæta mót- spyrnu, bæði frá hægri og vinstri. Kommúnistar una þessum Urslitum illa, þótt þeir teldu hyggilegast að vera með I stjórninni. Þess vegna má bUast við, að þeir vinni gegn stjóminni í laumi, ásamt ýms- um smáhópum öfgasinna til vinstri. Hægri öflin eru lika fjarri þvi að vera ánægð með rikisStjórnina eða sósialisk markmið hennar. Þau munu þvi reyna að magna andstöðu gegn henni, og getur orðið mikið ágengt, einkum ef þeim tekst að fá Sipnola hershöfð- ingja til liðs við sig. EINS og áður segir, eiga sósialistar fjóra ráðherra i stjóminni, Þeir em Francisco Salgoda Zenha fjármálaráð- herra, Jorge Campinos ráð- Spinoia biöur eftir þvi aö nýja stjórnin misheppnist. herra utanrikisviðskipta, Antonio Lopes Cardoso land- bUnaðarráðherra og Margues Do Carmo iðnaðarráðherra, Zenha fjármálaráðherra er lögfræðingur að menntun, 52 ára gamall. Hann sat oft i fangelsi vegna andstöðu sinn- ar við Salasar,en jafnframt er hann þekkur fyrir andUð á kommUnistum. Hann var dómsmálaráðherra i fyrstu stjóminni eftir byltinguna, og samdi sem slikur við páfastól- inn um, að katólska kirkjan leyfði hjónaskilnaði i PortUgal. Campinos, ráðherra utanríkisviðskipta, er 38 ára gamall lögfræðingur, sem dvalizt hefur langdvölum i Frakklandi sem útlagi. Cardoso landbúnaðarráðherra er 42 ára, búfræðingur að menntun. Hann tók þátt i upp- reisnartilraun 1962, en tókst að flýja land og dvaldist næstu 10 árin í Frakklandi og Brasilíu, en þá fékk hann leyfi að snúa heim aftur. Hann er talinn til vinstri i flokki sósialista. Auk fjögurra framan- greindra ráðherra, sem eru tilnefndir beint af sósialistum, eru tveir óháðir ráðherrar taldir standa nærri þeim, en það eru þeir Antonio Almeida Santos upplýsingamálaráö- herra og Joao Pinheira Farinha dómsmálaráðherra. Santos er 49 ára gamall lög- fræðingur,sem dvaldist lengi i Mosambik og græddist þar mikið fé, þrátt fyrir opinskáa andspyrnu gegn nýlendu- stefnu Portúgala. Farinha er einnig lögfræðingur að mennt- un. Embætti sitt sem dóms- málaráðherra mun hann eiga að þakka þvi, að hann var ná- inn samverkamaður Zenha, þegar hann var dómsmála- ráðherra. FLOKKUR alþýðudemokrata á tvo ráðherra i stjórninni, Jorge Carvalho Borges félagsmálaráðherra og Joaquim Mogalhaes Mota viðskiptamálaráðherra. Borges er einn aðal leiðtogi alþýðudemokrata. Hann er fertugur að aldri, lögfræðing- ur að menntun. Hann var hnepptur i fangelsi bæði 1963 og 1967 vegna andstöðu við þáverandi stjórnarherra. Sfðar tók hann þátt i ýmsum andspyrnusamtökum. Hann hefur náin tengsl við katólsku kirkjuna, en er jafnframt sagður til vinstri i flokki sin- um. Mota, sem einnig er lög- fræðingur, 40 ára að aldri, er hinsvegar talinn tilheyra hægra armi flokksins. Hann var innanrikisráðherra i fyrstu stjörninni eftir byltingu herforingjanna, og reyndi þá mjög að sporna gegn áhrifum kommúnista. Herinn hefur fimm ráðherra i stjóminni, eða Azevedo for- sætisráðherra, Melo Antunes, sem er nú utanrikisráðherra að nýju, Almeido Costa innan- rikisráðherra, Vitor Alves menntamálaráðherra og Thomas Rosa vinnumálaráð- herra. Alves var einn þeirra nfu herforingja, sem stóðu að yfirlýsingunni sem var upphaf m ó ts p y r n u n n a r gegn Goncalves fyrrverandi for- sætisráðherra. Kommúnistar hafa einn ráðherra i stjórninni, Alvaro Veiga Oliveira. Undir ráðu- neyti hans heyra umhverfis- mál og opinberar framkvæmdir. Hann er verk- fræðingur að menntun. Hann hóf snemma andspyrnu gegn stjórn Salasars. Arið 1958 fluttist hann til Brasiliu, ,:en sneri þaðan aftur 1965. Skömmu siðarvar hann hand- tekinn og hafður i haldi i fjögur ár. Hann sætti mjög illri meðferð i fangelsinsu, að því er sagt er. ÞAÐ ER yfirlýst markmið stjórnarinnar að koma á sósialisma, en fjarri fer þvi að samkomulag sé um hvers- konar sósialismi það eigi að vera. Fyrst um sinn mun hún þó snúa sér að þvi að koma efnahagsmálunum i lag, og veltur þar mikið á þvi, hvaða aöstoð henni verður veitt erlendis frá. Það er spá ýmissa erlendra fréttamanna, sem hafa fylgzt með málum undanfarið, að takist stjórn- inni ekki að rétta við efnahag- inn, muni hún ekki halda velli lengi, og þá muni hægri öflin láta meira til sin taka. Stjórnleysi undanfarinna mánaða hefur ótvfrætt verið vatn á myllu þeirra, og verður það þó enn meira, ef það heldur áfram. Það er þvi engan veginn útilokað, að hægri öflin eigi eftir að ná völdum i Portúgal. Það getur oltið á þvi, hvernig hinni nýju stióm tekst til. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.