Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 5. október 1975
Allman Brothers Band
Lose Or Draw
CP-0156 — Capricorn
★ ★ ★ ★
Win,
• • o o
'&æ
Í0i
HLJOMPLOTUDOMAR
©
NÚ-TÍMANS
LOKSINS eftir tveggja
ára bið, láta Allman
Brothers Band frá sér
heyra. Að vísu hafa
Gregg Allmann gefið út
sólóplötur á þessu
timabili, en þetta er
hins vegar fyrsta plata
hljómsveitarinnar,
sem hún gefur út sem
ein heild siðan 11973.
Þótt furðulegt megi
virðast er þetta lika
fyrsta platan, sem AIl-
man Brothers gefa út,
þar sem hvorugur
þeirra Duane Allman
eða Berry Oakley,
koma við sögu, en sá
síðarnefndi lézt fyrir
þremur árum. Eins og
kunnugt er fórust þeir
Duane Allman og
Berry Oakley i mótor-
hjólaslysum, svo að
segja á sama stað, með
árs millibili — Allman
lézt 1971 — Oakleyi 1972.
Á plötu Allman Brot-
hers Band, Brothers
And Sisters (1973) voru
gamlar upptökur frá
þeim tima er Oakley
var i hljómsveitinni,
m.a. má heyra Oakley
leika á bassa i hinu
fræga lagi ,,Ramblin
Man.”
A plötunni Brothers og Sisters
haföi Dickey Betts tekið við for-
ystuhlutverkinu í hljómsveitinni
af Oakley, enda varð hann þá
potturinn og pannan i tónlistar-
sköpun hljómsveitarinnar
(aðalgltarleikari, slide-gitar-
leikari og annar aðalsöngvari)
A þessari nýju plötu er þetta
forystuhlutverk Betts ekki eins
greinilegt — að visu á hann flest
laganna á plötunni af hljóm-
sveitarmeðlimunum, en hins
vegar bera lög hans ekki af eins
og á siðustu plötu þeirra. Per-
sónulega þykir mér t.d. Gregg
Allman koma sterkari út á
plötunni en þeirri siðustu, þótt
hann standi ekki jafnfætis Betts.
Annað, sem mér þykir tals-
vert merkilegt við þessa plötu,
en það er niðurröðun laganna.
Hún er nákvæmlega sú sama
og á sólóplötu Dicky Betts,
Highway Call, þ.e.a.s. á fyrri
hlið beggja platnanna eru
tiltölulega stutt lög (fjögur á
Higway Call — fimm á þessarftA
siðari hlið platnanna eru aðeins
tvö lög, annað „instrumental”
en hitt ekki.
„Instrumental”-lögin eru bæði
eftir Betts og munar aðeins 10
sek. á lengd þeirra. Siðara lagið
á báðum plötunum er eftir menn
utan hljómsveitarinnar.
Hvort þetta er tilviljun ein
eða ekki, skal ósagt látið, en
engu að sfður er þetta harla
merkilegt.
Eins og áður segir er eitt 15.
min. langt „instrumental” lag
eftir Betts á þessari plötu, og er
þaö jafnframt bezta lag
plötunnar að minum dómi.
Lagiö er létt og skemmtilegt —
og Betts sýnir frábæra hæfni á
slide-gitarinn, jafnframt þvi
sem frábær pianóundirleikur
Chuck Leavell gefur laginu
dálitinn jasskeim. Útkoman er
þvi nokkurs konar jass-
countrylag.
önnur lög plötunnar sverja
sig annars I ætt við hið suður-
Irska country-rokk, sem hefur
verið einkenni og jafnframt
gæðamerki Allman Brothers
Band.
SþS.
O
LP-plata vikunnar: Allman Brothers Band-Win, Lose or Draw
Loggins og Messina —
PC 33810 — Columbia
★ ★ ★
í,
So Fine
MIÐAÐ við hina frá-
bæru plötu „Mother
Lode” sem Loggins og
Messina sendu frá sér I
fyrra og var að minu
mati hápunktur ferils
þeirra, má lita á þessa
plötu þeirra sem skref
afturábak.
A nýju plötunni „So Fine” er
ekkert lag frumsamið, heldur
eru þau öll gömul rokklög og
country-lög vinsæl voru fyrir
allmörgum árum.
Það er f sjálfu sér allt i lagi að
senda frá sér svona plötu, þvi
þaö kemur oft fyrir þessa
dagana, að þannig lög séu flutt i
nýjum útsetningum og nýjum
búningi. — Á ,, So Fine” eru
lögin aftur á móti ekkert frum-
leg og halda þeir félagar sig að
mestu leyti við gamlar og
þekktar útsendingar, þannig að
fyrir mann, sem er búinn að
hlusta á popptónlist i tólf ár — er
þessi plata ekkert merkileg!
Hins vegar er þetta kjörin
plata fyrir „byrjendur” og ætti
að opna hugi þeirra fyrir
mörgum af beztu lögum tveggja
siðustu áratuga, og þá sérstak-
lega fyrir lögunum frá árunum
milli 1950 og 1960.
Þó svo að platan sé ekki
frumleg eru öll lögin flutt fram-
úrskarandi vel og það eru góðir
tónlistarmenn, sem aðstoða
Loggins og Messina — má þar
t.d. nefna, Larry Sims og fiðlu-
snillinginn Richard Greene
(Seatrain) sem bregzt ekki
bogalistin hér frekar en endra-
nær.
Söngur þeirra Loggins og
Messina er einnig eins og alltaf
áður: framúrskarandi góður og
röddun þeirra afar vönduð.
Þetta er sem sagt ekki plata
fyrir mig, en það er ekki þar
meðsagtaðhúnsé léleg —ég er
einfaldlega búinn að heyra
sum lögin of oft til að hafa
gaman af þeim. -G.G.
Skoðanakönnun: 10 spurningar í ágúst
úrslit
1. Paradís
2. Change
3. Stuðmenn
4. Pelican
5. Eik
urslit
1. Sgt. Peppers Lonely Hearts
Club Band — The Beatles
2. Abbey Road — The Beatles
3. Wenus And Mars — Wings
4. Sumar á Sýrlandi —
Stuömenn
5. Physical Graffity — Led
Zeppeiin
aoa3ao.öaa,ii§iiíQ
AAest seldu plöturnar
Vikan frá
21.-27. september
Stórar plötur:
1. Wish you where here — Pink Floyd.
2. O'Lucky Man —-lan Price.
3. Millilending — Megas.
4. Ministrel in the Gallery — Jethro.
Tull.
5. American Graffiti — Ýmsir gamlir.
6. Win, Lose or Draw — Alman Broth-
ers.
Between the Lines — Janis lan.
Blues for Allah — Greatful Dead.
Disco Bay — Van McCoy.
Rainbow — Richie Blackmore.
7.
8.
9.
10.
LÍtlar plötur:
1. Black Superman — Johnny Wakelin.
2. Misty — Ray Stevens.
3. Love will keep Us together —
Captain and Tennille.
4. Superman — Paradís.
5. Swearing to God — Frankie Valli.
Faco hljómdeild
Laugavegi 89
sími 13008
SENDUM i POSTKRÖFU
Faco hljómdeild
Hafnarstræti 17
sími 13303.