Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. október 1975
TÍMINN
13
Halla Aradóttir viö sjónvarpsskerminn, en á honum birtast upp-
lýsingar um þaö, hvort einhver sæti séu laus i þeirri ferö, sem spurt er
um.
Ekki ráð, nema i tima sé
tekið...
— Hvemigmásegja aöstarfsemi
skrifstofunnar sé háttaö i aöalat-
riöum ?
— Ef viö byrjum á haustinu þá er
á þvi timabili lögö aðaláherzla á
þær ferðir, sem farnar verða á
komandi sumri. 1 þvi sambandi
er haft samband viö flestar feröa-
skrifstofur, og þær fengnar til að
taka Islandsferðir inn i sina
bæklinga auk ferða Flugleiöa til
Bandarikjanna og Bahama. Þá er
um haustið undirbúin auglýsinga-
starfsemi, sem er alls ekki svo
litil, til dæmis nam auglýsinga-
kostnaöur um 10 þúsund pundum
á sföastliðnu ári, og er þar
Arni Hermannsson les blööin
af kappi.
einungis um beinan kostnaö að
ræöa — óbeinn kostnaður er
vafalaust eitthvað svipaður.
Auglýsingastarfsemin hefst svo i
desember eða janúar, en þá fara
lika öll hjól I gang. Sölufólk okkar
heimsækir ferðaskrifstofur,
fundir eru haldnir með forstjór-
um og starfsfólki skrifstofanna
hérna i kjallaranum hjá okkur,
einu sinni I viku er almenningi
gert kleift að koma hingað og
fræöast um land og þjóð. Þá er á
þessum tima einnig mest ásóknin
i þær kvikmyndir, sem við höfum
til umráða, og að lokum eru fyrir-
lestrar, sem haldnir eru hjá hin-
um ýmsu félögum og h'ópum, sem
hafa hug á að sækja tsland heim.
Sem dæmi um mátt
auglýsinganna get ég sagt þér, aö
~ við höfum fengið hátt á annað
hundrað fyrirspurnir um tsland á
einum degi, þegar
auglýsingarnar hafa verið i
gangi i blöðunum — en annars er
það þetta 600-700 fyrirspurnir á
viku.
— Þess má einnig geta, að
kjallarinn sem ég minntist á áöan
er okkur mikið þarfaþing. Aður
stóðu málin þannig, að ef við
ætluöum að hafa einhvers konar
kynningar á landinu, eða fundi
með einhverjum aðilum, urðum
við alltaf að leita út i bæ eftir hús-
næði, og þar með misstum við af
hinu persónulega sambandi, sem
óneitanlega fæst hér. Hinsvegar
var strax um og eftir þorska-
striðið nokkurt vandamál,
hvernig brugðizt skyldi við þvi, en
hér í London leystum við það á
þann hátt, að hengja upp á
veggina skopmyndir úr þorska-
Striðinu, sem birtust i brezkum
— blöðum á sinum tima.
Sturla Pétursson
Vantar að koma hinum
erlenda ferðamanni i
nánari snertingu við
þjóðina sjálfa.
— Að lokum Jóhann, hvað er það
sem þér finnst einna mest skorta i
sambandi við móttökur á erlend-
um ferðamönnum á Islandi?
— Hvað varðar þá ferðamenn,
sem koma til Islands yfir há-
sumarið, skortir litið á að þeim sé
veitt fullnægjandi þjónusta — þeir
kynnast landi og þjóö ágætlega.
En þeim ferðamönnum, sem
koma utan aðalferðamannatima-
bilsins, er alls ekki sinnt nægjan-
lega vel. Starfsemi eins og „Light
Nights” er ágæt, en mætti ná yfir
mun lengri tima. Það er nefnilega
mála sannast, að erlendur ferða-
maöur sem kemur t.d. til tslands I
nóvember, kynnist landi og þjóð
litið sem ekkert, þótt hann hafi
fullan hug á þvi.
Asmundur Guöjónsson kemur til að Hta á blööin aö heiman.
Grétar Guðmundsson:
Með nýju
bókunarkerfi
er útilokað
að nokkur
mistök eigi
sér stað
Grétar Guömundsson.
Grétar hefur yfirum-
sjón með farmiðaaf-
greiðslu Flugleiða i
London, og nú fyrir
skömmu var tekið i
notkun tölvukerfi hjá
fyrirtækinu. Við báðum
Grétar að lýsa þvi,
hvernig það starfaði.
— Þetta er svokallað
Gabriel-kerfi, og aðalheilinn er i
Atlanta I Bandarikjunum. Með
hjálp kerfisins er okkur nú unnt
að sjá á augabragði, hvort um er
að ræða laust sæti fyrir viökom-
andi. Aður gat það alltaf komið
fyrir, að starfsmaður bókaöi far-
þega I vél sem var yfirfull, en
þessi tækjasamstæða segir okkur
þrennt, I fyrsta lagi hvort um er
að ræða laust sæti, I öðru lagi
hvort vélin er þegar full, og I
þriðja lagi hvort vélin er full og
biðlisti svo langur, að ekki þýði að
setja meira á hann. Til aö útiloka
enn frekari vitleysur, tekur tölv-
an ekki heldur við yfirbókunum.
— Hefur þetta ekki auðveldaö
ykkur mjög starfsemina?
— Jú. Það er vist óhætt að full-
yrða það, en það er ekkifyrstog
fremst við, sem njótum góðs af.
Miklu máli skiptir, aö farþeginn
geti verið öruggur um aö sæti
hans sé I raun og veru tryggt. Við
fengum samstæðuna um miðjan
ágúst, þannig að starfsfólkið er
enn að venjast nýjunginni, en þaö
breytir þvi ekki, að öll erum við
jafn hrifin af henni.
— En nú hafið þið einnig telex
hér.
— Já, það gegnir aftur þvi hlut-
verki að taka til dæmis við allri
almennri umferö, svo sem mið-
um, sem afgreiddir eru heima,
fyrirspurnum um hótel og fleira.
AAyndir og texti: Ask