Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 5. október 1975
LÖGREGLUHA TARINN
33 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal
^ . ' ■■ ■■■■■■ é
framkvæmdir að þær léttu sálarlíf manna.
Hann var lögreglumaður. Þar af leiddi að allar slíkar
persónur úr sjónvarpi og kvikmyndum loddu við atvinnu
hans. Þröngsýnn borgari lætur blekkjast af snilli leyni-
lögreglumannsins. Carella velti því fyrir sér hversu
margir sjónvarpsrithöf undar væru liggjandi í myrku og
köldu húsasundi þetta kvöld. Skyldu þeir bíða eftir
tveimur þorpurum, sem réðust á varnarlausa menn?
Það versta við heyrnardaufa manninn var að hann lífg-
aði upp allar gervipersónur sjónvarps og kvikmynda.
Þegar sá heyrnardauf i birtist á vígvellinum virtust allir
lögreglumenn sveitarinnar hálfvitar og klaufskir aula
bárðar. Glæpamaðurinn varð hetjan.
Ef maður gat valdið slíkri upplausn með fáeinum sim-
tölum og bréfum, hvað mundi þá gerast ef.....
Carella stifnaði allur.
Bert Kling, leynilögreglumaður, var settur til að
fylgjast með ferðum Anthony La Bresca. Kling hafði
aldrei séð La Bresca fyrr. Brown var búinn að hringja á
stöðina og tilkynna flokksforingjanum að La Bresca
hefði játað aðild í væntanlegum glæp. Þetta var næg
ástæða til að fylgjast með ferðum hans. Kling varð að
yfirgefa hlýja íbúð Cindy og aka til Riverhead. Hann
beið andspænis húsi La Bresca og vonaðist til að geta
klófest bráðina um leið og hún yfirgæfi húsið og færi til
fundar við Dominick. Brown hafði tilkynnt flokks-
foringjanum að þeir La Bresca og Dominick ætluðu að
hittast klukkan tíu þetta kvöld. Nú var klukkan sjö
minútur yf ir níu. Kling taldist svo til að hann hefði mætt
nógu snemma til að frjósa fastur.
La Bresca kom gangandi niður bílaútkeyrslu hússins
tíu mínútur í tíu. Kling hörfaði inn í skuggann bak við
kyrrstæða bifreið. La Bresca gekk í austurátt. Hann var
auðsjáanlega bifreiðarlaus — og Kling bölvaði óheppni
sinni. Hann hleypti La Bresca fram fyrir^ig um tutfugu
metra áður en hann hóf eftirförina. Kaldur vindurinn
stóð í fang hans. Kling neyddist til áð beina andlitinu í
vindinn til að missa ekki sjónir á La Bresca. Og hann
bölvaði því órttlæti veðráttunnar, að angra þá menn
sem urðu að vinna störf sín utandyra. Ekki svo að
skil ja að hann ynni alltaf úti. Oft sat hann við skrif borð
sitt og vélritaði skýrslur í þríriti. Þess á milli hafði hann
samband við fórnarlömb og vitni. En hann gat með réttu
sagt, að mest vann hann úti við, þvældist fram og aftur
um borgina, spurði spurninga, safnaði upplýsingum.
Þetta var sá alversti kuldavetur sem hann hafði nokkru
sinni upplifað. Vonandi ferð þú á einhvern hlýjan og
notalegan stað, hugsaði hann með sér. Kæri La Bresca,
vonandi átt þú stef numót við þennan vin þinn í tyrknesku
gufubaði eða öðrum ámóta stað.
Framundan var La Bresca. Hann gekk upp í átt að
stöðvarpalli við járnbrautarstöðina. Hann gaut augunum
að Kling, en aðeins sem snöggvast. Kling beygði höf uðið
í snarhasti og jók svo gönguhraðann. Hann vildi ekki að
La Bresca væri horfinn inn í einhverja lestina og
stunginn af er hann kæmi upp á pallinn.
En hann hefði getað sparað sér þær áhyggjur. La
Bresca beið hans við miðasöluna.
— Ert þú að elta mig, spurði hann.
— Hvað þá, sagði Kling.
— Ég sagði ERT ÞÚ AÐ ELTA MIG, spurði La Bresca.
Á þessari stundu átti Kling sárafárra kosta völ. Hann
gat til dæmissagt: — Ert þú eitthvað verri? Því skyldi ég
vera að elta þig? Þykist þú vera svona eftirsóknar-
verður? Hann gat líka sagt: — Já, ég er að elta þig. Ég er
lögreglumaður. Hér eru einkennismerkið og nafnskír-
tejnið... Þessir voru kostir hans. En hvorn kostinn sem
hann veldi þá var úti um að hanngætielt hann lengra.
— Ert þú að snapa þér kjaftshögg, sagði Kling.
— Ha, sagði La Bresca, skelkaður.
— Ert þú með lausa skrúfu, eða hvað? Raunar hafði
hann alls ekki sagt þetta, en La Bresca veitti því enga
athygli. Hann starði á Kling í einlægri undrun. Svo
reyndi hann að muldra eitthvað. En Kling þaggaði það
niður með meinillu augnaráði og illskulegum svip. Sjálf-
ur muldraði hann eitthvað og gekk í átt að brautarpallin-
um, þar sem lestir til úthverfanna höfðu viðkomu. Fátt
fólk var á stöðinni og napur vindur næddi um hráslaga-
legt umhverf ið. Kling beið þess að La Bresca fæki lestina
niður í miðbæinn. Þess var ekki langt að bíða. Þrem
mínútum síðar rennti lest La Bresca að brautarpallinum
og hann gekk inn í hana. Lestin skrölti út i myrkrið. Kling
gekk aftur niður og leitaði að símasjálfsala. Það var
Willis, sem svaraði í símanum.
— Þetta er bert. La Bresca varð var við mig fáeinum
húsaröðum frá heimili sínu. Sendu einhvern annan á
eftir honum.
— Hvað ert þú búinn að vera lengi lögregluþjónn, spurði
Willis.
— Þetta getur hent alla, svaraði Kling... — Hvar sagði
SUNNUDAGUR
5.október
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Konsert
nr. 4 i f-moll eftir Vivaldi. I
Musici leika. b. Messa i C-
dúr op. 86 eftir Beethoven.
Gundula Janowitz, Julia
Hamari, Horst R. Lauben-
tal, ErnstGerold Schramm,
Bach-kórinn og Bach-
hljómsveitin i Munchen
flytja, Karl Richter stj. c.
Konsert fyrir flautu, hörpu
og hljómsvejt i C-dúr (K299)
eftir Mozart. Nicanor Zaba-
leta, Karlheinz Zöller og
Filharmóniúsveit Berlinar
Ernst Marzendorfer stjóm-
ar.
11.00 Messa i Dómkirkjunni
Prestur: Séra Þórir
Stephensen. Organleikari:
Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 t fylgd með fullorðnum
Rósberg G. Snædal rit-
höfundur spjallar við
hlustendur.
13.40 Harmonikulög Francone
leikur.
14.00 Staldrað við á Vopnafirði
— fyrsti þáttur. Jónas
Jónasson litast um og
spjallar við fólk.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
Berlfnarútvarpinu.
Flytjendur: Katherine
Ardo, Janis Marshelle Coff-
mann og Sinfóniuhljómsveit
Berlinarútvarpsins. Stjórn-
andi: Ken-ichiro Kobyashi.
a. „Vald örlaganna”,
forleikur eftir Verdi. b. Aria
Leónóru úr sömu óperu. c.
Aria Ameliu úr „Grimu-
dansleik” eftir Verdi. d.
Aria Elisabetar úr
„Tannhauser” eftir Wagn-
er. e. Trompetkonsert í Es-
dúr eftir Hummel. f.
Sinfónia nr. 4 id-moll op. 120
eftir Schumann.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum.
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Barnatimi Gunnar
Valdimarsson stjórnar.
Meistari Þórbergur. Sam-
felld dagskrá úr verkum
Þórbergs Þórðarsonar.
Fluttir verða kaflar úr
„Rökkuróperunni”, „Sálm-
inum um blómið” og Þór-
bergur syngur eitt litið ljóð.
Lesarar: Gurðún Birna
Hannesdóttir og Knútur R.
Magnússon.
18.00 Stundarkorn með bassa-
söngvaranum Josef
Greindl. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Úr handraöanumSverrir
Kjartansson annast þáttinn.
20.00 „ólafur liljurós”,
balletttónlist eftir Jórunni
Viðar Sinfóniuhljómsveit
íslands leikur, Páll P. Páls-
son stjórnar.
20.25 Skáld við ritstjórn. Þætt-
ir um blaðamennsku Einars
Hjörleifssonar, Gests Páls-
sonar og Jóns Ólafssonar i
Winnipeg. — Þriöji þáttur.
Sveinn Skorri Höskuldsson
tók saman. Lesarar með
honum: Óskar Halldórsson
og Þorleifur Hauksson.
21.10 Landsleikur i handknatt-
leik: island—Pólland. Sið-
ari leikur. Jón Ásgeirsson
lýsir i Laugardalshöll.
21.45 „Karnival i Paris”,
hljómsveitarverk op.9eftir
Johan Svensen
Filharmoniusveitin i Osló
leikur, Oivin Fjeldstad
stjórnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Astvaldsson dans-
kennari velur og kynnir lög-
in.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.