Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 40
SÍMI 12234
‘HERRA
rGARÐURINN
A1D ALSTftfETI 9
SIS-FOMJU
SUNDAHÖFN
GHÐI
fyrir tjúúun mai
KJÖTÍÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
AAARGIR VITA EKKI UM
RÉTT SINN GAGNVART
TRYGGINGASTOFNUNINNI
— oft fyrnist bótarétturinn vegna vanþekkingar fólks
BH-Reykjavlk — Tryggingaráö
vill vekja 'athygli aimennings á
þvi að kynna sér rækilega rétt
sinn gagnvart tryggingastofnun
rikisins. t þvi skyni hefur stofnun-
in gefiö út nokkra bæklinga fyrir
almenning, og liggja þeir frammi
hjá Tryggingastofnuninni og um-
boösinönnum hennar.
Þóra Þorleifsdóttir, sem sæti á i
tryggingaráöi, sagöi I viötali við
Timann, aö i æriö mörgum tilfell-
um vissi fólk I rauninni ósköp litið
um rétt sinn gagnvart Trygginga-
stofnuninni.
— Það kemur iðulega fyrir,
sagði Þóra Þorleifsdóttir, að fólk
gerirsér ekki grein fyrir rétti sin-
um fyrr en löngu eftir að hann
skapast, og það kemur þó nokkuð
oft fyrir, að hann fyrnist, og er
þar með úr sögunni.
Sem dæmi um þetta eru karl-
menn, sem missa konu sina og
halda heimili meö börnum sinum,
en þeir eru oft á tiðum ekki nógu
vakandi gagnvart feðralaunum.
Okkur langar til þess að fræðast
um tryggingaráð, og við spyrjum
Þóru, hvert verksvið þess sé.
— Eins og segir i lögum skal
tryggingaráð hafa eftirlit með
fjárhag, rekstri og starfsemi
Tryggingastofnunar rikisins og
gæta þess, að hún starfi i sam-
ræmi við lög og reglugerðir á
hverjum tlma. Agreiningur um
bætur er lagður fyrir fundi trygg-
ingaráðs, sem leggur úrskurð á
málið.
— Eru fundir tiöir i trygginga-
ráði?
— Fundir eru haldnir hálfs-
mánaðarlega, og sitja þá, auk
tryggingaráðsmanna, forstjóri
Tryggingastofnunarinnar,
tryggingayfirlæknir, skrifstofu-
stjóri Tryggingastofnunarinnar,
tryggingafræðingur Trygginga-
stofnunarinnar og deildarstjórar
þeirra deilda, sem leggja þarf
málin fyrir.
— Koma ekki mörg mál til
kasta tryggingaráðs?
— Jú, fjölmörg mál eru jafnan
lögð fyrir hvern fund, og má til
dæmis nefna alls konar umsóknir
um styrki til fatlaðra, sem þarfn-
ast hjálpartækja. Hjólastólar,
gervilimir og þess háttar er að
sjálfsögðu afgreitt án umræðna,
en hins vegar berast fjölmargar
umsóknir um styrki vegna smá-
vægilegra tækja, sem alltaf fjölg-
ar á markaðnum, og margir eiga
að geta veitt sér án þess að fá til
þess styrk, og er það þá mats-
atriði, hvort og hversu mikiö skal
greiða I styrk. Það er sorglegt að
sjá umsóknir frá efnuðu fólki,
sem getur veitt sér hvað sem er,
og þó aö lögin nái jafnt yfir alla,
eru svo margir hjálparþurfi, aö
það er nauðsynlegt að gera
mannamun i þessum efnum.
— Hvaö viltu segja okkur um
lánaaðstoð á vegum trygginga-
ráðs, Þóra?
— Fram til þessa hefur barn-
mörgum fjölskyldum verið veitt
lán frá Tryggingastofnun rikisins
til þess að fullgera ibúöir sinar,
og þá gengu fjölskyldubæturnar
upp I afborgarnir þessara lána,
en nú hafa fjölskyldubæturnar
tekið á sig aðra mynd, og þvi eru
þessi lán úr sögunni.
— En hvað um stuöning við
öryrkja?
— Það kemur til kasta
tryggingaráðs að kveða á um lán
til öryrkja vegna bifreiðakaupa,
og einnig um aöstoð við þá vegna
breytinga á bifreiðum, sem er
mikið um, þar sem tækjabúnað og
öryggiskerfi þarf að miða við sér-
þarfir viðkomandi öryrkja.
— Og að lokum, lifeyrisgreiðsl-
ur?
— Já, við höfum meö höndum
fjölmörg mál varðandi lifeyris-
greiðslur, og eru þær I sambandi
við barnalifeyri og mæðra- og
feðralaun. Og þá erum við aftur
komin að þvi, sem við ræddum
um I upphafi þessa máls, þ.e.a.s.
bæklingana, sem Trygginga-
stofnunin hefur gefið út til þess að
vekja athygli almennings á rétti
fólks gagnvart Tryggingastofn-
uninni.
— Hverjir eiga sæti i
tryggingaráði?
— Tryggingaráð er kosið af
Alþingi, og það skipa:
Gunnar Möller, Ragnhildur
Helgadóttir, Geir Gunnarsson,
Ingi Tryggvason og Þóra Þor-
leifsdóttir. Gunnar Möller er for-
maður tryggingaráðs.
Bæklingar, sem
ieiðbeiningar.
Tryggingastotnun ríkisins hefur gefið út fólki tii
Lögreglufréttir:
Sporhundurinn
fann týndan
mann
BH—Reykjavík. — Mikil leit
var gerð á föstudaginn og að-
faranótt laugardagsina að
öldruðum manni, sem farið
hafði að heiman frá sér og
var saknað. Um sjöleytið á
föstudagskvöldið var lög-
reglunni i Reykjavik gert
viðvart um hvarf mannsins,
og var umsvifalaust hafizt
handa um leit, sem stóð fram
á nótt. Um tvöleytið fann
sporhundur Hjálparsveitar
skáta iHafnarfirði manninn,
þar sem hann hafði lagzt
fyrir, og bjargaði að likind-
um lifi hans, þvi að frost var
á.
Eins og sagt var frá i
Timanum i gær var föstu-
dagurinn mikill árekstra-
dagur og er það nokkurt
undrunarefni, þar eð
akstursskilyrði vocu góð.
Auk þess sem frá var sagt i
blaöinu i' gær, varð-litil telpa
fyrir bifreið á Holtavegi og
lærbrotnaði.
Óvenju mikillar ölvunar
við akstur gætti i fyrrinótt,
en þá voru 16 ökumenn tekn-
ir fyrir meinta ölvun. ölvun
var raunar mikil i fyrrinótt i
borginni og annir miklar hjá
lögreglunni af hennar völd-
um.
20-30% HUSA YNGRI EN 5
ÁRA Á SUMUM ÞÉTTBÝLIS-
STÖÐUM Á NORÐURLANDI
hlutfallstala gamalla húsa þó mjög hó sums staðar
4 einbýlis
VIÐ RANNSÖKN sem Fjórðungs
samband Norölendinga hefur
látiögera á aldrihúsa i Norölcn/.k
um kauptúnum og kaupstööum,
kemur fram, aö rúm 27%
húsanna eru eldri en fjörutlu og
fimm ára. Rúm 13% hafa aftur á
móti veriö byggö á árunum
1970-1974. Langmest var tekiö I
notkun af nýjum Ibúðum áriö 1972
og 1974 — alls 228 fyrrgreinda
áriö, en 244 hiö siðara. Á
viöreisnarárunum svonefndu
komst þessi tala allt niöur I 116
ibúðir áriö 1968.
Hvergi i kauptúnum Norður-
lands eru hlutfallslega jafnmörg
hús og á Hofsósi sem annað
tveggja eru svo til aldurs komin,
að ekki verður tilgreint nákvæm-
lega, hvenær þau voru byggö, eða
reist fyrir 1930. Nam þessi tala
tæpum 80% á viðmiðunarári
skýrslunnar, 1974.
Hliðstæöar tölur voru á
Hvammstanga 26,4%, Blönduósi
22,7% I Höfðakaupstaö 16,9%
(Varmahliö 2 hús án aldurs-
greiningar) Sauöárkróki 25,3%,
Siglufirði 45,3%, Grimsey 40%,
Ólafsfirði 30,3%, Dalvik 16,3%,
Hrísey 35%, Hauganesi 21%,
Hjalteyri 33,4%, Akureyri 25%,
Svalbarðseyri 41,7%, Grenivik
22,9%, Reykjahlið 10%, Húsavik
23%, Kópaskeri 8,3%, Raufarhöfn
24,7%, og Þórshöfn 16,1%.
Þessi skýrsla ber glöggt með
sér, hvar byggingar hafa verið
örastar siðustu ár. Má ráða það af
þvi, hversu hár hundraöshluti
allra húsa hefur verið tekin i
notkun á árunum 1970-1974.
Þessar tölur eru sem hér segir:
Hvammstangi 19,8%, Blönduós
29,3%, Höfðakaupstaður, 5,7%
Varmahlið 33,3%, Sauðárkrókur
16,1%, Hofsós 2,6%, Siglufjörður
2,4%, Grlmsey 10%, Ólafsfjöröur
13,2%, Dalvik 16,4%, Hrlsey 7,9%,
Hauganes 7,9%, Hjalteyri ekkert
hús byggt slöan 1960, Akureyri
12,7%, Svalbarðsyeri 16,7%
Grenivik 27%, Reykjahlið 30%,
Húsavik 17,3%, Kópasker 25%,
Raufarhöfn, 4,3%, Þórshöfn
12,7%.
Loks er svo tilgreint, hversu
mörg hús eru I smiðum I ár og
hversu margar lóöir hefur verið
sótt um framan af árinu. Þar
kemur fram, að á Laugarbakka I
Miðfirði er eitt einbýlishús, en
sótt hefur verið um lóðir undir tiu
einbýlishús, á Hvammstanga 14
einbýlishús I smiðum og 6 Ibúðir I
fjölbýlishúsum, loðaumsóknir tiu
einbýlishúsa og fjórar fjöl-
býlisibúðir, Blönduós 19
einbýlishús . I smiðum, lóðaum-
sóknir ekki tilgreindar, Höföa-
kaupstaður 17 einbýlishús i
smlöum, umsóknir 9 einbýlishús
og 4 raðhúsaibúðir, Varmahllö 6
einbýiishús I smiöum og um-
sóknir 2 einbýlishús, Sauöár-
krókur 23 einbýlishús, 14
raðhúsaibúðir og 14 fjölbýlishúsa-
Ibúðir í Smlöum, lóðaumsóknir 13
einbýlishús og 20 raðhúsaibúðir,
Hofsós 10 einbýlishús og 2
raðhúsaibúöir I smiöum og lóða-
umsóknir 8 einbýlishús, Siglu-
fjörður 5 einbýlishús og 2
raðhúsaibúðir I smiðum og
umsóknir 8 einbýlishús,
Ólafsfjörður 28 einbýlishús, 10
raðhúsaibúðir og 2 fjölbýlishúsa-
ibuðir I smíðum og umsóknir 7
einbýlishús og 6 raðhúsaibúðir,
Grimsey 4 einbýlishús I smiöum,
umsóknir 2 einbýlishús, Dalvik 12
einbýlishús og 26 raðhúsaibúöir I
smiðum og umsóknir 13 einbýlis-
hús og 5 raðhúsaibúðir, Arskógs-
sandur og Hauganes,
hús I smiðum og 2 raðhúsa-
umsóknir, Akureyri 111 einbýlis-
hús, 163 raðhúsaibúðir og 161
fjölbýlishúsaibúð I smlðum og
umsóknir 33 einbýlishús, 75
raðhúsalbúðir og 30 fjölbýlishúsa-
Ibúðir, Svalbarðseyri 2 einbýlis-
hús i smiðum og umsóknir 3
einbýlishús og 2 raðhúsaibúðir,
Grenivík 7 einbýlishús I smlöum
og umsóknir 5 einbýlishús,
Reykjahliö 2 einbýlishús og
umsóknir 5 einbýlishús, Húsavik
30 einbýlishús, 9 raðhúsalbúðir og
35 fjölbýlishúsaibúðir I smiðum
og umsóknir 12 einbýlishús,
Kópasker 3 einbýlishús I smiðum
og umsóknir 3 einbýlishús,
Raufarhöfn 12 einbýiishús i
smiðum og umsóknir 2 einbýlis-
hús og Þórshöfn 6 einbýlishús I
smíöum og lóðaumsóknir 3
einbýlishús og sex raðhúsaíbúðir.
Þessar tölur sýna að ákaflega
mikið af Ibúöarhúsnæði er I
smlðum allvlða, til dæmis á
Hvammstanga, Blönduósi, I
Höfðakaupstað, á Sauðárkróki,
Ólafsfirði, Dalvík og Húsavik, og
þær bera lika með sér, að nokkrir
staðir,þarsem mjög litið
var byggt um skeið, svo sem
Hofsós og Raufarhöfn hafa verið
að sækja sig. Loks má lesa út úr
þessum tölum öran vöxt staða
eins og Grenivikur og
Varmahliðar.
Ekkert lífsmark
á Hjalteyri
Skýrsla Fjórðungs-
sambands
Norðlendinga um aldur
ibúðarhúsnæðis og
nýbyggingar i lands-
fjórðungnum leiðir i
ljós, að á einum þétt-
býlisstað innan hans
hefur verið slikur dofi
og dauði, að þar hefur
ekkert hús verið reist
um eða upp undir tvo
áratugi. Þetta er Hjalt-
eyri i Arnarneshreppi.
Orsökin liggur i augum uppi:
Jafnskjótt og rekstri sildar-
verksmiðjunnar þar lauk, var
fótum kippt undan atvinnuvon-
um þar, og hefur ekki verið
ráðin þar á bót enn þann dag I
dag. Aðeins örfáir staðir á
landinu, þar sem þorp geta
heitiö, tóku ekki neinn fjörkipp á
vinstristjórnarárunum. Hjalt-
eyri er meðal þessára örfáu
staða, og hinn eini á öllu
Norðurlandi.