Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 5. október 1975
Heimilisfólkið á KaðalstöOum (1930) ab fara í útreiöartúr
Vinnumaður á Kaðalstöðum ú baki bola
Viö skulum lita til Borgar-
fjarðar að þessu sinni og athuga
fyrst mynd af Kaðalstöðum i
Stafholtstungum, liklega
tekna um eða skömmu eftir
aldamótin. Arið 1898 byggði
Ölafur Þorbjörnsson þetta stór,
bárujárnsklædda timburhús, er
stóð tii 1937 og þótti hið myndar-
legasta. Var eitt af fyrstu stóru
timburhúsum i sveitinni. —
önnur mynd sýnir Kaðalstaða-
fólk leggja af staö í útreiðartúr
sumarið 1930. Mér komu i hug
ljóðlfnur Ur Grettisljóðum:
„Einhver rumur riður þar,
rammlega vaxinn tilsýndar,
töskum girtan teymir mar”
o.s.frv. Það er orðin sjaldgæf
sjón að sjá töskum girtan mar.
Árið 1935 sjáið þið heyskapar-
liðiö á Kaðalstöðum. Sérstæð er
myndin af vinnumanninum þar
á baki bola, sem virðist hinn ró-
legasti. Þið hafið kannske séð
kvikmyndir af kUrekum i Ame-
riku, þarsem þeir’reyna að tolla
á baki ólms nautpenings? Jæja,
ég man vel eftir stóra gráa bola
heima á Hámundarstöðum.
Vinnumaður einn roskinn leiddi
hann um sveitina. Þegar boli
hafði lokið erindi sinu við kým-
ar, lagði vinnumaður upp taum-
inn og sté á bak bola, sem bara
labbaði heim og stanzaði við
fjósdymar.
Fyrir um það bil einni öld
komu öldruð hjón af bæ framar-
lega i dalnum, jafnan til kirkju
dfðandi á vel tömdum nautum.
Þau sátu á þófa. Höfðu menn
gaman af að horfa á reiðlagið!
Loks ber fyrir augu gamall
burstabær i Stafholtsveggjum
eins og hann leit Ut um 1936.
Borgfirðingar þekkja eflaust
fólkið á myndinni. Þessi bær er
nUhorfinn eins og flestir torfbæ-
ir. Ragnar Ólafsson deildar-
stjóri léði myndirnar.
f . " 1
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga n
Heyskaparfólk á Kabalstööum (1935)
Stafholtsveggir (1936). Björn ólafsson bóndi
KaOalstaöir (1898)