Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 37

Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 37
Sunnudagur 5. október 1975 TÍMINN 37 Ldtbragðsleikflokkur í Þjóðleikhúsinu d þriðjudagskvöld fjölda kvikmynda og sjónvarps- þátta. Flokkurinn kemur hingað frá DUBLIN, þar sem hann hefur sýnt á listahátið. FERMING Frikirkjan i Reykjavík sunnudaginn 5. okt. kl. 2 e.h. Prestur sr. Þorsteinn Björnsson StUlkur: Ama Dungal Höskuldsdóttir, íra- bakka 12 Björg Sigrún Baldvinsdóttir, Smálandavegi 11 Guðborg Hildur Kolbeins, Torfu- felli 46 Guðrún Reynisdóttir, Sogavegi 200 Petrina Reynisdóttir, Sogavegi 200 Sigriður Gislina Baldvinsdóttir, Smálandavegi 11 SjöfnSóley Kolbeins, Torfufelli 46 Drengir: Bjami Sigurðsson, Kársnesbraut 121, Kópavogi Eðvarð Gunnar Benediktsson, Grýtubakka 15 Grimur Þorkell Jónasson, Njarðargötu 31 Hörður Gunnar Ingólfsson, Alfta- mýri 16 Jóel Brynjólfsson, Jórufelli 4 Ölafur Hafsteinsson, Norðurfelli 9 Páll örn Benediktsson, Grýtu- bakka 12. Myndin er tekin i hinum nýju húsakynnum Tölvutækni. Timamynd GE. Breytingar d starf- semi Tölvutækni hf. BH-Reykjavik.— Tölvutækni hf., sem er til húsa að Laugavegi 168, hefur gert allmiklar breytingar á rekstri sinum og yfirtekið rekstur Burroughs-deildar H. Benedikts- sonar h.f. frá og með 1. október. Allt viðhald og viðgerðaþjónusta verður áfram i höndum Áka Jónssonar og Garðars Karlssonar. I raðir „Burroughsmanna” ganga tveir kerfisfræðingar, þeir Birgir Lorange og Finnbjörn Gislason. Með þessu fyrirkomulagi vonast Tölvutækni til þess að geta veitt viðskiptavinum sinum betri þjónustu og kynnt þeim fleiri nýjungar á þessu sviði. Er stefnt að þvi að opna á næsta ári tölvumiðstöð, og verður þar i notkun rafreiknirinn B1700'og annar minni rafreiknir, L9000. Forstjóri fyrirtækisins er Birgir Lorange, og mun hann einnig annast sölu á vélum. Finnbjörgn Gislason og Steve Rastriok munu sjá um forritun og vinnu við væntanlega tölvumið- stöð. M jólkursamsalan hefur notað B 1700 rafreikni undanfarin tvö ár.l þessum rafreikni hafa verið unnin verkefni af öllum hugsan- legum stærðum — þar eru t.d. framkvæmdir allir launaút- reikningar, viðskiptamanna- bókhald, rekstrarbókhald, uppgjör við bændur, margskonar sölureikningar og söluskýrslur. Auk verkefna fyrir Mjólkur- samsöluna er tölvan einnig notuð fyrir Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkurbúið i Búðardal, svo og fyrir ýmsa aðila innan Búnaðar- félags Islands. llinn heimsfrægi tékkneski lát- bragðsleikflokkur, DIVADLO NA ZABRADLÍ (leikhúsið á grind- verkinu), sem hingað kemur á vegum Þjóðleikhússins, heldur fyrstu sýningu sina á stóra svið- inu n.k. þriðjudagskvöld, en alls verða sýningar fimm: Þriðju- dags-, miðvikudags-, fimmtu- dags-, og föstudagskvöld, og síð- degissýning á laugardag. Flokkurinn býður upp á tvær mismunandi sýningar: LEIKI AN ORÐA og ÆFINGAR-UPP- GÖTVANIR. Báðar þessar sýn- ingar eru safn smærri atriða og þykja gefa góðan þverskurð af þvi, sem Fialka-flokkurinn hefur fengizt við undanfarin 17 ár. Þættirnir gefa hugmynd um alla þá möguleika, sem felast i lát- bragðslist nú á dögum, eins og hún hefur þróazt hjá flokknum. LEIKIR AN ORÐA hafa verið á verkefnaskrá flokksins siðan 1972 og hlotið afbragðsdóma hvar- vetna . ÆFING AR-UPP- GÖTVANIR voru frumsýndar ár- ið 1960, og þetta verk hefur flokkurinn siðan leikið yfir 800 sinnum i 38 löndum. 1 flokknum, sem hingað kemur, eru 12 manns, þar af 6 leikarar og dansarar. 1 hópi þeirra er stofnandi hópsins, höfundur verkahans,leikstjóri og aðalleikarinn: Ladislav Fialka. Ladislav Fialka hefur um 15 ára skeið farið i árlegar leikferðir með flokk sinn, sem þykir nú meðal framstu látbragðsleik- flokka heims. Flokkurinn hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenn- inguá leikferðum sinum erlendis. Hann hefur einnig tekið þátt i Læknir til Flateyrar Flateyri. K. Sn.: Læknaskortur hefur um nokkurt árabil verið Önfirðingum mikið áhyggju- efni. A vetrum hefur verið hér læknislaust en á sumrum hafa kandidatar gegnt störfum tima og tima. önfirðingar hafa þó verið það heppnir, að hafa hér tvær úr- valshjúkrunarkonur, Sigrúnu Gisladóttur á Flateyri og Sigur- veigu Georgsdóttur i Holti, en þær hafa starfað við heilsu- gæzlustöð önfirðinga á Flat- eyri. Sl. vetur gegndi auk þess Jens Guðmundsson héraðslækn- ir á Þingeyri störfum hér með mikium ágætum þrátt fyrir afar erfiðar samgöngur. I vor var svo til bráðabirgða i þrjá mánuði héraðslæknir, Kristbjörn Tryggvason, fyrrv. prófesor og söknuðu hans allir, er hann hætti. Nú hafa þau ánægjulegu tiðindi gerzt að Kristbjörn hyggst koma hingað til starfa um miðjan október og vera hér i vetur. Svo mikil sem ánægja fólks er að fá lækni er hún þó enn meiri að fá Krist- björn Tryggvason, sem ávann sér miklar vinsældir og virðingu Önfirðinga á sl. vori. i heilbrigðismálum Ön- firðinga er þó mörguáfátt, en unnið er að breytingum á ýms- um sviðum. Lions félagar i Önundarfirði og Slysavarna- deildin Sæljós hafa gefið heilsu- gæzlustöðinni dýrmætan búnað og fyrirhugaðar eru breytingar i læknamóttöku. Þá er unnið að byggingu nýs læknabústaðar, en það er á algeru byrjunarstigi. I þvi sambandi er fyrirhugað að núverandi læknisbústaður verði tekinn sem elliheimili með nauðsynlegri viðbyggingu. Núverandi læknisbústaður er efri hæð heilsugæzlustöðvar og yrði þannig heilsugæzlustöð og elliheimili i sama húsi. Samstarf við heilbrigðisyfir- völd hefur verið mjög gott og binda þvi Önfirðingar vonir við að vel gangi að koma þessum málum áfram. SAS EYKUR STARFSEMI SÍNA HÉR Svo sem fram hefir komið i frétt i Timanum mun SAS hefja flug hingað til lands með eigin flugvél- um á næsta ári og um leið verður starfsemin aukin og færð i það horf sem tiðjcast hjá SAS erlendis. Stofnuð verður sérstök stöðvar- deild hér á landi, sem ekki hefir verið fyrir hendi fram að þessu. Yfirmaður hinnar nýju stöðvar- deildar verður jafnframt æðsti yfirmaður SAS hér. Ekki hefir enn verið ráðinn maður til þessa starfa, en venju samkvæmt verð- ur það Norðurlandabúi. Eins og nú standa sakir myndar island ásamt Færeyjum og Grænlandi sérstakt markaðs- svæði hjá SAS, sem nefnt hefir verið ..Ditrikt Nord”. Yfirmaður starfseminnar i ,,Distrikt Nord” hefir að undanförnu verið Poul Heiberg-Christensen. SAS fyrirhugar að framkvæma skipulagsbreytingar á starfsemi sinni frá næstu áramótum og þá verður island sjálfstætt markaðs- svæði og ekki lengur hluti af hinu svokallaða ,,Distrikt Nord” eins og verið hefir. Poul Heiberg- Christensen verður áfram yfir- maður markaðsmálanna hjá SAS á Grænlandi og i Færeyjum. Birgir Þórhallsson, sem verið hefir söiustjóri SAS frá upphafi starfsemi félagsins hér á landi gegnir þvi starfi áfram. jafn- framt þvi sem honum er falið að annast samskipti SAS við yfirvöld hér á landi svo og tengslin við fjölmiðlana. Atriði i sýningu tékkneska látbragðsleikflokksins. SYNING PETURS FRIÐRIKS Ég er að eðlisfari pennalatur. Þó koma fyrir atvik, sem valda þvi að ég sting niður penna. Ég las grein i Dagblaðinu ,,Pétur og landið”, eftir ein- hvern Aðalstein Ingólfsson. Greinin var um sýningu Péturs Friðriks á Kjarvalsstöðum. Efni þeirrar löngu þvælu nenni ég ekki að rekja. Hún er ekki þess verð. Sný mér heldur að þvi sem máli skiptir. Á unglingsárum minum þótti listlabbakútum, uppsköfnum merkikertum, sjálfsagt að gera litið úr verkum Eyjólfs Eyfeiis. En það er min spá, að verk Eyjólfs verði langlifari með þjóð vorri en verk þeirra sem liti lsvirtu hann. Sams konar viðtökur fékk Sigvaldi Kalda- lóns hjá stertilýð tónmenntar- innar. Ég vil spyrja : Hver hefur gefið okkur stærri fjársjóð af yndisþokka og göfgi en Sig- valdi? Það var andstætt bar- smiðabröltinu — kennt við sögu — sem Rikisútvarpið trakteraði hlustendur á, á degi tónlistar- innar. Hver heilvita maður veit, að uppistaða tónlistar er: lag- lina, samhljómur og hrynjandi. Það örlaði ekki á sliku I sögu- skröltinu. Ekki skorti þó að skrifað væri upp á vixilinn. 1 dagskrárlok krýndi Jón Múli út- varpsþátttöku dagsins. Höskuldur Björnsson og Pétur Friðrik fengu hjá þeim ,,út- vöidu”, sams konar viðtökur og Eyjóifur. Sem betur fer eru þó alltaf nokkrir hundraðshlutar þjóðarinnar sem halda ■ heilbrigðri skynsemi, hvað sem liður hávaðá og moldviðris- áróðri fjölmiðlanna. Þess vegna hafa verk Péturs Friðriks orðið vinsæl og hann þroskast stöðugt svo sem allir aðrir sem vinna af heilum hug. Sýning Péturs er stór. Hann afkastar kynstrum. Þess vegna eru verkin töluvert misjöfn að gæðum, en þau beztu eru sannarlega i tölu þess bezta, sem hér hefur sést. Þar vil ég nefna nr. 24 Lönguhliðar, nr. 46 I Svinahrauni, nr. 81 Kvöld og nr. 87 Vetur. Satt er það, að Pétur hefur áþreifanlega orðið fyrir áhrif- um af Kjarval — en hverjir hafa ekki orðið fyrir ánrifum? Hitt ber að meta, að Pétur er margfalt þroskaðri málari en Kjarval. Hann hefur fullkominn skilning á litaperspektivi, en það skorti Kjarval. Segja má að Pétur sé nokkuð einhæfur, jafnt i efnisvali og vinnubrögðum. Sömuleiðis tel ég að verkefni hans gætu sómt sér jafn vel á smærri dúkum. Við búum i demókratisku þjóð- félagi, ekki I höllum barokkfurstanna. Stórar myndirhæfa ekki okkar stofum. Pétur er landslagsmálari, i öðrum greinum tekst honum siður. Kyrralifsmyndir hans eru losaralega byggðar og allt að þvf skræpóttar i lit og borðið hans Cézanne með böggluðu tuskunni hafa allt of margir fengizt við. Að lokum óska ég Pétri Frið- riki allra heilla. Asgeir Bjarnþórsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.