Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 5. október 1975 Hægt að afstýra þrumuveðri t Jarðeðlisfræðistofnuninni i sovétlýðveldinu Grúsiu hefur mönnum nú tekizt eftir langvar- andi rannsóknir að afstýra þrumuveðri. Visindamennirnir komust að þvi að skýin fara að senda frá sér rafbylgjur löngu áöur en þau verða að eiginleg- um þrumuskýjum. Hægt er að skrá þessa útgeislun með radar eða öðrum slíkum útbúnaði. ★ Þannig er með mikilli nákvæmni hægt að slá þvi föstu, hvar og hvenær þrumuveður muni skella á, ef þvi er leyft að hafa sinn gang án nokkurrar ihlutunar. En ef mönnum svo sýnist er lika hægt að strá efn- um i skýjamyndanirnar, sem þar með leysast upp eða rekur á brott án þess að þrumuveðrið skelli á þar sem það getur orðið til skaða. Óþarfi er að rekja hvaða þýðingu þelta hefur fyrir samgöngur bæði á sjó og i lofti. Áður höfðu sovézkir visinda- menn fundið upp efnafræðilegar aðferðir til þess að koma i veg fyrir haglél — og hefur mikilli uppskeru verið bjargað með þeim aðferðum. Reynsla Sovét- manna i þessum efnum er nú hagnýtt viða um lönd. ★ Frúin hefur spásagnargófu Við sjáum hér Anthony Quinn ásamt konu sinni, Iolanda Andoari, em er itölsk og þrem sonum þeirra hjóna. Quinn seg- ir, að kona sin Iolanda, sé bezti ráðgjafi sinn i sambandi við það hvort hann taki að sér að leika þetta eða hitt hlutverkið. Anthony segir, að kona sin hafi ótviræða spásagnargáfu og viti hún alltaf fyrirfram hvernig kvikmyndir, sem hann leikur i, muni takast. Iðulega hefur hún varað hann við að taka hlut- verkum, sem honum hafa boðizt og hann segist fara eftir þvi, — ekki sizt siðan ég ætlaði einu sinni að fara að treysta á eigin dómgreind, segir hann, — og skeytti engu um aðvaranir eiginkonunnar, en sú kvikmynd misheppnaðist algjörlega og varð mikið tap á henni. — Ég treysti þá ekki á þessa yfir- náttúrulegu hæfileika Iolanda, en það kemur ekki fyrir mig aft- ur, sagði hinn frægi leikari. h I \ Sumarleyfi á sveitabæ Aldrei hafa jafnmargir Þjóðverjar tekið sér sumar- leyfi og i sumar. Þeir sem i sumarleyfi fóru, eru taldir hafa verið tuttugu og sex milljónir talsins, og er það þremur milljónum fleiri en á siðasta ári. En fólk lagði nú meira upp úr þvi en áður að reyna að spara i sumarleyfinu, að þvi er sagt er, og þrátt fyrir sihækkandi verðlag tókst fólki að halda i horfinu og eyða ekki meira i ár en á siðasta ári i sumarleyfi sitt. Um það bil helmingur þeirra, sem i sumarleyfi fóru, eyddu þvi i Þýzkalandi sjálfu, og er það meira en verið hefur. Samtals 24 þúsund bóndabæir taka á móti sumardvalargest- um sem greiða fyrir dvöl sina hjá bændafjölskyldum, og i Ijós hefur komið, að mun meiri að- stókn var I sumar að sveita- bæjardvölinni heldur en nokkru sinni fyrr. Borgarbúar hafa mjög gaman af dvöl sinni á þýzku sveitabæjunum, en þar gefst þeim tækifæri tií þess að bregða sér á hestbák, borða góðan mat og njóta útiverunnar til hins itrasta, - auk þess sem margir hafa gaman af þvi að létta undir með sveitafólkinu við vinnu þess. Borgarbörnin hafa ekki hvað sizt gaman af þessari sveitadvöl. Upplýsinga- skrifstofa landbúnaðarins hér á landi auglýsti á siðasta vori eftir rými á sveitabæjum, þar em borgarbúar gætu dvalizt. Þvi miður varð ekkert úr þess- ari starfsemi, en án efa hefðu is lenzkir borgarbúar ekki siður haft ánægju af sveitadvölinni heldur en þeir þýzku, og þá hefðum við ef til vill getað birt álika mynd og þessa af islenzk- um börnum i sveit. DENNI DÆAAALAUSI Mér þótti þær góðar, þangað til þú sagðir mér, hvað þú notar I þær. Súrmjólkurpönnukökur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.