Tíminn - 05.10.1975, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 5. októbcr 1975
Veizlusalir
Hótel Loftleiöa
standa öllum opnir
HÓTEL LOFTLEIÐIR
PHILIPS
30% meiraQós
á vinnuflötinn
sami
orkukostnaóur
PhilipsArgenta’
SuperLux
keiluperan með
óviójafnanlega birtuglugganum
Dieselrafstöð
til leigu
Höfum til leigu mjög vel búna
dieselrafstöð, 37 kwa, 380/220 V
ORKA H.F.
Laugavegi178.
Sími 3-8000.
Fiat 126 — Ódýrir
snjóhjólbarðar
Við bjóðum ódýra snjóhjólbarða ó
Fiat 126. Stærð 125—12 Kr. 4.794
með söluskatti
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
HÖFÐATÚNI 8
SÍMAR 16740 OG 38900 ,
Jóhann Gubmundsson — aö baki hans eru myndir úr þorskastriöinu.
Ég geri mér góðar vonir
um að okkur takist að
auka enn ferðamanna
strauminn frá Bretlandi
til íslands, en hann jókst
um 48 prósent í júli
Eins og kunnugt er af fréttum,
hefur brezkum feröamönnum til
islands fækkaö mjög á undan-
förnum árum, en dýrtiö á islandi
og þorskastriöiö hiö siöara gerði
þaö aö verkum, aö fjöldinn komst
niöur i hálft fimmta þúsund úr
rúmum sjöþúsundum. Ilins veg-
ar viröist nokkur fjörkippur vera
kominn i ferðalög brezkra til is-
lands, eins og raun ber vitni.
TÍMINN ræddi þetta og ýmis
fleiri atriöi viö Jóhann nú ekki
alls fyrir löngu, en þess má geta,
aö skrifstofa Flugleiöa er i mjög
vistlegu húsnæöi i 73
GROSVENOR STREET —
staöurinn er í hjarta borgarinnar
og mjög auövelt fyrir landann að
rata þangað, cnda mun þaö ó-
spart notaö. Starfsfólk Flugleiöa
viö skrifstofuna I London er að
jafnaði um 15 manns, en minni-
hluti þess hóps eru tslendingar.
Viö spuröum Jóhann I upphafi,
hvaö hafi valdiö þeirri aukningu,
sem oröiö hefur á feröamanna-
straumnum.
Verðlag i Bretlandi
stöðugt að nálgast hið ís-
lenzka
— Þaö er i rauninni margt sem
leiöir til bess að Bretar sækja
sífellt meir til íslands en til
dæmis i fyrra. Ein ástæðan er sú
aö verðlag i Bretlandi hefur
hækkað mjög mikið á undanförn-
um árum — til dæmis hefur raf-
magn og gas hækkað hvorki
meira né minna en um 30-40% á
siðastliðnu ári, og verðbólgan er
um 30%. Okkur íslendingum
blöskrar þetta ekki, en Bretum,
sem áður héldu að þjóðfélagið
væri að hrynja i rústir ef
verðbólga var á milli 3-4% þykir
nóg um. Þessar verðhækkanir
gera það að verkum — eins og
áður kom fram — að verðlagið á
Islandi er Bretum ekki eins mikill
þyrnir í augum og áður. Þá hefur
brezkur almenningur mikið til
gleymt þorskastriðinu, sem setti
óneitanlega mikið strik i
reikninginn hjá okkur. Hins veg-
ar hef ég ekki þá trú að sama
staðan komi upp aftur við út-
færsluna nú i haust, þvi að brezkir
sjómenn hafa hug á hinu sama.
Londonarskrifstofan
hefur lagt mikla áherzlu
á að kynna ísland sem
ráðstefnuland
Hvað varðar starfsemi Flug-
leiða, þá höfum við lagt mjög
mikla áherzlu á að kynna tsland
sem ráðstefnuland, eða ,,Mid
Atlantic Meeting Place” eins og
við nefnum það á ensku. Með
þessu vinnum við tvennt, annars
vegar er auðvitað um aukinn
ferðamannastraum að ræða, og
hins vegar gerir þetta okkur kleift
aö lengja ferðamannatimabilið
um 2-4 mánuði, sem er ekki
svo litilvægt, þegar það er haft i
huga að það nær einungis yfir
blásumarið. Okkur hefur lika
orðið sæmilega ágengt, t.d. fóru
til tslands tvö hundruð læknar i
vor — og það skemmtilega við
þann hóp er að margir læknanna
hafa þegar skipulagt ferðir til Is-
lands aftur næsta sumar og þá
með fjölskyldur sinar. Þannig fá-
um við viðkomandi fólk ekki
einungis sem ráðstefnuaðila held-
ur einnig siðar sem almenna
ferðamenn. Einnig fer hópur á
okkar vegum til tslands til að
keppa i Mattador. Það eru um 24
keppendur, en með i förinni eru
lika 60 blaða- og sjónvarpsmenn,
svo að þar ætti ísland að fá mikla
og góða auglýsingu. Ég held að
okkur sé sem sagt að takast þetta,
enda hefur tsland uppá margt að
bjóða sem ráðstefnuland. Og
þegar það hefur tekizt, þá getum
við farið að slappa örlitið af, þvi
að þegar starfsemi sem þessi er
komin i gang, þá er þetta eins og
snjóbolti, sem stöðugt hleður utan
á sig.
TÍAAINN ræðir við Jóhann
Sigurðsson, framkvæmdastjóra
Flugleiða í London
Cr afgreiðslunni.
■