Tíminn - 12.10.1975, Page 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 12. október 1975
AAunið okkar
vinsæla „kalda borð"
Leigjum út sali fyrir
fjölmenna og fámenna
mannfagnaði
KAFFITERIAN
GLÆSIBÆ
HÓTEL
AKRANES
SIMI
85660
SÍMI
93-2020
Húsgagnaverzlun í
Austurbænum
óskar eftir starfsfólki til afgreiðslustarfa.
A. Heils dags starf.
B. Hálfs dags starf, (eftir hádegi).
Skriflegar umsóknir með upplýsingum
um aldur, menntun, og fyrri störf sendist
blaðinu fyrir 17. þ.m. merkt: Sölu-
mennska 1872.
NÁMSKEIÐ.
Fræðslustarf Stjórnunarfélags íslands 1975 til
1976 er hafið.
Eftirtalin námskeið verða haldin i vetur:
Stjórnunarsvið: Stjórnun I: 20. til 22. okt., Stjórnun II: 26. til 30.
apr. Stjórnun II: 3. til 6. mai, Stjórnunarleikur:5.til6.mars,
Stefnumótun fyrirtækja: dags. óákv. Leap-námskeið: dags.
óákv.
FjármálasviðiFrumatriði rekstrarhagfræði: 13. til 17. okt. og 9.
til 13. febr. Fjármál I: 3. til 10. nóv. og 23. febr. til 1. mars, Fjár-
mál II: 29. mars til 5. mai.
Bóklialdssvið: Bókfærsla I: 19. til 22. jan. Bókfærsla II: 16. til
19. febr. Frumatriði rekstrarhagfræði: 13. til 17. okt. og 9. til 13.
febr., Rekstrarbókhald: 6. til 9. apr.
Framleiðslusvið: Vinnurannsóknir og launakerfi: 27. til 29. okt.,
Framleiðslustýring og verksmiðjuskipulagning: 11. til 13. nóv.
Birgðastýring: 4. til 5. des. Gæðastýring: 20. til 21. nóv. CPM-
áætlanir: 14. til 18. nóv. Linuleg bestun (Linear programming)
15. til 19. mars
Sölusvið: Sala: 22. til 26. mars. Útflutningsverslun: 8.til 9. des.
Skrifstofustjórnun: Skrifstofutækni: 24. til 26. nóv. Eyðublaða-
tækni: 26. til 30. jan.
Þjóðmálasvið: Um þjóðarbúskapinn: 8. til 12. mars.
Önnur.námskeið: Simanámskeiö 23. til 25. okt. Fundatækni: 28.
til 29. nóv. Ensk viðskiptabréf: 2. til 4. febr.
Biðjið um ókeypis upplýsingabækling. Allar
nánari upplýsingar i sima 82930.
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Haust '75 á Akureyri
— Myndlistarmenn d Akureyri bjóða til samsýningar
— Vilja koma upp sýningaraðstöðu fyrir myndlist fyrir norðan
Myndlistarmenn á
Akureyri hafa nú beitt
sér fyrir samsýningu
fyrir norðan og buðu
nokkrum kunnum
myndlistarmönnum frá
Reykjavik þátttöku i
Eins og undanfarin 9 ár, gengst
Hjálparsveit skáta i Reykjavik
fyrir námskeiði i meðferð átta-
vita og landabréfa fyrir rjúpna-
skyttur og ferðamenn. Á nám-
skeiðum þessum verða einnig
véittar upplýsingar um ferðafatn-
að og ferðabúnað almennt.
Ætlunin er að halda 2 námskeið,
ef næg þátttaka fæst. Hið fyrra
verður 15.-16. október n.k. en hið
siðara 22.-23. október.
Hvort námskeið er 2 kvöld.
Fyrra kvöldið er meðferð áttavita
og landabréfa kennd og notkunin
æfð innandyra. Siðara kvöldið er
veitt tilsögn i ferðabúnaði og sið-
an farið i stutta verklega æfingu
rétt út fyrir bæinn. Þátttakendum
verður ekið til og frá æfingasvæð-
inu i bifreiðum H.S.S.R. Nám-
skeiðin verða haldin i kennslusal
Rauða kross Islands, Nóatúni 21,
og hefjast kl. 20,00 bæði kvöldin.
Þátttökugjald er kr. 500,00. Nán-
ari upplýsingar er hægt að fá I
Skátabúðinni við Snorrabraut,
simi 12045. Þar liggur einnig
frammi þátttökulisti fyrir þá,
sem ætla að taka þátt i námskeið-
inu.
Enda þótt þessi námskeið séu
sýningunni. í frétta-
tilkynningu frá þeim
fyrir norðan segir á
þessa leið:
Samsýning 14 myndlistar-
manna frá Akureyri og Reykja-
vik að Hliðarbæ við Akureyri,
dagana 16.-20. október n.k.
einkupi ætluð rjúpnaskyttum, eru
allir velkomnir, sem áhuga hafa á
að læra notkun áttavita og landa-
bréfateða vilja hressa upp á og
bæta við kunnáttu sina. Er at-
hygli vélsleðamanna, skiða-
göngumanna og annarra ferða-
manna, sem ferðast upp um fjöll
og firnindi, sérstaklega vakin á
þessum námskeiðum. Undanfar-
in ár hafa námskeið þessi verið
fjölsótt og er það von Hjálpar-
sveitar skáta að svo verði einnig
nú. Þvi það orkar ekki tvimælis
að góð kunnátta i meðferð átta-
vita og landabréfs, ásamt réttum
útbúnaði, getur ráðið úrslitum
um afdrif ferða- eða veiðimanns,
ef veðrabrigði verða snögglega.
Þeir sem sýna eru:
Jónas Guðmundsson, örlygur
Sigurðsson, Jóhannes Geir,
Baltasar, Veturliði Gunnarsson,
Kjartan Guðjónsson, Hringur Jó-
hannesson, Óli G. Jóhannsson,
GIsli Guðmann, Aðalsteinn Vest-
mann, Helgi Vilberg, Valgarður
Stefánsson, Hallmundur Kristins-
son, og örn Ingi.
Markmiö sýningarinnar er með
öðrum þræði að stofna til sjóð-
myndunar til byggingar
sýningarsalar á Akureyri og var I
þvi augnamiði leitaö til fyrir-
tækja á Akureyri um framlag
þessu máli til framdráttar og
einnig verður tekið á móti frjáls-
um framlögum frá einstaklingum
og öðrum aðilum.
Rétt er að benda á að engin
boðskort verða send vegna þess-
arar sýningar og er aðgangseyrir
kr. 200.00, en enginn fyrir börn
inna 16 ára aldurs.
Ráðgert er að vanda sem kost-
ur er framkvæmd sýningarinnar
og haft i huga að sýning sem þessi
verði héreftir fastur liður i
menningarlifi Akureyrar.
Sýningin verður opnuð fimmtu-
daginn 16. október kl. 8.00 til kl.
10.00, en verður siðan opin:
föstudag frá 6—10
laugardag frá 2—10
sunnudag frá 2—10
mánudag frá 6—10
Þetta mun vera i fyrsta skipti
sem myndlistarmenn úr tveim
landshlutum taka gaman höndum
um slika sýningu á þennan hátt og
ber að fagna þvi.
Áttavitanámskeið
fyrir rjúpnaskyttur
og ferðamenn
Armeníu-
kvöld í AAÍR-
salnum á
fimmtu-
dagskvöld
Félagið MIR, Menningartengsl
tslands og Ráðstjórnarrikjanna,
efnir til Armeniu-kvölds i húsa-
kynnum sínum að Laúgavegi 178
á fimmtudagskvöld 16. október
kl. 8.30. Þar munu félagar úr
sendinefnd MIR, sem heimsótti
sovétlýðveldið Armeniu i sumar,
segja frá ferðinni og sýnd verður
kvikmynd. I MlR-salnum hefur
verið komið upp sýningu á ljós-
myndum, eftirprentunum, bókum
o.fl. til kynningar á Armeniu og
Armenum. Tekur sú sýning við af
sovézku barnamyndasýningunni,
sem margt manna hefur skoðað i
MlR-salnum að undanförnu.
Aðgangur að Armeniu-kvöldinu
er öllum heimill.
Ragnar Páll við niynd sina af dr. Kristni Guðmundssyni, fyrrver-
andi sendiherra.
Nú sýnir Ragnar Páll
að Kjarvalsstöðum
MFIK lýsir
andúð á
aðgerðum
á Spáni
Fundur M.F.Í.K. haldinn
30.9. 1975 lýsir andúð sinni á
fjöldahandtökum, fangelsis-
dómum og aftökum frelsis-
unnandi alþýðufólks á Spáni.
Fundurinn skorar jafn-
framt á islenzka alþýðu að
láta i ljós samúð sina með
spönsku verkafólki með mót-
mælaorðsendingu og með þvi
að hætta skemmtiferðum til
Spánar á meðan þessi of-
sóknaröld stendur yfir.
Dagana 11. til 19. október gefst
fólkikostur á að sjá málverk eftir
Ragnar Pál að Kjarvalsstöðum,
en hann var fyrsti listamaðurinn,
sem sýningarráð Kjarvalsstaða
neitaði um af-not af sölum hússins
á sinum tima.
Á þessari sýningu, sem er
sjötta einkasýning Ragnars Páls,
eru 75 verk og er rúmur helming-
ur þeirra til sölu, en hitt eru verk
i einkaeign.og hafa fæst þeirra
verið sýnd áður. Þar á meðal eru
10 mannamyndir meðal annars
af Dr. Kristni Guðmundssyni
fyrrverandi ambassador og
Sigurliða Krist jánssy ni
kaupmanni. Til sölu eru 20 oliu-
málverk, 13 vatnslitamyndir og 5
pastelmyndir og er verð sölu-
myndanna frá 35 til 175 þús kr.
Auk mannamyndanna eru á
sýningunni landslagsmálverk
einkum frá Vestfjörðum,
Snæfellsnesi, Þingvöllum, Land-
mannalaugum og Siglufirði.
Einnig eru á sýningunni nokkrar
blómamyndir, húsamyndir og
bátamyndir.
Sýning Ragnars Páls er opin
daglega kl. 16-22 til sunnudags-
kvölds 19. október.