Tíminn - 12.10.1975, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Sumiudagur 12. október 1975
llM'lllllffln!!!
ffl.
LOOo
Er Friðrika drottning orðin brjáluð?
Nú segja menn, að Friðrikka,
fyrrum drottning i Grikklandi,
sé orðin brjáluð og búi innilokuð
i höll i fjöllunum milli Bayern og
Austurrikis. Þar búa hjá henni
tvær konur, sem vakta hana og
sjá til þess að aðeins hennar
nánustu ættingjar fái að koma
til hennar. Sagt er, að heilsa
frúárinnar fari stöðugt versn-
andi, og enginn viti fyrir, hvað
hún kunni að taka sér fyrir
hendurá næsta augnabliki. Hún
er annað hvort himinlifandi kát
og hlæjandi, eða hún segir ekki
eitt einasta orð, svo dögum
skiptir. Þeir, sem ekki elska
grisku konungsf jölskylduna
alltof heitt i Aþenu, segja hrein-
lega, að ekkjudróttningin sé
orðin brjáluð. Konstantin kon-
ungur vill hins vegar ekki sam-
þykkja neitt slikt, og ber allar
sögur um geðbilun til baka.
Friðrikka er nú 58 ára gömul, og
virðist hafa gefizt upp. Það
þykir mönnum þvi merkilegra,
sem hún hefur lengst af verið
talin hið allra mesta hörkutól.
Hún er dótturdöttir Vilhjálms
Þýzkalandskeisara, og menn
spáðu henni björtustu framtiðar
þegar hún var barn, og hún var
tákn um betra lif á fyrri striðs-
árunum i Þýzkalandi. Sagt er,
að karlmennirnir i lifi hennar
hafi verið margir. Annars var
hún aðeins tiu ára gömul, þegar
hún hitti i fyrsta sinn Pál, þá-
verandi Grikkjaprins, og mörg-
um árum siðar trúði hún for-
eldrum sinum fyrir þvi, að hún
hefði elskað hann allt frá þvi
hún leit hann fyrst augum svona
ung. Annars var Hitler hennar
fyrirmynd i einu og öllu. Þegar
hann gekk um götur i Austurriki
sá Friðrikka i fyrsta sinn, að
fólk sneri sér frá henni og horfði
i aðra átt. Henni fannst allt i
einu að það væri eitthvað stór-
kostlegt að vera þýzk-. og Hitler
notfærði sér aðdáun hennar á
sér, og þegar Friðrikka giftist
Grikkjaprinsinum var það
Þýzkaland, sem gaf sólskins-
prinsessuna sina, og Hitler
kyssti hana á kinnina að skiln-
aði. Friðrikka lagði sig ávallt
alla fram um hvaðeina, og eftir
að hún var komin til Grikklands
var hún ekki lengur góður Þjóð-
verji, heldur góður Grikki, og
hún hugsaði ekki um annað en
að vinna sinni nýju þjóð allt það
gagn sem hún mátti. Endirinn
varð svo sá, aðhún varð að flýja
sitt nýja föðurland, þegar þýzku
herirnir komu til Grikklands, en
hún hélt áfram að vinna fyrir
grisku þjóðina þótt hún væri
orðin landflótta, og m.a. sendi
hún 400 þúsund pund til Grikk-
lands, sem henni hafði tekizt að
safna saman, og fyrir þessa
peninga voru keypt lyf og vistir
fyrir sveltandi og veikt fólk. En
siðustu árin hefur Friðrikka
viljað ráðkazt mikið með börn
sin, Konstantin konung og
Sophiu, sem er gift Juan Carlos
á Spáni. Mörgum hefur þótt,
sem ekki hafi allt verið til góðs,
sem hún hefur gert i sambandi
við þau, en hún hefur sennilega
viljað vel, þótt vopnin hafi
stundum snúizt i höndum henn-
ar. En nú er sem sagt svo kom-
ið, að þessi járndrottning situr
innilokuð i höll i Bayérn, og
þangað fær enginn að koma til
þess að heimsækja hana nema
hennar nánustu.