Tíminn - 12.10.1975, Síða 8

Tíminn - 12.10.1975, Síða 8
tímínn’ Sunnudagur 12. október 1975 Rússneskir rifflar fimm skota — með og án sjónauka — Verð frá kr. 8.900 DRAUMAR Ævintýri, sem við lifum í draumi geta glatt okkur heilan dag rlkjunum rannsakaði svefnvenjur ungbarns á fyrstu mánuðunum. Hann komst að þvi einn daginn, að, eftir að handa- og fótahreyf- ingar höfðu hætt, hreyfði barnið augunundir lokuðum augnlokum. Áður en það vaknaði, var hægt að taka eftir mörgum kippum. Þess- ar athugasemdir voru nú gerðar, um leið og tæki, sem mælir svo- kallaðar heilabylgjur og ritar þær, var sett í samband. örlitil rafskaut, sem eru lfmd á húðina á höfðinu, leiða straum til tækis, sem magnar hann og ritar hann sem linurit. Augnhreyfing- arnar valda lika straumbreyting- um, og hægt var að staðfesta, aö þegar hinar hröðu augnhreyfing- ar hófust, sýndi heilalinuritið hraðar bylgjur.” Ef þessari aðferð er beitt við fullorðna, sýnir sig, að fjórum til fimm sinnum á venjulegri átta tima svefnnóttu, sýnir heilaritiö merki drauma. Eftir þvi sem lið- ur á nóttina, lengist draumatima- bilið. Milli hinna löngu timabila djúps svefns eru hjá öllum stutt draumaskeið. Þar eð visinda- menn hafa gengið úr skugga um þetta, er með vissu hægt að vekja mann, meðan hann dreymir. Af þeim, sem það var gert við, gátu 80% lýst draumum sinum. Ef þeir voru látnir sofa til morg- uns, gátu 93% ekki lengur munað draumana. Hvers erum við visari með þessa vitneskju? Með vissu má segja, að alla dreymi. Draum- laust fólk er ekki til. í Grikklandi hinu forna þótti konum það ills viti, ef menn þeirra dreymdi hrafna, þvi að það þýddi ótryggð. Fjölskylduerjur voru f aðsigi, ef Egyptana dreymdi skip. Persar aftur á móti álitu það vera fyrir happdrjúgum atvikum. Gott merki og ábending um langt lif, var það fyrir Egypta, ef einhver leit út um glugga eða maður sá sjálfan sig látinn. Elzta draumaráðningabókin er frá Egyptum um það bil 1750 f.Kr. I byrjun 20. aldarinnar skýrði Sigmund Freud, sá frægi sál- greinir, allt með kynlífinu. Flestir hlutir, nál-Eiffelturninn, voru fyrir honum tákn getnaðarlims- ins (Phallus-symbol). Freud byrjaði draumaathuganir sinar meö þvi að sálgreina fjölskyldu sina. Hann var taugaveiklaður, og I hans augum voru allir meira eða minna taugaveiklaðir. Alyktanir hans eru álitnar of einhliða til þess að þær nái yfir svið mannlegra tilfinninga og áhrif þess á drauma. Siðan kom nýtt ti'mabil, þar sem unnið var úr tilraunum, i stað þess að búa til kenningar. Dr. Med Maurer dregur þær ályk- tanir af rannsóknum Bandarikja- mannsins Hall, sem safnaði 20.000 draumum, að draumar væru per- sónulegt skjal, bréf til sjálfs sin. Maður setti á svið með tjöldum, leikendahópi, atburðarás, tilfinn- ingum og litum. Þangað til á miðri 20. öld var eingöngu stuðzt við frásagnir af draumum. Mátti þvi ekki búast við missögnum eða ýkjum, likt og i veiðisögupi? Nú er þessum efa- semdum rutt úr vegi, þar sem hægt er að taka rit af draumum. Hvaða not höfum við af þessum framförum? Óteljandi listamenn hafa búið til verk sin eftir draumum. Stór- skáldiö Dante, franska skáldið Rimbaud og tónskáldið Tartini skýra frá þvi. Efnafræðingurinn Kekule vann árum saman að erfiðri lausn, sem hann fann svo i draumi. Heinrich Burgsch fann aðferðina til að lesa myndletur Egypta á sama hátt. Draumar geta verið öryggis- loki, þegar fólk lifir skelfilega at- burði, eða uppörvun á erfiðum timum. Draumar eru likt og kvik- mynd. Oft gerist þá á augnabliki, þar sem i veruleikanum tekur ár. Maður man eftir gleymdu atviki, stað, þar sem maður hefur lagt eitthvaö frá sér o.s.frv. — Maður, sem lifir einhliða lifi, dreymir oft áhættusöm ævintýri. En það er staðreynd, að óþægilegir draum- ar — martröð — eiga sér lika stað. Getur maður ráðið, hvað mann dreymir? Svarið er: Maður getur ekki ráðið þvi, en með þjálfun er hægt að finna aðferö gegn svefnleysi og martröð. Það er mjög einfalt. Maður má ekki hugsa: Ég sofna, og þá dreymir mig. Maður verður að segja við sjálfan sig: Ég ætla að láta mig dreyma vakandi eitt- hvað gott og fallegt, þá sofna ég og draumurinn heldur fram. Næsta morgun vaknar maður með minningar um ævintýri, sem koma manni I gott skap og gera vökuna ánægjulega. Að lokum eitt mjög áriðandi atriði: Maður á ekki að „ýta draumum til hliðar”. Við vitum, að alla dreymir, en flestir hafa gleymt draumunum, er þeir vakna. Þessi hópur er ekki ein- þættur. Sumir muna ekki eftir draumunum, af þvi að hættuleg atvik koma fyrir i þeim. Þeir ýta þeim i burtu. Hinir vita ekki hvað draumur er, eða neita óþægileg- um draumum af tómri sjálfs- stjórn. Hvorut er gott. Við verð- um aö draga drauma og umræður um þá inn i lif okkar á opinskáan hátt. Hvað sagði ekki spænska skáld- ið Calderón um siðferðislega hlið draumanna: „Þvi aö jafnvel i draumi gildir sú regla að hafa sér eins og göfugmenni og aðhafast réttlæti”. Draumurinn er honum sem sagt aðferö til sjálfsaga. Dr. Maurer segir: „Við stönd- um núna i sömu sporum og eðlis- fræðingarnir, þegar þeir byrjuðu að kynnast kjarna atómsins. Saga draumarannsókna er fjarri enda- lokunum. Rétt eins og til eru Astronautar (geimfarar), yrðu að vera til Egonautar, könnuðir sjálfsins. Þetta er ekki lengur neinn óskadraumur.” HAGLA- BYSSUR t hundruð ára var ekkert til nema getgátur og þjóðtrú um drauma. Heimspekingur fyrri alda álitu drauma vera sálræna athöfn. Nú á dögum, þegar visindin sameina þrjú hugtök, sál, anda og heila, við rannsóknarstofuskil- yrði, vaknar spurningin: Erum við að komast nær sálinni? Þessi spurning var ekki sett saman i dularfullri draumaráðn- ingabók, heldur i riti, útgefnu af stóru sjúkrasamlagi (Barmer Ersatzkasse). Svarið er: „Já, við erum að komast nær sálinni. Lyk- illinn að innri veröld draumanna er fundinn. Liffræðingur i' Banda- Heimilistrygging SJÓVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar- skyld tjón - svo nokkuó sé nefnt. AUGLÝSIÐ í TÍAAANUAA Rifflar Riffilsjónaukar Skot og hlífðarföt WJtiti

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.