Tíminn - 12.10.1975, Síða 13
Sunnudagur 12. október 1975
TÍMINN
13
margra sérfræbinga sem lögðu
hönd að verki, veðurfræðinga,
vísindamenn, birgðaverði, fjar-
skiptafræbinga og innfæddra sem
hjálpuðu til. Allir voru ákveðnir í
að ná settu marki og hjálpuðust
við að leysa hina mörgu erfiðleika
og vandamál sem upp komu á
hverjum degi.
Ogerfiðleikarnir voru margir. f
6800 m hæð, hafði snjóflóð nýlega
fallið og hafði borið með sér
hrikalegar isblokkir og myndað
stórar jökulsprungur. Eftir þvi
sem ofar dró þurftu fjallgöngu-
mennirnir að hvfla sig oftar,
vegna sárefnisskortsins. Þegar
isöxin var notuð, varð að vinna i
smááföngum og langan tima tók
að höggva smástig upp snarbratt-
ar hliðarnar.
Jakuxar voru notaðir sem
burðardýr fyrir útbúnað
leiðangursmanna, sem var mik-
ill, matarbirgðir, tjöld, eldsneyti,
súrefni,tæki til visindarannsókna
og myndavélar. Það tókst að
koma jakuxunum i 6.500 m hæð,
en eftir það tóku leiðangursmenn
sjálfir við.
Átta til niu vindstig voru i 7330
til 7400 m hæð og leiðangursmenn
útbjuggu ,,veg” upp snarbratt
fjallið,kaðlar voru festir til stuðn-
ings, en þrátt fyrir það varð oft
nauðsynlegt að skriða á fjórum
fótum, sérstaklega eftir að það
fór að hvessa enn meir.
I april var komið upp i 7600 m
hæð eftir mjög erfiða göngu,
kuldinn var mikill og svo skall á
ofsaveður. Leiðangursmenn urðu
að snúa aftur til stöðvarinnar i
6000 m hæð, þvi ekki var hægt að
hafast við ofar og eínnig var ótti
vegna kals.
Það var svo 5. mai sem 33 karl-
menn og sjö konur náðu stöðinni i
8.200m hæð. 17 karlmenn og þrjár
konur héldu áfram og náðu sið-
ustu stöðinni i 8.600 m hæð.
Ákveðið var að reyna að komast á
tindinn næsta dag. En þá var
veðrið mjög óhagstætt, 10 vind-
stig og iskuldi og r.cyddust þau til
að halda kyrru fyrir i tjöldum sin-
um, og að lokum neyddust þau til
að halda niður aftur.
Næstu tilraun var ekki hægt að
gera fyrr en 20. mai, og þann 25.
var hópurinn kominn i 8.680 m
hæð. Tvær konur og sjö karlmenn
urðu þá að snúa aftur vegna of-
þreytu. Þau niu sém eftir voru
ákváðu að gera siðustu tiíraunina
27. mai. Siðasti spölurinn var
óhemju erfiður. Þau stauluðust
áfram upp, sljó af þreytu, skref
fyrir skref.
Eina konan, Phanthog, sparaði
súrefni sitt eins og hún gat, og það
gerðu félagar hannar einnig.
Seinna minntisthún þess, að eina
hugsunin sem komst að hjá henni
á uppgöngunni, var að bregðast
ekki vonum vina sinna,
Kommúnistafloknnum og Mao
formanni, og ekki sizt föðurlandi
slnu Tibet og kinverskum konum.
Þegar þau áttu aðeins um
fimmtiu metra eftir upp á tind-
inn, komu þau að snarbröttum i s-
vegg. Reynt var að höggva stig
upp vegginn en það mistókst. Þau
urðu þvi að halda til norðurs, fara
yfir snjóþakið klettabelti, snúa til
vesturs á ný og halda áfram upp.
Allt i einu fann Norbu að það
teygðist á reipinu sem hélt þeim
saman. Hann leit við og sá að
Pasang hafði fallið niður. Eftir að
honum hafði verið gefið súrefni
náði hann sér þó fljótt og áfram
var haldið.
Eftir þennan siðasta áfanga,
sem tók um sex og hálfa klukku-
stund, komust þau loks á tindinn.
Sjálfur tindurinn var aðeins eins
meters breiður og um tólf metra
langur. Oll þreyta gleymdist og
ólýsanleg gleði fyllti hjörtu þeirra
þegar þau stóðu þarna upp á
hæsta tindi veraldar, en litið sáu
þau annað en skýjaþykknið fyrir
neðan.
Þau reistu þriggja metra háa
vitastöng og drógu upp kinverska
fánann. Mikið af myndum var
tekið, sýnishorn af klettum. is og
snjóvoru tekin og mæld snjó-
dýptin á tindinum. Phatithog
hjálpaði til að koma fjarskipta-
tækjunum i gang og haft vár sam-
band við aðalstöðina. Fagnaðar-
hrópheyrðust frá félögum þeirra
i talstöðinni: Lengi lifi Mao for-
maður! Lengi lifi kinverski
kommúnista flokkurinn! Og
leiðangurinn á tindinum tók dug-
lega undir.
Konan sem upp komst
Phanthog átti mjög erfiða
æsku, svo ekki sé meira sagt.
•<---
Visindamennirnir tókn sýni af
isnuni.
Foreldrar hennar voru þrælar i
Chiangda sveitahéraðinu i norð-
austur Tibet. Faðir hennar lézt
þegar hún var mjög ung, og þó að
móðir hennar þrælaði myrkranna
Langþráðu niarki hefur verið
náð: Lengi lifi Mao og kinverski
kommúnistaflokkurinn.
Öryggi í samgéngum
Getum útvegað með stuttum fyrirvara
frd Svíþjóð þessa landskunnu
SNOW-TRAC
snióbíla
Belti 60 og 80 cm
Vél VW
126 A '
iðnaðarmótor
7 mnnna farþegahús — Benzínmiðstöð
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumanni okkar
Gbbus?
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555