Tíminn - 12.10.1975, Síða 19

Tíminn - 12.10.1975, Síða 19
Sunnudagur 12. október 1975 TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Þrjár stefnur Það er furðulegt að sjá þann boðskap fluttan i is- lenzkum blöðum, að ómengaður kapitalismi sé hin eina rétta lausn á vanda efnahagslifsins. Hjá þeim, sem eitthvað fylgjast með málum, ætti ekki að leika neinn vafi á þvi, að þessi stefna beið end- anlegt skipbrot i heimskreppunni miklu, sem hún átti mestan þátt i. Siðan hefur nær einróma verið viðurkennt, að þessi stefna, sem boðar fyrst og fremst frjálsræði hins sterka, væri orðin úrelt og ætti ekki heima i nútima þjóðfélagi, þar sem þegn- arnir þurfa að hafa margskonar samstarf i stað samkeppni og þjóðfélagið er knúið til að hafa for- ustu á mörgum sviðum. Eins og áður segir, er það kjarni þessarar stefnu, að hinir sterku einstaklingar eigi að hafa sem takmarkaminnst frelsi og rikið eigi að hafa sem minnsta forustu og minnst afskipti. Þannig fái hinir athafnasömu einstaklingar notið sin bezt. Þeir eigi að hafa sem mest frjálsræði til að safna auði og yfirráðum. Afleiðing þessarar stefnu verð- ur oftast mikill ójöfnuður, eða gifurleg fjársöfnun fárra einstaklinga og mikil örbirgð alls fjöldans. Ef skýra ætti þessa stefnu með fáum orðum, mætti helzt gera það á þann hátt, að hún væri fólgin i frelsi, án skipulags. En þar sem lög eða skipulag vantar, skapast fyrr en varir óstjórn og óréttlæti. Sú hefur jafnan orðið reynslan af þessari stefnu. En það eru ekki aðeins áhangendur kapitalism- ans, sem halda trúnað við úrelta stefnu. Marxism- inn hefur beðið svipað skipbrot og kapitalisminn á undanförnum áratugum. Hann legguf megin- áherzlu á alveldi rikisins og strangt skipulag, og þvi má lýsa honum á þann veg, að hann sé fólginn i skipulagi án frelsis. Hann hefur verið reyndur i þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa náð völdum, og afleiðingarnar orðið þær, að persónu- frelsi hefur orðið þar miklu minna og lifskjör lak- ari en viðast annars staðar. Þó eru til stjórnmála- foringjar, sem dreymir um marxistiskt stjórnar- far hér á landi og láta sig einu gilda hvort þvi verð- ur komið fram með friðsamlegum hætti eða ekki. Ef reynt er að læra af reynslu þjóðanna á undanförnum árum, verður niðurstaðan ótvirætt sú, að þeim þjóðum hefur farnazt bezt, sem hafa hafnað bæði kenningum kapitalismans og komm- únismans, en valið sér eins konar meðalveg milli þessara öfga. Segja mætti, að stefna þeirra væri frelsi með skipulagi. Glöggt dæmi um þetta eru Norðurlönd, þar sem hægfara sósialdemókratar og umbótasinnaðir miðflokkar hafa mótað stjórn- arfarið. Þar hefur stefnu hinnar skefjalausu sam- keppni verið hafnað, en heldur ekki verið horfið til hins almáttuga rikisvalds. Þar hefur verið farið bil beggja. Reynt hefur verið að tryggja frjálsu fram- taki hæfilegt svigrúm, en rikisvaldinu jafnframt beitt til að hafa forustu um jöfnuð og skipulega stjórnarhætti. Hvergi hefur náðst betri árangur. Það er tvimælalaust slik stefna, sem hentar þjóð eins og íslendingum bezt. íslendingar eru félags- sinnaðir og fylgjandi jafnrétti. Þeir vilja ekki sætta sig við ofstjórn, hvort heldur er um að ræða ofstjórn rikisvalds eða ofstjórn auðkýfinga og stéttarhópa. Hér, eins og hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum, hentar áreiðanlega bezt frelsi með skipulagi, en hvorki frelsi án skipulags né skipulag ánfrelsis. Þ.Þ. AAagnús Ólafsson skrifar frá York: Verður Skotland að öðru Ulster? Hryðjuverk í Skotlandi færast í aukana TVENNS KONAR fréttir frá Bretlandi hafa að mestu verið ibrennidepli undanfarin miss- eri. Annars vegar er um að ræða efnahagsvandamál brezku þjóðarinnar og hins vegar N-Írlandsmálin. Þrátt fyrir dökkt útlit efnahags- mála, hafa stjórnvöld þó sett sér ákveðið markmið, og stefna þannig að lausn vand- ans, enda þótt ekki sé ljóst, hvort úr rætist. En Irlands- málin virðast jafn óleysanleg og hafa bakað ráðamönnum jafnt sem almenningi i Bret- landi miklar áhyggjur. Eftir tiltakanlega rólegt siðast liðið ár hafa hryðjuverk aukizt, og jafnvel færzt yfir á strendur Englands. Birminghammorð- in og sprengingar í London ný- verið eru enn i fersku minni. Og hvernig færi, ef annað eins áhyggjuefni skapaðist i Bret- landi? Slikt er hugsanlegt, eins og mál virðast ætla að þróast i Skotlandi um þessar mundir, en þar hefur undan- farið talsvert borið á sprengjutilræðum, og hefur hreyfing, sem nefnist Tartan- herinn, lýst sig ábyrga að þessum verknaði. HIÐ SAMEINAÐA konungs- riki Stóra-Bretlands og Norð- ur-lrlands (United Kingdom), eða Bretland, telur konungs- rikin England og Skotland, svo og Norður-trland og Wales. Samkvæmt lögum nýtur Norð- ur-Lrland takmarkaðrar sjálf- stjórnar, en aðrir hlutar Bret- lands ekki. Að fornu, meðan Skotland var sjálfstætt riki, átti það all- oft I illdeilum við England. Þegar Jakob Skotakonungur, sonur Mariu Stúart, varð einn- ig konungur Englands á önd- verðri 17. öld, komst á kon- ungssamband milli landanna. Rúmri öld siðar var sam- þykktur málefnaasamningur milli Eriglands og Skotlands (the Union with Scotland Act), og tók þá sambúð þjóðanna verulega að skána. Á vel- gengniárum Bretlands var skozki hluti þjóðarinnar mjög háður þeim enska efnahags- lega, og t.d. tók enski markaðurinn við aðalútflutn- ingsvörum Skota, ull og sild. Svo og varð ensk menning allsráðandi. Þegar brezka heimsveldinu tók að hnigna á tuttugustu öldinni, dróst jafn- framt saman hlutur þess á al- þjóölegum markaði. Japansk- ar, þýzkar og bandariskar iðnaðar- og neyzluvörur urðu mun samkeppnisfærari, og i kjölfarið fylgdi minnkun al- mennrar velmegunar i Bret- landi. A þessum timum hafði Skotland sáralitla sérstöðu og var einn hluti Englands, rétt eins og sýsla á Islandi, var órjúfanlega tengt heildinni. Enski hlutinn þarfnaðist Skot- lands sem markaðs, og öfugt. Efnahagslegt og stjórnmála- legt ástand var mjög svipað, og þjóðernishreyfingar I Skot- landi áttu ekki miklu fylgi að fagna. Þegar umbreytinga- timarnir i byrjun áttunda ára- tugsins gengu i garð, var þróunin heldur Skotum i hag en hitt. Hlutfallslega var at- vinnuleysi minna i norður- hlutanum en i þeim syðri, og með hækkandi oliuverði jókst mikilvægi nýfundinna oliu- linda við strendur Skotlands. Þetta olli þó alls ekki almennri óánægju meðal Skota, á þann hátt, að þeim þætti þeir bera byrði Englendinga á sinum öxlum. Þess má þó geta, að skozka þjóðernisfloknum (SNP) óx verulega fylgi, en wBnman Olíuborpallur á Norðursjó hins vegar getur flokkurinn varla talizt róttækur. FRA ÞEIM tima er óeirðir tóku verulega að magnast á Norður trlandi og brezkt her- lið var sent þangað, hefur ellefu sinnum verið sprengt i Skotlandi, þar sem ofstækis- fullir þjóðernissinnar hafa komiðvið sögu. Á siðasta ári sprengdu þeir einu sinni, og var það við þær oliuleiðslur BP, sem liggja að lindunum i Norðursjónum. Eftir það til- ræði virðist flokkurinn hafa sundrazt. Stærri hlutinn vildi fara rólegar i sakirnar, biða þess að vinnsla oliunnar hæfist og nota timann til stjórnmála- legs og hernaðarlegs undir- búnings i anda IRA. En aðrir þoldu ekki biðina og það eru þeir,sem staðið hafa á bak við sprengingar þær, sem hófust fyrir mánuði. Hafa þeir lýst sig ábyrga að þeim fjórum sprengjum,sem sprungið hafa i september, undir nafninu Tartan-herinn. Nafnið er reyndar ekki frá þeim komið, heldur varð það til á rit- stjórnarskrifstofum Daily Re- cords I háungarskyni. Tartan er það heiti, sem haft er yfir hina köflóttu uilardúka Skot- anna, og þykir svo mjög ein- kenna þá (skotapilsin). En Tartan-herinn hefur orðið að einhvers konar samheiti yfir þá öfgahópa, sem standa að sprengingunum, þvi þetta er ekki skipulagður hópur margra þjálfaðra manna, heldur nokkrir hópar, sem vinna ekki beint i sameiningu, en þekkjast þó vel innbyrðis. HUGMYNDAFRÆÐI Tar- tan-hersins er einföld, eins og flestra ofstækisf ullra þjóðernishreyfinga. Þeir vilja Skotland fyrir Skota og skozka oliu fyrir Skotland. Markmið- inu telja þeir sig einungis geta náð með einhvers konar hryðjuverkum, eins og t.d. eyðileggingu mannvirkja og truflun á daglegu starfi manna. t baráttunni fyrir sjálfstæðu Skotlandi telja þeir sig þannig ráðast bezt gegn núverandi höfuðandstæðingi sinum, skozka þjóðernis- flokknum, s,em þeir telja alltof hægfara. Enda hefur það sýnt sig, að leiðtogar SNP óttast mjög að takist að koma af stað einhvers konar Ulster- draug i Skotlandi, dragi úr hinu vaxandi fylgi, sem SNP hefur átt að undanförnu meðal miðjumanna i Skotlandi. Þannig virðist ekki mikil skynsemi vera i þeim ásökun- um, sem fram komu i brezku lávarðadeildinni, en þar kvað einn ihaldslávarðurinn SNP örva Tartan-herinn til að- gerða. Enga samþykkt gerðu þó lávarðarnir um málið, þrátt fyrir langar umræður. Tartan-herinn hefur lýst yfir þvi, að hann muni ekki standa að baki neinum morðum að yfirlögðu ráði. Það hefur lika sýnt sig, að ávallt hefur verið tilkynnt fyrirfram um sprengjustað, þannig að lög- reglan hefur getað tæmt stað- inn, en fyrirvarinn er ekki svo mikill, að timi hafi unnizt til að finna og eyðileggja sprengjuna. Siðan i septemberbyrjun, þegar herinn hóf aðgerðir sin- ar, hafa meðlimir hans tvis- var sprengt oliuleiðslur, einu sinni járnbrautarlinu, og um siðustu helgi fyrir mánaðamót settu þeir sprengju á sinn hvorn enda þjóðvegarins frá Glasgow til Carlisle, sem er 145 km langur. Sumir hlutar þjóðvegarins voru lokaðir i allt að sjö klukkustundir, og þjónustufyrirtæki meðfram veginum kvörtuðu undan tekjumissi. Sprengjurnar fundust en voru óvirkar. Sýn- ir þetta, hve alvarlega hótanir hersins eru teknar. Þeir ts- lendingar, sem hafa komið til Glasgow, muna áreiðanlega eftir löngum göngum, Clyde- göngunum, sem eru á leiðinni frá flugvellinum ofan i mið- borgina. Þar sprengdi herinn aðfaranótt sunnudagsins 21. september. Olli þetta tals- verðum truflunum, en skemmdir urðu ekki miklar. Auk þessara verka hefur Tar- tan-herinn gefið út fjögurra siðna bækling um heimatil- búnar sprengjur og dreift meðal afbrotaunglinga i Glas- gow. Telur lögreglan þá starf- semi öllu hættulegri lifi manna en tilræði sjálfs hers- ins, þvi afbrotaunglingar i Glasgow hafa til skamms tima þótt æði óvægnir. Að hafa hendur i hári ein- hvers meðlims þessa hóps virðist vera illmögulegt. Lög- reglan hefur viljað draga úr mikilvægi sprenginganna og segir, að hin fjöldamörgu heiti á öllum þessum „flokkum”, „hreyfingum” og „kenning- um” séeinungis til aðhylja þá staðreynd, að meðlimir hers- ins séu mjög fáir, — i mesta lagi 15. Vill hún heldur beina athyglinni að unglingum með heimatilbúna sprengju i ann- arri hendinni og kennsluhefti Tartan-hersins i hinni, en fjöldamargir slikir hafa verið teknir að undanförnu. Almenningur hræðist ástandið á Norður trlandi og óttast, að hið sama geti orðið upp á teningnum i Skotlandi. Alita má, að sú afstaða yfir- valda, að draga úr mikilvægi Tartan-hersins og beina at- hyglinni að unglingunum, sé sprottin af þeim sökum, að engan meðlim hersins hefur enn tekizt að góma. Þó er margt til i þvi, sem yfirvöld segja, en ekki beint af þeirri ástæðu, sem þau vilja láta uppi. Atvinnulausir unglingar, vart af gelgjuskeiði, geta hæg- lega fundið sér tilgang með hryðjuverkum, t.d. með þvi að mótmæla atvinnuleysi. ensk- um áhrifum, enskri nýtingu á skozkri oliu eða einfaldlega ..kerfinu”. Og ekki er langt i hugmyndir og fordæmi, þvi Ulster er skemmt undan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.