Tíminn - 12.10.1975, Page 23
Sunnudagur 12. október 1975
TtMINN
23
Sex ágætar fræðslubækur
3NKBR-Skll\ll\l3K
handa börnum
NÝLEGA komu á markaðinn sex
fræðslubækur, sem ætlaðar eru
fyrir börn á grunnskólastigi.
Bækurnar heita: Fornsöguleg
dýr, Tölur og hlutföll, t fjöruborð-
inu. írrheimi skordýranna, Vatn-
ið, og Blómjurtir. Útgefandi
þessa bókaflokks, sem nefnist
ALFRÆÐI BARNANNA, er
barnabókaforlagið BJALLAN,
sem hefur það að meginmarkmiði
aö gefa út fræðslu- og skemmti-
bækur fyrir þennan aldursflokk.
Bækurnar, sem út komu þessu
sinni, eru allar þýddar Ur ensku.
Þýðendur eru Guðrún Karlsdótt-
ir, kennari og bókavörður, sem
þýddi þrjár fyrstnefndu bækurn-
ar, og Sigrún Klara Hannesdóttir,
skólabókafulltrúi, sem þýddi
þrjár hinar sfðarnefndu. Fengu
þýðendur vel kunna islenzka
fræðimenn til þess að yfirfara is-
lenzka textann með tilliti til
fræðilegrar meðferðar á efninu.
Texti bókanna er léttur og ein-
faldur, letur stórt og hentar þvi
vel grunnskólaaldri. Myndir i lit-
um prýða hverja siðu og eru þær
skýrar og gerðar af listfengi.
Vegna þess, hve mikið nýnæmi
er að bókum af þessu tagi, er rétt
að lýsa hverri einstakri bók lltið
eitt nánar.
FORSÖGULEG DÝR. 1 þessari
bók er sagt frá yfir 50 forsöguleg-
um dýrum og dýrategundum.
Með glöggum dæmum og mynd-
um er rakið, hversu náttúrufar á
jörðinni hefur áhrif á þróun teg-
undanna, t.d. hvernig aukin lang-
varandi þurrviðri tóku við af vot-
viðraskeiði og höfðu i för með sér„
þróun sjávardýra i landdýr,
hvernig uggar þessara fyrstu
landdýra þróuðust smám saman
og urðu að sterkbyggðum fótum,
sem hentuðu vel nýjum aðstæðum
þeirra.
Einnig er lýst bústaðaskipt-
um, sem urðu á isöld af völdum
veðurfars. Skýrt er út, hvernig
steingervingar útdauðra tegunda
hafa varpað ljósi á þróun tegund-
anna. Bókin er mjög skemmtileg
aflestrarog stórar litmyndir gera
efnið einkar lifandi. Mynd af
kambeðlu með stórhyrndan hala,
sem hún beitti óspart til að verj-
ast óvinum sinum, lýsir vel þeirri
ógn sem af henni stóð. Leifur A.
Simonarson jarðfræðingur, las
yfir handrit islenzka textans með
tilltiti til réttleika.
TÖLUR OG HLUTFÖLL. Hér
erutölur og útreikningar skýrð á
skemmtiíegan hátt með myndum
og dæmum úr riki náttúrunnar og
daglegu lifi. Rakin er þróun
reikningslistarinnar frá þvi menn
töldu á tám sér og fingrum fram
til daga reikningsvélanna. Arab-
iska og rómverska talnakerfið er
borið saman. Skýrt er, hvernig
Inkarnir I Perú nýttu hnúta á
band og létu hvern hnút tákna
ákveðna einingu. Gat bóndinn t.d.
hnýtt hnút fyrir strá i korn-
knippi og þannig séð til þess að öll
knippin yrðu af sömu stærð. Með
sumum þjóðflokkum tiðkaðist að
rispa skorur i prik eða trjáboli og
reikna þannig út daga, vikur og
mánuði ársins. Hver skora
táknaði þá einn dag. I fyrstu bók-
inni eru ennfremur myndadæmi
ásamt ýtarlegum skýringum um
frumtölur og grunntölur og þvi' er
lýst, h vernig tölur breyta um gildi
eftir sætisskipan, t.d. mismunur-
inn á tölunni 1 eftir þvi hvort hún
táknar grunntöluna 1, tuginn 1, 1
hundrað eða 1 þúsund. Samsettar
tölur eru siðan skýrðar á sama
hátt, t.d. hver liður tölunnar 365,
sem getur m.a. táknað dagana i
árinu og vekur þvi meiri áhuga
barna en tala tekin af handahófi. I
bókinni er einnig samanburðar-
mynd af eftirfarandi hugtökum i
flatarmáls- og rúmfræði: þri-
hyrningi, ferningi, fimmhyrningi,
sexhyrningi, sjöhyrningi, átt-
hyrningi, kúlu, keilu, pýramida,
teningi og sivalningi. Meðal
myndadæma úr riki náttúrunnar
eru himintungl, mannsaugu,
þriggja blaða smári, mannshönd,
regnbogi, ferfætlingar, sexfætlur,
áttfætlur, auk þess tvihjól og þri-
hjól, hanzkar o.s.frv. Nokkur ný-
yrði eru i bókinni. Dr. Halldór
Guðjónsson, stærðfræðingur, fór
yfir handrit þýðingar.
I FJÖRUBORÐINU. Lang-
stærstur hluti bókarinnar er helg-
aður kuðungum, skeljum og skel-
dýrum. I þeim flokki má m.a.
nefna hjartaskeljategundir,
báruskel, peningasnigil, bauga-
sjóla, drekakóng, Tyrkjahúfu,
fjörubobba, fjörudoppu, þang-
doppu, mánaskel, toppusnigil,
Persagoða, keilusnigil, Friggjar-
skel, gliteyra, bláskel (krækling)
sandgagar, silfra, risadisk, strýt-
il, beitukóng, töflunef, Marar-
hettu ogFáfnisskel o.s.frv. Þá má
nefna bogkrabba, einsetukrabba,
Igulker, krossfiska, trjönu-
krabba, slöngustjörnur o.s.frv.
Algengasta fjöru - og sjókletta-
gróðri eru einnig gerð nokkur
skil, þörungum og þangtegund-
um, svo sem Mariusvuntu, beltis-
þara, rauð- og brúnþörungum,
blöðruþangi, sæfiflum o.s.frv. Af
klettagróðri má nefna sæhvönn,
drottningarblóm (nelliku),
fétopp, geldingahnapp, fléttur,
marþyrni, hornvalmúa o.fl. Þá er
lýst nokkrum tegundum fiska svo
sem sogfiski, kýtingi, bergsnapa,
marhnút. Einnig er sagt frá ýms-
um tegundum orma, flæðarmýs
nefndar, marglyttur o.s.frv.
Fuglar sem bókin fjallar um eru
t.d. silfurmafur, tjaldur, dila-
skarfur og súla. Auk lýsinga á lif
inu i fjörunni, sjónum og loftinu
er sagt frá sjávarföllum og
skýrður munur flóðs og fjöru.
Grasafræðingarnir Ingimar A.
Óskarsson og Ingólfur Daviðsson
ásamt Vilhjálmi Þorsteinssyni
liffræðingi, lásu yfir islenzku þýð-
inguna og hjálpuðu við nýyrða-
smið, en nýyrði, einkum yfir
skeljategundir, eru allmörg i bók-
inni þar sem ekki hafði fyrr verið
ritað um ýmsar tegundanna á is-
lenzku.
ÚR HEIMI SKORDÝRANNA.
Hér er lýst fjölda mörgum teg-
undum skordýra, þróunarstigum
hverrar tegundar, lifnaðarhátt-
um þeirra og sambýli. Hér er
m.a. fjallað um maura, vespur
t.d. geitunga, einnig hunangsflug-
ur, býflugur og blaðlýs. Ýmsir
hópar skordýra greinast i fjöl-
margar tegundir og er maurafjöl-
skyldan ein þeirra. Til eru varð-
maurar, blaðskurðarmaurar,
vinnumaurar, hunangsmaurar,
vefaramaurar og hvitmaurar svo
að nokkuð sé nefnt. Draga þeir
nafn hver af sinni iðju en maurar
erú sem kunnugt er skordýra
iðnastir og útsjónarsamastir.
Karlmaurar eru fáir og vinna
þeir ekki. Varðmaurar hafa þann
starfa á hendi, m.a. að verja
maurahreiðrin. Blaðskurðar-
maurar klippa sundur laufblöð
með kjálkunum. Þessi laufblöð
láta þeir mygla og næra siðan
ungmaurana á mygluðum blöð-
unum. Vefaramaurar gera hreið-
ur sin úr blöðum, sem þeir
„sauma” saman með silkiþráð^
um.Kjálkana nota þeir i nála stað.
Hermaurar eru á stöðugri göngu
eins og hermenn. Stundum fara
þeir á göngu sinni gegnum hús og
verður fólk þá að flýja hús sin
meðan hergangan stendur yfir.
Gaman er að lesa um býflugurnar
og hunangsgerð þeirra. Þær geta
talazt við á táknmáli t.d. sagt frá
nýútsprungnum blómum sem
vinna má hunang ur og hvar þau
eru. Frá þessu segja þernurnar
með nokkurs konar dansi. Bý-
flugur þekkja sólina og rata eftir
henni. Ingimar A. óskarsson
grasafræðingur las yfir texta
handrita á islenzku.
VATNIÐ. t þessari bók er fjall-
að um vatnið frá ýmsum hliðum.
Lýst er eðli vatnsins og þýðingu
þess fyrir daglegt lif manna, dýra
og jurta. Lýst er seltu hafsins og
hvernig ár, lækir og stöðuvötn
myndast. Sýnd eru ýmiss konar
not af vatni, t.d. er sagt frá mið-
stöðvarupphitun og vatnskælingu
véla. Þá er sagt frá framleiðslu
rafmagns úr vatni i raforkuver-
um og einnig frá þvi hvernig
vatnshreinsun er framkvæmd.
Reifað er hversu vatnið skapar
skilyrði fyrir meginatvinnuveg
okkar tslendinga, og um lifið I
sjónum. Þá er þvi lýst, hvernig
mismunandi tegundir skóga og
annars gróðurs hafa þróazt eftir
úrkomumagni og sýnd hlutfalls-„
leg skipting þurrlendis og sjávar
á yfirborði jarðar.
BLÓMJURTIR Bókin fjallar um
alls kyns jurtir, sem bera blóm,
byggingu þeirra og hlutverk
hvers blómhluta. Sýndar eru með
dæmum mismunandi aldinmynd-
ir og börnum kennt hvernig þau
geta látið fræ spira I tilrauna-
glasi. Meðal blómjurta, sem
nefndar eru, má nefna þessar:
vetrargosi, páskalikja, fingur-
bjargarblóm, ljónsmunnur, hlyn-
ur, lind, þistill, fjóla, tómatur,
rós, epli, brómber, jarðarber,
hafrar, ertur, ljósatvitönn, skóg-
arfi, Freyjubrá, regnfang, fagur-
fifill, sóleyjategundir o.fl. o.fl.
Gerður er samanburður á blóm-
jurtum og öðrum jurtum, sem ei
bera blóm, svo sem sveppum,
burknum og þörungum. Hlutum
blómjurtar er lýst og hlutverki
hvers blómhluta fyrir sig. Sagt er
frá mismunandi blað- og rótar-
gerðum blómhluta og lýst
næringartöku þeirra, koltvisýr-
ingsvinnslu og gildi sólarljóssins
fyrir þau. Þá er sagt frá frjóvgun
blómanna og þætti skordýra i
henni.
Ekki er að efa það, að margur
mun fagna útkomu þessara bóka
og eiga þær áreiðanlega eftir að
leiða margt ungmennið fyrstu
sporin i átt til þekkingar og
þroska.
Rörplötu-rafgeymar
með margfaldri endingu
FYRIR SKIP
OG BÁTA
(neyðarljós, talstöðvar
o.fl.) útvegaðir með
stuttum fyrirvara.
Eigum fyrirliggjandi á mjög hagstæðu verði:
ANKER rafgeymasett fyrir handfæravindu og
línuspil, 24 volt, 480 amper, sem má samtengja upp í
48 volt.
Tæhniuer
Söluskrifstofa og afgreiðsla:
Laugavegi 168
Símar 2-71-55 & 1-64-39
Til sölu
húsnæði í miðbænum
Viltu búa miðsvæðis?
Til sölu er skemmtileg ibúð, hentug
fyrir skáld og listamenn. fbúðin er i
traustu, gömlu steinhúsi. Stigar og loft
eru steypt. Allar leiðslur nýjar og þakið
er nýtt.
fbúðin er 5-6 herbergi og eldhús og bað.
Á efri hæð eru þrjár stofur, og eldhús,
tvö svefnherbergi, sjónvarpsherbergi
og fullkomið baðherbergi í risi. Þvotta-
hús og geymsla i kjallara.
Húsið er tvibýlishús.
Verð 9.2 milljónir, útborgun 6 milljónir,
sem mega greiðast á þessu og næsta
ári. Hagkvæm lán.
Upplýsingar i sima 10220, 30541 og
14897.
KRISDÁN QSKAGFJÖRÐ HF
Hólmsgötu 4 - Reykjavík - P.O. Box 906 - Sími 24120 - 24125
Digital Equipment Corporation og
Kristján ó. Skagf jörð h.f. tilkynna, að
nú er hægt að bjóða tölvur og tölvu-
búnað frá Digital á Islandi.
Samningur hefur verið gerður milli
Digital og Kristján Ö. Skagfjörð h.f.,
þar sem Skagfjörð tekur að sér að
selja framleiðslu Digital og veita
kaupendum viðgerðar- og hug-
búnaðarþjónustu. Verður sami gæða-
staðall á þjónustunni á (slandi og
Digital veitir viðskiptavinum sínum
um heim allan.
Digital er stærsti framleiðandi í heimi
á ,,mini computers" og leiðandi í
„timesharing" og „real time"
tölvukerfum. Á íslandi verður
aðaláherzla lögð á PDP-8 og PDP-11
framleiðslulínuna, sem um allan heim
er mjög mikið notuð í háskólum,
sjúkrahúsum, rannsóknastofum og á
viðskiptasviðinu.
Bæði fyrirtækin eru sannfærð um
árangursríkt samstarf, sem mun
tryggja kaupendum Digital tækja
örugga þjónustu á íslandi.