Tíminn - 12.10.1975, Side 24
24.
TÍMINN
Sunnudagur 12. október 1975
LÖGREGLUHA TARINN
39
Ed McBain
Þýðandi Haraldur Blöndal
— Fremur vont, ekki satt?
— Ég er ekki brandarakall, sagöi Tino.
— Ekki ég heldur. Snautaðu, þú eyðileggur fyrir mér
spilið.
— Reyndu ekki að féf letta neinn. Þetta er vinaleg bill-
jardstofa fyrir hverfið hérna.
' —Þú lætur þaðsannarlega hljómaþannig,sagði Meyer.
— Okkur er bara ilia við svindlara.
— Það þóttist ég skilja strax í upphaf i, svaraði Meyer..
— Átta bolti í bakka.. Hann skaut en missti marks.
— Hvar lærðir þú að skjóta?
— Pabbi kenndi mér
— Var hann jafn lélegur og þú?
Meyer svaraði ekki.
— Hvað ertu með þarna í beltisstað?
— Járnkrók, svaraði Meyer.
— Til hvers?
— Ég nota hann, sagði Meyer.
Iðnaðarhúsnæði
Óska eftir að kaupa 100 til 150 fm., helst
jarðhæð, á Reykjavikursvæðinu.
Sigurður V. Gunnarsson
Simi 34816 á kvöldin.
Þjdlfun hefst þriðjudaginn
14. október.
Verndið heilbrigði ykkar, aukið starfs-
orkuna.
Almenn þjálfun, bakþjálfun, kennsla i
öndun og slökun.
HEILSURÆKTIN
GLÆSIBÆ SÍMI 85655
— Vinnur þú við höfnina?
— Já.
— Hvar?
— Við höfnina, sagði Meyer.
— HVAR við höfnina?
Meyer lagöi frá sér kjuðann og starði á Tino: —
Heyrðu vinur kær...
— Hvað?
— Hvað varðar þig um hvar ég vinn?
— Mér finnstgottað vita hverjir koma hér inn.
— Jæja? Átt þú kannski þetta greni?
— Bróðir minn á staðinn.
— Jæja þá, sagði Meyer... — Ég heiti Stu Levine. Ég
vinn við bryggjuna hjá Leary-götu þessa stundina. Við
erum að afferma SS Agada, sem er komin frá Svíþjóð.
Ég bý í Ridgewaw-hverfinu. Ég tók eftir því að hér er
bill jardstofa og ákvað að taka nokkrar umferðir áður en
ég færi heim. Gerir bróðir þinn sig ánægðan með það?
Þarftu kannski að sjá nafnskírteinið mitt?
— Ert þú gyðingur, spurði Tino.
— Skrýtið að ég skuli ekki líkjast gyðing, ekki satt,
sagði Meyer.
— Nei, þú ERT eins og gyðingur.
— Jæja?
— Það er í lagi. Hingað koma oft gyðingar. Þó aðeins
endrum og sinnum.
— Það var gleðilegt að heyra. Má ég nú fara að skjóta
aftur?
— Vilt þú félagsskap?
— Hvernig veit ég að ÞÚ sért ekki svindlari.
— Spilum þá upp á tímann. Það er sanngjarnt.
— Þú vinnur, sagði Meyer.
— Hvað með það. Ekki er betra að spila einn. Ertu ekki
sammála því?
— Ég kom til að skjóta nokkrar umferðir og skemmta
mér, sagði Meyer. — Hvers vegna skyldi ég spila við
mann sem er miklu betri en ég? Það endar með því að ég
kemst aldrei að.
— Líttu á það sem lexíu.
— Ég þarf enga tilsögn.
— Þú mátt trúa því, að þér veitir sannarlega ekki af
tilsögn, sagði Tino... — Það er skömm að sjá hvernig þú
ferð að.
— Ég tala við Minnesota Feit ef ég þarf leiðbeiningar.
SUNNUDAGUR
12. október
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.. (10.10
Veðurfregnir). „Missa sole-
mnis” i D-dúr op. 123 eftir
Ludwig van Beethoven.
Fly tjendur: Elisabeth
Söderström, Marga Höff-
gen, Waldemar Kmentt,
Martti Talvela, kór og
hljómsveitin Nýja-
Philharmonia, Otto
Klemperer stjórnar.
11.00 Messa i Dómkirkjunni
Prestur: Séra Oskar J.
Þorláksson. Organleikari:
Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 t fylgd með fullorðnum
Rósberg G. Snædal rit-
höfundur spjallar við
hlustendur.
13.40 Harmonikuiög. Veikko
Ahvenainen leikur.
14.00 Staldrað við á Vopnafirði
— annar þáttur Jónas
Jónasson litast um og
spjallar við fólk.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátiðinni í Salz-
burg. Flytj-endur:
Mozarteum-hljómsveitin,
Krisztina Laki sópran og
Paul Badura-Skoda pianó-
leikari. Stjórnandi:Leopolds
Hager. Flutt er tónlist eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
a. Sinfónia i D-dúr (K97). b.
Pianókonsert i F-dúr
(K459). c. Tvær konsertari-
ur (K272 og K538) fyrir
sópran og hljómsveit. d.
Sinfónia i Es-dúr (K132).
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Þættir um Jóhannes
Kjarval.Birgir Kjaran hag-
fræðingur flytur.
18.00 Stundarkorn með gitar-
leikaranum Julian Bream.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Til umræðu: Herinn —
þýðing hans og staða i vit-
und þjóðarinnar Baldur
Kristjánsson sér um þátt-
inn.
20.00 íslensk tónlist Jórunn
Viðar leikur „Svipmyndir
fyrir pianó” eftir Pál Isólfs-
son.
20.30 Skáld við ritstjórn. Þætt-
ir um blaðamennsku
Einars Hjörleifssonar,
Gests Pálssonar og Jóns
Ólafssonar i Winnipeg. —
Fjórði þáttur. Sveinn Skorri
Höskuldsson tók saman.
Lesarar með honum: Óskar
Halldórsson og Þorleifur
Hauksson.
21.15 Kvöldtónleikar. Gérard
Souzay syngur lög eftir
Franz Schubert, Hugo Wolf
og Robert Schumann,
Dalton Baldwin leikur á
pianó.
21.45 „Jiíli”, smásaga eftir
Gunnar Finnsson Sigurður
Karlsson leikari les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
13. október
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55: Séra
Guðmundur Óskar Ólafsson
flytur (a.v.d.v.).'
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Björg Arnadóttir les
söguna „Bessf” eftir Doro-
thy Canfield i þýðingu Silju
Aðalsteinsdóttur (7). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög