Tíminn - 12.10.1975, Side 39

Tíminn - 12.10.1975, Side 39
TÍMINN 39 © Tíðahvörf einkennin sem þvi eru samfara geta verið það mikil, að þau valdi verulegum óþægindum, sem svo hafa óæskileg áhrif á lif þeirrar konu sem i hlut á. í þessu sam- bandi ermikilvægt að benda á, að oft nægir ekki að veita þessum sjúklingum venjulega læknis- fræðilega meðferð, heldur er nauðsynlegt, að gott samband og gankvæmt traust sé til staðar og læknir og sjúklingur geti skipst á skoðunum hindrunarlaust. Mikilvægt er, að sá læknir sem I hlut á, viti sem mest um hagi sjúklingsins. Lækninum ber að gefa sér nægan tima til að út- skýra hlutina, með þvi móti getur hann oft eytt kviða og óþarfa áhyggjum sjúklingsins. Oft er full ástæða til þess að ræða einnig við eiginmenn sjúkl- inganna, en þvi miður vinnst sjaldan timi til þess. Oft er unnt að hjálpa þessum sjúklingum með þvi að leysa ýmsan félags- legan vanda, sem að þeim steðj- ar. Margar konur hafa of litið fyrir stafni á þessu timabili og hefðu gagn af að fá sér vinnu utan heimilisins. Það er þvi sjálfsagt að hafa um þetta samvinnu við félagsráðgjafa, þar sem þeir starfa. Miðaldra konur eru nú óhrædd- ari en áður við að ræða kynferðis- vandamál sin. Ef um er að ræða dyspareuni er unnt að gefa smyrsl til að draga úr sársaukan- um. Einnig getur psykoterapi gert gagn. Miðar hún þá að þvi að skýra út málið fyrir sjúklingnum og draga úr óþarfa áhyggjum. Margar konur, einkum giftar, hafa samfarir fram yfir sjötugt. Oft er þá ekki beinlinis um að ræða kynferðislega þörf heldur umhyggju og ástúð gagnvart eiginmanni. Það er engin ástæða til að örva konúr til að taka þátt i atferli sem þær ráða ekki við en stundum þurfa þær hjálp til þess að geta haldið áfram einhverju kynferðislifi. Þess ber þó að gæta, að karlmenn, sem teknir eru að reskjast, eiga iðulega einnig við kynferðisleg vandamál að striða. Oft næst ekki árangur með viðtölum eða félagslegum ráð- stöfunum og þá verður að gripa til lyfja. Þegar um einkenni frá ósjálfráða taugakerfinu er að ræða, fer meðferðin eftir þvi hve þau eru á háu stigi. Ef óþægindin eru væg, næst iðulega góður árangur með róandi lyfjum. Gjarnan má gefa spasmolytica með. T.d. má nota Bellergal retard, 1 töflu kvöld og morgna. í þessum töflum er ergotamin tar- tat 0.6 mg og phenemal 40 mg. Ef óþægindin láta ekki undan Bellergal eða eru á háu stigi, er rétt að gefa östrogenhormón, annað hvort i töfluformi eða sprautum. östradiol valerianat. t.d. tabl. Prögynova, er þá heppi- legt lyf. Til að byrja með eru not- uð 1-2 mg á dag, en ef það nægir ekki er skammturinn smáaukinn þangað til einkenninhverfa. Þá er skammturinn aftur minnkaður, það til komið er að þeim lægsta skammti, sem þarf til að sjúklingur verði einkennalaus. Oftast nægir 1 mg á dag. Sumir læknar hafa þann sið, að láta sjúkling taka lyfin aðeins 1/2 mánuð i senn og hvila sig i viku- tima á milli, t.d. Progynon-depot 10 mg f ml. Lyfið (1 ml) er þá gef- ið á 2ja-6 vikna fresti og ákvarð- ast tímabilið milli sprautannaaf þvi hvenær einkennin koma aftur i ljós. Þegar um östrogen-lyfjagjöf er að ræða, er alltaf gefinn sá skammtur, sem minnstur nægir til að halda einkennunum niðri, þvi of mikið magn getur valdiö blæðingum. Ef vart veður slikra blæðinga, er nauðsynlegt að rannsaka sjúkling m.t.t. illkynja æxlis og venjulega verður að skafa legið. Helstu aukaverkanir af östregenlyfjum eru þroti og eymsli i brjóstum og ógleði. Aður fyrr voru margir tregir tii að nota östrogen við einkennum frá ósjálfráða taugakerfinu (neurovegatavia symptom), enda þótt löngu séu ljós orðin hin æski- legu áhrif lyfsins. Astæðan fyrir þvi, að menn hafa verið ragir að nota lyfin, er óttinn við að þau get aukið hættuna á illkynja æxlum L brjósti og kynfærum. Ef ákveðnum músastofnum sem hætt er við cancer mammae, er gefið östrogen fá þær oftar en áður brjóstakrabba, en þó þvi að- eins og þær drekki móðurmjólk (Tvombly 1940). Mýs af stofnum, sem sjaldan fá cancer mammae, fá aftur á móti ekkert oftar brjóstakrabba, þótt þær fái östro- gen (Bouser 1936). Mýs, sem fá östrogen, fá oftar en önnur dýr krabbamein i legháls og leggöng (Gardner 1959). Þetta á þó ekki við um apa og marsvin en þeim er óhætt að gefa östrogen i langan tima án þess að hættan á cancer i kynfærum aukist (Lippschutz 1950). Konum með truflaða eggjastokkastarfsemi, sem leiðir til aukinnar östrogen-framleiðslu er hættara við krabbameini i leg- bol, en öðrum konum. Sama á við um konur, sem hafa ösrogen- myndandi æxli i eggjastokkunum (t.d. kornalagsfrumu-æxli). Við nákvæma athugun á skýrsl- um frá heilbrigðisráðuneyti Bandarikjanna var þó ekki unnt að sýna fram á að tiðni krabba- meins I brjóstum eða kynfærum á árunum 1930-1950 ykist, enda þótt notkun östrogen-lyfja færðist mjög i vöxt á þessu tfmabili (Shelton 1954). Greenblatt (1959) komst að svipaðri niðurstöðu, en hann athugaði skýrslur frá árun- um 1944-1959. Menn hafa þvf skipt um skoðun á þessu máli og flestir gefa nú orðið hiklaust östrogen við óþægindum, sem rekja má til breytingaskeiðsins. Varast ber að nota ösrogen- meðferð, ef um er að ræða: 1) krabbamein i brjösti eða kynfærum, jafnvel þótt talið sé, að sjúklingurinn hafi læknast af krabbameininu, 2) leiomyomiata uteri, þar sem vöxtur þeirra er háður östrogeni og meðferðin getur valdið þvi, að þau stækki. 3) hjartabilun með bjúg, þ.e. lyfið getur minnkað saltútskilnað og þar með aukið bjúginn. Ég vil vara við ofnotkun lyfja, sem innihalda bæði östrogen og androgen, t.d. Primodian (methyltes-tosteron + ethinyl- östradiol). Það hefur verið álit manna að karlkynshormón auki æskileg áhrif östrogens, en dragi jafnframt úr aukaverkunum. Séu karlkynshormón notuð of lengi, geta þau valdið breytingum | I barkakýli, sem fyrst koma fram sem hæsi og siðan sem dimm rödd. Þeir geta einnig valdið auknum hárvexti og stækkun á clitoris. Þessar breytingar geta komið á nokkrum mánuðum og ganga aldrei til baka. Sjálfur nota ég aldrei þessi lyf af framan- greindum ástæðum. Unnt er að meðhöndla stað- bundnar breytingar i leggöngum með östrogen-smyrslum, t.d. Dynöstrolsmyrsli. Smyrslið ber að nota daglega í 2 mánuði, en slðan 2svar i viku og auk þess við samfarir. Urethiritis senilis má oft með- höndla með mjög góðum árangri með peroral eða parenteral östro- gen-meðferð t.d. með östradio- valerianati. Hormónið östriol hefur veruleg östrogen-áhrif á leggöng og legháls, en hins vegar mjög litil áhrif á slimhúð legsins (Borglin 1959). Langverkandi stungulyf Triodurin (polyöstriol- phosphat) er á skrá i Sviþjóð en ekki hér, og er notað við urethritis senilis (Jönsson ’73). Notaði ég þetta lyf (80 mg. i.m. 3svar-4 sinnum á mánaðar fresti) i mörg ár með góðum árangri. Pre-menopausal-blæðinga- truflanir stafa fyrst og fremst af progesteron-skorti og er þvi skynsamlegast að nota gestagen- meðferð við þeim. Heppilegt lyf er tabl. Primolut-Nor. Eru þá gefnar 3 töflur á dag, frá 19.-26. tiðahringsdags. Sumir gefa „pill una” við þessum blæðingatrufl- unum, en rétt er að benda á að Lebech (1973) hefur sýnt fram á, að ethinyl-östradiol og estranol (ethinyl-östradiol 3-methyl- ether), þ.e.a.s. östrogen-efnin i „pillunni”, hækka serum-chole- streol, betalipoprotein og trigly- cerida, en minnka serum- antithrombin III. Þessar breytingar eru taldar auka hætt- una á thromboembolismus. Ýmsir læknar, einkum banda- riskir, hafa haldið þvi fram, að konur sem hættar eru að hafa blæðingar, eigi að fara i lang- tima-östrogen-meðferð — jafnvel ævilangt (Wilson 1972). Með þvi móti eigi að vera unnt að tefja fyrir ellihrörnun og draga úr osteoporosis og æðakölkun. Gagnsemi slikrar meðferðar er þó enn ósannað mál að flestra dómi. © Stúlka þetta mál, sem ég get ekki alveg áttað mig á. Ef ég vissi, hvað það er, gæti ég hjálpað ykkur. — Þá held ég, að þér verðið að hugsa fast, sagði Driscoll. — 1 augnablikinu er útlitið ekki gott fyrir yður. — Hafið þér nokkuð á móti þvi, að ég hugsi upphátt? Mér gengur yfirleitt betur að hugsa þannig, sagöi Embleton. — Farið bara af stað og hugsið upphátt, sagði lögreglumaðurinn. ■ — Látum okkur nú sjá, sagði Embleton. — Schaefer ók til verkstæðisins til að gera við bilinn sinn... Hann þagnaði og á enni hans myndaðist djúp hrukka. Skyndi- lega stökk hann á fætur. — Þar kom það, hrópaði hann. — Það er þetta, sem ég kom ekki fyrir mig! Hlutverkaskipti — Nákvæmlega hvað er það, sem þér hafið allt i einu áttað yðuur á? spurði Driscoll. —Svolitið i sambandi við Schaefer, svolitið, sem er svo litilfjörlegt, að furðulegt er, að ég skyldi fara að hugsa um það. Ég vissi, að það var eitthvað, en ég var ekki viss, hvað það gæti verið. En nú rann það upp fyrir mér. Þegar Schaefer kom aftur til dansstaðarins var hann i annarri skyrtu og öðrum buxum. Ég hugsaði ekkert um það þá, og ég er ekki viss um, að þau hin hafi tekið eftir þvi. Sliku tekur fólk yfirleitt ekki eftir. Driscoll varðstjóri tók fram vitnisburð Schaefers, las hann og sagði við Embleton: — Ég er hræddur um að við þurfum að halda yður hér aðeins lengur, en ég vona, að það verði ekki lengi. Meðan einn af lögregluþjónun- um sótti Embleton, fór Driscoll með samstarfsmanni heim til Schaefers. Þeim var sagt, að hann væri á vinnustað, og fundu hann á bilaverkstæðinu. Þeir tóku hann með sér á lögreglustöðina og báðu hann að lesa vitnisburð- inn sinn. Er hann hafði lokið því, spurði Driscoll: — Er ekkert, sem þér óskið eftir að breyta eða bæta við? Er vitnisburðurinn réttur og fullkominn eins og hann er? — Algerlega, sagði Schaefer. — Engu er við að bæta. Vitnisburð- urinn er fullkominn. — Það kemur ekkert fram i vitnisburðinum um, að þér fóruð heim og höfðuð fataskipti áður en þér fóruð aftur á dansstaðinn, sagði Driscoll. — Hvers vegna haíið þér ekki nefnt það? — Mér datt það ekki I hug, sagði Schaefer. -- Skyrtan og buxurnar voru ötuð i'aliu eftir bilaviðgerðina, svo að ég fór bara heim og hafði fataskipti. — Við viljum gjarnan sjá skyrtuna og buxurnar, sagði Driscoll. — Komið þér með okkur, eða verðum við að verða okkur úti um leitunarleyfi? Schaefer fölnaði og stamaði: — Nei, nei, ég kem með ykkur heim. Hann tók fram skyrtu og buxur, sem ekki báru nein merki um oliu- eða fitubletti, en þegar lög- reglumennirnir rannsökuðu her- bergið, sáu þeir, að rúmdýnunni hafði verið sprett upp á hliðinni. Inni i dýnunni fundu þeir blóði drifinn fatnað, skyrtu, nærskyrtu og buxur. Einnig fundu þeir pappirshnif með blóðblettum. Schaefer snéri sér að móður sinni og stóðá öndinni af gráti. — Ég ætlaði ekki að gera það, mamma, stundi hann upp. — Ég vildi ekki gera henni mein. Alltof falleg Á lögreglustöðinni sagði Schaefer: — Irma var alltof lag- leg. Hún var fallegasta stúlkan, sem ég hef nokkurn tima séð, og ég varð ástfanginn af henni. Ég gat ekki hætt að hugsa um hana, en hún hló bara að mér og striddi mér. Ég sagði henni, að ég væri hrifinn af henni og spurði, hvort við gætum ekki rætt út um málið. — Hún sagðist geta hitt mig með leynd einhvern tima, þegar það hentaði mér. Foreldrar minir eru mjög strangir., og ég var hræddur um, að þau kæmust að þvi, að ég færi einsamall út með Irmu. Ég beið eftir henni i bilnum þarna um kvöldið. Það var ekkert að bilnum. Ég hafði bara skrökv- að þvi. Við ókum á þennan stað, lögðum bilnum og töluðum um ást. — Hún sagðist hafa áætlanir um að komast áfram i starfi, en að hún hefði ekkert á móti þvi, að ég skrifaði henni, og hún myndi skrifa á móti. Ég reyndi að kyssa hana, en hún streittist á móti. Hún neitaði og sagðist vera svo siðsöm stúlka. ,En ég var alveg óður I hana og gat stungið hend- inni undir blússuna hennar. Þá fór hún að lemja mig. Ég dró hana út úr bilnum og reyndi að fá hana þangað, sem ég vildi. En hún barðist á móti eins og villi- dýr. Ég var með þennan hnif og fór að stinga i hana. Ég var hræddur um, að hún færi til lög- reglunnar og kærði mig fyrir nauðgunartilra un. — Eg sá að það blæddi úr henni, og hún virtist vera með- vitundarlaus, en ég varð að drepa hana. Ég varð að láta hana þegja. Ég gat ekki leyfthenni að lifa. Þið skiljið það, er það ekki? Ég varð að drepa hana, það var engin leið önnur! Sekur Þegar Roy Schaefer stóð i réttarsalnum, játaði hann á sig morðið á fegurðardisinni Irmu Gamba. Hann var dæmdur fyrir það, sem i amerísku réttarfari er nefnt annars stigs morð. — Þetta er harmleikur, sagði verjandinn við dómarann, Arthur L. Cook. — Þessi ungi maður var innilega ástfanginn af stúlkunni. Hefði hún bara leyft honum að kyssa sig, kynni að hafa farið á annan veg, en þegar hún neitaði honum um að kyssa sig, missti hann sjálfsstjórnina og drap hana. — Hann tók stein og sló hana i höfuðið til að vera viss um að hún væri dáin, sagði ákærandinn. — Þá sýndi hann, að hann ætlaði sér að drepa hana. Ekki var um annað að ræða fyrir Schaefer en að fallast á þetta. Ég hef tekið tillit til hins lága aldurs hins ákærða, en sé ekkert annað honum tii málsbóta, sagði dómarinn. — Þvi dæmist hann til fangelsisvistar, allt frá 30 árum til ævilangrar. Dómurinn hefur i för með sér, að hann verður að af- plána a.m.k. 15 ár áður en hann getúr sótt um náðun. (þýtt: K L ) Kaupið bílmerki Landverndar ►Verjum rBgróöurJ verndum land Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstotu Landverndar Skólavörðustíg 25 NOTAÐIR FORD TRAKTORAR TIL SÖLU FORD 5000 — árgerð 1965 —75 hestafia — ca. 3300 tímar í mjög góðu lagi m/öryggisgrind og klæðningu. FORD 7000 — árgerð 1974 — 94 hestafla — ca. 700 tímar — sem nýr — m/vönduðu húsi. Báðar vélarnar eru til afgreiðslu strax. Upplýsingar hjá sölumönnum. Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEJLD Ármula 3 Reykjavik sim.i 38900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.