Tíminn - 14.10.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 14.10.1975, Qupperneq 9
Þriðjudagur 14. október 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaðaprentH.f. Bandaríkin og fisk- veiðilögsagan Það er sögulegur atburður, að fulltrúadeild Bandarikjaþings hefur samþykkt frumvarp um útfærslu fiskveiðilögsögu Bandarikjanna i 200 milur, og skuli hún taka gildi 1. júli næstkomandi. Svipað frumvarp er til meðferðar i öldungadeild- inni, og verður vafalaust samþykkt þar. I þvi frumvarpi er hins vegar ekki tilgreindur ákveðinn útfærsludagur, heldur er það lagt i vald forsetans að ákveða hann. Deildirnar eiga eftir að koma sér saman um þetta atriði, en ósennilegt er, að það sæti ágreiningi. Liklegast er, að samkomulag verði um útfærsludag á siðari hluta næsta árs, eða eftir fund hafréttarráðstefnunnar, sem haldin verður i New York i april—mai næstkomandi. Af hálfu Bandarikjaforseta og rikisstjórnarinnar hefur verið lögð áherzla á, að útfærslan dragist fram yfir lok ráðstefnunnar, en liklegt virðist nú, að stjórnin sætti sig við, að útfærslan dragist að- eins fram yfir fundinn i New York. Náist ekki sam- komulag þar, verði ekki beðið lengur. Eftir að Bandarikin hafa fært fiskveiðilög- söguna út i 200 niilur munu mörg riki fylgja á eftir, hvað sem hafréttarráðstefnunni liðurLiklegt er, að þetta verði til þess, að aukið kapp verði lagt á að reyna að flýta störfum hennar, og helzt að ljúka þeim i öllum meginatriðumá næsta ári. Svo langt er nú þróunin komin, að fullvist er, að ekki mun nást samkomulag um annað en að fiskveiði- lögsagan megi vera allt að 200 milur. Sennilega verður þvi ekki um neina teljandi andstöðu að ræða gegn 200 milunum. Þau riklsem vilja halda i sérréttindi innan 200 milna efnahagslögsögu strandrikis.munu ekki lengur berjast gegn sjálfum mörkunum, heldur reyna að skerða lögsöguna með ýmsum undanþáguákvæðum. I sambandi við fiskveiðilögsöguna, verður þá sérstaklega reynt að berjast gegn þeim ákvæðum, sem íslendingar hafa átt mestan þátt i að koma inn i textann, sem nú liggur fyrir. Þessi ákvæði eru, að strandrikið hafi sjálft vald til að ákveða hámarksaflann, og hve mikið það getur sjálft nýtt af honum. Þau riki, sem hafa andstæðra hagsmuna að gæta, vilja koma inn þvi ákvæði, að komi upp deilur vegna aflahámarksins og nýtingargetu strandrikisins, skuli gerðardómur skera úr. Þetta mun verða helzta átakamálið á ráðstefnunni i sambandi við fiskveiðilögsöguna . Þvi miður hefur gerðardómshugmyndin veru- legt fylgi á hafréttarráðstefnunni, þótt enn sé ekki kannað, hve mikið það er. Það hefur enn litið verið rætt á fundum ráðstefnunnar sjálfrar. Hinsvegar hefur sérstök nefnd, sem hefur starfað i óbeinum tengslum við ráðstefnuna, unnið að þvi að semja reglur um gerðardóm, sem skæri úr öllum á- greiningsefnum, sem risu vegna ákvæða nýrra hafréttarlaga. Þessi nefnd skilaði itarlegu áliti i lok Genfarfundarins siðast liðið vor, og verður það vafalaust lagt fyrir fundinn i New York næsta vor. Bandarikin hafa haft aðalforustu um þetta nefndarstarf, og virðast þau njóta stuðnings margra áhrifamikilla rikja. Erfitt er að dæma um, hve mikið þeim hefur orðið ágengt, þvi að hér hefur fyrst og fremst verið unnið að tjaldabaki. Það verður eitt aðalverkefni íslendinga á haf- réttarráðstefnunni að vinna gegn þvi, að gerðar- dómur nái á einn eða annan hátt til fiskveiðilög- sögunnar, þvi að hann gæti leitt til óeðlilegrar skerðingar á henni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Whitelaw stóð sig betur en Thatcher Hann er nú vinsælasti leiðtogi brezkra íhaldsmanna William Whitclaw að undirbúa ræðu sina á flokksþinginu. FLOKKSÞING brezkra i- haldsmanna var háð i siðustu viku. Þetta var fyrsta þing flokksins, sem var háð undir forustu Margaret Thatchers. Flest þótti benda til að hún væri föst i sessi sem flokks- formaður að sinni, enda óheppilegt að skipta oft um formann. Hinsvegar virtist ekki rikja nein ánægja með formennsku hennar. Andrúmsloftið á þinginu virt- ist lævi blandið, og sumir fundarmenn liktu þessum fundi við flokksþing republik- ana, sem kaus Barry Gold- water sem forsetaefni. Þetta var m.a. byggt á þvi að Thatcher reynir að færa flokk- inn meira til hægri en áður. Vinnubrögð flokksforustunn- ar eða skuggaráðuneytisins á þingi voru gagnrýnd meira en áður eru dæmi til. Það kom hinsvegar i veg fyrir, að sam- þykkt væri ályktun, sem fól i sér gagnrýni, að William Whitelaw, varaformaður flokksins, flutti snjalla og sannfærandi ræðu. Whitelaw var tvimælalaust sá leiðtogi flokksins, sem bæði á þennan og annan hátt styrkti mest stöðu sina. Tvimælalaust harma nú margir, að White- law skyldi ekki vera valinn eftirmaður Heaths. Hann gaf hinsvegar ekki kost á sér fyrr en eftir að Thatcher hafði fellt Heath i fyrstu atkvæða- greiðslu við formannskjörið, en þá var það orðið um seinan. Hann tók ósigrinum vel og féllst á að verða varaformað- ur, þegar Thatcher fór þess á leit við hann, og hefur stutt hana drengilega siðan, þótt hann dylji ekki, að hann sé frjálslyndari en hún. T.d. skoraði hann á flokksbræður sina i sambandi við þingið, að þeir styddu eindregið þær efnahagstillögur rikisstjórnar Wilsons, sem nú er verið að framkvæma, en þær fela m.a. I sér, að kaup megi ekki hækka meira en nemur átta sterlingspundum á mánuði. Hann sagði, að það væri óhag- stætt öllum, ef þær misheppn- uðust. WHITELAW þótti sýna mikla djörfung, þegar hann tók við embætti ráðherra Norður-trlands veturinn 1972. Þá var óöldin á Norður-trlandi meiri en nokkru sinni fyri; og siðar. Brezka stjórnin ákvað þvi að vikja heimastjórninni á Norður-trlandi til hliðar og taka öll yfirráð Norður- Ir- lands i sinar hendur. Heath fól Whitelaw þetta vandasama starf, og þótti honum takast það vonum framar. Málum þokaði á ýmsan hátt til betri vegar, meðan Whitelaw fór með stjórnina,en þau hafa versnað að nýju siðan. Það var vafa- laust styrkur fyrir Whitelaw i þessu vandasama og áhættu- sama embætti, að hann hafði oft áöur komizt i hann krapp- an. Hann var herforingi i skriðdrekasveitum Breta á striðsárunum, og lenti þá oft i hörðum orrustum. I einni þeirra stjórnaði hann 14 skrið- drekum, sem voru sendir fram til sóknar, en aðeins þrir komu aftur. Whitelaw segir, að það hafi verið erfiðasta verk hans um dagana að skrifa aðstandendum þeirra, sem létust i þessum harða leik, og tilkynna þeim fall þeirra. Sjálfur fékk hann kross fyrir framgöngu sina, og hans var oft getið i skýrslum fyrir hetjuskap. Whitelaw er lika þekktur fyrir það að taka lifinu með ró, þótt hann mæti andspyrnu. Sú saga er allfræg, að á kosn- ingafundi einum gerðu uppi- vöðslusamir andstæðingar hans hróp að honum, en hann svaraði þeim i fundarlok: Nú verð ég þvi miður að fara á annan fund. Þiö ættuð bara að koma með mér, og ég skal láta ykkur fá far i bilnum minum. William Stephen Ian White- law fæddist 28. júni 1918. Hann er kominn af þekktum skozk- um ættum. Faðir hans lézt, þegar hann var eins árs, og ólst hann þvi upp hjá afa sin- um, sem var efnaður landeig- andi og þingmaður, og um skeið formaður ihaldsmanna i Skotlandi. Whitelaw komst þvi snemma i kynni við stjórnmálin, en ekki fara þó miklar sögur af stjórnmála- legum afskiptum hans i upp- vextinum. Hann hlaut svipað uppeldi og yfirstéttarungling- ur á þeim dögum. Hann stund- aði nám við menntaskólann i Winchester og háskólanám við Trinity College i Cambridge. Hann vann sér engan sérstak- anorðsti'r sem námsmaður, en hlaut þeim mun meira álit sem iþróttamaður. Einkum þótti hann skara fram úr i golfiþróttinni. Hann útskrifað- ist 1939 með annarri einkunn i sögu og þriðju einkunn i lög- um. Hann gekk i herinn skömmu siðar og var i honum öll striðsárin. Hermennskan féll honum vel, og hugðist hann i fyrstu halda henni áfram. Niðurstaðan varð samt sú, að hann gekk úr hernum 1947 og gerðist bóndi i Penrith I Cumberland, sem er i Norð- ur-Englandi, og hefur hann búið þar góðu búi siðan og get- ið sér gott orð fyrir nautgripa- rækt. Hann segist hafa mikla ánægju af bUskapnum og dvel- ur eins oft á bUi sinu og hann getur við komið. Það hefur þó orðið stopult i seinni tið. FLJÓTLEGA eftir að White- law byrjaði bUskap, hóf hann einnig afskipti af stjórnmál- um. Hann féll i kosningunum 1950 og 1951 en árið 1955 náði hann kosningu i Penrithkjör- dæmi. Hann hefur verið endurkosinn þar jafnan siðan. Whitelaw vann sér fljótt mikið álit meðal þingmanna. Hann er yfirleitt glaður og reifur, en getur þó verið skap- bráður og harður, ef þvi er að skipta. Hann hefur þótt bæði laginn samningamaður og einbeittur stjórnandi. Hann kynntist Heath fljótlega eftir að hann kom á þing, og hefur kunningsskapur þeirra haldizt jafnan siðan. Sagan segir, að hann hafi verið sá samverka- maður Heaths, er hafi dugað honum bezt i kosninga- baráttunni 1970, en Heath átti þá oft erfiða daga, þar sem þvi var almennt spáð, að thalds- flokkurinn myndi biða ósigur. New York Times hafði það þá eftir Whitelaw, að hann treysti dómgreind Heaths takmarka- laust, og myndi þvi fara að skipunum hans i hvfvetna. Þessu til aukinnar áherzlu bætti Whitelawvið: ,,Ef Heath segði mér á morgun að ég ætti að verða sendiherra á íslandi, þá myndi ég fara tafarlaust til islands.” Þegar Heath myndaði rikis- stjórn sina i júli 1970, tilnefndi hann Whitelaw Lord President of the Council, og leiðtoga flokksins i neðri málstofunni, en sameiginlega er þetta mikil virðingar- og valdastaða. Whitelaw reyndist m jög snjall leiðtogi ihaldsmanna i neðri málstofunni og þótti sameina bæði samningalipurð og stjórnsemi. Það mæltist þvi almenni vel fyrir, þegar hann var skipaður ráðherra Norður-lrlands. Þegar efna- hagsvandinn heima fyrir jókst, kallaði Heath Whitelaw frá Norður-lrlandi og fól hon- um að hafa stjórn efnahags- málanna með höndum. Hann gegndi þvi starfi þó skamma hrið, þvi að stjórn Heaths beið ósigur i kosningunum, sem hann efndi til i febrúar 1974 vegna námumannaverkfalls- ins. Talið er, að Heath hafi ekki farið þar að ráðum Whitelaws, sem vildi semja við námumenn; Whitelaw hélt þó áfram trúnaði sinum við Heath, og neitaði þvi að gefa kost á sér til framboðs gegn honum um flokksformennsk- una. eins og áður er rakið. llefði hann gert það i tima. væri hann nú vafalitið formað- ur thaldsflokksins. Whitelaw er mikill vexti og ber sig vel. Hann kvæntist 1943, og eiga þau hjón fjórar dætur. Hann iðkar enn golf i tómstundum. En þeim hefur fækkað iseinni tið. enda segja vinir hans. að stjórnmálin eigi orðið hug hans fvrstog fremst. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.