Tíminn - 14.10.1975, Page 19
Þriðjudagur 14. október 1975.
TÍMINN
19
—
Rangæingar
Aðalfundur Framsóknarfélaganna verður haldinn i félagsheim-
ilinu að Hvoli Hvolsvelli, laugardaginn 18. okt. kl. 14. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmaþing.
Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mætir á fundinum.
Stjórnin.
Keflavík
Fundur verður haldinn i fulltrúaráði Framsóknarfélaganna f
Keflavik, fimmtudaginn 16. okt. kl. 20.30. Fundarefni: Vetrar-
starfið. — Stjórnin.
M
11 Tryggir 1 Fosfórríkt i Mjög 1 Eykur
|§ heilbrigði | Ca/P 1:3 |j lystugt | afurðir
fDagna mineial
STEINEFNABLANDA
Allt í þágu
landbúnaðarins
BRAUN SYNCHRON PLUS
Örþunnt platínuhúðað blað
Það er leyndardómur hins snögga og
mjúka raksturs
Snöggur og mjúkur á
raksturinn að vera.
Hann á svo sannarlega
ekki að vera harður og
óþægilegur.
Þess vegna er blaðið húðað
örþunnri platínuhúð og það
er mjúkt þegar það leggst
þétt að húð þinni.
Platínuhúðin er öruggasta
tryggingin fyrir þægilegum,
snöggum og mjúkum rakstri.
Þessi þægilegi, snöggi ogmjúki
rakstur er ástæðan
fyrir því, að þér kaupið og notið
BRAUN SYNCHRON PLUS rakvélina.
Fæst í rattækjaverzlunum í Reykjavík og víða
um land og hjá okkur.— Verð kr. 12.385.
Sími sölumanns er 1-87-85.
BRAUN-UMBOÐIÐ:
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS
Ægisgötu 7 — Sími 17975/76
O Iþróttir
Anfield Road. Fyrst skoraði hann
með skalla, eftir hornspyrnu Ke-
vin Keegan, siðan skoraði hann
glæsilegt mark — með þrumu-
skoti — og aðeins þremur min.
fyrir leikslok rak hann enda-
hnútinn á ,,hat-trick” sitt. 1
millitiðinni hafði Bob Hatton
skorað fyrir Birmingham.
BRYAN HAMILTON skoraði
sigurmark Ipswich á Victoriu-
leikvellinum i Stoke-on-Trent. —
Fyrsti útisigur Ipswich á
keppnistimabilinu varð þar
staðreynd.
Francis Lee meiddist á fæti i
leik Derby gegn Norwich. Óvist
er hvort hann getur leikið með
Derby-liðinu gegn Real Madrid i
Evrópukeppninni. — Ég hélt
.fyrst að ég væri brotinn, en nú er
ég vongóður um, að svo sé ekki
— tærnar á méreru allar bólgnar,
sagði Lee eftir leikinn.
ANDY GRAY.sem Aston Villa
keypti frá Dundee United fyrir
110 þús. pund, skoraði sitt fyrsta
mark fyrir nýja félagið — gegn
Tottenham á Villa Park. Þessi
sókndjarfi leikmaður skoraði
(1:0) með skalla. John Pratt
jafnaði siðan(l:l) fyrir Lundúna-
liðið. Terry Naylor,varnarmaður
Tottenham, var rekinn af leikvelli
i leiknum — þetta var i fyrsta
skipti sem hann hefur verið tek-
inn af leikvelli. — Ég vissi ekki
hvaðan á mig stóð veðrið, þegar
dómarinn sýndi mér rauða
spjaldið — þessi ákvörðun hans er
óskiljanleg, hrein martröð, sagði
Naylor, eftir leikinn.
ÚLFARNIR unnu stórsigur
(5:1) i leik gegn botnliðinu
Sheffield United. John Richards
(2) Ken Hibbitt (2) og Willie Carr
skoruðu fimm mörk Úlfanna, en
John Flynnskoraði fyrir United.
PETER OSGOOD átti stórleik
með Dýrlingunum frá
Southampton, þegar hann lék
gegn fyrrum félögum sinum úr
Chelsea. Osgood var potturinn og
pannan i stórsigri (4:1)
Dýrlinganna — Channon (2)
Stokes og Holmes skoruðu mörk
þeirra, en Wilking skoraði mark
Chelsea. Tony Tower, vitaspyrna
„Pop” Robson og Bill Hughes,
skoruðu mörk Sunderland gegn
Orient. Alan Mullery fyrirliði
Fulham var bókaður á laugar-
daginn — hann lék sinn 650. deild-
arleik þá gegn Nottingham
Forest.
0 Iðnþing
að efla þurfi meistaraskólana og
að gera þurfi þá að skilyrði fyrir
veitingu meístarabréfa. Vakin er
athygli á þýðingu námsskrár-
gerðar fyrir verknámið og þess
krafizt, að beiðni Iðnfræðsluráðs
um fjármagn til námsskrárgerð-
ar verði afgreidd án niðurskurð-
ar. .
Um fjármögnun fræðslumála
segir að öðru leyti i ályktuninni:
„Til fræðslumála er árlega varið
stórum hluta þjóðartekna. Eðli-
legt væri að ráðstöfun svo mikilla
fjármuna væri byggð á raunhæfri
athugun, enda verður að telja, að
fræðslukerfið sé ekki undanþegið
þeirri skyldu, sem hvilir á öðrum
stofnunum og borgurum, að
stuðia að auknum þjóðartekjum
og bættri afkomu þjóðarbúsins.
Tvimælalaust er fjármögnun á
vel skipulögðu verkmenntakerfi
arðbær fjárfesting og nauðsynleg
stoð i efnahagslifi hverrar þjóðar,
en misvöxt fræðslukerfa verður
að skoða sem bruðl á fjármunum
þjóðarinnar. Þvi er nauðsynlegt
að stjórnvöld láti gera hagfræði-
lega könnun á þvi hvert beina
skuli þeim fjármunum sem veitt-
ir eru til fræðslumálanna.’
Samþykkt var að hvetja til end-
urskoðunar á fjarskiptalögunum
frá 1941 og þess er krafizt, að út-
varpsvirkjum verði heimilað af
hálfu Póst- og simamálastjórnar
að annast uppsetningu og við-
gerðarþjónustu á talstöðvum,enda
er hér um mikið öryggismál að
ræða og bætta þjónustu við not-
endur. Þvi er harðlega mótmælt,
að Póst- og simamálastjórn gefi
út til handa óiðnlærðum mönnum
„Löggildingarskirteini útvarps-
virkja” án þess að þeir taki
sveinspróf i útvarpsvirkjun.
Þá var á þingfundi á laugardag
rætt um hugsanlega upptöku
virðisaukaskatts hér á landi, en
ekki þótti rétt að álykta i þvi máli
á þessu stigi.
Eivind Halle, framkvæmda-
stjóri norska iðnsambandsins
fluttilðnþingi kveðjur frá Noregi,
en hann er einn þriggja erlendra
gesta, sem viðstaddir voru
Iðnþing að þessu sinni.
Siðasta mál á dagskrá 36.
Iðnþings Islendinga var stjórnar-
kjör i framkvæmda- og sam-
bandsstjórn. Sigurður Kristins-
son, málarameistari i Hafnar-
firði, var einróma endurkjörinn
forseti Landssambands iðnaðar-
manna og varaformaður Þórður
Gröndal, verkfræðingur. Aðrir i
framkvæmdastjórn voru kjörnir:
Gunnar S. Björnsson, húsasmiða-
meistari, Þórarinn Sveinsson,
framkvæmdastjóri, Asgrimur P.
Lúðviksson, húsgangabólstrara-
meistari, Gunnar Guðmundsson,
rafverktaki, Arnfriður Isaksdótt-
ir, hárgreiðslumeistari, Ólafur
Pálsson, húsasmiðameistari og
Egill Jónsson, framkvæmda-
stjóri. Úr stjórn sambandsins
gengu: Karl Maack, Jón Sveins-
son og Guðbjörn Guðmundsson.
Fyrsta tram-
sóknarvist
FR í vetur
Fyrsta framsóknarvist vetrarins verður að Hótel Sögu, i Súlna-
salnum, miðvikudaginn 22. október kl. 20:30. Sverrir Bergmann
læknir flytur ávarp. Stjórnandi verður Baldur Hólmgeirsson.
Framsóknarfélag Reykjavikur.
Þorlókshöfn — Ölfusshreppur
Aðalfundur Framsóknarfélags Olfusshrepps verður haldinn i
Barnaskólanum i Þorlákshöfn sunnudaginn 19. október kl. 15.30.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Starf félagsins á
komandi vetri. 3. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur
flytur ræðu um landhelgis og efnahagsmál. 4. önnur mál.
Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónssori og Jón Helgason mæta
á fundinum. Mætið stundvislega. Stjómin.
UTANLANDSFERÐ
r
Odýr Lundúnaferð
Nú fer hver að verða siðastur að tryggja sér miða i hina ódýru
Lundúnaferð Framsóknarfélaganna. Þeir, sem eiga pantaða
farseðlaeru beðnir um að sækja þá, annars er hætt við að þeir
verði seldir öðrum. Skrifstofan Rauðarárstig 18 — Simi 24480.
Hafnarf jörður — Framsóknarvist
Þriggja kvölda spilakeppni hefst n.k. fimmtudagskvöld, 16.
október, i Iðnaðarmannasalnum, Linnetsstig 3, kl. 20:30.
Kvöldverðlaun. Heildarverðlaun:
Sólarferð með FERÐAMIÐSTÖÐINNI fyrir tvo, n.k. vor.
Framhald spilakvöldanna verður 30. okt. og 13. nóv.
Athugið, að hér er um að ræða frekar lltinn sal. Mætið þvi stund-
vislega. Framsóknarfélögin i Hafnarfirði.
Haustfagnaður FUF í Reykjavík
verður haldinn i Félagsheimili Fóstbræðra laugardaginn 18.
október, og hefst kl. 21. Hálfbræður skemmta.
Ópus leikur fyrir dansi.
392
590
285
390