Tíminn - 12.11.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 12.11.1975, Qupperneq 3
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 3 Kippur kom í sölu á nautakjötinu SJ-Reykjavik.Sala á nautakjöti hefur aukizt eftir verðlækkun- ina vegna breytinga á niður- greiðslum á kjöti. Timinn hringdi i þrjár kjötbúðir i gær og varð niðurstaðan alls staðar á þann veg að eftirspurnin hefði aukizt. — Verðið á nautakjöti lækk- aði hjá okkur á föstudag og salan hefur verið meiri siðan, sagði afgreiðslustúlka sem varð fyrir svörum hjá Matardeild SS i Hafnarstræti. Dýrasta nauta- kjötið, filet, kostar þar nú kr. 1681 i smásölu en kostaði áður kr. 2000 hvert kg. Ódýrasta nautakjötið, bógsteik, lækkaði úr kr. 700 kilóið i 438. Verðið á kindakjöti hefur hækkað i Mat- ardeildinni, en ekki virðist hafa orðið breyting á sölunni. — Já ekki get ég neitað þvi, þær hafa verið að spyrja um nautakjöt, sagði Guðlaugur Guðmundsson i Kjötbúðinni Hofsvallagötu 16. Ég hef ekki haft nautakjöt á boðstólum lengi undanfarið. Það hefur ekki þýtt að hafa það við hliðina á fol- aldakjötinu. verðmunurinn hefur verið svo mikill. Þótt spurt hafi verið um nautakjötið hefur það ekki selzt. Lækkunin breytir eflaust einhverju, en ég er ekki búinn að panta nautakjöt enn. — A mánudag var töluvert um að fólk hamstraði kindakjöt, en svo er rólegra i dag (þriðju- dag), fólk reiknar með þvi að verðið hafi hækkað nú þegar, en það verður óbreytt meðan birgðir endast. Konurnar reka upp stór augu þegar þeim er sagt að verðið sé enn það sama. Hjá Kjötverzlun Tómasar á Laugarvegi fengust þau svör að heldur meiri hreyfing væri i nautakjöti eftir lækkunina, en ekki væri alveg að marka við- brögð viðlækkuninni ennþá. Hjá Tómasi er nú áætlað verð á nautakjöti, þvi ekki er búið að reikna nákvæmlega út hvert verðið verður i smásölu og á unnum vörum. Undafarið hefur verzlunin einungis boðið nautahakk, gullas og buff i smá- sölu, þvi litil eftirspurn hefur verið eftir dýrum nautasteik- um. Verðlækkunin kann að breyta nokkru þarna um, sögðu þeir hjá Tómasi. — Hækkunin á kindakjöti er enn ekki komin til framkvæmda hjá okkur, en svo verður alveg á næstunni. Enn eiti hana- slys Gsal—Reykjavik — Enn eitt banaslysið varð i umferðinni i fyrradag, er 45 ára gömul kona, Kristjana H a lld órs dótt ir, Neðri-Dálksstöðum, Svalbarðs- strönd, varð fyrir bil á Norður- landsvegi, og lézt skömmu siðar á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta er 27. banaslysiö i um- fcrðinni á árinu. Slysið varð á Norðurlands- vegi, skammt norðan við veginn sem liggur að flugstöðinni á Akureyri. Kristjana heitin hafði lagt bil sinum öðrum megin vegarins, og farið siðan yfir hann þeirra erinda að hafa ttd af fólki, sem var i bil handan veg- arins. Hún var á leið yfir að bil sinum aftur, er slysið varð. Að sögn lögreglunnar á Akureyri kvaðst bilstjórinn, sem ók á konuna, ekki hafa séð til hennar fyrr en hún birtist allt i einu framundan bilnum, — og hefðu hemlar ekki virkað. Lögreglan kvað veður hafa veriðágætt, þurrt, en skýjað, og þvi hefði slæmu skyggni ekki verið til að dreifa i þessu tilviki. Þá nefndi lögreglan, að götulýs- ing á þessum stað væri ágæt. Kristjana hefði orðið 45 ára i gær. 27 dauðaslys í umferðinni — Bæti vegfarendur ekki ráð sitt verður slysaaidan ekki stöðvuð Oó-Reykjavik. Sú hryðja dauðaslysa, sem orðið hefur i umferðinni undanfarnar vikur, hefur vakið óhug og von er, að spurt sé, hvað valdi og hvernig fyrirbyggja megi, að fleiri fórn- arlömb falli i valinn, en þegar er orðið. Sú spurning hlýtur einnig að vakna, hvort þessi mikla slysatiðni sé óeðlileg og þá með tilliti til hins gifurlega fjölda ökutækja, sem nú eru i notkun og þess ökulags, sem alltof margir bilstjórar leyfa sér að viðhafa, og kæruleysi gangandi vegfarenda gagnvart bilaum- ferð. Við hverja er að sakast, umferðaryfirvöld, lögreglu, skipulagsyfirvöld eða vegfar- endur sjálfa, akandi og gang- andi? Sjálfsagt eiga hér allir einhvern hluta að máli, en fyrst og fremst hljóta það að vera vegfarendur sjálfir sem verða að endurskoða ökulag sitt og skeytingarleysi gagnvart öðr- um i umferðinni. — Við höfum nóg af reglum til að fara eftir i umferðinni, sagði Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, við Timann i gær, vand- inn er sá að fá vegfarendur til að fara eftir þeim. Lögreglan getur ekki verið alls staðar og það verður að treysta þvi að öku- menn fari eftir settum reglum þótt þeir eigi ekki von á áminn- ingu eða sektum fyrir umferð- arbfot. Lögreglán gerir sitt bezta, en það dugir ekki. Við verðum fyrst og fremst að gera okkur ljóst, að ökutæki eru hættuleg. Ef ökumenn og gangandi veg- farendur koma ekki til móts við okkur og bæta ráð sitt verður slysaaldan ekki stöðvuð. Fólk verður að gera sér ljóst að við höfum ekki efni á þessu. Fyrir utan sóun mannslifa, örkuml og þjáningar er gifurlegur fjár- skaði af völdum umferðarslysa. Ótaldir eru þeir legudagar, sem slasað fólk eyðir á sjúkrahúsum og það kostar sitt. Tapaðir vinnudagar og tjón á farartækj- um er geysilegt. Þótt menn verði oft á dag vitni að grófum umferðarbrotum, sem ökumenn komast upp með og sleppa, þar sem enginn lög- gæzlumaður er vitni að atburð- um, skal þess getið að umferð- arsektir i Reykjavik i ár eru orðnar 6214 auk stöðusekta. Þetta bendir til að lögreglan hefur ekki verið alveg aðgerð- arlaus, en betur má ef duga skal. í Reykjavik eru 216 lög- regluþjónar, sem starfa á þri- skiptum vöktum. Þar af eru 40 i umferðardeild, þótt allir lög- reglumenn hafi að sjálfsögðu einhver afskipti af umferð. Far- ið hefur verið fram á fjölgun lögreglumanna, en ekki fengizt. Á sl. ári urðu 3503 árekstrar i Reykjavik. Af þessum fjöjda voru 150 ökumenn sem grunaðir voru að hafa verið ölvaðir er þeir ollu árekstrunum. Bilar i ólagi voru orsök um 89 árekstra og 31 réttindalaus okumaður olli árekstri. Bilaðir bilar og drukknir ökumenn ollu svo sem nógu mörgum árekstrum. En hvað kom fyrir alla hina sem voru ófullir og á bilum i góðu lagi? Dauðaslys i umferðinni i Reykjavik á þessu ári hafa orðið 6.1 fyrra voru dauðaslysin 7. Sú mikla aukning dauðaslysa, sem orðið hefur i ár á öllu landinu, á þvi rætur sinar að rekja til slysa utan hinnar miklu umferðar i höfuðborginni. Sá annars miðað við fjölgun farartækja er slysatiðnin ekki eins mikil og búast mætti við. Árið 1965 voru 32.232 skráð öku- tæki á landinu öllu, i Reykjavik 13.890. Um sl. aramót voru skráð 71.784 ökutæki á landinu og þar voru 28.931 i Reykjavik. Árið 1965 slösuðust 377 manns i Reykjavik, en 8 létust. Árekstrar voru 2738. Miðað við fjölda ökutækja hefur slysatiðn- in þvi lækkað. Haustið 1967 gekk mikil hryðja dauðaslysa yfir i Reykjavik. Þá urðu 11 dauöa- slys i umferöirmi, mest á gang- andi fólki við eða ó gangbraut- um. Þá var tiðarfar svipað og nú. Orsakir helztu umferðar- óhappa á þessu ári eru: Aðal- brautarrettur ekki virtur 16%, almennur umferðarréttur ekki virtur 20%, aftanákeyrslur 13,5%. Þarna sést, að ónóg kunnátta i umferðarreglum eða hreinlega kæruleysi er orsök nær helmings allra umferðar- óhappa. Drukknir ökumenn ollu 4,5% árekstra. Á öllu landinu hafa umferðar- slys með meiðslum verið 433 i ár og eru þá 27 dauðaslys ekki talin meö. 362 þessara slysa hafa orð- ið i þéttbýli, 93 i dreifbýli. Geta ber. að það er ekki einvörðungu dimmum haustmánuðum að kenna þótt slys verði. 1 ágúst urðu til að mynda 57 slys með meiðslum og þrjú dauðaslys af völdum umferðar. t september 50, þar af 3 dauðaslys. en i októ- ber urðu dauðaslysin 6 og önnur slys með meiðslum 69. F'rá ára- mótum til októberloka voru 324 lagöir inn á sjúkrahús eltir um- lerðarslys og 221 hlaut meiri- háttar meiðsl Þessar tölur sýna hvilik ó- skapleg sóun á sér stað i um- ferðinni, á mannslifum og fjár- munum auk andlegra og likam- legra þjáninga sem af slysum leiöir. Hér verður ekki ráðin bót á nema að menn geri sér grein íyrir aö ökutæki eru hættuleg og aö þeir.sem þeinr stjórna leggja ekki eingöngu sjálfa sig i hættu meö óvarkárni, lagabrotum og kæruleysi, heldur bera þeir einnig ábyrgð á lifi og limum samborgara sinna. Seðlabankinn neitar að innheimta 5,5 millj. — útgefendur áttu hvergi að vera í tékkaviðskiptum MÓ—Reykjavik — t tilefni af könnun á innstæðulausum ávis- unum, sem fram fór 7. nóv. sl., boðaði bankastjórn Seðlabankans til fundar i gærmorgun með bankastjórum viðskiptabank- anna og Sambandi sparisjóða. Þar voru tékkamálin rædd, og létu menn í ljós áhyggju vegna hins viðtæka misferlis i meðferð tékka, eins og segir i fréttatil- kynningu frá Seðlabankanum. 1 fyrsta lagi var ákveðið á fund- inum, að viðskiptabankarnir, og Seðlabankinn i umboði þeirra, skyldu þegar senda kærur til sakadóms vegna ýmissa aðila, sem sýnt hafa af sér grófa mis- notkun tékkareikninga. Einnig skyldi haft samráð um lokun ann- arra reikninga vegna itrekaðra brota, þó að ekki komi til kæru. 1 öðru lagi var ákveðið að taka gildandi reglur um tékkaviðskipti nú þegar til endurskoðunar. Það verk verði unnið i náinni sam- vinnu Seðlabankans. viðskipta- bankanna og Sambands spari- sjóða. Auk þess verði haft náið samráð við Reiknistofu bank- anna, en starfsemi hennar ætti að geta bætt mjög aðstöðuna til að- halds i þessum efnum. , 1 ljós hefur komið, að enn fleiri tékkar voru án fullnægjandi inn- stæðu, heldur en Timinn greindi frá i gær. Alls voru 1254 tékkar án fullnægjandi innstæðu að fjárhæð samtals 102,5 millj. kr. Reyndist það vera um 3,1% af veltu föstu- dagsins i tékkum hjá ávisana- deild Seðlabankans. Var tékka- veltan alls 3.174 millj. kr. Innheimtudeild Seðlabankans hefur neitað að taka til innheimtu 55 tékka að fjárhæð samtals 5,5 millj. kr. Ástæðan er sú, að útgef- endur þeirra áttu samkvæmt gildandi reglum hvergi að vera i tékkaviðskiptum. Þessir tékkar eru að meðaltali eitt hundrað þús- und krónur hver, og má þvi reikna með að sumir tékkarnir séu stilaðir á æði háar upphæðir. Niðurstaða þessara könnunar er sú versta um langt árabil. Sé miðað við siðustu skyndikönnun, sem fram fór i marz sl., er hún þrisvar sinnum óhagstæðari að þvi er varðar hlutfall heildarveltu og innstæðulausra tékka. HÚSVÍKINGAR VILJA SKUTTOGARA — beðið eftir heimild stjórnvalda gébé—Rvik — Húsvlkingar hafa nú ákveðið að leggja út i skuttog- arakaup, og liafa þegar gert smiðasamning við fyrirtæki i Kristiansund i Noregi. —Við bíð- um nú eftir að fá heimild stjórn- valda til kaupanna, sagði llaukur Harðarson, bæjarstjóri á Húsa- vík, Isamtali við Timann. Eins og venja cr um smiðasamninga sem þessa, gengur liann sjálfkrafa úr gildi, ef pöntunin hefur ekki verið staðfest innan tveggja mánaða, en þessi frestur reulíuK út 7. desember n.k. Búizt er við að af- hending togarans gcti orðið i september á næsta-áxL- — Við höfum verið að velta þessum togarakaupum fyrir okk- ur siðan i vor, en sjálf hugmyndin er miklu eldri, þó ekki hafi komið til framkvæmda fyrr en nú, sagði Haukur. Þegar togaraævintýrið hófst upp úr 1970, sáum við okkur ekki fært að kaupa togara, en sið- an höfum við gert miklar endur- bætur á höfninni, dýpkað hana og byggt þvergarð, og einnig hafa farið fram endurbætur á Fisk- iðjusamlaginu og nýr frystiklefi byggður, sagði Haukur. — Þetta hefur gefið okkur möguleika á að kaupa skuttogara. — Fiskafli hefur farið vaxandi nú siðari ár, eða þangað til seinni hluta ársins 1974. Fiskiðjusam- lagið fékk hátt i sex þúsund tonn til vinnslu 1974, og eftir breyting- arnar, en auk frystiklefans var byggt 1000 fermetra saltfiskverk- unarhús, varð Ijóst, að það þarf öruggara og meira hráefni til vinnslu. Talið er, að hægt sé að vinna um 50% meiri afla i Fisk- iðjusamlaginu eftir breytingarn- ar. — A Húsavik hefur verið veru- legt atvinnuleysi i fiskiðnaðinum, sagði bæjarstjórinn. Eins og áður segir var það um 6000 tonna afli, sem unninn var i Fiskiðjusamlag- inu 1974, en þann 1. október s.l. var hann 4.383 kg, þar af 13% aðkeyptur togarafiskur frá Akur- eyri eða frá togurum.sem fengnir voru til löndunar á Húsavik. Ilef- ur þvi hráefnismagn til samlags- ins minnkað verulega. Þá sagði bæjarstjórinn, að það hefði veriö talin eðlileg leið til að ná þvi marki að kaupa skuttog- ara, að endurbæta hafnaraðstöðu og hafa góða aðstöðu fyrir fisk- vinnslu i landi, áður en togarinn væri keyptur, en ekki, eins og mörg dæmi væru til um, að kaupa togarann fyrst og ætla svo að gera endurbætur. — Það var svo s.l. vor, að málið var lagt fyrir bæjarstjórn og bæjarráði Húsavikur falið að vinna að undirbúningi, sagði Haukur. Fyrst var athugað um pólskan togara. en siðan horfið frá þvi og ákveðið að leita til Norðmanna. Tryggvi Finnsson. framkvæmdastjóri Fiskiðjusam- lagsins, og Ilaukur fóru siðan ut- an um mánaðamótin sept.-okt. til Kristiansund. og var þá smiða- samningurinn gerður. Stendur hann til 7. des. nk., en fyrir þann tima verður að staðfesta hann. Við biðum bara eftir leyfum hér heirna sagði Haukur. Fimm manna nefnd var kosin til að sjá um framkvæmd þessara mála og undirbúning allan. en i henni eiga sæti tveir fulltrúar frá Húsavikurbæ, einn frá Fiskiðju- samlaginu. einn frá verkalýðsfé- laginu og einn frá Kaupfélagi Þingeyinga. Aformað er siðan að stofna almennt hlutafélag, þar sem allir þessir aðilar eiga h,lut- deild. — Nýja skipið verður 47 metra langt og 9-10 metrar á breidd, en það verður um 400-500 tonn að stærð.Um 150 tonn af afla komást i lest i kössum. Þá verður skipiö búið öllum fullkomnustu fiskleit- artækjum, svo og flotvörpu. sagði Haukur. Og ef allt gengur samkvæmt áætlun. ættum við að fá það afhent i bvrjun september 1976. Þá vildi Haukur sérstaklega taka fram, að bátaflotinn yrði ekki afræktur. þó að skuttogarinn kæmi, heldur væri hér verið að stuðla aðöruggri hráefnisöflun og rekstri. og auðvitað að veita iiryggi i atvinnulifi á staðnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.