Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.11.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 12. nóvember 1975. Krapp ur dans í ..Höllinni'' Það má búast við kröppum dansi i Laugardalshöll- inni i kvöld, þegar Valsmenn og íslandsmeistarar Vikings leiða þar saman hesta sina. Leikurinn er mjög þýðingarmikill fyrir bæði liðin — þau verða að sigra ef þau ætla að blanda sér i baráttuna um Islandsmeistaratitilinn. Það má búast við skemmtileg- um og fjörugum leik, þegar þessi tvö sterkustu lið Reykjavikur mætast. FH-ingar verða einnig i sviðsljósinu, en þeir mæta nýlið- um Þróttar, sem veittu Vikingum harða keppni fyrur stuttu. Þrótt- ar-liðið virtist vera að ná sér á skrið, eftir slaka byrjun — það verður örugglega gaman að sjá leikmenn liðsins spreyta sig gegn FH-ingum. Fyrri leikurinn verð- ur á milli Þróttar og FH — hann hefst kl. 20.15. Valsmenn mæta Íslandsmeisturum Víkings i kvöld IHodgson .þjdlfar í iKuwait — en vill koma aftur til íslands SKOTINN Bill Ilodgson. sem þjálfari FH-Iiðið i sumar, er þjállai i i Kuwait við Fersaflóa — þar sem liann þjállar eitt af 1. deildar liðum Arabarikisins. Iiodgson likar örugglega ekki liinn mikli hiti, sem er i Kuvvait. þvi að bann er tilbúinn að koma allur til islands, eí eittlivert lið lielur not fvrir liann. REFSAD VEGNA DRYKKJUSKAPAR Ekki smdna UnitedJ — Jerzy Gorgon var dæmdur í sex mánaða keppnisbann .IERZY GOHGON....ferill hans er nú i molum. ,...en alaumaosinn Best aftur í sviðsliósinu — hann skoraði gott mark fyrir sitt nýja félag, Stokport, gegn Stoke — ÞAÐ ER ánægjulegt að vera byrjaður aftur — það tekur að visu nokkurn tima að komast í æfingu, sagði glaumgosinn George Best, sem hefur nú aftur tekið fram knattspyrnuskóna. Manchester United leysti hann frá samningi við fé- lagið um helgina, en á mánudagskvöldið var hann i sviðsljósinu. er hann lék vináttuleik með Stokport — þar sem hann hefur skrif- að undil' mánaðar samning — gegn Stoke. Best var með daufara móti i fyrri hálfleik. en i þeim siðari kom i ljós, að hann hefur engu gleymt af göidrum knattspyrn- unnar. Töframálturinn er enn i fótunum á honum, það sýndi hann. þegar hann skoraði jöfnun- armark (1:1) Stokport — beint úr aukaspyrnu. Markið var gullfall- egt — hann spvrnti með utanfót- arsnúningi, og knötturinn sigldi Iram h já varnarmönnum 1. deild- ar liðsins og hafnaði örugglega i netinu, fyrir aftan þá. Það verður gaman að fylgjast með Best. sem er nú 29 ára gam- all. Hann verður i reynslutima hjá 4. deildar liðinu og leikur sinn fyrsta leik með liðinu siðar i þess- um mánuði. — SOS GFOKGK IŒST....Ú skotskónum Pólskur glaumgosi fékk strangan dóm ÁIIANGENÍHJK Manchester United-liðsins eru þeir verstu, scin á ferðinni cru i Englandi — þeir hafa sett ljótan blett á United með villimannsiegri framkomu. Forráðamenn Manchester-liðsins cru orönir mjög áhyggjufullir vegna hegðunar áhangenda fc- lagsins, sein fylgja þvi eftir — livert sein farið er. Þcssi auglýs- ing. sem sést hér fyrir ofan, hefur mi verið fest upp viða umhvcrfis Old Trafford — leikvang United. Þar er sagt, aö Manchester-liðið treysti á, að áhangendur liðsins sýni góöa hegðun bæði á heima- og litivelli — þannig að þeir óvirði 1 ekki nafn félagsins. ÞAÐ ERU fleiri þekktir knattspyrnumenn erlendis heldur en Billy Bremner, og félagar hans úr skozka landsliðinu, sem settir eru i keppnisbann. Nýlega gerð- ist það, að hinn snjalli landsliðsmaður Pólverja, Jerzy Gorgon, var settur í bann af svipuðum ástæð- um og Bremner og félagar — vegna drykkjuskapar. Gorgon hefur undanfarin tvö ár látið mikið að sér kveða sem góð- ur varnarmaður með pólska landsliðinu, og var einn aðal- maður liðsins i leikjum þess i úr- slitum heimsmeistarakeppninn- ar. Þar sýndi hann það, að hann var á heimsmælikvarða. En nú er ferill hans i molum, og það er allt honum sjálfum að kenna, þar sem þessi frábæri varnarmaður virð- ist ekki þola neinn aga. En i knattspyrnu verður að vera agi, annars væru félögin ekki til. Hann var búinn að fá fjölda áminninga, og hann lofaði alltaf að bæta ráð sitt, og lagði reyndar hart að sér fyrir úrslit heimsmeistarakeppn- innar, en eftir það fór allt i sama horfið aftur. Það keyrði svo um þverbak nýlega, er Gorgon var á heimleið frá Frakklandi með fé- lagi sinu. Gornik Zabrze, sem hafði verið æfingaferð. Hann neytti áfengis á leiðinni og var ókurteis og uppivöðslusamur við aðra farþega. Þetta varð til þess að pólska knattspyrnusambandið lét rannsaka málið, og niður- staðan varð sú, að Gorgon var dæmdur i hálfs árs keppnisbann, bæði með félags- og landsliði. Það má að vissu leyti segja, að Gorgon hafi verið fórnardýr. Það var orðið ótrúlega mikið agaleysi, sem rikti innan knattspyrnu- hreyfingarinnar. Það var þvi kominn timi til að einhverjir tækju i taumana. Þarna gerði pólska knattspyrnusambandið það, og nú vita lika allir leik- menn, að þeir mega ekki fara yfir viss mörk, sem þeim eru sett, að öðrum kosti verður þeim refsað þunglega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.