Tíminn - 12.11.1975, Page 19

Tíminn - 12.11.1975, Page 19
Miðvikudagur 12. nóvember 1975. TÍMINN 19 Q Kveðjubréf árinu var ritgerðin Forneskju- tauti Skirni. Eins og nefndin gat um i yfirlýsingu s.l. vor, mun umsókn Halldórs sprottin af misskilningi hans, eða lögfræði- legs umboðsmanns hans, á út- hlutunarreglum nefndarinnar. Ingólfur Kristjánsson. Sótt um 1973 fyrir: Dagur og ár, ljóðabók 1972, og Prófastssonur segir frá, minningar Þórarins Arnasonar frá Stórahrauni 1972. Aðstandendur sóttu um aftur 1974 fyrir sömu verk að höfund- inum látnum. Það ár var eingöngu veitt til verka, útgef- inna 1973. Magnús Jónsson frá Hafnar- nesisótti ekki um 1973. Sótt um 1974 fyrir: Heimur í fingur- björg.samin og útg. 1966, flutt i útvarp 1973. Snjólaug Bragadóttir Sótt um 1973f.bókina Næturstaður-brot úr lifi borgarbarna, útg. 1972. Sótt um 1974 fyrir: Ráðskona óskast I sveit 1973. Sverrir Kristjánsson Sótti ekki um 1973, en átti þá hlut að bók ásamt Tómasi Guðmunds- syni í flokknum Islenzkir ör- lagaþættir. Sótti 1974fyrir sömu bók og Tómas: Gullnir strengir 1973. Tómas Guðmundsson hlaut viðbótarritlaun 1973, gaf út Ljóðasafn 1972 og átti aðild að íslenzkum örlagaþáttum ásamt Sverri Kristjánssyni, þ.á.m. bókinni Fýkur i sporin ásamt Sverri Kristjánssyni, þ.á.m. bókinni Fýkur í sporin 1972. Sótti 1974 fyrir bókina Gullna strengi, út. 1973. sama ár rit- stýrði Tómas og bjó til prentun- ar æskuljóð Guðmundar G. Hagalins: Þá var ég ungur. Þórhallur Guttormsson. Sótti ekki um vitbótarritlaun 1973, hins vegar 1974 fyrir: Brynjólfur biskup Svcinsson i bókaflokknum Menn i öndvegi, útg. 1973. Hin nýja úthlutunarnefnd hefur til umráða á fjárlögum 1975 12 millj. króna, eða sömu upphæð og áður. 1 2. gr. regln- anna segir m.a.: „Úthlutun miðast við ný ritverk, útgefin eða flutt opinberlega á árinu 1974. ” Breyting frá þvi i fyrra er viðbót orðsins ,,ný”, en með þvi er að fullu komið i veg fyrir að veitt verði fyrir endurútgáfur. 1 3. gr. segir m.a.: „Veiting til hvers höfundar nemi 300 þús- undkrónum”, eða eins og i fyrra, með heimild til nokkurr- ar hækkunar eða lækkunar, verði nefndin samála um það. Erindi rithöfundanna tiu á fund ráðherra var að fá þessum regl- um breytt, svo að þær nái aftur til ársins 1970, og muni þeir „rithöfundar, sem óumdeilan- lega hafa verið beittir rang- læti”, eins og það er orðað i nefndum blaðaviðtölum, þá fá leiðréttingu mála sinna. Árið 1973 voru 67, sem ekkert fengu og 1974 voru þeir 56, sumt kannski sömu aðilar, svo að samanlögð tala gæði orðið lægri en 123, segjum 90 að órannsök- uðu máli. 1 þeim hópi eru margir, sem ekkert hefur heyrzt frá, en eru að okkar mati jafnréttháir eða rétthærri þeim sem hafa gengið fram fyrir skjöldu. Ef reglurnar væru nú teygðar og togaðar þannig að rithöfundarnir 9, sem fóru til ráðherra, fengju „ranglætið bætt”, myndu langflestir hinna fljóta með, sem sóttu og fengu enga úrlausn. Þá myndi fjárhæðin naumast hrökkva til, og ekkert fé yrði eftir handa þeim höfundum, sem skrifað hafa bækur á árinu 1974. Hvernig sem á þetta mál er litið, hljóta allir að viðurkenna, að úthlutunarnefnd er ærinn vandi á höndum og hefur verið frá upphafi. Fyrirkomulag er gallað og fjármunir of litlir.Um þau atriði er ekki við úthlutun- arnefnd að sakast. En þetta fyrirkomulag er til bráða- birgða. Þessum rithöfundum væri þvi nær að beita orku sinni til að stuðla að þvi, að frambúð- arskipulag Launasjóðs rit- höfunda verði slfkt, að það komi réttlátlega niður. Þetta mál er þar með útrætt af okkar hálfu. Reykjavik, 3. nóvember 1975. Bergur Guðnason, Rannveig G. Agústsdóttir, Þorleifur Hauksson. liiiifii gil 5911 Viðtalstímar alþingismanna °9 borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Sverrir Bergmann varaþingmaður og Guðmundur G. Þórarins- son varaborgarfulltrúi verða til viðtals að Rauðarárstig 18 laugardaginn 15. nóv. kl. 10-12. Austurland Eftirtalin Framsóknarfélög á Austurlandi boða til aðalfunda næstkomandi föstudag og laugardag. Þingmenn flokksins mæta og ræða stjórnmálaviðhorfið: Framsóknarfélagið Egilsstöðum 15.11 kl. 16. i Valaskjálf, Tómas Arnason Framsóknarfélag Reyðarfjarðar 14.11. kl. 21 i Félagslundi, Vílhjálmur Hjálmarsson Framsóknarfélag Neskaupstaðar og Framsóknarfélag N orðf ja rða rhr epps 15.11 kl. 15 á Kirkjumel, Vilhjálmur Hjálm- arsson Framsóknarfélag Fáskrúðs- fjarðar 14.11 kl. 21 i Skrúði, Halldór Asgrimsson Framsóknarfélag Eskifjarðar 15.11 kl. 16 i Valhöll, Halldór Asgrimsson Austur-Húnvetningar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna i A.-Hún. verður haldinn að Hótel Blönduósi, mánudaginn 17. nóv. og hefst kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Magnús Ólafsson form. SUF, kemur á fundinn. Stjórnin. Húsavík: Rækjuveiðin gengur vel gébé-Rvik. Fjórir bátar stunda nú rækjuveiðar frá Húsavík, en rækjuvinnsla hófst þar af fullum krafti i haust. Afli hefur verið mjög góður og rækjan bæði væn og falleg, að sögn Hauks Harð- arsonar bæjarstjóra, en bát- arnir veiða á Axarfirði. Fiskiðjusamlagið sem rekur rækjuvinnsluna, fékk nýja rækjupillunarvél ný- lega, en við vinnsluna vinna átta konur, auk nokkurra karlmanna. Það var um áramótin 1972—73, sem i fyrsta skipti var gerð tilraun með rækju- vinnslu á Húsavik. Sú tilraun gekk ekki vel, og olli þvi helzt slæmt tiðarfar og gæftaleysi. Þá var rækjan einnig handpilluð. o Mennt Eitt held ég að við Auðunn getum verið sammála um, og það er að borgarlifið sem slikt hafi i sumum tilfellum miður góð uppeldisleg áhrif og stuðli aðauknum fjölda afbrota meðal unglinga. Mér heyrist helzt á honum að hann vilji leysa þetta vandamál með likamlegum refsingum og öðrum vægast sagt allróttækum aðgerðum. Eg spyr: Væri það ekki miklu auð- veldari leið, að koma upp auk- inni félagslegri aðstöðu fyrir unglingana, þannig lagaðri, að þeir kæmust i meiri snertingu við náttúruna, t.d. með sam- ræmdum skoðunar- og göngu- ferðum um óspillt og ónumið land? Alþýðumaðurinn hefur lengi verið einn af homsteinum hins islenzka þjóðfélags. Ég vona þvi að islenzk alþýða sé ekki svo djúpt sokkin, að meiri hluti hennar sé á sama máli og Auð- unn, að þvi er varðar afstöðuna til islenzks skólakerfis og náms- og menntamanna. Islenzk alþýða hlýtur að sjá, hversu mikið gildi hinnar bóklegu menntunar er, jafnt fyrir allar stéttir þjóðfélagsins, eigi þjóð- félagið að geta talizt siðmennt- að menningarþjóðfélag. Annars er hún komin langt afvega frá þvi, sem hún hefur verið og á að vera. Vil ég svo ljúka þessari grein minni á hinni góðkunnu heilræðavisu Hallgrims Péturs- sonar: Oft er sá i orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýt- ur, sem þrjóskast við að læra. Rangæingar — Þykkvbæingar Alþingismennirnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson verða til viðtals i samkomuhúsinu i Þykkvabæ næstkomandi miðvikudag 12. nóvember frá klukkan 21. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur aðalfund sinn i Framsóknar- húsinu á Akranesi miðvikudaginn 12. nóv. kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing. 4. Bæjarmál. Framsögumenn, bæjarfulltrúar flokksins á Akranesi. AAýrarsýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrarsýslu verður haldinn I Snorrabúð Borgarnesi, sunnudaginn 16. nóvemberkl. 9siðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjör- dæmisþing. 3. önnur mál. Stjórnin. * Arnessýsla Fyrsta spilakvöld Framsóknarfélaganna i Arnessýslu verður i Aratungu föstudaginn 14. nóvember og hefst það kl. 21:30. Fjöl- mennið og keppið um hin góðu verðlaun. Stjórnin. Félag framsóknar kvenna í Reykjavík Fundur um skattamál að Rauðarárstig 18. n.k. miðvikudag kl. 20.30. Hringborðsumræð- ur. Frummælandi Halldór Asgrimsson, alþingismaður. Fjölmennið. — Stjórnin. Snæfellsnes Aðalfundur Framsóknarfélaganna á Snæfellsnesi verður að Breiðabliki sunnudaginn 14. nóvember og hefst kl. 15. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnirnar. Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Félagsheimilinu Blönduósi föstudaginn 21. nóv. og hefst kl. 21. Ölafur Jóhannes- son viðskiptaráðherra og Páll Pétursson alþingism. koma á fundinn. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin. Ráðstefna um verkalýðsmál Samband ungra Framsóknarmanna og verkalýðsnefnd Framsóknarflokksins efna til ráðstefnu um verkalýðsmál 29. og 30. nóv. Ráðstefnan verður i Tjarnarbúð, Reykjavik, og er öllu framsóknarfólki opin. Flutt verða framsöguerindi og umræðu- hópar starfa. Nánar auglýst siðar. Seyðisfjörður Tómas Árnason alþingismaður, heldur almennan fund i öldu- kaffi Seyðisfirði föstudaginn 14. nóv. kl. 8.30 e.h. Umræðuefni: Stjórnmálaviðhorfið. Allir velkomnir. Skagfirðingar Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna i Skagafirði verður haldinn i Framsóknarhúsinu Sauðárkróki fimmtud. 21. nóv. og hefst kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fuiltrúa á kjördæmisþing. Magnús Ólafsson form. SUF, kemur á fundinn-. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.