Tíminn - 12.11.1975, Síða 20

Tíminn - 12.11.1975, Síða 20
Miðvikudagur 12. nóvi 1975 SÍM112234 tiERRfi GARÐURINN MALSTRfETI 8 L Ji fyrir góóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Astralía: Whitlam vikið úr embætti — Fraser falin stjórnarmyndun Reuter/Canberra, Astraliu. Fjöldagöngu og skyndiverkföll fylgdu I kjölfar þeirrar ákvöröunar landsstjóra Astraliu aö vikja Gough Whitlam, for- sætisráðherra Astraliu, úr sæti. Whitlam cr úr Verkamanna- flokknum. Sir, John Kerr, landstjóri i Astraliu, fól Malcolm Fraser, leiötoga stjórnarandstöðunnar, að mynda nýja rikisstjórn til bráðabirgða, og fær hann m.a. það verkefni að undirbúa kosn- ingar til ástralska þingsins, sem fram eiga að fara 13. desember n.k.. Þúsundir verkamanna i skipa- smiða- og byggingariðnaðinum lögðu niður vinnu i mótmælaskyni við þessa ákvörðun landstjórans. Bob Hawke, leiðtogi verkalýðs- samtakanna i Astraliu og for- maður Verkamannaflokksins, skoraði á verkamenn að láta til- Hattersley kemur á sunnudag Gsal—Reykjavik — Hatters- ley, aðstoðarutanrikisráð- herra Breta, er væntanlegur hingað til lands n.k. sunnudag til viðræðna um landhelgis- málið, og mun hann eiga við- ræöur við Einar Agústsson utanrikisráðherra og aðra fulltrúa tslands. Hingað kem- ur Hattersley fra New Vork. Að sögn Einars Ágústssonar hafa engar samningaviðræður veriðákveðnar við þjóðir, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta innan fiskveiðilögsögu Islands. A miðnætti renna út samn- ingarviðBreta, Belga og Fær- eyinga um veiðar þessara þjóða innan landhelgi Islands. Noregur: Viðskipta- jöfnuður- inn hag- stæður um 600 millj. arða 1980 Reuter/Ntb/Osló. Norski Ijármálaráöherrann, Per Kleppc, sagði i gær, að viöskiptajöfnuöur Norð- manna áriö 1980 yrði að öll- um Hkindum hagstæöur um 20 miiljaröa norskra króna, eöa scm svarar 000 milljörö- um islenzkra króna. Skýr- inguna kvað ráðherrann fel- ast i hinum miklu tekjum, cr Norömenn myndu hafa af oliulindum sinum i Norður- sjó. finningarnar ekki hlaupa með sig i gönur. Hatrammar deilur hafa geisað að undanförnu i áströlsku stjórn- málalifi. Stjórnarandstaðan og dreifbýlisflokkarnir hafa m.a. komið i veg fyrir það, að f járlaga- frumvarp stjórnar Whitlams næði fram að ganga. Var það gert i þvi skyni að knýja fram nýjar þing- kosningar. Whitlam neitaði hins vegar öllum slikum kröfum. Til átaka kom fyrir utan skrif- stofu frjálslynda flokksins i Mel- bourne i gær, en verkamenn og stúdentar grýttu bygginguna. Til handlögmáls kom, og voru fjórir handteknir. Mikil reiðialda brauzt út i fulltrúadeildinni, er ákvörðun landstjórans var kunngerð. Á blaðamannafundi I gær komst Whitlam svo að orði, að frávikn- ing sin úr embætti forsætisráð- herra væri brot á stjórnunarlög- um landsins. Whitlam og Fraser áttu fund með sér snemma i gær, en ekki ■ náðist samkomulag með þeim. Siðar átti Whitlam fund með stjórn Verkamannaflokksins, þar sem hann skýrði frá þvi, að hann hyggðist fara fram á að efnt yrði til kosninga, þar sem einungis yrði kosið um þau þingsæti, þar sem flokkur hans væri i minni- hluta. Þannig vonaðist Whitlam til að ná meirihluta i öldungadeild þingsins og tryggja það jafn- framt, að fjárlagafrum varp stjórnar hans næði fram að ganga. Gough Whitlam Er Whitlam kom til bústaðar landstjórans siðar i gær, var hon- um hins vegar skýrt frá þvi, að landstjórinn hefði leyst hann frá störfum og útnefnt Fraser i hans stað, þar til kosningar hefðu farið fram. Mun ákvörðun þessi að sögn fréttaskýrenda, vera eins dæmi i sögu Astralip. Fréttaskýrendur eru þeirrar .skoðunar, að kosningabaráttan, sem nú er framundan, verði ein hin harðasta, sem efnt hafi verið ,-til i sögu landsins. Vinstrihreyf- ingar i landinu hafa ákveðið að efna til funda i dag, þar sem ákvörðun landstjórans verður harðlega mótmælt. Sahara-deilan: Samningaviðræður í Madrid í gær Reuter/Madrid, Marrakesh. Sendinefnd frá Marokkóstjórn undir stjórn Ahmeds Os- inann forsætisráðhcrra, kom i gær til Spánar til viðræðna viö spænsku stjórnina um yfirráðin yfir spænsku Sahara. Osmann vildi engar yfirlýsingar gcfa við kornuna til Madrid, sagöist vera þangað kominn til þess að vinna. Spænska stjórnin hefur verið ákaflega varfærin gagnvart þvi að gefa út yfirlýsingar um að samkomulag væri i nánd, eins og stjórn Marokkó hefur gert. Tals- maður spænsku stjórnarinnar skýrði frá þvi i gær, að spænsku herskipin 16, sem liggja úti fyrir strönd Norður-Afriku, yrðu latin biða þar, þar til lausn á deilunni væri fundin. Hassan, konungur Marokkó sagði i gær, að ákvörðun sin um að kalla aftur göngumennina, hefði verið tekin til þess að samn- ingaviðræður um yfirráðin gætu farið fram án nokkurs þrýstings af beggja hálfu. í dagblaði einu i Marokkó var frá þvi skýrt i gær, að Sadat Egyptalandsforseti væri væntan- legur til Marrakesh þá um daginn, til viðræðna við stjórnir Marokkós og Alsir, en sú frétt var borin til baka af talsmanni egypzku stjórnarinnar. Brezki sjávarútvegsráðherrann: Síðasti möguleikinn til að bjarga síldarstofninum NIELS P. Sigurðsson, sendi- herra Islands i Bretlandi, sagði I samtali við Timann I gær, að umræður á fundi Norð- austur-Atlantshafsnéfndarinnar um verndun sildarstofnsins i Norðursjó væru enn ekki hafn- ar. Sagði Niels, að i gær hefði fundur ráðstefnunnar verið settur af brezka sjávarútvegs- ráðherranum, Edward Bishop, en þvi næst hefðu umræður um verndun þorskstofnanna i Norðursjó hafizt. Viöræður um sildveiðina hefj- ast hins vegar ekki fyrr en síðar,en þærhafa, sem kunnugt er, mun meiri þýðingu fyrir Is- lendinga. Brezki sjávarútvegsráðherr- ann sagöi f ræðu sinni i gær, að þvi er Reutersfréttastofan i London hermir, að nú séu slöustu möguleikarnir á þvi að bjarga slldarstofninum i Norð- ursjó frá þvi að deyja út. Ennals á brezka þinginu: Veitum brezku togurunum vernd, gerist þess þörf Reuter/London — Haft er eftir talsmönnum stjórnarinnar i London í gær, að tslendingar og Bretar reyndu nú að komast að samkomulagi um nýjar ráð- herraviðræður um landhelgis- málið. Hins vegar var talið ólík- legt I fréttum, sem bárust I gær, að viðræðurnar gætu hafizt fyrir vikulok. David Ennals, aðstoðarutan- rikisráðherra Breta, sagði á þingi I fyrrakvöld, að brezka stjórnin væri staðráðin i því að komast að „viðunandi sam- komulagi við Islendinga”. Hann bætti þvi hins vegar við, að þar til sllkt samkomulag hefði náðst, hefði brezki fiskveiðiflotinn, samkvæmt ákvörðun alþjóðadómstólsins i Haag, rétt til veiða viö Islands- strendur, og að ekkert brezkt fiskiskip væri óverndað til veiða við tsland, ef slikrar verndar gerðist þörf. Samkvæmt núgildandi sátt- mála milli Breta og tslendinga hafa Bretar rétt til að veiða með ákveðnum undantekningum, upp að 12 milna mörkunum, og mega þeir veiða allt að 130 þús- und tonn árlega. Bandaríkjastjórn: Viðurkennum MPLA, ef þeir geta einir stjórn að Angóla! Reuter/Moskvu, Washington, Lu- anda —Sovézka fréttastofan Tass skýrði frá þvi I gær, að sovézka stjórnin hefði viðurkennt hina nýju stjórn, sem MPLA hefur sett á laggirnar i Luanda, höfuðborg Angóla. Hinar frelsishreyfing- arnar tvær, sem um völdin berj- ast i Angóla, FNLA og UNITA, hafa báðar settstjórn á laggirnar á þeim landsvæðum, sem þær ráða, með aðsetur i Nýju-Lissa- bon og Renamed Huambo, sem er I miðhálendi landsins. Tass skýrði enn fremur frá þvi, að sovézka stjórnin heföi í hyggju að koma á stjórnmálasambandi við MPLA. Það var Podgorny, forseti Sovétrikjanna, sem sendi dr. Agostinho Neto, forseta MPLA, staðfestingarskeyti á framan- greinir ákvörðun sovézku stjórn- arinnar. Sovézka stjórnin er fyrsta erlenda stjórnin, sem lýsir formlega yfir viðurkenningu á MPLA. Bandarikjastjórn hefur enn ekki viðurkennt neina af frelsis- hreyfingunum þremur, sem hinn l'óglega stjórnanda i Angóla. Sagði talsmaður bandarisku stjórnarinnar, að stjórn sin fylgdi þeim tilmælum OAL, Einingar- samtaka Afrikurikja, að viður- kenna ekki stjórnir einstakra frelsishreyfinga. Bandariska stjórnin hefur stutt FNLA, en sú hreyfing hefur kom- ið upp stjórn i Nýju-Lissabon. Sagði talsmaður bandarisku stjórnarinnar enn fremur, að stjórn sin hefði ekki i hyggju að lýsa viðurkenningu á neinni stjórn i Angóla,fyrr en gengið hefði verið úr skugga um hæfni þeirrar stjórnar til að stjórna öllu landinu. Væri ekkert til fyrirstöðu að viðurkenna stjórn MPLA, ef henni aðeins tækist að sýna fram á, að sú yrði reyndin, að hún hefði fulla stjórn á öllu landinu. Dr. Neti, leiðtogi MPLA, er skáld og byltingarsinni, sem bar- izt hefur fyrir sjálfstæði föður- lands sfns frá þvi 1950. Hann er sérfræðingur i kynsjúkdómum, og hlaut menntun sina i Portúgal. Vopnaður maður reyndi árang- urslaust að ráða hann af dögum Dr. Neto hefur setið i fangels- um I Portúgal fyrir tengsl sin við vinstrihreyfingar þar i landi. I janúar sl. komst hann að sam- komulagi við leiðtoga FNLA og UNITA um myndun samsteypu- stjórnar, er nýlendustjórn Portú- gala væri á enda, en það sam- komulag fór eins og kunnugt er út um þúfur. MPLA ræður nú Luanda og svæðum i miðju land- inu. FNLA ræöur að mestu i norðurhluta landsins, en UNITA i suðri. Sovétrfkin slíta stjórn- mólasambandi við Uganda Reuter/Ntb/Moskvu. Sovézka stjórnin hefur ákveðið að slita stjórnmálasambandinu við Ugandastjórn fyrst um sinn. Kemur þessi ákvörðun Sovét- stjórnarinnar i kjölfar þeirrar kröfu Amins Ugandaforseta, að sovézka stjórnin kallaöi heim sendiherra sinn i Uganda. Upphaflega krafðist Amin þess, að sovézka stjórnin kallaði sendi- herrann heim vegna stuðnings sovézkra stjórnvalda við MPLA, sem er ein hinna þriggja sjálf- stæðishreyfinga I Angóla, er bar- izt hafa um völdin þar i landi, en MPLA mun róttækust þessara þriggja hreyfinga. Tass, hin opinbera fréttastofa I Sovétrikjunum, gaf þá skýringu á þessari ákvörðun Sovétstjórnar- innar, að hún væri vegna mjög óvenjulegrar framkomu Uganda- stjórnar. Sagði þar og, að núver- andi ástand I Uganda gerði frek- ari starfsemi sovézka sendiráðs- ins þar ómögulega. Þvi hefði verið gripið til þessara aðgerða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.