Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. TÍMINN ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, slmi 2650f> — afgreiðshisimi 12323 — auglýsingasjmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Hlaðaprentir.f; Við erum i stríði Um það þarf ekki að deila, að bezt væri fyrir ís- lendinga að semja ekki við neinn um undanþágur innan 200 milna markanna, ef þeir ættu frjálst val i þeim efnum. Dæmið er hins vegar ekki svo einfalt. Það er staðreynd, sem ekki má sniðganga i þessum efnum, að um frjálst val er hér ekki að ræða. Bretar hafa lýst yfir þvi, að þeir muni halda uppi fiskveið- um á Islandsmiðum undir herskipavernd, ef þeir fá íslendinga ekki til að fallast á undanþágur, sem er útilokað fyrir þá að samþykkja. Nýtt þorskastrið er þegar hafið. Það, sem íslendingar verða að hugsa um nú, er hvernig þeir geta bezt háð þetta strið á þann hátt, að fiskstofnunum verði tryggð mest vernd. Það sjónarmið verður að vera öllu ofar i þeim alvarlegu átökum, sem eru framundan. Það er ljóst mál, að i sliku striði verðum við að beina öllum þeim varðskipum, sem við höfum yfir að ráða, gegn Bretum og leitast við að torvelda veiðar þeirra sem mest. Þeir stunda veiðarnar á þeim slóðum, sem mikilvægast er að reyna að verja. Þetta var reynslan i siðasta þorskastriði, þegar aðrir útlendingar, sem veiddu lengra frá landi og á þýðingarminni miðum, gátu haldið uppi veiðum næstum óáreittir. Þannig veiddu Vestur- Þjóðverjar árið 1973 um 90 þúsund smál. á íslands- miðum. Striðið við þá hófst i reynd ekki fyrr en eftir að þorskastriðinu við Breta lauk. Þá fyrst tókst að ráði að torvelda veiðar þeirra. Samningar þeir, sem rætt hefur verið um við Vestur-Þjóðverja, eru byggðir á þeirri skoðun, að fiskstofnarnir fái meiri vernd með þvi, að semja við þá um t.d. 60 þús. smál. ársafla, en að eiga á hættu, að þeir taki 90 þús. eða jafnvel meira, meðan við þurfum að beina öllu okkar afli gegn brezkum her- skipum. Það er mikill misskilningur, að með umræddu samkomulagi við Vestur-Þjóðverja væri skapað fordæmi fyrir samkomulagi við Breta um meira aflamagn en þeim hefur verið boðið. Umrætt sam- komulag við Vestur-Þýzkaland byggist á þvi, að þorskafli þeirra sé minnkaður um 75% frá þvi, sem hann var til jafnaðar siðustu árin fyrir útfærsluna 1972, en annar afli um 40-45%. Ef samið væri við Breta á þessum grundvelli, myndu þeir ekki fá nema um 50 þús. smál, á ári, eða mun minna en rik- isstjórnin hefur boðið þeim. Mikilvægi sliks sam- komulags sem fyrirmyndar væri fólgið i hinum mikla niðurskurði á þorskaflanum, en það er sá afl- inn, sem við þurfum fyrst og fremst að minnka, sök- um hins lélega ástands þorskstofnsins. Þá er fólgið i þýzka uppkastinu sú mikilvæga viðurkenning, að engir þýzkir frystitogarar fá veiðileyfi innan 200 milna markanna. Hér væri um fordæmi að ræða, sem gæti átt eftir að reynast mjög mikilvægt. Þeir, sem hæst tala gegn þýzka samkomulaginu, láta sér viljandi eða óviljandi sjást yfir þá stað- reynd, að við eigum þegar i þorskastriði við Breta, þar sem hótað hefur verið að beita herskipum gegn okkur. öll okkar orka og allt, sem við getum, verður að beinast gegn þessum aðalandstæðingi. Megin markmiðið er að sigra hann, þvi að hann sækist eftir þvi, sem mestu skiptir, þorskstofninum. Meðan þannig er ástatt, er mikilvægt að geta átt frið við aðra, ef jafnframt væri hægt að tryggja meiri vernd fiskstofnanna en eila. Þess vegna getur samkomulag við Vestur-Þjóðverja ekki aðeins ver- ið réttlætanlegt, heldur nauðsynlegt, ef i alvöru á að reyna að sigra Breta. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Klofna kommúnistar í þrjár hreyfingar? Höfuðstöðvar verða þá AAoskva, Peking og Róm ÞAÐ ER nú um tvö ár siðan Kommúnistaflokkur Sovét- rikjanna hóf að beita sér fyrir þvi, að haldin yrði ráðstefna allra kommúnistaflokka i Evrópu, þar sem mótuð yrði sameiginleg stefna þeirra. Ætlun ráðamanna Sovét- rikjanna virðist vera sú, að þessi ráðstefna yrði haldin fyrir þing rússneska kommúnistaflokksins, sem á að koma saman i febrúar- mánuði næstkomandi. Senni- legter, að Bréznjev hafi viljað sýna d flokksþinginu, að hann hefði ekki aðeins komið á friðvænlegra ástandi i Evrópu með árangri þeim, sem hafi náðst i öryggismálaráðstefn- unni i Helsinki, heldur hefði hann einnig komið á sam- komulagi um kennisetningar evrópsku kommúnista- flokkanna, sem hafa viljað fara sitt i hverja áttina og miðað við sérstakar ástæður i hverju landi fyrir sig. Russneskir kommúnistar hafa- augljóslega óttazt, að þetta gæti dregið mjög úr samstöðu kómmúnistaflokkanna og veikt áhrif þeirra sem heims- hreyfingar. Nú virðast allar horfur á, að þessi fyrirætlun Bréznjevs og félaga hans ætli ekki að rætast, eða am.k. ekki á þann hátt að umræddri ráðstefnu verði lokið áður en flokksþing russneskra kommúnista verður haldið. Fljótlega eftir að Rússar báru fram hugmyndina um ráðstefnuna, var sett á laggirnar sérstök undirbúningsnefnd, sem var skipuð fulltrúum frá 28 kommúnistaflokkum i Evrópu. Hún hefur haldið nokkra fundi. Á fundi hennar, sem haldinn var i Austur- Berlin i október siðastl. virtust vera nokkrar horfur á vissu samkomulagi, og var yfirleitt reiknað með þvi, að það næðist á næsta fundi nefndarinnar, sem átti að halda i Austur-Berlin eftir miðjan nóvember. Hefði sam- komulag náðst þá, hefði verið hægt að halda ráðstefnuna i janúar. Nú virðist þetta úti- lokað. Umræddum nóvember- fundi nefndarinnar er nú lokið, og virðist litið hafa þokazt þar i samkomulagsátt. Eina ákvörðunin, sem var birt eftir fundinn, var sú, að nýr fundur yrði haldinn i janúar. Yfirleitt mun litið svo á, að það verði persónulegt áfall fyrir Bréznjev, ef ekki Hii'/.njev ú lilaöamaiinafundi fyrir skömmu, þegar forseti italiu var f lii'iinsókii i Moskvu. tekst að jafna þennan ágreining evrópsku kommíin- istaflokkanna fyrir flokksþing rússneska kommúnistaflokks- ins. ÞAD ER ekki ósennilegt, að það hafi spillt fyrir samkomu- lagi á nóvemberfundinum, að rétt áður hittust i Róm þeir Enrico Berlinguer, aðal- leiðtogi italskra kommúnista, og Georges Marchais, leiðtogi franskra kommúnista. Eftir fundþeirra var birt sameigin- leg yfirlýsing, þar sem lýst var eindregnu fylgi þessara flokka við þingræði og lýðræði. I yfirlýsingunni fólst, að þeir myndu stefna að valdatöku á þingræðisgrundvelli og næðu þeir völdum, myndu þeir láta þau af hendi, ef kosningar gengu á móti þeim. Jafnlangt hafa kommúnistaflokkar aldrei gengið i þessa átt, þvi aö segja má, að þetta feli i sér afneitun á byltingarkenning- um kommilnista. Óliklegt er, að þetta hafi fallið leiðtogum kommúnistaflokkanna i Austur-Evrópu vel i geð, þar sem þeir hafa i reynd afneitað þingræðinu og frjálsum kosningum. Yfirlýsing þeirra Berlinguers og Marchais hefur þvi áreiðanlega ekki bætt samkomulagið á fundin- um i Austur-Berlin. Yfirlýsing þeirra félaga kom ekki á óvart, hvað Berlinguer snerti. Italski kommúnistaflokkurinn hefur verið aö snúast meira og meira til fylgis við þingræðið, a.m.k. i orði kveðnu, og það hefur fært flokknum mikinn á- lit'i'liiigucr uð kjósa. vinning. Hann vann mikinn sigur i bæjarstjórnarkosning- um i júni siðastl. og nú spá skoðanakannanir þvi, að hann yrði stærsti stjórnmálaflokkur ítaiiu, ef kosningar færu fram um þessar mundir. Fyrir flokkinn skiptir þvi miklu, að^ styrkja þá trú, að hann sé þingræðisflokkur. Franskir kommúnistar hafa hins vegar haldið fastar í gömul fræði, en ekki er tíliklegt, að það hafi haft áhrif á afstöðu Marchais, að þeir hafa farið halloka fyrir hinum sósialdemókratiska flokkiMitterands i kosningum að undanförnu. Fyrir franska kommúnista getur þvi verið heppilegt, að lýsa sig meiri þingræðissinna en þeir hafa áður gert. UM ÞAÐ er erfitt að dæma, hve djúpstæður ágreiningur- inn er á fundum nefndarinnar. sem er að undirbúa ráðstefnu kommúnistaflokkanna. þegar þvi sleppir, að sumir hverjir vilja fá frjálsræði til að vikja frá linunni og haga áróðri og vinnubrögðum el'tir aðstæðum i hverju landi. Ef til vill ber ekki svo mikið á milli Bréznjevs annars yegar og Berlinguers hins vegar. þótt Berlinguer telji ser hag- stætt af áróðursástæðum að lýsa sig þingræðissinna. Bréznjev óttast hins vegar. að slikar yfirlýsingar geti smátt og smátt fært kommiinista- flokkana af réttri braut og gert þá oorgaralega og vitnar i sósialdemókrata þvi til sönnunar. Um þetta viröist helzti ágreiningurinn vera. Það virðist sprottið af sömu ástæðum, að Berlinguer gagnrýnir starfshætti Cunhals i Portúgal, þvi að þeir samrýmast ekki þeim áróðri. sem Berlinguer rekiir heima fyrir. Þess vegna telur hann sér nauðsynlegt að taka al'- stöðu til Cunhals. Þeirri spurningu er hins vegar ó- svarað, hvort Berlinguer eða Marchais myndu haga sér nokkuö öðruvisi en Cunhal. ef þeir stæðu i hans sporum. Úr þvi fæst ekki skorið að sinni. hvort hér sé um raun- verulegan málefnalegan á- greining að ræða eða aöeins ágreining um mismunandi starfsaðferðir. Á þessu veltur þaö, hvort samstarf helzt milli kommúnista i Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu. Reynist um raunverulegan ágreining aö ræða. niunu kommúnistar bráðlega skiptast i þrjár meginhreyfingar. sem verða kenndar við Moskvu. Peking og Róm. -Þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.