Tíminn - 25.11.1975, Qupperneq 10

Tíminn - 25.11.1975, Qupperneq 10
10 TÍMINN Priðjudagur 25. nóvember 1975. Valgeir Sigurðsson Þingskdlum: FYRIRSPURNIR TIL NOKKURI Það ber alloft við, þegar hafin er Qtgáfa stórra bókaflokka, sem ætlað er að verða i mörgum bind- um, að verkunum er fylgt Or hlaði með fögrum fyrirheitum um framgang verksins, en þegar frá liður, vilja loforðin oft gleymast eða þau eru lögð til hliðar af ein- hverjum ástæðum. Liður oft miklu lengra milli Utkomu einstakra binda heldur en fyrir- hugað hafði verið, eða þá að Qt- gáfunni er hætt i miðjum kliðum, án þess að landslýð sé gerð grein fyrir. Það er ætlun min i máli þvi, sem hér fer á eftir, að gera fyrir- spurnir til nokkurra bókahtgef- enda um ritverk, sem hafin var útgáfa á fyrir löngu, en ekki hefur enn verið lokið við. Er það von min, að þeir bregðist vel við, og veiti mér og landsmönnum öðrum upplýsingar um hvers vænta má um framhald þeirra rita, sem upp verða talin. Bókatitgáfa Menningarsjóðs og SUMIR JOLASVEINAR DREKKA EGILS PILSNER............. OG ADRIR JOLASVEINAR DREKKA EGILS MALTÖL.................. ♦ f EN ALLIR JOLASVEINAR DREKKA AUDVITAD EGILS APPELSÍN.” Ö^T~ ©Itöilesjol iwsa *’! mdi %gf drpkkjum flr' "EG VAR AD KAUPA JOLADRYKKINA FYRIR MIG OG BRÆDUR MÍNA . . .. H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK Þjóðvinafélagsins hóf árið 1942 Utgáfu á Sögu fslendinga. Það rit- verk átti að verða i tiu bindum alls, og fjalla um sögu þjóðar- innar frá þvi norrænir menn námu hér land og fram að full- veldinu 1918. Á næstu árum þgr á eftir komu Ut bindi, sem náðu yfir timabilið 1500-1904, að þvi frá- skildu, að siðari hluti áttunda bindis, sem fjallaði um timabilið 1830-1874 og ritað var af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, hefur ekki enn séð dagsins ljós, þótt liðin séu tuttugu ár siðan fyrri helmingur bindisins kom Ut. Jónas frá Hriflu var einn rit- færasti maður iandsins á þessari öld, og slik hamhleypa við rit- störf, að óliklegt er að hann hafi ekki lokið þessu verki á þeim þrettán árum, sem hann átti eftir ólifað, er fyrri helmingur bókarinnar kom Ut. Hann var einn aðal hvatamaður að stofnun bókaUtgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, og þess vegna ættu forystúmenn hennar sizt að sniðganga ritverk hans. Hvað veldur þessum drætti á Utkomu siðari hluta bókar Jónasar frá Hriflu? Auk þessa siðari helmings átt- unda bindis vantar enn fjögur bindi. Af þeim eiga þrjU að ná yfir timabilið 874-1500 og eitt yfir timabilið 1904-1918. Þótt sitthvað megi finna að þeim bindum, sem Ut eru komin, er engin ástæða til að leggja upp laupana og hætta útgáfunni, og eins þarft hefði þjóðhátiðarnefnd verið i fyrra að gangast fyrir þvi, að þessu verki yrði lokið, eins og að hefja Utgáfu nýrrar Islandssögu. Annað ritverk, sem BókaUtgáfa Menningarsjbðs og Þjóðvina- félagsins hefur gefið Ut, er bóka- flokkurinn Lönd og lýðir, en fyrsta bindi hans kom Ut árið 1949. Honum var i upphafi ætlað að verða tuttugu bindi, og var ráðgert að eitt kæmi á ári, unz lokið væri. Siðar var ákveðið að bæta fjórum bindum við, svo þau yrðu alls tuttugu og fjögur. Af þeim bindum, sem komin eru, en þau eru alls nitján, er eitt i tveimur hlutum, það er Mann- kynið eftir Óiaf Hansson prófess- or, og var brugðið á það óheillaráð að hafa það i allmiklu stærra broti en hin bindin. Nær hefði verið að gefa það Ut sérstakt og óháð þessum bókaflokki, þvi efnislega á það litla samstöðu með honum, en er annars hið merkasta. Siðasta bókin sem Ut hefur komið i þessum bókaflokki er um Bretland. HUn kom Ut árið 1971 og er nokkuð frábrugðin öðrum bókum i bókaflokknum og að ýmsu leyti misheppnuð, sök.um sérvizku höfundarins og mælgi. Þau bindi, sem enn vantar svo lokið sé við að rita um alla heims- kringluna, eru 10. bindi (Tekkóslóvakia, Ungverjaland, Pblland, RUmenía) 12. bindi (Balkanlöndin og Tyrkland), 13. bindi (Sovétrikin) 14. bindi (Kanada) og 24. bindi (Landa- bréf, uppdrættir linurit) Auk þessa vantar bók um Holland, Belgiu og Luxemburg, sem sam- kvæmt áætlun áttu að vera i bindi með Frakklandi, en voru það ekki .Þetta er langmesta ritverk um landafræði, sem Ut hefur komið á islenzku og mál til komið að Utgáfu.þess fari að ljUka. Þriðja stórverkið sem BókaUt- gáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins hefur hafið Utgáfu á, er menningarsaga Will Durant. Fyrstu bækurnar tvær, sem fjölluðu um Rómaveldi, mun hafa verið gefnar Ut að tilhlutan Jónasar frá Hriflu, en þar sem þær fengu góðar viðtökur, var ákveðið að gefa Ut tvær aðrar um Grikkland hið forna. Kom hin fyrri þeirra Ut árið 1967 en hin siðari er ókomin enn. Má ekki bráðlega vænta Utkomu þeirrar bókar, og hvað um framhaldið? Fyrir nokkrum árum, er bóka- deild Menningarsjóðs var endur- skipulögð, var þvi heitið að lokið skyldi við þau ritverk, sem hafin væri Utgáfa á. Siðan hefur þó ekk- ert komið Ut af þessum fyrrtöldu bókaflokkum. Mig langar þvi að spyrja: Hverjirhafa verið ráðnir til að rita þau bindi, sem ókomin eru af Sögu tslendinga og Lönd- um og lýðum, og hvenær má vænta Utkomu þeirra? Arið 1942 gaf Mál og menning Ut bókina íslenzk menning, fyrsta bindi, eftir Sigurð Nordal. Þvi verki mun hafa verið ætlað að verða þrjU bindi, þvi aftast i bókinni geturhöfundur þess, að ef honum endist aldur, muni hann skrifa eftirmála allrar bókar- innar i þriðja bindi. Sigurður Nordal lifði á.fjórða áratug eftir að þessi bók kom Ut, en hvort hann nokkru sinni lauk við samningu þessa rits er mér ókunnugt, eða hversvegna það varð aldrei meira en þetta eina bindi. Mannkynssaga Máls og menningar er annað ritverk sem það fyrirtæki hefur lengi haft á prjónunum. Fyrsta bindi hennar kom Utárið 1943oghiðnæsta 1948, en á árunum 1960-1966 komu Ut þrjU bindi til viðbótar. Er þetta hið ágætasta ritverk, og þó sér- staklega siðasta bindið, þeirra, sem Ut eru komin, en það fjallaði um timabilið 300-600 eftir Krist, og er eftir Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Enn er eftir að gefa Ut bækur um timabilin frá 600 til 1648 og frá 1848 til vorra daga. Ekki væri vanþörf á að þetta'rit- verk yrði sem fyrst fullbuið, þvi engin vönduð mannkynssaga er enn til á islenzkri tung. Islenzkar bókmenntir i fomöld nefnist bók eftir Einar Ólaf Sveinsson, sem Almenna bóka- félagið gaf Ut árið 1962. Bókin er merkt sem fyrsta bindi, og i for- mála segir að riti þessu sé ætlað að fjalla um islenzkar bókmenntir i fornöld, frá upphafi Islands byggðar og nokkuð fram yfir lok þjóðveldisins. Ekki er mér kunnugt, hvað riti þessu var ætlað að verða mörg bindi, en þau hljóta að verða nokkur, þvi i þessu fyrsta bindi er eingöngu fjallað um Eddukvæðin. Aðeins þetta eina bindi ritverksins hefur enn séð dagsins ljós, hvað sem siðar verður og vantar þvi enn bækur um öll önnur fornrit, þar á meðal íslendingasögur. Þegar Framsóknarflokkurinn átti fimmtugsafmæli áriö 1966, gaf hann Ut fyrri hluta afmælis- rits eftir Þórarin Þórarinsson, sem nefnist Sókn og sigrar. Siðara bindi þessa rits er ennþá ókomið Ut, en i þvi átti að segja sögu flokksins á árunum 1938-1966. NU þegar Framsóknar- flokkurinn er að nálgast það að verða sextugur væri kannski ekki Ur vegi að láta seinna bindið ná til þess tima, svo margt sem gerzt hefur i sögu flokksins siðustu árin, eða þá að bæta við þriðja bindi, er næði yfir siðasta ára tug. Á árunum 1939-43 komu Ut fjögur hefti af Vikingslækjarætt, en það er niðjatal Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Vikingslæk á Rangárvöllum, samantekið af Pétri Zóphónias- syni að tilhlutan Jóns Olafssonar bankastjóra. Siðan liðu nær þrir áratugir, en fyrir tveimur og hálfu ári kom fimmta hefti bókarinnar Ut. Þeir, sem að Ut- gáfu þessa siðasta heftis standa, hafa haft ákaflega hljótt um

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.