Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Þriöjudagur 16. desember 1975 Seðlabankinn um Alþýðubankamálið: Fjárhagsstaða 5 aðila í athugun „Skuldir átta aðila við Alþýðubankann úr hófi fram" segir Seðlabankinn Vegna umræöna, sem oröiö hafa i fjölmiölum um málefni Alþýöubankans hf. hefur banka- stjórn Seölabankans fariö þess á leit, aö Tíminn birti eftirfarandi greinargerö um starfsemi banka- eftirlitsins og afskipti þess af málefnum Alþýöubankans. „Seölabanki Islands annast um eftirlit meö starfsemi viöskipta- banka, sparisjóöa og annarra innlánsstofnana á grundvelli fyrirmæla I lögum bankans. Segir m.a. i lögunum, að bankaeftir- litiö skuli fylgjast með þvi að innlánsstofnanir fylgi lögum og reglum, sem hverju sinni gilda um starfsemi þeirra og að þvi sé heimilt að gera athugasemdir, ef það telji hag eða rekstur innláns- stofnunar óheilbrigðan. Skulu slikar athugasemdir tilkynntar ráðherra þegar i stað. Grundvallarþátturinn i starfi bankaeftirlitsins er sá, að starfs- menn þess fara I innláns- . stofnanirnar með reglubundnum hætti til könnunar á rekstri þeirra og efnahag. Er i þvi sambandi lögð höfuðáherzla á að sannreyna eiginfjárstöðu stofnananna með hagsmuni innstæöueigenda fyrir augum. Mikilvægasti liður þess starfs er nákvæm könnun á út- lánaviðskiptunum, þ.á.m. dreifingu útlána á einstaka viöskiptaaðila og greiðslutrygg- ingum, sem settar hafa verið. Gerðar eru itarlegar skýrslur um niðurstöðu eftirlits hverju sinni. Alþýðubankinn hf. hóf starf- semi'snemma árs 1971 og yfirtók rekstur Sparisjóðs alþýðu, sem starfað hafði frá árinu 1967. Framkvæmdi bankaeftirlitið kannanir hjá Sparisjóði alþýðu i janúar 1970 og 1971. Hjá Alþýðu- bankanum var siðan framkvæmt eftirlit i nóvember 1972. Virtist starfsemi hins nýja banka hafa farið vel af stað. I október s.l. var tekin ákvörðun um að framkvæma eftirlit hjá Alþýöubankanum, en þá voru samkvæmt framan- skráðu tæp þrjú ár liðin frá siðustu skoðun hjá bankanum. Bent skal á, að bankaeftirlitið fær mánaðarlega efnahagsyfirlit frá öllum innlánsstofnunum og ein- stökum útibúum þeirra og fylgist reglulega með fjárhag þeirra með öðrum hætti, m.a. með lausafjárstöðu þeirra eins og hún kemur fram i stöðu viðskipta- reiknings hjá Seðlabankanum. Hafa slikar upplýsingar aö sjálf- sögðu nokkur áhrif á það, hve oft og þá hvenær farið er til ná- kvæmra athugana hjá einstökum stofnunum. Lausafjárstaða Alþýðubankans fór mjög versn- andi um og eftir mitt þetta ár. Skoðunin hjá Alþýðubankanum að þessu sinni var miðuð við stöðu útlána og annarra efnahagsliða i lok október. Fljótlega koni f ijöl að dreifing útláúa banKani J. einstaka lánsaðila var með öðrum hætti en bankaeftirlitið taldi samrýmast eðlilegri banka- legri aðgæzlu, ekki hvað sizt með tilliti til þess að um var að ræða banka með fá starfsár að baki og ráðstöfunarfé og eigiö fé i sam- ræmi við það. Var þvi lögð áherzla á að ná saman yfirliti yfir greiðslutryggingar stærstu út- lánanna til þess að leggja mætti fyrsta mat á raunverulega fjár- hagsstöðu bankans. Niðurstaða þessarar frumkönnunar varð á þenn veg, að ákveðið var að biðja um fund með bankastjórum Alþýðubankans þegar I staö. Var fundurinn haldinn 10. nóvember. Gerðu bankaeftirlitsmenn þar grein fyrir sinum sjónarmiðum á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir lágu um útlán bankans og óskuöu eftir frekari upplýsing- um og skýringum frá banka- stjórninni. Sú mynd af fjárhagsstöðu Gránufélagsgöfu 4 ■ Ráðhústorgi 3 Alþýðubankans, sem við blasti að loknum þessum fundi, varaðmati bankaeftirlitsins á þann veg, að nauðsynlegt væri, að eftirlitið léti formlega heyra frá sér án tafar. Var bankastjórn Alþýðubankans þvi skrifað bréf dags. 13. nóvem- ber. Afrit af bréfinu var sent til viðskiptaráðherra á grundvelli áðurnefndra lagaákvæða og jafn- framt var afrit bréfsins sent til formanns bankaráðs Alþýöubankans með skirskotun til hlutverks bankaráðsins sam- kvæmt lögum, reglugerð og samþykktum bankans. 1 bréfinu segir m.a. almennt um útlánaframkvæmd bankans, að það sé „mikið áhyggjuefni frá sjónarmiði bankaeftirlitsins að útlánin hafi i vaxandi mæli gengið til fárra og stórra lánsaðila, þannig að eðlileg og nauðsynleg áhættudreifing hafi ekki fengist i útlánastofni bankans. Enn meira áhyggjuefni sé þó sú staðreynd, að stórkostlega hafi vantað á, að greiðslutryggingar væru teknar samhliða lánveitingum.” I bréfinu er siðan vikið sérstak- lega að skuldastööu átta aðila við bankann. Gtlán bankans til einstakra aðila hafa verið mjög rædd i fjölmiðlum siðustu dagana, sérstaklega þó viðskipti við einn lánsaðila. Þótt æskilegt kunni að vera, að staðfestar upplýsingar um þessi mál komi fram opinberlega eins og málum er nú komiö, þykir Seðlabankan- um að athuguðu máli ekki rétt, vegna trúnaðarskyldu hans, að birta tölulegar upplýsingar um viðskipti einstakra aðila við Alþýðubankann nema samþykki þeirra sjálfra liggi fyrir. A hinn bóginn þykir Seðla- bankanum rétt, að fram komi, að beinar skuldir áðurnefndra atta aðila við Alþýðubankann virtust á skoðunardegi úr hófi fram miðað við heildarstarfsfé bankans og eiginfjárstööu. Að mati banka- eftirlitsins vantaði auk þess stór- lega á það, að fullnægjandi tryggingar væru fyrir skuldum sumra þessara aðila. Sérstaklega var staða bankans veik gagnvart stærsta lánþeganum vegna mjög ófullnægjandi greiðslutrygginga, hárra skuldarupphæða i formi vanskila- tékka og verulegra yfirdrátta á hlaupareikningum umfram um- samdar skuldarheimildir. Skriflegt svar banka- stjórnarinnar við þessu bréfi var lagt fram á fundi 25. nóvember. Af hálfu Seölabankans sátu fundinn fúlltrúar bankastjórnar og bankaettiriits, éft' tfa Alþýðubankanum komu banka- stjórar, formaður bankaráðs, tveirendurskoðendur bankans og lögmaður hans. Þær upplýsingar, sem fram komu i svarbréfi bankastjórnarinnar, breyttu á engan hátt þeim meginniður- stöðum, sem áður lágu fyrir um fjárhagsstöðu bankans. Varð niðurstaða fundarins sú, að afla yrði þegar i staö uppgjörs á fjár- hagslegri stöðu stærsta lánþeg- ans. Var löggiltum endurskoð- anda, sem annast hafði um árs- uppgjör og skattfram.töl hans fyrir árið 1974, falið af hálfu Alþýðubankans, og að sjálfsögöu með samþykki viðkomandi aðila, að gera bráðabirgðauppgjör á fjárhag hans pr. 30. november sl. Þettauppgjör varsvolagt fyrir bankaráð Alþýðubankans og siðan bankaeftirlit Seðlabankans mánudaginn 1. desember. Telur bankaeftirlitið sér ekki heimilt að skýra frá tölulegum niður- stöðum uppgjörsins á annan hátt, en þann að upplýsa, að niður- stöðurnar og viðbótarupp- lýsingar, sem aflað var á næstu dögum voru svo alvarlegs eðlis að bankaráð Alþýðubankans óskaði eftir fundi með bankastjórn Seðlabankans föstudaginn 5. desember og fór fram á lártsfyrir- greiðslu i Seðlabankanum til að Tugmilljóna tjón á Suðureyri í veður- ofsanum um helgina gébé Rvik — — Tjónið neraur tugmilljónum, sagði Sigurjón Valdemarsson sveitarstjóri á Suðureyri, eftir óveðriö sem þar geisaöi um helgina. — Tvær gamlar bryggjur hurfu, nýleg bryggja stórskem mdist, áhaldahús hreppsins stór- skemmdistog fiskhjailur hófst á loft i heilu lagi og eyðilagðist. Auk þess urðu miklar skemmdir á ibúðarhúsum, þegar járnplöt- ur losnuðu og gluggarúður brotnuðu. Menn hafa verið aö vinna að björgunarstörfum hér alla helgina, sagði Sigurjón. — Seinni hluta laugardags hvessti mikið, sagði Sigurjón Valdemarsson, og um kvöld- matarleyti var komið afspyrnu- rok, sem stóð i 3-4 klukkustund- ir, en þá lægði nokkuð. Seinni hluta nætur herti veðrið aftur, og það var ekki fyrr en á sunnu- dagsmorgun að lægði aftur. Fljótlega fóru að berast fréttir af tjóni vegna veðurofsans, og er þá fyrst að telja skemmdir á áhaldahúsi hreppsins, sem er nýlegt stálgrindahús. Af einu homi hússins fauk álklæðningin alveg af, svo og af gafli þess. Þar eyöilögðust einnig fimm stórar, dýrar rennihurðir, sem brotnuðu i miðju og fóru út af sleðum. Þá sagði Sigurjón, að ein- ingarhús, sem nýbúið var að reisa, en þó var ekki komið á þak, hefði hrunið eins og spila- borg. — Harðfiskhjallur Vonar- innar hf., tókst á loft i einu lagi, fauk þvert yfir veg og liggur nú eins og spýtnahrúga. I hjallin- um var mánaðarframleiðsla af fiski, sem eyðilagðist alveg sagði hann. Þá urðu stórskemmdir á hafnarsvæðinu. Steypt þekja (gólf) lyftist á nýlegri bryggju, um 20-30 sm og lemur sjórinn inn undir þekjuna. Tvær gamlar trébryggjur, sem þó voru utan aðalhafnarsvæðisins, hurfu með öllu, svo og nokkrir gamlir fisk- hjallar, skúrar, dæluhús og ann- að, sem var á sjávarkambinum og liggja leifar af þessu eins og hráviði út um allar fjörur, sagði Sigurjón. — Ómögulegt kvað Sigurjón að segja til um hve tjónið væri mikið, en óhætt væri þó að áætla að það næmi tugum milljóna króna. Hvassviðri og tjón í Önundarfirði K. Sn-Flateyri — Aöfaranótt sunnudagsins var hér mikið hvassviðri og verulegt tjón varð á einum bæ, Vlfilsmýrutn i Mos- fjallahreppi. Aðfaranótt laugardagsins var hér mikið hvassviðri og tók rok- ið svo i ibúðarhúsið að Vifils- mýrum, að hjónin sem þar búa bjuggu um sig i gangi í miðju húsinu. Þá nótt urðu þó engar skemmdir, en næstu nótt var hvassviðrið mun meira og brotnuðu þá allar rúður í húsinu sem sneru á móti veðrinu, en þær voru fyrir svefnherbergis- gluggum. I ööru herbergi, sem er með hornglugga, rifnaði allt lauslegt ofan af veggjum og skápur i herberginu opnaöist og út úr honum sópaöist allt. Dag- inn eftir fann bóndinn svuntu úr skápnum langt uppi i hllð. Á hlaðinu stóð jeppi og dráttarvél með heyvagni aftan i. Þegar hægt var að huga að úti við um morguninn, lá jeppinn á hliðinni, stórskemmdur ef ekki ónýtur, ofan á heyvagninum upp við húshornið. Þakið var horfið af dráttarvélarhúsinu og hluti fjárhússþaks var horfið. Úti á túni stóð önnur dráttarvél án húss, en með veltigrind. Hún hafði farið tvær og hálfa veltu, en mun litið skemmd. Sveitungar komu til hjálpar bóndanum, og hefur þegar verið gert við þak f járhússins og neglt fyrir glugga ibúðarhússins. Tjón hjónanna á Vifilsmýrum, sem eru ung og hófu búskap sumarið 1974, er mjög mikið og nemur hundruðum þúsunda. Smátjón mun hafa orðið á öðrum bæjum I önundarfirði, heyvagn fauk á einum bæ og rúður brotnuðu á nokkrum stöð- um. Raflinan frá Mjólká til Isa- fjarðar skemmdist, er fimm staurar brotnuðu I Bjarnardal. Þeirri viðgerö er lokið. A Flateyri gekk sjór yfir plássið, en ekki varð tjón á hús- um. Kjallarar fylltust þó viða af sjó. Mesta mildi var að smá- streymt var, en I svipuðu veöri fyrir u.þ.b. 20 árum, varð stór- tjón á Flateyri. tryggja greiðslustöðu bankans. Varð Seðlabankinn viö þessari beiðni eins og fram kemur i fréttatilkynningum bankanna 8. desember, en þá lá einnig fyrir yfirlýsing frá miðstjórn Alþýðu- sambands Islands um stuðning við fyrirgreiðs1ubeiðni Alþýðubankans, auk yfirlýsingar um, að miðstjórnin mundi gera það, sem i hennar valdi stæði, til stuönings bankanum, m.a. með þvi að beita sér fyrir þvi af alef I i, að 60 millj. kr. samþykkt hluta- fjáraukning i bankanum kæmi ti! framkvæmda eins fljótt og fram- ast væri unnt. 011 meöferð bankaeftirlitsins á framangreindum málum hefur að sjálfsögðu eingöngu mótast af þeirri frumskyldu eftirlitsins að fylgjast með fjárhagsstöðu Alþýðubankans eins og annarra innlánsstofnana og beita áhrifum sinum til að tryggja fjárhag bankans með hagsmuni inn- stæðueigenda fyrir augum. Akvarðanir um kannanir einstakra skuldamála hafa eingöngu tekið mið af skuldar- upphæðum og tryggingalegri stöðu bankans og önnur sjónar- mið hafa þar alls engu ráðið. I slíkum tilvikum beinast at- huganir og öryggisaðgerðir eðli- lega fyrst að þeim skuldamál- um, þar sem viðkomandi innláns- stofnun er i mestri hættu, en siðan eru önnur mál tekin til meðferðar strax og timi vinnst til. Eins og tilkynnt hefur verið opinberlega, starfar sérstakur fulltrúi Seðlabankans nú við dag- legt eftirlit i Alþýðubankanum. Mun Seðlabankinn ganga eftir þvi að öll athugaverð útlánamál og önnur vandamál i starfsemi bankans verði könnuð til hlitar og i framhaldi af þvi gripið til við- eigandi ráðstafana til þess að vernda hag bankans og tryggja heilbrigð viöskipti. Beinast at- huganir nú aðallega að f járhags- stöðu fimm aðila. Hefur lög- fræðingur Seðlabankans nú fengið tvö þessara mála til með- ferðar, en hin eru i höndum Alþýðubankans i samvinnu við fulltrúa Seðlabankans.” Hljóp fyrir bíl Gsal-Reykjavik. — Ungur piltur hlaut nokkur höfuðmeiðsli er hann varð fyrir bifreið á Klepps- vegi á móts við Laugarásbió á sunnudagskvöld. Pilturinn, sem hafði í ógáti hlaupið út á götu til að ná i strætisvagn, varð fyrir bif- reið, sem ók austur Klepps- veginn. Pilturinn var fluttur á slysa- deildina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.