Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 23
Þriöjudagur 16. desember 1975 TÍMINN 23 Þorgeir Þorgeirsson: Það er eitthvað sem enginn veit — minningar Lineyjar Jóhannesdóttur fró Laxamýri Þorgeir Þorgeirsson. Úter komin hjá bókaútgáfunni Iöunni ný bók eftir Þorgeir Þor- geirsson. Nefnist hún Þaö er eitt- hvaö sem enginn veit og er hún byggð á frásögn Lineyjar Jóhannesdóttur skáldkonu frá Laxamýri, bróðurdóttur Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Fjallar bókin um Laxamýrarheimilið og fólkið þar á uppvaxtarárum Lineyjar, en þar var höfuðból i orðsins fyllstu merkingu. Um efni bókarinnar segir m.a.: „Bernskuminningar Lineyjar eru fágætar, kvikar og lifandi myndir frá horfinni veröld. Hnitmiðaðar frásagnir og skörp athyglisgáfa bregða birtu yfir óvenjulegt mannlif á höfuðbólinu Laxa- mýri.... Þorgeir Þorgeirsson hef- ur farið meistarahöndum um efnivið sinn. Honum hefur tekizt að halda i frásögninni yfirbragöi eðlilegs talsmáls, en gætt hana um leið þeim eigindum góðs rit- máls, sem gera hana markvissa og eftirminnilega. Þetta er bók, sem er allt i senn: Þjóðlifslýsing, safn skemmtilegra frásagna, ein- stakrar persónulýsingar og meitlað bókmenntaverk.” Vesalings Krummi — ný barnabók eftir Thöger Birkeland VESALINGS KRUMMI eftir Thöger Birkeland nefnist ný bók sem komin er út hjá Steinholt Reykjavik, i þýðingu Skúla Jens- sonar. Aðalsöguhetjan er prakkarinn Krummi, sem gjarnan vill lifa i sátt og samlyndi við annað fólk, en lendir alltaf í vandræðum og hrekur fólk frá sér. Sérstaklega hefir ástandið oröið alvarlegt milli hans og stórusystur hans. Smám saman finnst Krumma hann vera alger- lega misheppnaður og reynir þess vegna að gerast sérstakt dyggða- blóö, en það gerir aðeins illt verra. Það er ekki fyrr en hann og vinur hans bjarga vini systur- innar úr slæmri klipu að syst- kinin verða góðir vinir á ný og lifið verður bjartara fyrir Krumma. Aöur hefur komið út á Islenzku eftir sama höfund, bókin Krummarnir. Páll Skúlason. Hugsun og veruleiki — ný bók eftir Pól Skúlason prófessor Nýlega sendi bókaútgáfan Hlaðbúð frá sér bók eftir Pál Skúlason prófessor við Háskóla Islands. Nefnist hún Hugsun og veruleikiog er meginefni hennar útvarpserindi, sem flutt voru i febrúar og marz 1975. Bókin er kynning á fáeinum þáttum úr hugmyndasögunni og fjallar hún um ráðgátur, sem á flesta leita og orðið hafa viðfangsefni heimspekinga. Bókin er skrifuð á aðgengilegan og einfaldan hátt án þess að slakað sé á kröfum um fræðilega nákvæmni. Hún hentar þvi jöfn- um höndum sem almennt lesefni og handbók við heimspekinám. AUGLYSIÐ r i TÍMANUM TERRA. Vorum að fá úrval af HERRAFÖTUM í dökkum fallegum lilum Fullkomið stœrðakerfi tryggir föt sem ara v GEFJUN AUSTURSTRÆTI 19T5 Magnús E. Baldvinsson Laugaveg 8, Reykjavík Simi22804 ef þig vantar bíl Tii ab komast uppi sveit.út á land eSaihinn enda borgarinnar.þá hringdu i okkur ál a,m j étn LOFTLEIDIR BÍLALEIGA Stærsta bilaleiga landsins [IEMTAL “SÍ21190 iiiiiiiiÍM 0|1 591 Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21, sunnudaginn 14. des. kl. 16.00. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun að loknum 5 vistum. Þetta er siðasta vistin af 5 vista keppninni. öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Jólafundur Freyju, og Hörpukvenna verður miðvikudaginn 17. des. að Neðstutröð kl. 20. 30. Framsóknarkonur fjölmennið. 1 I m SÆNGURFATAVERZLUNIN VERIÐ NJÁLSGATA 86 — SÍMI 20-978 Sérverzlun sem veitir margs konar þjónustu Úrvalsvorurnar frá Marks & Spencer FÁST HJÁ OKKUR Fatnaöur á alla fjolskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um viöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. GEFJLN Austurstræti KEA Aöruhús DOMLS Laugavegi 91 Kaupfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.