Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriöjudagur 16. desember 1975. Ingólfur Davíðsson: Litum á gafl á gömlu múr- steinshúsi, heldur hrörlegu að sjá. Nafniö Christiana letrað undir boganum. Á þessu svæði er unga „tilraunarikið” eða hippa- rikið, sem sumar kalla, í Kaup- mannahöfn. Húsnæðisleysingjar og margs konar ævintýralýður settist að i aflóga hermannaskál- um fyrir nokkrum árum og gerðust „riki i rikinu”. Hefur staðið styr um hverfið jafnan siðan, mikið um það ritað og rætt. Umræður oft allheitar bæði i dönskum blöðum,borgarstjórn og á þingi. t fyrstu var rætt um að reka innrásarfólkið strax út aftur en siðar sætzt á það, að lofa þvi að sýna hvað það gæti i nokkur ár i sinu nýja samfélagi. Sögur gengu brátt fjöllunum hærra af ó- reiðu og óstjórn, enda lokkaði „fristaðurinn” brátt ærið mislita hjörð frá hinum Noröurlöndun- um, þ.á.m. eiturlyfjaneytendur að talið var. Risu heimamenn i Christianiu loks gegn þessu til að bæta ástandið og láta lika aga sina menn dálitiö, enda ekki annað fært. Herskálahverfið var gamalt og úr sér gengið þegar innrásarliðið tók sér þar bólfestu. Eldhætta mikil i þrengslunum, hreinlætisaðstaða i lélegasta lagi, fólkiö of margt o.s.frv. Skilyrði hin frumstæöustu i fáum orðum sagt. Fjárplógsmenn notfærðu sér ástandið til að stunda atvinnu og viðskipti — og sleppa við lög- boðin gjöld. Þarna bjó og býr enn æði mislitur hópur, t.d. fólk, sem þolir illa allar reglur og aga, en vill lifa og láta sem hömluminnst. Skitur, þrengsli og óþrifnaður gerir þá minna til! Auðvitað eru þarna reglumenn innan um sem stunda nám eða iðn og búa frumstætt en ódýrt. Flakkarar og ferðalangar gista nótt og nótt. Þó nokkur börn og unglingarhafa hlaupið að heiman og dvalið iChristianiuum skeið til æði umdeildrar hollustu! Gizkað er á að nú búi iChristianiu um 700 manns. Búizt er við að af þeim þurfi að flytja a.m.k. 100 manns á hæli, ef „stofnunin” er lögð niður. Borgarstjórnin hefur nýlega krafizt þess að 17 hús á svæðinu (sum hin verstu greni) skuli rýmd innan hálfs mánaðar. Eld- hætta talin geigvænlega mikil. Manntjóniö við brunann i gömlu Stengade hefur ýtt við yfir- völdunum. Stengade liggur i svo- kölluðum „svarta ferhyrningi” úti á Norðurbrú, en þar eru mjög gömul hús dæmd til niðurrifs. tbúar Christianiu hafa lagfært talsvert hjá sér af ótta við fógetavald og brottrekstur. En Torgið i Bogense á Fjóni yfirvöld telja ekki unnt að lag- færa nóg, húsin séu of léleg og nú krefst borgarstjórnin að allt hverfið verði rýmt fyrir 1. april i vor. Aðeins fá friðuð hús mega standa, hitt skal rifið, en það mun kosta um 2 milljónir danskra króna og stendur enn á fjár- veitingu. Búizt er við að allmargir „Kristjaniumenn” séu litt færir að bjarga sér „utan múranna” og verði að sjá þeim fyrir húsnæði, að minnsta kosti. Það var sumarið 1971 að her- skálarnir i Bátsmannsstræti voru yfirgefnir, en brátt fóru menn að tinast inn leyfislaust og að þrem mánuðum liðnum bjuggu þar 400- 500 manns, en nú um 700. Heim- spekingar og félagsmálafræðing- ar hafa þarna margt til igrundun- ar i hinum mislita söfnuði hús- næöislausra, eiturlyfjaneytenda, geðbilaðra fyrrverandi fanga. ævintýramanna, heilsulitilla blá- fátæklinga, fjárplógshákarla, samfélagsspekúlanta, fjölbreyti- legustu gesta (en af þeim er að- fall og útfall allan sólarhringinn) barna og unglinga að leika og i námi, varðhald iódýru mötuneyti o.s.frv. Burt með þetta allt! segja yfirvöldin. Þarna má byggja um 500 góðar ibúðir, eða gera þar Iþróttavang og leikvelli fyrir ibúa Kristjánshafnarhverfisins. Sum önnur borgarhverfi eru ekki betri, segja margir, t.d. úti á Norðurbrú og bak við aðaljárn- brautarstöðina. Mikil bruna- hætta, þrengsli og óþrifnaður. Það ætti að ýta duglega við f jár- aflamönnunum, sem græða á þessum aflóga byggingum. Við Islendingar erum sem bet- ur fer að mestu lausir við aum bakgarðshverfi stórborganna. Ekki er allt nýtt betra en hið gamla. Mörg gömul hús eru fögur og sérkennileg og verðskulda varðveizlu. Hér er talsvert um það efni rætt, sbr. umræðurnar um „Grjótaþorpið og Torfuhúsin” i Reykjavik. 1 Danmörku er hið sama uppi á teningnum. Nýlega sendu fjögur þúsund borgarar i Hörshólmi mótmæli til Friðriksborgar amtsráðs, vegna fyrirhugaðs niðurrifs á „Fuglasönghúsinu”, gamalli sögufrægri byggingu. Bærinn vill gera þarna breiða umferðargötu. Boldangskven- maður, Gudrun Rasmussen að nafni, sést þarna vekja athygli á málinu. Hér er um að ræða fallegt múr- bindingshús. I múrbindingshúsi eru lagðir sverir bjálkar þvert og endilangt, með skástifum og grópaðir saman til styrktar. Múr- steinum hiaðið á milli eða þar klint með leir. Þessi gerð bygginga var algeng fyrrum, meðan ekki var til nóg af góðum brenndum múrsteini — og eru slfk gömul hús allmörg til i Dan- mörku t.a.m. á Helsingjaeyri og i sveit á Fjóni. Eru mörg þeirra einkar fögur. Til eru hverfi i smákaupstöðum hér og hvar i Danmörku, þar sem mörg húsin eru frá miðöldum og bera fornan svip, t.d. á Mariu- akri, götur lagðar ójöfnum stein- um svo vagnar hoppa á þeim. Ég læt hér fylgja mynd af gömlu hverfi i Bogense kaupstað á nv. Fjóni, úti við Litlabelti, en margir hafa heyrt um hið mikla mannvirki, Litlabeltisbrúna. Við sjáum m.a. gamla vel viðhaldna „kaupmannsgarða”. Það er skemmtilegur svipur á bygging- unum og mjög hlýlegur. Þarna eru lengjur gamalla einbýlishúsa, með trjám fyrir framan. Torgið i Bogense þykir mjög fallegt og margir forvitnast um hvelfdan múnkakjallara og múr- steinslengjur brugghússins gamla. Gamlir herragarðar standa á við og dreif i Danmörku. Voru sumir þeirra upprunalega einnig rammgjör virki, enda veitti ekki af þvi á róstutimum miðalda. Mikið land fylgdi og var rekinn búskapur. Nú hefur landinu viða verið skipt i smájarðir, og sumir herragarðarnir geröir að söfnum, en á öðrum enn rekinn búskapur Herragarðarnir njóta sin furðu vel i flötu landslaginu og gefa þvi sérstakan svip. Inni á miðju Fjóni, allnærri járnbrautarlinunni, milli Ný- borgar og Fáborgar liggur herragarðurinn eða höllin Eikar- skógur (Egeskov) á hólma úti i vatni, rúmlega fjögurra alda bygging, stór og reisuleg mjög enn i dag. Talið er að byggingunni hafi verið lokið um 1554. Þá voru ófriðvænlegir timar i Danmörku og þess vegna var höllin byggð úti i vatni og að nokkru sem virki. Voru múrarnir sums staðar allt að tveggja metra þykkir og margar skotraufar uppi á vegg- brúnum. Botn vatnsins var gljúpur og til að tryggja undir- stöðuna voru gildir eikarstaurar reknir niður, hver við hliðina á öðrum og stutt að með grjóti. Er sagt að allstór eikarskógur hafi verið felldur til þessarar notkunar. Grunnur veggjanna er gerður úr stórum tilhöggnum granitsteinum en veggirnir siðan hlaðnir úr rauðum tigulsteinum (múnkasteinum). Fer rauð byggingin mjög vel við vatnið og græntumhverfið og varoftkölluð „rauða vatnsborgin”. Dálitið hefur henni verið breytt i aldanna rás, en þó aðallega hið innra. Er þetta einhver tilkomumesta herragarðshöllin danska frá 16. öld. Gluggar stærri en þá tiðkuðust að jafnaði, svo ekki er skuggalegt þar inni, en birta var mjög af skornum skammti i mörgum hallarborgum fyrri alda. Umhverfis höllina er stór og mjög fagur garður, sem fjöldi gesta skoðar á sumri hverju. Er garðurinn kominn á þriðja hundrað ár. Mikla aðdáun vekja löng trágöng og mörg belti eða limgerði, fagurlega klippt, svo sum þeirra likjast grænum veggj- um eða húsalengjum, og deila aðalgarðinum i marga smágarða eða hólf. Hver trjátegund gefur sinn sérstaka svip. I sambarc við garðinn er stórt safn I stóru, gömlu Eikarskógarhlöðunni sen. upprunalega rúmaði 10-15 þúsund tunnur af korni. Safnið geymir margs konar flutninga- og sam- göngutæki, hestvagna, hjól, bila, flugvélar o.s. frv. Það rúmast mikið í þessari risahlöðu, þar sem 20 m eru til lofts.Sett var á hana tigulflöguþak árið 1942 i stað aldagamals stráþaksins. Myndin sýnir norðurhliö hallarinnar (aðallega) með turn- um sinum, spirum og sérkenni- legum gafli. Sauðféð á vatns- bakkanum er furðu ólikt þvi is- lenzka, rófan löng og ullin öðru visi. Mjög ólikar gömlu byggingun- um, sem um hefur veriö fjallað, eru flestar nýlegar byggingar t.d. hótelið „Hvita hús” i Alaborg, sem hér er sýnt. Það er likt stór- um kassa, rammlega girt mörg- um gildum gjörðum til styrktar! Þó milda trén kaldan svip „hvita kassans” mikið. Ég sá einu sinni skrúðgöngu fólks i þjóðbúningum þar I grenndirini. Margir danskir þjóðbúningar eru fallegir — hvert stórt svæði eða hérað hafði sinn sérstaka þjóðbúning i gamla daga, svo fjölbreytnin er mikil. Hér gefur að lita all- margar brúður i dönskum þjóð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.