Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 16. desember 1975. TÍMINN 13 Danskar brúbur i þjóðbúningum búningum. Þeir eru forvitnilegir margir hverjir. 1 Danmörku er nú á dagskrá, eins og viðar, að takmarka aðgang að háskólum, vegna þess að litil likindi eru fyrir atvinnu öllum fjöldanum að loknu námi. Pláss og kennslukraftur einnig í lágmarki, og þegar svona margir útskrifast verða þeir æði margir sem aðeins ná lágri einkunn. Skemmtileg hugmynd hefur komið fram: það að gefa kandi- dötum með léleg próf færi á að bæta við sig með þvi að vinna við t.d. framleiðslustörf 10-12 mánuði eftir próf. Fá þeir svo vissa stigatölu fyrir vinnuna og hún bætist við prófseinkunnina. Danir virðast sjá að svona vinna kunni að vera þroskandi og auka almenna þekkingu kandidatsins á lifinu. Hér vinna námsmenn ýmsa vinnu á sumrin og hafa áreiðanlega gott af að ýmsu leyti. Þeir kynnast atvinnuveg- unum og lifi fólksins. Mikill styr hefur siðustu árin staðið um hinn unga háskóla Hróarskeldu, en þar hafa verið reynd ný vinnubrögð með mis- jöfnum árangri. Hefur skólanum verið skipað að breyta til og leggja meiri áherzlu en áður á al- menna grundvallarþekkingu. Deilur hafa verið heitar á báða bóga. Stjórnmálamaðurinn Jens Kampmann skrifaði nýlega blaðagrein, þar sem hann leggur til að Hróarskelduháskóli skuli lagður niður og nemendum gefinn kostur á námi við há- skólann nýja i Alaborg i staðinn. En húsnæði skólans i Hróarskeldu vill hann nýta sem fávitahæli. Tveir ráðherrar þ.e. Eva Gre- dal og Ritt Bjerregard hafa svarað grein Kampmanns og eru á öndverðum meiði. Segja ráð- herrarnir að vist þurfi að herða eftirlit með Hróarskelduháskóla og breyta þar ýmsu, en bygg- ingarnar séu óhæfar sem fávita- hæli, þvi miður. Hotel Hvide Hus i Álaborg •oooooooooooooooooooooooo# SKIÐA- jakkar SKÍÐA- buxur SKIÐA skór SKIÐA- hanzkar SKIÐA- gleraugu SKIÐA- stafir Aldrei meira úrval ± Póstsendum gPQRTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 00000000000000000000000®' )l)( Herragarðurinn Eikarskógur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.