Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. desember 1975. TÍMINN 3 Nú höldum við stórubrandajól LENGRI JÓLAHÁTÍÐ EN NOKKRU SINNI í SÖGUNNI VEGNA FJÖLGUNAR FRÍDAGA OÖ-Re,vkjavik. Ekkert er þvi til fyrirstöðu að halda stóru- braudajól i ár. Það er gömul hefð á islandi að kaila branda- jól, þegar almennur fridagur bætist við jólahelgina og þegar þeir verða fleiri kallast það stórubrandajól. Nokkuð hefur verið á reiki með hvað kölluð eru brandajól, og sama er að segja um jólahátiðina sjálfa. Fram til um 1770 var þrihcilagt, það er að þriðji dagur jóla var meðtalinn og var þá það, sem nú er kallað fridagur. Þegar þriðja i jólum bar upp á laugardag leiddi af sjálfu sér að einn lielgi- dagur bættist við, og þá voru störuhrandajól. Nú er laugardagur almennt orðinn fridagur og allflestir eiga jafnframt fri á aðfangadag jóla. í ár ber aðfangadag upp á mið- vikudag, og af þvi leiðir að fimm fridagar verða i röð og er bágt að sjá að þeir geti orðið fleiri, nema að almennum vinnudögum vikunnar fækki i framtiðinni. Má þvi með fullum rétti kalla jólin i ár stóru- brandajól. Timinn leitaði upplýsinga um brandajólin hjá Arna Björns- syni þjóðháttafræðingi og fékk þau svör, að þvi væri svo háttað með brandajólin, að ekki væri alveg á hreinu hvað kölluð væru brandajól og hvað ekki. Það getur enginn sagt um þetta at- riði með vissu. Fólk hefur haft mismunandi skoðanir á hvað væru stór og hvað litil branda- jól, svo að ekki er hægt að gefa neina linu i þessu efni. En nú, þegar laugardagarnir eru orðn- ir fridagar, hljóta að koma stærstu brandajól þegar bæði laugardagur og sunnudagur bætast við hátiðina, og sam- kvæmt framansögðu getum við með góðri samvizku haldið þeirri hefð , að kalla stóru- brandajól þegar fridagarnir verða hvað flestir. Vist er, að þegar enn var þri- heilagt þar til fyrir rúmum 200 árum, voru stórubrandajól þeg- ar sunnudagur bættist við. Og nú þegar fridagarnir verða jafnmargir og þeir geta orðið flestir og jafnvel fleiri en þegar þriheilagt var á sinni tið, hljót- um við að geta fylgt fornri hefð og kennt þessi jól við stóra- brand. Um uppruna heitisins er nokkuðá huldu, en ætlan manna er sU, að brandajólin séu kennd við eldibrand. Skýringin er sU, að fyrir jólin hafi þurft að aka heim miklum eldiviði, þegar svona margir helgidagar voru, þvi að bannað var að vinna um jól og á sunnudögum, að viðar- hlaðinn hafi verið þeim mun stærri sem helgidögum fjölgaði. Hjá Orðabók háskólans feng- ust þær upplýsingar, að ekki fyndust mjög gömul dæmi um orðið brandajól. Það finnst ekki i íornmálsoröabókum, en kemur fyrst fyrir i ritum Arna MagnUssonar, þar sem elzta dæmið finnst. En það segir ekk- ert um hvort orðið geti ekki ver- ið miklu eldra, þótt það hafi ekki komizt i bók eða rit. Arni skrá- setur orðið nærri aldamótunum 1700. Þar segir hann, að sumir telji að það séu kölluð brandajól þegar jóladagurerá mánudagi, eða aðfangadagur á mánudegi, og af sjálfu leiðir að gamlárs- dagur er þá á mánudegi lika. Aðrar skýringar fylgja einnig, og þá þær að þegar fjórir helgi- dagar koma i röð um jólin séu það kölluð stórubrandajól, og bendir Árni á, að sumir telji þetta og aðrir hitt i þessu efni. Bæjarfoss á reki úti af Vestfjörðum gébé—Rvik — Um klukkan átta i gærmorgun fckk hið nýja skip Eimskipafélags íslands, ms. Bæjarfoss, netadræsu i skrúfuna, en þá var skipið statt um tvær og hálfa sjómilu út af Sauðanesi. Aflvél skipsins vinnur þvi ekki, og var skipið á reki meiri hluta dags i gær. Um kl. 17-18 var varðskip væntanlegt á staðinn til aðstoðar. Skipið var ekki talið i neinni hættu, þar sem veður var gott á þessum slóðum i gær, og það rak BH—Reykjavik — Kristinn Snæ- land, fréttaritari Tfmans á Flat- eyri, segir i fréttaskeyti, að snjó- blásari vcgagerðarinnar á ísa- firði liggi enn á hafnarbakkanum i Reykjavik, en það sé augljóst mál, að það sé mun ódýrara að ryðja heiðar vestra með snjóhlás- ara en öðrum tækjum. Mætti þá t.d. opna Botnsheiði vikulega i stað hálfsmánaðarlega eins og nú er fyrirhugað. Eirik Eylandshjá vegagerðinni Ijáði Timanum i gær, að það væri alveg rétt, að um nokkurt skeið hefði snjóblásari, sem ætti að fara vestur á tsafjörð, verið ótoll- afgreiddur, en hann væri kominn til Reykjavikur. frá landi, að sögn blaðafulltrúa Eimskips, Sigurlaugs Þorkels- sonar. — Það er ekki ljóst hvað þetta er sem fór i skrúfu skipsins, sagði Sigurlaugur, troll eða einhver netadræsa. Það er aðeins aflvél skipsinssem er stöðvuð, ljósavél- ar og annað er i lagi. — Skipstjóri á Bæjarfossi er Kristján Guð- mundsson, en á skipinu er i allt sjö manna áhöfn. Bæjarfoss er Þessi blásari er eign flugmála- stjórnar og vegagerðar og ætlun- in er að hann verði notaður á veg- um vestra og eins flugvellinum á Isafirði. En fjárskortur kæmi i veg fyrir, að unnt væri að tollaf- greiða hann. Við inntum Eirik eftir þvi, hvort reynslan væri góð af snjó- blásurum hjá vegagerðinni, og kvað hann svo vera. Þessi snjó- blásari væri m.a. keyptur að fenginni reynslu og þeir væru sannarlega ekki að kaupa svona tæki, ef þau hefðu ekki reynzt mjög vel, þar sem þau hafa verið I notkun, sérstaklega á fjallveg- um. nýjastaskip Eimskip, það kom til landsins i fyrsta skipti þann 1. desember s.l. og er 240 lestir brúttó að stærð. Þegar óhappið kom fyrir i gærmorgun, var skip- ið á leið frá Akureyri til Reykja- vfkur. Samkvæmt nýjustu fréttum, lá Bæjarfoss við akkeri i mynni önundarfjarðar, og beið komu varðskips. Jötunn kominn niður á 1300 m ED— Akureyri — Borunarfram- kvæmdir eftir heitu vatni að Laugalandi i Eyjafirði ganga mjög vel, en þar er að verki hinn mikli bor Jötunn, sem er i eigu Jarðborana rikisins. NU um helg- ina, er borunarmenn héldu f jóla- leyfi, voru þeir komnir niður á 1300m dýpi. Nú fástúr borholunni 30sekUndulitrar af 90 gráðu heitu vatni. Gefur þetta góðar vonir um framhaldið. Eftir áramótin verður unnið að þvi að vikka borholuna og bora lengra niður. Miðast vikkunin við það, að holan geti skilað 60-80 sekUnduli'trum. Hér er um að ræða fyrstu hol- una. Næstuholu er fyrirhugað að bora 700 m sunnar undir brekk- um, syðst i landi Syðra-Lauga- Mands. Snjóblásari Vestfirðinga á hafnarbakka í Reykjavík 5-6% AUKNING FRAMLEIÐSLU- MAGNS í IÐNADI gébé—Rvik — Hjá Landssam- bandi iðnaðarmanna fékk blaðið þær upplýsingar, að i hagsveiflu- vog iðnaðarins, sem er ársfjórð- ungsskýrsla tekin saman af félagi. isl. iðnrekenda og Landssani- bandinu. bendi niðurstöður til þess að nokkur framleiðsluaukn- ing liafi orðið i iðnaðinum á 3. ársfj. 1975, miðað við 3. ársfj. 1974. Ætla má samkvæmt þcim upplýsingum, sem bárust um hlutfallslega breytingu fram- leiðslumagnsins, miðað við áður- nefndar ársfjórðung bæði árin, og aukningin hafi orðið i kringum 5—6%, eða nokkru minni en árið áður. Framleiðslumagniö varð einnig heldur meira :1 3. ársfj. 1975, en á 2. ársfj. ársins, en sumarfri falla aðallega á 3. ársfj. og dregur þvi nokkuð Ur framleiðslunni af þeim sökum i ýmsum iðngreinum. NU er bUizt viö nokkurri aukn- ingu framleiðslunnar á 4. ársfj. 1975, miðað við 3. ársfj. og er það i samræmi við fyrri reynslu. Nýt- ing afkastagetu i iðnaði var talin nokkru betri i lok 3. ársfjórðungs en i lok 2., á þessu ári og er það óvenjutegt á þessum árstima. Tæpur þriðjungur iðnfyrir- tækja, sem svöruðu spurningum Hagsveifluvogarinnar, hafa fyr- irætlanir um fjárfestingu á árinu. en á sama tima i fyrra hugði rUm- ur helmingur fyrirtækjanna á fjárfestingar. Fyrirliggjandi pantanir og verkefni voru heldur minni við lok 3. ársfj. en á miðju ári. Þær upplýsingar, sem bárust um magnaukningu. gefa til kynna, að framleiðsluaukningin miðað við árið áður. hafi aðallega verið i málningargerð, ullar- iðnaði, sUtun og verkun skinna. skipasmiði, hUsgagnagerð og inn- réttingasmiði. 1 flestum öðrum iðngreinum varð annað hvort kyrrstaða eða einhver fram- leiðsluaukning. 1 veiöarfæragerð. kemiskum undirstöðuiðnaði og steinefnafræði er þó um nokkra minnkun að ræða. Orkustofnun: Hefur ekki tekið afstöðu til tillagna Eysteins Gsal-Iteykjavik— Ég tel ekki, að viö eigum að taka allar tillögur sem okkur berast og samþykkja þær. Eysteini liefur ekki verið gefið jákvætt svar ennþá, og ég skal engu spá um þaö, hvort það verður, sagöi Guðmundur Pálmason.yf irmaður jarðhita- deildar Orkustofnunar f samtali við Tfmann i gær, en eins og frá vargreint i frétt i gær, kvaðst Ev- steinn Tryggvason, jarðeðlis- fræðingur, hafa sent skýrslu til Orkustnfnunar, þar sem hann hefði bent á nauðsyn þess að gera Itarlegar mælingar i Mývatns- sveit. Eysteinn kvaðst hafa reikn- að með gosi á þessu svæði. frá þvi snemma I haust, og þess vegua hefði hann óskað eftir þvi við Orkustofnun að þcssar mælingar yrðu gerðar. — Við höfum ekki enn tekið afstöðu til þessara tillagna Ey- steins. en þeim hefur ekki verið neitað, sagði Guðmundur. — Við erum sjálfir með ýmiss konar mælingará þessusvæði. sem ekki eru beint .gerðar vegna eldgosa- hættu. en gefa hins vegar upplýs- ingar i svona tilvikum. s.s. þyngdarmælingar og nákvæmar landmælingar. A svæðinu eru jarðskjálftamælar og ég vil taka það fram. að það var fyrir okkar hvatningu og á okkar kostnað. að settir voru upp tveir jarðskjálfta- mælar á þessu svæði i haust. ein- mitt vegna ótta um eldgos. — og þeir hafa revnzt mjög vel og gefið góðar upplýsingar. — Við fáum alltaf margar tillögur. Við verðum siðan að vega þaðog meta sjálfir hvað við álitum þær vera mikilsverðar. Við álitum að jarðskjálftamæl- ingarnar væru mikilvægar og lögðum fé i þær. sagði Guðmund- ur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.